Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 7 Við köllum hann TYLLISTÓLINN Hann er framleiddur úr stáli og er með stilianlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verkstæðið, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. VELAVERSLUN Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Auglýsing frá fjárveitinganefnd Alþingis: Beiðnum um viðtöl við fjárveitinganefnd Alþingis, vegna afgreiðslu fjárlaga 1983 þarf að koma á framfæri við starfsmann nefndarinnar, Þorstein Steinsson í síma 1-15-60 eftir hádegi, eða skriflega eigi síðar en 8. nóvember n.k. Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1983, þurfa að berast skrifstofu alþingis fyrir 8. nóvember n.k. ella er óvíst að hægt verði að sinna þeim. Auglýsing um réttindaveitingu í rafeindavirkjun og stálsmíði. Með reglugerð um iðnfræðslu nr. 558/1981 voru löggiltar tvær nýjar iðngreinar: Rafeindavirkjun með þrjú sérsvið: fjarskiptasvið, tölvusvið og útvarpssvið, sem kemur í stað útvarpsvirkjunar og skriftvélavirkjunar ásamt því að símvirkjun fellur undir hina nýju iðngrein. Stálsmíði með tvö sérsvið: stálskipasmíði og stálvirkjasmíði, sem kemur í stað ketii- og plötusmíði. Þeir sem telja sig eiga rétt til starfa í þessum nýju iðngreinum, með því að hafa sveins- eða meistarabréf í hinum eldri iðngreinum eða starfa á því sviði er rafeindavirkjun og stálsmíði taka til, er bent á á snúa sér til Sigurðar Kristinssonar hjá Landssambandi iðnaðarmanna, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Iðnfræðsluráð Laus staða Staða viktarmanns við landshöfn Keflavík-Njarð- vík er laus til umsóknar. Ráðningartímabil er 1. ár. Laun skv. Samningi starfsmanna ríkisins 7. launaflokki Umsóknir sendist til hafnarstjóra fyrir 3. nóv. 1982. Hafnarstjóri. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septembermánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns,þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið, 29. okt. 1982. Danska þingið frestar vísitölu bótum í tvö ár Kauphækkanir bannaðar ífimm mánuði ■ MIKIL spenna ríkti í danska þinginu síðastliðinn laugardag, þegar atkvæðagreiðsla fór fram um efnahags- frumvarp nýju ríkisstjórnarinnar. Óvíst var um afstöðu nokkurra þingmanna Framfaraflokksins, flokks Glistrups, m.a. Glistrups sjálfs. Glistrup hafði til síðustu stundar hótað að greiða atkvæði gegn frum- varpinu, nema stjórnin féllist á meiri skattalækkun. Ef Glistrup og nokkrir félagar hans greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, var það fallið. Þegar til kastanna kom, sáu þeir þann kost vænstan að greiða atkvæði með því og var það því samþykkt með 90 atkvæðum gegn 85 atkvæðum. Það er meginefni þeirra efnahagslaga, sem danska þingið samþykkti á laugar- daginn, að bannaðar eru allar launa- hækkanir til 1. marz næstkomandi eða í fimm mánuði. Jafnframt er frestað öllum verðbótum eða vísitölubótum á laun frá því janúarvísitalan 1983 tekur gildi og þangað tii janúarvísitalan 1985 hefur verið reiknuð út. Laun verða þá greidd samkvæmt henni, ef annað hefur ekki verið ákveðið áður. Jafnframt þessu hefur ríkisstjórnin beint þeim tilmælum sínum til aðila vinnumarkaðarins, að grunnkaupshækk- anir fari ekki yfir 4% árlega tvö næstu árin. Þá gera lög ráð fyrir ýmsum lækkun- um á ríkisútgjöldunum, einkum vegna félagsmála. Útgjaldalækkunin vegna félagsmála varð þó minni en stjórnin fyrirhugaði í upphafi, því að Róttæki ■ Nýi menntamáiaráðherrann, Mimi Jacobsen, með fimm mánaða gamlan frumburð sinn. flokkurinn gerði það að skilyrði fyrir stuðningi við lögin, að dregið yrði úr þessum niðurskurði. Þá gera lögin ráð fyrir óverulegri skattalækkun vegna kröfu Glistrupista. Annars hefðu þeir ekki samþykkt þau. Skattalækkun er miklu minni en Glist- rup fór fram á. Ríkisstjórnin telur, að með þessum lögum verði nokkuð dregið úr vaxandi skuldasöfnun við útlönd, sem er orðin gífurleg, og einnig úr vaxandi atvinnu- leysi. Atvinnuleysingjar í Danmörku eru nú 260 þús., en spáð hafði verið, að þeir yrðu bráðlega 300 þús., ef ekkert væri aðhafzt til úrbóta. Sjórnin telur þessar ráðstafanir hvergi nærri fullnægjandi og hún muni því beita sér fyrir frekari aðgerðum innan tíðar. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir helzt áfram . gífurlegur halli á ríkisrekstr- inum. NÝJA ríkisstjórnin í Danmörku kom til valda í fyrri hluta september eftir að minnihlutastjórn sósíaldemókrata undir forustu Ankers Jörgensen hafði sagt af sér. Anker Jörgensen baðst lausnar fyrir stjórnina eftir að hún hafði ekki fengið stuðning við efnahagsráðstafanir, sem hún vildi koma fram. Samþykki þeirra strandaði á Sósíaliska þjóðarflokknum, sem bætti mjög aðstöðu sína í síðustu þingkosningum á kostnað sósíaldemó- krata. Vegna samkeppninnar við Sósíal- iska þjóðarflokkinn var sósíaldemó- krötum ekki óljúft að fara í stjórnar- andstöðu og.geta kennt honum um, ef hægri flokkarnir tækju völdin. Margir töldu, að óeining flokkanna til hægri væri svo mikil, að þeir gætu ekki myndað stjórn. Paul Schlúter, leiðtogi íhaldsflokksins, tókst samt á hendur að mynda sjtórn. Honum tókst eftir nokkurt þóf að mynda minnihlutastjórn íhaldsflokksins, Vinstri flokksins, Kristi- Iega flokksins og flokks miðdemókrata. Til þess að geta komið einhverjum Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar tafarlaust til þingkosninga ef það yrði fellt. Það er ekki ósennilegt, að það hafi haft einhver áhrif á Glistrupista. ÞÓTT ríkisstjórnin fengi frumvarp sitt samþykkt, þykir staða hennar allt annað en trygg. Spár eru nú mjög á reiki um lífdaga hennar. Sumar eru á þá leið, að hún muni úr þessu halda lífi þangað til í apríl. Þeir bjartsýnustu telja, að ekki sé útiiokað að hún geti setið í tvö ár. Sumir fréttaskýrendur telja, að líf- dagar hennar geti nokkuð ráðizt af því hvenær Anker Jörgensen telji sér henta að fella hana. Það fari eftir því, hvort hann telji sig geta klekkt á Sósíaliska þjóðarflokknum eða ekki. Þá er risinn mikill klofningur í Framfaraflokki Glistrups og gæti hann valdið ríkisstjórninni aldurtila. Meiri- hluti þingmanna flokksins vill komast úr þeirri einangrun, sem hann hefur verið í, og taka þátt í ábyrgu starfi. Glistrup er á öðru máli, en áhrif hans í flokknum eru mjög dvínandi vegna skattsvikamála hans. Ríkisstjóm Schlúters kom til valda 11. september síðastliðinn. Athygli vakti, að Henning Christophersen, formaður Vinstri flokksins, varð fjármálaráð- herra, en ekki utanríkisráðherra, eins og hann hafði eitt sinn verið. Utanríkisráð- herra varð flokksbróðir hans, Uffe Ellemann Jensen. Þá vakti athygli, að Mimi Jacobsen varð menntamálaráðherra, en hún er dóttir Erhards Jacobsen, leiðtoga mið- demókrata. ■ Poul Schlúter forsætisráðherra. málum fram, þarf þessi stjórn að njóta bæði stuðnings Róttæka flokksins, sem er til vinstri við stjórnarflokkana fjóra, og Framfaraflokks Glistrups, sem er til hægri við þá. Fljótlega eftir að stjórnin var mynd- uð, lagði Poul Schlúter áðurnefnt efnahagsfrumvarp fyrir þingið og hófust þá meiri mótmælaaðgerðir en áður eru dæmi um í Danmörku. Víða var efnt til fjölmennra mótmælafunda, m.a. hvað eftir annað við þinghúsið. Þetta leiddi til þess, að fallið var frá þeirri fyrirætlun að lækka atvinnuleysisbætur. Poul Schlúter lýsti yfir því áður en til endanlegrar atkvæðagreiðslu kom um frumvarpið, að hann myndi efna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.