Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 11 10 tó!i«œ | f réttaf rásögn fréttafrásögn ■ — sagdi Mauno Koivisto, m.a. í lýsingu sinni á sameiginlegum þjódareinkennum Finna og íslendinga eigin sagnahefð. Þetta á við um bæði nútíma- og eldri bókmennt- ir. Pau goða- og hetjukvæði, sem Eddukvæðin, er nú eru líka fáanleg á finnsku, og einnig þjóðkvæði okkar Kalevala, hafa geyma, eru frásagnir um þætti í þjóðarsálinni, sem svipaðir eru í báðum löndunum þ.e.a.s. auðugt ímyndunarafl, þraut- seigju og trú á framtíðina." Að heimsókninni í Stofnun Árna Magnússonar lokinni, hafði Finnlandsforseti móttöku fyrir erlenda sendiherra og maka þeirra í Gestabústað forseta Islands, en um kvöldið hélt Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands hinum tignu gestum kvöldverðarboð á Hótel Sögu sem fyrr segir. í ræðu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir inn á hin góðu samskipti fyrr og nú og í upphafi ræóunnar sagði hún: „Ég býð velkomna til íslands einkar kærkomna gesti okkar frá Finnlandi. Því hefur stundum verið fleygt, að meðal þess sem við íslendingar og Finnar eigum sameiginlegt í lund, auk þess að vera friðelskandi fólk, sé árátta að koma til skila af hvaða bergi við erum brotin, annað hvort Finni eða íslendingur. Þetta gildir að sjálfsögðu um þegna flestra þjóða., sem eiga sér þjóðarvitund, en þrjóska okkar, þessara grannþjóða á Norður- löndum, hefur aldrei látið sitt eftir liggja, þegar menn koma saman af ólíku þjóðerni, að geta þess skýrt og skorinort hvert við rekjum rætur okkar. Skyldi orsök þess vera sú, að við erum útverðir Norðurlandaþjóðanna, eða sú, að við treystum okkur ekki — með nokkru stolti — til að þegja yfir þjóðerni okkar?“ Og síðar: íslenskir sagnaritarar og skáld fyrri alda gátu oft Finna í sögum og ljóðum. Finnar voru sveipað- ir ljóma leyndardóma, þóttu rniklir skíðakappar og fimir í sleðafþrótt. Aðrar Norðurlanda- þjóðir litu Finna nokkru öfund- arauga fyrir að vera auðugir af skinnum og öðrum góðum varningi. Fjölkynngi var einnig talin sérgrein þeirra og margur góður galdramaðurinn þaðan kominn, — og skal þess getið að þeir munu fremur hafa búið í norðurhéruðum en suðurhéruð- um þess Finnlands sem við þekkjum nú. í lok ræðu sinnar sagði forseti íslands: Töframáttur Finna felst nú ekki lengur í því að magna seið heldur í töfrum vinarþels, sem við metum mikils. Ég lyfti glasi mínu til heilla finnsku þjóðinni. Megi hún lengi lifa við menningararf sinn og skapandi sérkenni, og sem fyrr af einurð meðal bjargvætta fyrir þeirra tryggu framtíð, sem við helst af öllu viljum hugsa til. Mauno Koivisto, sagði m.a. í lok ræðu sinnar: Við höfum, til að bæta möguleikana til að sinna málum okkar á íslandi, nýlega sett á stofn sendiráð í Reykjavík. Ég vildi gjarna fá að bera fram hjartanlegt þakklæti fyrir þá vináttu og hjálpsemi, sem mætt hefur sendiráðinu og starfsliði þess hér í Reykjavík. Frú forseti, Það var með sérstakri ánægju, sem ég þáði boð yðar um að koma í opinbera heimsókn til íslands. Ég, kona mín og fylgdarlið mitt, hlökkum mikið til þeirra daga, sem við fáum að dvelja hér hjá yður. Ég vil að síðustu þakka fyrir hinn frábæra kvöldverð sem þér hafið boðið okkur til. Kæru vinir. Ég lyfti glasi mínu og bið yður að skála fyrir Vigdísi Finnboga- dóttur forseta og gæfu og velgengni allrar íslensku þjóð- arinnar, sem og vináttunni milli Finnlands og íslands. -ESE ■ Mauno Koivisto Finnlandsforseti og Tellervo Koivisto, eiginkona hans skoða fomritin í Stofnun Áma Magnússonar. Dr. Bjami Einarsson fylgist með. Tímamynd G.E. ■ Hin opinbera heimsókn Mauno Koivisto, Finnlandsfor- seta og eiginkonu hans Tellervo Koivisto, til íslands hófst laust fyrir hádegið í gær er einkaþota Finnlandsforseta lenti á Reykja- víkurflugvelli. Meðal þeirra sem buðu hina tignu gesti velkomna á flugvellinum var ríkisstjórn Islands, forseti sameinaðs þings, forseti Hæstaréttar, og fleiri embættismenn. Að lokinni stuttri athöfn á Reykjavíkurflugvelli var ekið með finnsku forsetahjónin að Gestabústað forseta íslands við Laufásveg, en forsetahjónin snæddu síðan hádegisverð á Bessastöðum í boði Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Síðar um daginn skoðuðu forsetahjónin og fylgdarlið þeirra, sem m.a telur utanríkis- ráðherra Finnlands og eigin- konu hans, Stofnun Árna Magn- ússonar og hrifust hinir tignu gestir mjög af þeim fjársjóð sem þar er varðveittur. Er greinilegt að Finnlandsforseti er mikill áhugamaður um þjóðlegan fróð- leik og kom það best fram í ræðu hans í kvöldverðarboði því sem forseti íslands hélt honum og eiginkonu hans til heiðurs síðar um kvöldið, en þar sagði hann m.a.: „Afrek yðar á sviði menning- ar eru þekkt og viðurkennd í Finnlandi. Einkum standa ís- lenskar bókmenntir okkur Finn- um nærri ef til vill vegna þess að þjóðirnar eiga hvor um sig sína Forsetar takast í hendur. Vigdís Finnbogadóttir býður Mauno Koivisto velkominn í opinbera heimsókn til íslands. Tímamynd Róbert ■ Það er mikið og fagurt útsýni frá Bessastöðum. Hér virða forsetahjónin útsýnið fyrir sér ásamt Vigdísi Fmnbogadóttur. „AUIHIGT ÍMYNDUNARAFL, ÞRAIIT- SEIGIA OG TRU A FRAMTIÐINA Menningarsjóð- ur Finnlands og íslands: Finnar gefa tæpar 300 þúsund krónur ■ í kvöldverðarboði því sem forseti íslands hélt í gærkvöld, finnsku forseta- hjónunum til heiðurs, notaði Mauno Koivisto, Finnlandsforseti tækifærið til að skýra frá því að ákveðið hefði verið af Finnlands hálfu að veita 100 þúsund finnskum mörkum, eða jafngildi um 285 þúsund krónum til Menningarsjóðs Finnlands og íslands. Kom þetta fram í ræðu Finnlandsfor- seta í kvöldverðarboðinu, en í ræðunni sagði hann ma.: „Menningarsamskipti milli Finnlands og Islands styrktust til muna við stofnun menningarsjóðs beggja landanna árið 1974. Stofnun sjóðsins var tengd hátíðarhöldum í tilefni af 1100 ára búsetu á fslandi. Við þetta tækifæri langar mig, fyrir Finnlands hönd, að fá að leggja fram 100 þúsund mörk til viðbótar við höfuðstól sjóðsins, til þess að auka enn á möguleika á fjölbreyttum menningarsamskiptum, er fram kæmu í enn nánari tengslum og aukinni þekk- ingu þjdðanna á högum hvorrar ann- arrar.“ -ESE ■ Steingrímur Hermannsson, sjávar. útvegsráðherra býður forsetahjónin velkomin á Reykjavíkurflugvelli. Tímamynd Róbert ■ Forseti íslands og finnsku forsetahjónin virða fyrir sér íslensku fomritin. Dýrar steikur og höfug vín ■ Það var nærri alíslenskur matseðill sem boðið var upp á í kvöldverðarboði forseta fslands, sem haldið var til heiðurs finnsku forsetahjónunum á Hótel Sögu í gær. Aðalrétturinn var steiktur lambahrygg- ur með íslenskum kryddjurtum, en í forrétt snæddu hinir tignu gestir, kjötseyði með kjúklingakjöti og svart- sveppum og laxa- og sjávarfiskakæfu. Eftirrétturinn var svo fjólu- og ananas- ísréttur, auk þess sem boðið var upp á mokka-kaffi. Með hinum gómsætu réttum var síðan dreypt á Tio Pepe, sem er mjög þurrt sherry, G.H. Munn Gordon Rouge Brut, þurrt kampavín, Chateau Paveil de Luze 1979, rauðvíni, Novel og Cognac Liqueur. -ESE Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.