Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 12
NÚ ÞARF AÐ HUGA AÐ JÓLAHANDAVINNUNNI Jólaalmanökin þurfa ad vera tilbúin 1. des ■ Það þykir kannski sumum nokkuð snemmt að fara að tala um jól og jólaundirbúning um miðjan október, en fyrir þá sem hugsa til að gera eitthvað í höndunum fyrir jólin er það síst of snemmt. Sá siður hefur undanfarin ár komist á á mörgum heimilum, að kaupa jólaalmanök handa börn- unum. Þá ér opnaður einn og einn númeraður reitur á alman- akinu, og þar undir er falleg mynd, sem passar við jólaundir- búninginn hverju sinni. Líka eru til almanök, þar sem er smásæl- gæti við hvem dag. Svo eru það hin gullfallegu jólaalman- ök, sem eru saumuð og notuð ár eftir ár. Þau eru með saumuðum tölustöfum frá I. des. til 24. og við hvern mánaðardag er hringur, og í þá hringi má hengja örlitla pakka til að opna eftir því sem dagarnir líða fram að jólum. ELLA ljósmyndari Tímans var á ferð að líta á jólavörur í hannyrðabúðum og tók meðfylgjandi mynd í Hannyrða- búðinni Strammanum á Óðinsgötu. Jólaalmanökin eru seld bæði með garni og án garns og er verðið misjafnt, allt frá 180 kr. til 220 kr. efni og munstur án garns og um 400 kr. ef mikið garn fylgir með en hringirnir fylgja alltaf með, þótt garn sé ekki keypt. Fallegur dúkur undir jólatré Á sama stað er einnig hægt að fá fallega strigadúka, kantaða með rauðri skáleggingu, ýmist áteiknaða með garni eða án garns. Hjá hannyrðakonum vill oft safnast saman gam af ýmsum gerðum sem afgangar af hannyrðum, og með góðum vilja og hugviti er einmitt tilvalið að nota það til að sauma í jólatrésteppið. Án garns en áteiknað kostar það 160 krónur, og er það frágengið og kantað með leggingu. En ef garnið er keypt með kostar jólatrésteppið 225 kr. ■ Fallegur jólatrésdúkur, eða teppi undir jólatré, svo greninálar fari ekki á gólfteppið. ■ Jólaalmanök og veggmyndir af jólasveini, Trúðurim n geymirdc >tið ■ Peir sem kaupa þvottaefni í stórum pakkningum, fá það oft í sterkum pappafötum. Þessar fötur geta orðið hinar bestu hirslur fyrir smádót og auk þess eru þær til skrauts í barnaherberg- inu, þegar búið er að gera þær upp. Hér komum við með tillögu um skreytingu á slíkri þvottaefnisfötu, en hún er klædd með strigaefni, og puntuð með litskrúðugum trúði. Strigástykkið þarf að vera a.m.k. 50 sm breitt og 75 sm í ummál, sem sagt 50x75. Trúðurinn er bestur, ef hann er gerður úr filtbútum, en annars einhverj- um þykkum skrautlegum bútum. Líka má festa stíft millifóður á rönguna á efninu í trúðinn, (millifóðrið erstraujað á). Trúðurinn er svo saumaður á strigaefnið, sem fatan er klædd með. Best er að sauma með amagergarni. Þar að auki þarf tréþerlur eða hnappa til að skreyta með húfuna og gallann. Svartar smátölur.í augu, og saumað rautt nef og varir. Best er að sikksakka brúnirnar á ■ Þessi fata er alveg tilvalin til að henda upp í smád óíi. Börnin komast fljótlega sjálf upp á lagið ineð að „taka til“ með pví að henda öllu lauslegu smádóti, bílum, kubbum o.fl í fötuna. Þá er þetta líka á vísum stað, þegar til þarf að taka. striganum að ofan og falda hann að neðan. Síðan er trúðurinn sniðinn eftir meðfylgjandi sniði og stykkin þrædd á strigastykkið. Sum stykkin ganga svo- lítið yfir á önnur, og má sjá það á punktalínunni á munstrinu. Þvínæst eru stykkin saumuð með kappmellu með- fram öllum brúnum. Pressað því næst á röngunni undir röku stykki, áður en hnappar og pcrlur eru saumaðar á myndina. Setja má smábjöllu í húfu- toppinn. Mælið nú fötuna, sem á að klæða með striganum, og saumið strigastykkið saman í saumavél, svo það verði eins og hólkur, þannig að það passi sem best og hægt sé að draga það yfir fötuna. Þá er efri brúnin brotin inn af og límd niður innan í fötunni. ■ Hér er mynd af sniðinu af trúðnum. Vegna plássleysis varð að minnka myndina, en þeir sem eru laghentir ættu að geta stækkað sniðin eftir vild. ■ Teiknið bolinn á tvöfaldan pappír og þá hvem helming fyrir sig, sinn hvoru megin við brotið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.