Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 6
Fimm inn- brot um helgina ■ Nokkur innbrot voru kærð til rannsóknarlögreglu ríkisins eftir helgina. Fjórum dekkjum undan Volvo- Lapplader var stolið úr verslun Gunnars Ásgeirssonar við Suðurlandsbraut. Tuttugu lengjum af vindlingum var stolið úr Söluturninum við Leifsgotu 4. Þjófar voru á ferð í Barðanum við Súðavog. Þá var brotist inn í skrifstofur við Njálsgötu 16 og í Söluturn við Laufásveg 2, en á hvorugum staðnum er vitað til að nokkru hafi verið stolið. - Sjó. Katrín og Einar fréttamenn ■ Útvarpsstjóri hefur veitt Einari Sigurðssyni, fyrrum fréttaritara út- varpsins í Lundúnum og Katrínu Pálsdóttur áður ritstjóra tímaritsins Líf stöður fréttamanna á fréttastofu hljóð- varps. Þrjár stöður voru auglýstar í einu og er þriðju stöðunni óráðstafað, en í hana hlutu meðmæli útvarpsráðs, Atli Steinarsson blaðamaður 4 atkv. og Stefán Jóhann Stefánsson, sem starfað hefur sem fréttamaður í afleysingum undanfarið, 3 atkv. Andrés Björnsson útvarpsstjóri kvaðst í gær ekki geta sagt hvenær ákvörðun yrði tekin um þriðju stöðuna ■ Konumar á vinnuvöku vora greinilega í hópi þeirra sem oft tekst á ótrúlegan hátt að skapa mikið af litlu. Margir fallegir og skemmtilegir hlutir urðu til á þessu borði í kjallara Hallveigarstaða þá stund sem Tímamaður leit þar við og öllum fylgir þeim eflaust góður hugur jafnt til þeirra sem eiga þá nú og þeirra sem ágóðans eiga að njóta - aldraða fólksins í Reykjavík. „HVAÐfl VERÐ SETJ- UM VIÐ Á ENGIANA” FaPOHÚSÍÐ HF. Suðurlandsbraut 30 105 Reykjavik • Simi 86605. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Model Reykholt er glæsilegt borðstofusett í íslenskum sögualdarstíl. Framleitt af okkur úr valinni massífri furu. Fæst í Ijósum viðarlit eða brúnbæsað. Úrval fallegra áklæða. Það er varla hægt að komast nær handverki en gert er í þessum húsgögnum. Litið við á „vinnuvöku” á Hallveigarstöðum ■ „Hvaða verð setjum við á englana", kvað við frá einu borðinu á „Vinnu- vöku“ á Hallveigarstöðum í Reykjavík þegar Tímamaður leit þar inn upp úr miðnætti síðasta laugardag, eða réttara sagt byrjun sunnudags. Við eitt borðið sat hópur kvenna og var m.a. að búa til engla, jólasveina og ýmisskonar smá- skraut til að selja til ágóða fyrir aldraða í Reykjavík. Það var glatt á hjalla á vinnuvökunni, spjallað saman og hlegið. Sumar voru búnar að sitja við klukkutímum saman, aðrar voru nýkomnar og áttu nóttina framundan. Unnur Ágústsdóttir for- maður Bandalags kvenna - sem stóð að vökunni í Reykjavík - bakaði vöflur, og sá um að alltaf væri til heitt á könnunni bæði fyrir þær sem sátu að verki og gesti sem litu inn til að spjalla og kaupa þá eigulegu hluti sem reykvískar konur höfðu búið til og buðu til sölu. Á borði sáum við heklaða dúka, sjöl og ýmsa smáhluti. Útprjónaða vettlinga, saum- aðar svuntur og bangsa- þessa mjúku hlýlegu sem alla jafna verða í hvað mestu uppáhaldi af leikíóngum yngstu kynslóðarinnar. Að sögn Unnar voru munir seldir fyrir í kringum 20 þús. krónur. Óbeinan ágóða taldi hún þó jafnvel ennþá meiri - þann að konur kynnist, skiptist á skoðunum og vinni saman, svo og að vekja athygli annarra á því mikla starfi sem konur inna af hendi. „Margar af þessum konum eru á vinnuvöku hálfan veturinn11, sagði Unnur. Þar á hún við að konur f öllum hinum 30 kvenfélögum borgarinnar nota nær hverja frístund til að undirbúa eigin basar, hlutaveltur og aðrar fjáröflunarleiðir. Úr Kópavogi er svipaða sögu að segja. Fjöldi kvenna sat þar við handavinnu og föndur, ásamt kökubakstri. Kópavogs- konur höfðu kaffisölu auk þess að selja handavinnu og söfnuðu milli 20 og 30 þús. krónum í kassann á vinnuvökunni. Að sögn Sólveigar Runólfsdóttur for- manns Kvenfélagasambandsins í Kópa- vogi komu einnig margir góðir gestir í heimsókn til að skemmta með söng, spili, upplestri ljóðum og á annan hátt. Báðar báðu þær Tímann fyrir þakk- læti til þeirra mörgu sem lagt hefðu sitt af mörkum til að „Vinnuvaka“ tækist eins vel og raun bar vitni. -HEI ■ Með lagni og alúð verða nokkrír hvítir bandspottar á skammrí stund að hinu | fallegasta blómahengi. Túnamyndir HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.