Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 7 erlent yf irlit Filipie Gonzáles Gonzáles er til hægri við Palme og Mitterand Hann lofar þjóðaratkvæðagreiðslu um Nato SAMKVÆMT síðustu skoðanakönn- un, sem verður birt á Spáni fyrir þinkosningamar næstkomandi fimmtu- dag, fær Sósíalistaflokkurinn meirihluta atkvæða, en þá nýtur hann þess hvernig kosingafyrirkomulaginu er háttað, en það er hagstætt stærstu flokkunum. Næst honum kemur bandalag hægri flokkanna undir forustu Isebame Fraga. Miðflokkabandalagið átti sigur sinn í kosningunum 1977 og 1978 að verulegu leyti að þakka því, að foringi þess, Adolfo Suarez forsætisráðherra, naut mikilla vinsælda. Síðan hefur Suarez orðið viðskila við bandalagið og stofnað nýjan flokk, sem virðist hafa komið of seint til sögu til að fá veruiegan stuðning að þessu sinni. Efnahagserfiðleikarnir, sem era miklir og vaxandi á Spáni, hafa bitnað mest pólitískt á Miðflokkabandalaginu, vegna stjórnarforastunnar. Til viðbótar hefur komið vaxandi óeining innan þess, en það var upphaflega myndað af mörgum smáflokkum og flokksbrotum, meira og minna ósamstæðum. Tvennt virðist svo hafa stutt að fylgishruni þess að undanförnu. Hið fyrra var, að það flýtti kosningunum til að koma í veg fyrir, að hinn nýi flokkur Suarez næði fótfestu. Sjálft virðist það hafa verið verst undir kosningar búið. Hitt var það, að ríkisstjórnin birti nýlega áberandi tilkynningu um, að komizt hefði upp um fyrirhugað samsæri nokkurra liðsforingja, sem ætluðu sér að gera stjómarbyltingu í sambandi við þingkosningamar. Sumar heimildir greina, að ríkisstjórnin hafi reynt að gera enn meira úr þessu en efni stóðu til í þeim tilgangi að sýna hversu trúlega hún stæði á verði gagnvart hernum. Hafi þetta verið tilgangur stjórnarinn- ar, hefur hann bersýnilega misheppnazt. Þeir, sem tortryggja herinn, hafa fylkt sér fastar um Sósíalistaflokkinn. Hinir, sem era hliðhollir hernum, hafa skipað sér undir merki bandalags hægri flokkanna. EF skoðanakannanirnar reynast réttar, verður Gonzales, formaður Sósíalistaflokksins, næsti forsætisráð- herra Spánar. Hann verður þá jafnframt yngsti forsætisráðherra í Evrópu, en hann varð fertugur á þessu ári. Filipe, eins og hann er venjulega nefndur á Spáni, er fæddur og uppalinn í nágrenni Sevilla, þar sem faðir hans var mjólkurbússtjóri. Systkinin voru fjögur og var Filipe hið eina þeirra, sem gekk menntaveginn. Sumar heimildir telja, að þar hafi ráðið mestu, að hann varð að hætta að stunda íþróttir, þegar hann var fjórtán ára gamall, sökum astma og sneri hann sér þá að bókum í staðinn. Hann hóf nokkru síðar nám við menntaskóla, sem var undir stjórn presta. Gonzales vakti þá eins og síðar eftirtekt vegna fríðleiks síns. Stúlkurnar gáfu honum því sérstakar gætur og hann tók því ekki verr en svo, að prestunum þótti nóg um, og vísuðu honum úr skólanum. Þetta stöðvaði þó ekki Gonzales á námsbrautinni. Hann lauk lagaprófi við háskólann í Sevilla og stundaði síðar framhaldsnám í Belgíu. Á fyrstu háskólaárum sínum hallaðist hann að kristilegum demókrötum, en snerist síðar til fylgis við sósíalista. Talið er, að Alfonso Guerra, sem síðan hefur verið nánasti samverkamaður hans, hafi haft mikil áhrif á þessi skoðanaskipti hans. Að námi loknu stofnaði Gonzales lögfræðiskrifstofu í Sevilla. Hann tók aðallega að sér mál verkamanna, sem höfðu lent í deilum við atvinnurekendur. Honum varð svo vel ágengt í þessum málarekstri, að hann varð frægur fyrir. Jafnhliða hóf hann ásamt Guerra að endurreisa flokk sósíalista í Andalúsíu. Þeim varð svo vel ágengt, að á leynilegu þingi Sósíalistaflokksins, sem haldið var í París 1974, var Gonzales kosinn formaður flokksins. Franco lézt ári síðar (1975) og eftir það varð hröð þróun í lýðræðisátt á Spáni. Gonzales hefur notið þess að verða foringi á réttum tíma. Hann og Suarez urðu brátt vinsælustu stjórnmála- menn Spánar. HYLLI sína á Gonzales vafalítið að veralegu leyti að þakka útliti sínu og framkomu og góðum málflutningi. Því fer hins vegar fjarri, að fylgi hans byggist á því, að hann flytji einhvern byltingarboðskap, sem kveiki í mönnum. Gonzales er til hægri við flesta foringja sósíalista í Evrópu, t.d. þá Olof Palme og Mitterand. Hann lofar hóglegum umbótum, en ekki byltingu. T.d. mun stjórn hans, ef til kemur, ekki beita sér fyrir annarri þjóðnýtingu en þjóðnýtingu orkuvera. Hin hófsama umbótastefna Gonzales hefur orðið til þess, að Sósíalistaflokkur- inn hefur náð meira fylgi millistétta en ella. í þingkosningunum 1977 varð Sósíalistaflokkurinn annar stærsti flokk- ur landsins. Hann fékk þá 118 þingsæti af 350 alls. Margir spáðu honum enn meira fylgi í kosningunum 1979, en hann fékk þá ekki nema 121 þingsæti. Suarez var enn vinsælli en Gonzales á þeim tíma. Þetta vakti vonbrigði hjá sósíalistum og margir kenndu því um, að stefna flokksins hefði ekki verið nógu róttæk. Hinir óánægðu fengu því framgengt, að flokkurinn kenndi sig við marxisma. Gonzales var þessu mótfallinn og sagði af sér flokksforustunni í mótmælaskyni. Á næsta flokksþingi sigraði sjónarmið hans með yfirburðum. Hann tók þá aftur við flokksforustunni. Gonzales vill breyta utanríkisstefn- unni á þann veg, að Spánverjar hugsi ekki eingöngu um þátttöku í samstarfi Evrópuríkjanna (Nato, Efnahagsbanda- lagið) heldur treysti einnig gömul og ný tengsli sín við rómönsku Ameríku og Arabaþjóðirnar. Hann var mótfallinn aðildinni að Nato nema hún yrði samþykkt við þjóðaratkvæðagreiðslu. Sósíalistar hafa lofað að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu, ef þeir fá völdin. Verði aðildin að Nato samþykkt, mun stjórn Gonzales ekki taka. þátt í hermálanefnd bandalagsins, heldur aðeins stjórnmálanefndinni, líkt og Frakkar og Grikkir gera nú. Sambúðin við herinn getur reynzt Gonzales erfið. Hann hefur lofað að vinna að breytingum innan hans, m.a. að settar verði nýjar reglur um veitingu embætta. Þá verði stöðvar hersins fluttar frá stærstu borgunum, en honum yrði þá örðugra að gera byltingu. Slík tilfærsla verður þó ekki rökstudd með því, heldur hinu að slík skipan sé eðlilegri frá sjónarmiði landvama. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Til sölu Blaser árgerð 1973, með Trader díeselvél. Upphækkaður, með nýjum Micky-Thomson dekkjum og Spoke felgum. Upplýsingar í síma 2-22-39 eftirkl. 19.00 öll kvöld. Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið verður haldinn fimmtudaginn 28. október n.k. í húsakynnum samtakanna Síðu- múla 3-5, og hefst fundurinn kl. 20:30. Dagskrá: Aðalfundarstörf. Stjórnin. Laus staða Staða framkvæmdastjóra rannsóknaráðs ríkisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 19. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. október 1982. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á iand sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 Nýir bílar — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - æOGSEMUR Opið laugardaga kl. 10-16. BÍLASALAN BLIK s/f 1 Leitiö upplýsinga SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð Tölvusettir strikaformar • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJA kbanV7 / , n C*ddu hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.