Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
heimilisfiminni
Hvers vegna eru nyju kartöflurnar stundum svartar og
vondar?
„Því miður mikið
um gallaðar kart-
öflur á markaðnum
— segir Agnar Guðnason hjá Upplýsingaþjónustu
landbúnadarins
■ „Það er rétt“, sagði Agnar
Guðnason hjá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins, „því miður er mikið um
gallaðar kartöflur á markaðnum, en við
vonum að þetta standi til bóta“.
Blaðamaður Heimilistímans leitaði
upplýsinga hjá Agnari vegna þess að
mikið er kvartað undan því, að nýjar
kartöflur í verslunum séu dökkar og
ljótar útlits og jafnvel bragðvondar.
Hvernig má slíkt vera nú þegar
kartöflurnar eru svo til nýjar upp úr
moldinni? Það er það sem neytendur
vilja fá að vita.
Eru kartöflurnar skemmdar? Eða er
það eitthvað í meðferð þeirra, sem gerir
það að verkum að það sjást varla
kartöflur með þunnu ljósu hýði, eins og
venjulega er á nýjum kartöflum?
Agnar var spurður þessara spurninga
og hann svaraði á þessa leið: „Það er
margt sem orsakar það, að kartöflurnar
verða dökkar og Ijótar, þó þær séu
nýuppteknar. T.d. vill brenna við að
vélar, sem notaðar eru við upptöku,
skemmi hýðið. Þegar farið er að bursta
þessar nýju kartöflur, þá hreinlega fer
hýðið alveg af þeim, en þá myndast dökk
þykk húð utan á kartöflunum, og þær
skemmast mikið við slíka meðferð. Svo
eru kartöflurnar kannski burstaðar
aftur, áður en þær eru pakkaðar í
Grænmetinu og þeim pakkað í poka, og
þá endurtekur sagan sig.
-Er nauðsynlegt að bursta kartöflurn-
ar?
-Nei, alls ekki, sagði Agnar, ég veit ekki
nema það ætti frekar að vara við þessari
burstun, því að stundum burstast jafnvel
sandur inn í kartöfluna, og ekki er það
til bóta, fyrir utan hýðisskemmdirnar.
■ Hér er verið að pakka kartöflum í Grænmetisverslun landbúnaðarins.
Samstarfsnefnd um flokk-
un kartaflna
Agnar Guðnason sagði að Pálmi
Jónsson landbúnaðarráðherra hefði
skipað samstarfsnefnd um mat og
flokkun kartaflna nú í haust, og sú nefnd
væri tekin til starfa. í nefndinni eru 7
manns frá ýmsum landbúnaðarsamtök-
um og jafnframt frá Neytendasamtökun-
um, en Agnar er formaður nefndarinnar.
Er hann var spurður um hvað hefði
áunnist af þessu byrjunarstarfi nefndar-
innar, sagði hann:
-Við höfum þegar haldið nokkra
fundi og erum að koma með nýjar reglur
um flokkun og mat á kartöflum. Settar
verða strangar reglur um að skráðir
verði gallar í kartöflum á sérstök
.eyðublöð, sem framleiðandinn fær svo
afrit af. Þá getur hann séð hvað er að í
sambandi við kartöfluræktunina eða
upptökuna og frekar bætt þá úr því.
Eftir þessum nýju reglum verður
tekinn upp svokallaður „Urvalsflokk-
ur“. Þá er mjög strangt mat látið gilda,
og kartöflur, sem komast í þann flokk
eru líka bragðprófaðar.
Við í Samstarfsnefndinni erum
sammála um að það verði að vera hægt
að treysta því, að þessi „Úrvalsflokkkur“
innihaldi einungis reglulega góðar og
fallegar kartöflur.
Nú á næstunni verður farið að vinna
eftir tillögum okkar í nefndinni og
vonum við að ástandið fari þá batnandi.
-Eitt er víst, sagði Agnar Guðnason
að lokum, það er að skapast hefur
jákvæðara viðhorf gagnvart neytendun-
um í þessum málum en áður var. Það er
engin afsökun fyrir því að setja slæma
vöru á markað. Ef framleiðendur geta
ekki skilað góðum kartöflum, er ekkert
annað fyrir hendi en að flytja þær inn.
Kökuuppskriftir
og bakið í 175-200 gráðu heitum ofni i
ca 10 mínútur. Þetta verða um 50 stykki.
Litlar sandkökur
250 g smjör eða smjörlíki
150 g sykur
350 g hveiti
11/2 tsk. lyftiduft
11/2 tsk. vanillusykur
Skreyting á smákökurnar:
Möndlur, sem eru afhýddar og skomai
í bita. Best er að láta möndlumar liggja
um stund. í heitu vatni, áður en hýðið
er tekið af.
Setjið smjörið á vel heita og vel hreina
pönnu og látið það brúnast snöggt.
Síðan á smjörið að kólna og þá eru
þurrefnin sett út í. Ef deigið vill molna
og erfitt er að hnoða það, skal setjá
svolítið af smjöri eða smjörlíki saman
við og hnoða síðan.
Búið til litlar smábollur úr deiginu, og
setjið á smurða plötu, setjið möndlubita
ofan á og ýtið svolítið á svo kakan fletjist
aðeins út (gætið þess að hafa kökurnar
ekki of stórar). Bakið kökurnar við ca
150 gráðu hita þar til þær hafa aðeins
tekið á sig lit, eða í um það bil 10-15
mínútur. Úr þessu deigi ættu að fást 50
kökur.
Brúnar eggjahvítukökur (góðar
með ís)
Þessar smákökur ere svolítið seigar og
minna á makkarónukökur.Þær eru mjög
vinsælar, og eru sér í lagi góðar með ís
eða rjómahring eða öðrem líkum
eftirréttum. í kökurnar þarf eftirfarandi:
200 g möndlur
4-5 eggjahvítur
200 g sykur
2 matsk. kakó
Hakkið möndlumar, þeytið eggjahvít-
urnar stífar, og hrærið varlega út í þær
hökkuðu möndlunum, sykri og kakói.
Setjið deigið með tesk. á smurða plötu
■ Biúnu eggjahvítukökumar era gód>
ar með kaffi eða ís, eða einar sér sem
sælgæti.
■ Litiu sandkökumar eru sérstaklega
Ijúffengar ef smjör er notað í þær í stað
smjörlíkis.
■ Góðar bakaðar kartöfiur era
sérlega ljúffengar með öllu steiktu
kjöti, hvort heldur er stórsteik eða
pönnusteiktum kjötsneiðum.
Bakaðar
kartöflur
Þá sjaldan að hægt er að fá hér í
búðum góðár bökunarkartöflur, er
sjálfsagt að nota sér það og hér
kemur uppskrift að bökuðum kart-
öflum.
Ef bakaðar kartöflur eiga að verða
mjög góðar, þá nuddið á þær olíu og
salti fyrir bakstur, Bakið meðalstór-
ar kartöflur í 1-1 Vi tíma við 220
gráðu hita. Ef þið viljið flýta fyrir
bakstrinum, er gott að láta kartöflum-
ar standa í mjög heitu vatni í 3-5
mín. áður en þær ere settar í ofninn.
Þegar kartöflumar ere tilbúnar,
skerið þá kross ofan á þær, og þrýstið
þeim saman þannig að skurðurinn
opnist vel að ofan. Setjið síðan smjör
efst og stráið salti og pipar yfir.
Samsetning 100 g af
soðnum kartöflum
og frönskum
SOÐNAR FRANSK- AR
Hitaeiningar 80 253
Hvíta 1.4 g 3.8 g
Kolvetni 19.7 g 37.3 g
Fosfór 29 mg 72 mg
Kalsíum 4 mg 14 mg
Járn 0,3 g 0,9 mg
Natríum 3 mg 12 mg
Kalíum 330 mg 1020 mg
Magníum 15 mg 43 mg
Vítamín B-j 0,08 mg 0,1 mg
b6 0,18 mg 0,18 mg
C 9 mg 10 mg
■ Þrisvar sinnum flciri hitaeiningar
eru í frönskum karöflum, en þeim
sem soðnar era á venjulegan hátt.
Hér má sjá töflu yfir næringargildi í
100 gr. af kartöflum.
Næringargildi
kartaflna
Kartöflur eru auðugar af C- og B-
vítamíni. Þær innihalda meiri hvítu
en nokkur önnur grænmetistegund.
Þær eru 78% vatn og 18% kolvetni.
Önnur holl steinefni í kartöflum eru
m.a. forsfór, kalfum og kalsfum.
Kartöflur ere hitaeiningar- og
kolvetnaríkar, og þar sem þeirra er
oft neytt í miklu magni geta þær
verið fitandi. En yfirleitt er það
smjörið eða olían sem borðað er með
kartöflunum sem gefur mestu
hitaeiningarnar.
Sjóðið karöflurnar í hýðinu til að
forðast tap á næringarefnum, en
mikið af þeim tapast þegar kartöflur
era stappaðar og stöppunni haldið
heitri.
Kartöflurúllur
■ Stappið góðar soðnar kartöflur á
venjulegan hátt. Mótið úr þeim litlar
rúllur og veltið þeim upp úr þeyttu
eggi og síðan brauðraspi. Rúllumar
ere síðan steiktar í heitri feiti. Gott
er að pönnusteikja egg með
kartöflurúllunum, og eins má nota
þær með kjöti eða steiktum fiski.