Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEÐDr Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð aJöllu ■ Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag rfi labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Vari opnar öryggismidstöd: „ORUGGASTA AÐFERDIN TIL AB GÆTA VERDMÆTA SINNA segir Einar Birnir, formaður íslenskra stórkaupmanna og forstjóri G. Ólafsson ■ „Við teljum að þetta sé öruggasta og jafnframt örugglega sú ódýrasta af öruggum aðferðum sem hægt er að viðhafa til þess að gæta sinna verð- mæta,“ sagði Einar Birnir, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna og forstjóri G. Ólafsson hf. í viðtali við Tímann, þegar blaðamaður spurði hann hvers vegna fyrirtæki hans hefur gerst viðskiptavinur fyrirtækisins Vara og leigt hjá fyrirtækinu þjónustu svo- nefndrar öryggismiðstöðvar. Það er Baldur Ágústsson sem er eigandi Vara og hefur hann rekið fyrirtækið á annan áratug, en nú um helgina setti hann á stofn öryggismið- stöðina áðurnefndu, sem hefur það hiutverk að veita fyrirtækjum, stofnun- um og einstaklingum um land allt vaktþjónustu. „Enn fullkomnara en það sem við höfum haft“ Einar Birnir, sem er fyrsti viðskipta- vinur þessarar öryggismiðstöðvar sagði jafnframt: „Við höfum haft mjög góða reynslu af þjónustu þeirri sem Vari býður upp á og höfum notið hennar nú í nærri 10 ár. Við höfðum áður á vegum Vara símtengingu við lögregluna og slökkvilið, en þá var auðvitað sú hætta fyrir hendi, þegar og ef eitthvað fór úrskeiðis, að númerið væri á tali, en slíkt gerist ekki eftir að við fengum tengingu í öryggismiðstöðina, þannig að ég lít þannig á að öryggið sem við búum við núna í þessum viðvörunarbúnaði sé meira en áður. Þar að auki kostar þessi þjónusta sáralítið. Það kostar svolítið að setja þessi tæki upp, en það er afar fátítt að þau bili þannig að fjárfestingin er góð.“ „Hægt aö vakta nær hvað sem er“ Tíminn spurði Baldur Ágústsson, forstjóra Vara um það hvað fælist í vaktþjónustu þessarar öryggismiðstöðv- ar: „Öryggismiðstöðin getur vaktað nær hvað sem er. Svo ég nefni einhver dæmi, þá berast boð um innbrot,- eldsvoða, vatnsskaða, vélabilanir, rafmagns- truflanir o.fl. o.fl. starfsmanni öryggis- miðstöðvarinnar á fáum sekúndum og þá er brugðist við á fyrirfram ákveðinn hátt, t.d. með því að gera lögreglu eða slökkviliði aðvart, eða með því að hringja í viðgerðarmann. Ég vil sérstak- ropar lega nefna þá þjónustu sem hægt er að veita sjúklingum sem bundnir eru heima, en með einföldum búnaði geta þeir gert aðvart ef þeir þarfnast aðstoðar. Öryggismiðstöðin starfar þannig að komið er fyrir „senditækjum" hjá þeim sem tengjast vilja öryggismiðstöðinni og tengjast þau annars vegar síma og hins vegar brunaaðvörunarkerfum, þjófa- varnarkerfum, vatnsskynjurum eða öðr- um búnaði, allt eftir því hvað vakta skal. Senditækið hringir síðan í öryggis- miðstöðina, þegar eitthvað útaf ber og sjálfvirkur tölvustýrður móttökubúnað- ur skráir boðin og starfsmaður Vara gerir strax viðeigandi ráðstafanir. Það er ekki þörf á að sérleigja línur, því boðin berast um hið almenna símakerfi." Samstarf Vara og Öryggisþjónustunnar Baldur Ágústsson sagði jafnframt að með tilkomu þessarar öryggismiðstöðv- ar, sem í raun gæti þjónað öllum fyrirtækjum á landinu ef því væri að skipta, hefði hafist samstarf á milli fyrirtækjanna Vara og Öryggis- þjónustunnar í eigu Jakobs Kristjáns- sonar og sagði hann að Öryggisþjónust- an byði upp á þjónustu sérþjálfaðra öryggisvarða til margskonar starfa. Sagði Baldur að samstarf fyrirtækjanna tveggja yrði með þeim hætti að öryggisverðirnir yrðu sendir á vettvang af starfsmanni öryggismiðstöðvar Vara ef þörf krefði. -AB Armúla 24 Sími 36510 úf ❖ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Fréttir ■ Baldur Agústsson, forstjóri Vara við stjómstöð öryggismiðstöðvar Vara, Kristján Sigurðsson. öryggismiðstöðvarinnar og við borðið situr starfsmaður Tímamynd Eila Uppákoma í Garðveislu ■ Það er kannski varla við bætandi að taka uppfærslu Þjóðleikhússins á Garðveislu enn á dagskrá hér í þessum dálkum. Sýningin sl. sunnu- dagskveld var þó sérstök að því leytinu til að leikurunum, sem allir stóðu sig mjög vel, bættist óvæntur liðsauki utan úr sal. Hér var um einn áhorfandann að ræða sem greinilega var upptendraður, annaðhvort af leikritinu eða öðmm ókunnum orsökum, og lét óspart í Ijósi skoðanir sínar sem að mestu fóm saman við skoðanir Evu hinnar eldri í leikritinu. Var leiknum annaðhvort samsinnt með traustu lófaklappi á stöðum sem ekki gáfu beint tilefni til þess, eða hitt að þeim var svarað fullum hálsi ef orðfæri þeirra féll ekki að skoðunum áhorfandans. Sætaskvísum leikhússins var nóg boðið þegar nokkrar mínútur lifðu eftir af leiknum, og fengu með fortölum hinn hughrífna áhorfanda, sem var af veikara kyninu, til að yfirgefa sæti sitt. Bar leikhús- gestum saman um að þar hefði hámarki leiksýningarinnar ver- ið náð, enda fengu „allir“ leik- ararnir gott lófaklapp þegar sýningunni lauk nokkmm mín- útum síðar. Vilmundur sækir á brattann ■ Vilmundur Gylfason, þing- maður, mun greinilega sækja á brattann á komandi flokks- þingi Alþýðuflokksins sem fram fer aðra helgi og eins í prófkjörí flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem fylgja í kjölfaríð í nóvembermánuði. Um helgina fór fram kosning í Alþýöuflokksfélagi Reykja- víkur annars vegar um fulltrúa á flokksþingið, og hins vegar í fulltrúaráð flokksins í Reykja- vík. Þingmenn flokksins era sjálfkjörnir á flokksþingið, en hins vegar gefa atkvæðatölur þeirra í fulltrúaráðið glögga mynd af stöðu þeirra innan flokksins. Af þeim þremur þingmönn- um sem kratar hafa í Reykja- vík ber Jón Baldvin Hannibals- son höfuð og herðar yfir aðra Júgóslavneskt skíp stórskemmdi bryggjuna á Reyðarfirði ■ Júgóslavneskt flutn- ingaskip sigldi á bryggjuna á Reyðarfirði á ellefta tímanum í gær og hlutust af allmiklar skemmdir. Kristján Björgvinsson hafnarstjóri sagði blaðinu í gærkveldi að skipið hefði stímt beint á bryggj- una með stefnið er það var að leggjast að. Ástæðan var sú að sögn yfirmanna skipsins að ekki var svarað í vélinni þegar átti að gefa í aftur á bak, liðu heilar fjórar mínútur frá því að hringt var í vélarrúmið og þar til svarað var. Kristján sagði að mats- menn yrðu fengnir til að meta skemmdimar en þær virtust umtalsverðar og ekki enn hægt að segja til um hvort næst að ljúka viðgerð fyrir veturinn. Sjópróf hófust hjá sýslu- manninum á Eskifirði kl. 18.30 í gærkveldi og var þeim ekki lokið þegar síðast fréttist. Júgó- slavneska skipið var að sækja skreið til Reyðar- fjarðar. Það laskaðist lítt eða ekki við áreksturinn. Blaöburöarböm óskast, Tímann vantar fólk til blaðburðar, í eftirtalin hverfi: '1 Hjallavegur Langholtsvegur Melar. Grenimelur Laufásvegur Sími: 86300 ■ fulltrúaráðskosningunni. Hafnar hann í 8. sæti með 110 atkvæði. í kjölfar hans kemur Jóhanna Sigurðardóttir í 12. sæti með 101 atkvæði. Langt þar á eftir kemur Vilmundur Gylfason í 34. sæti með 79 atkvæði. Krummi ... ...skilur ekki enn í því af hverju Davíð Oddsson er að skrifa umi byggingarmögu- leika ungs fólks í ríti JC-Breið- holt sem helgað er öryggis - og umferðarmálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.