Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 íþróttir enska knattspyrnan TVO MORK FRANK STAPELTON Tryggdu Manchester United annað stigið í leik gegn nágrannaliðinuManchester City ■ „Þetta var besti leikur Manchester- félaganna í mörg ár!“ sagði Ron Atkinsson um leik Manchester-liðanna tveggja sem háður var á Old Trafford á laugardag. „Sú staðreynd, að okkur tókst að jafna þó við værum tveimur mörkum undir, sýnir að lið okkar er erfiður andstæðingur. Þegar við vorum komnir tvö mörk undir, var eins og allir leikmenn liðsins legðu sig alla fram við að bæta leik sinn og með þess háttar leik, vinna lið mót.“ Atkinson er eins og kunnugt er framkvæmdastjóri Man- chester United. Það var Dennis Tueart sem skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu og í byrjun síðari hálfleiks bætti David Cross við öðru marki. En Frank Stapleton gerði sigurvonir City að engu, er hann skoraði tvö mörk áður en leiknum lauk, hið fyrra á 8. mínútu s.h., en hið síðara aðeins 10 mínútum fyrir leikslok. Leikurinn á Old Trafford var best sótti leikurinn á Samtals mættu 57.334 áhorfendur og er þetta í fyrsta sinn sem yfir 50 þús. sjá leik í vetur. Liverpool í öldudal Lið Liverpool virðist vera í miklum öldudal þessa dagana. A þriðjudag mátti liðið þola tap í Helsinki í Evrópukeppni meistaraliða og á laugardag náði það aðeins jafntefli gegn Stoke. Það fer að verða langt um liðið síðan Liverpool hefur gengið jafn illa og síðustu vikumar. Það var írski landsliðsmaður- inn Mark Lawrenson sem skoraði fyrsta markið í Stoke fyrir Liverpool, en Mickey Thomas, sá sem frægur er hér á landi að endemum jafnaði fyrir Stoke. Mark hans var mjög gott og þrátt fyrir mikla sókn Liverpool tókst þeim ekki að bæta við fleiri mörkum. Úrslitin 1-1. Lið Brighton kom verulega á óvart með því að sigra West Ham. Liðið sem fékk til sín að nýju Peter Ward, sem leikið hefur í Bandaríkjunum í sumar. Gamla kempan hjá West Ham Frank Lampard var rekinn af leikvelli fyrir brot á Michael Robinson. Markvörður West Ham Phil Parkes þurfti að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleiknum og varði vel, en honum tókst ekki að sjá við skoti Gordon Smith á lokamínútu hálfleiksins. í síðari hálfleiknum bættu leikmenn Brighton við tveimur mörkum. Þau skoruðu Steve Gatting og Michael Robinson. Van der Elst var klaufi reyndar, að vera ekki búinn að jafna áður en til þess kom, en það var Alan Devonshire sem skoraði eina mark West Ham rétt fyrir leikslok. Mariner rekinn útaf Enski landsliðsmiðherjinn Paul Mar- iner var rekinn af leikvelli í 0-0 jafnteflisleik Birmingham og Ipswich. Það gerðist ellefu mínútum fyrir leiks- lok, er Mariner hugðist fylgja óþarflega fast eftir samstuði við Kevin Boardhurst varnarmann Birmingham. David Johnson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton, eftir að hann fór frá ■ Frank Stapleton bjargaði ásýnd Manchester United framrni fyrir áhorfcndunt á Old Trafford á laugardaginn. Þá voru gestirnir, Manchcster City yfir 2 - 0, en Staplcton, sem skoraði fyrir írska landsliðið gegn íslendingum skoraði tvö mörk og tryggði United annað stigið. Markahæstir í 1. og 2. deild: ■ Brian Stein, Luton er enn markahæstur eftir leiki helgarinnar. Hann hefur skorað 11 mörk, en þeir Luther Blisset frá Watford og Garth Crooks, Tottenham hafa skorað 10 mörk hvor. Þar af skoraði Crooks tvö gegn Notts County á laugardag- inn. Næstur kemur John Deehan, Norwich með 9 mörk og síðan Gary Brooke Tottenham með 8 mörk. I 2. deild hefur Kevin Drinkell, Grimsby skorað 14 mörk, Gordon Davies og Gary Lineker, sem leika með Fulham og Leicester hafa báðir skorað 10 mörk, en leikmaður með Shefiield Wednesday Gary Bannest- er að nafni hefur skorað níu mörk. nágrannaliðinu Liverpool. Hann skor- aði það á 8. mínútu leiksins gegn Sunderland og Graham Sharp bætti við öðru marki skömmu fyrir upphaf síðari hálfleiks. Þriðja mark Everton skoraði svo varamaðurinn Richardson fimm mínútum fyrir leikslok. Flestir álitu að Aston Villa væru að rétta almennilega úr kútnum, en hætt er við að Evrópuleikurinn í vikunni hafi setið í þeim. Það var aðalmarkaskorari Norwich, John Deehan sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 5. mínútu síðari hálfleiks. Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, voru sendir af leikvelli fyrir slagsmál. Það voru Keith Berthschin Norwich og Colin Gibson Aston Villa. Tony Barton framkvæmdastjóri Villa gagnrýndi brottreksturinn, en Ken Brown hjá Norwich, sá enga ástæðu til að kvarta undan dómgæslunni. Kraftur í Walesbúum Það var enginn annar en hinn gamli og góði Bob Latchford sem tryggði Swansea sigur gegn Southampton rétt fyrir leikslok. Rétt í þann mund er dómarinn flautaði af fyrri hálfleik náði lánsmaður Southampton, Justin Fas- hanu að skora fyrsta mark leiksins. Það var svo bakvörður Sothampton Dennis Rofe sem jafnaði, en fyrir Swansea, þ.e. hann skoraði sjálfsmark. Robbie James náði síðan forystunni fýrir heimaliðið en Danny Wallace jafnaði enn, nú fyrir Southampton. Og það var svo rétt fyrir leikslok, sem Latchford náði að skora sigurmarkið. Þessi fyrrverandi miðherji Everton og enska landsliðsins hefur reynst Swansea betri en enginn á þessu keppnistímabili. Mikil meiðsli hjá Tottenham Mikið er um meiðsli hjá leikmönnum Tottenham þessa dagana, en það varð þó ekki til að koma þeim í koll í heimaleik þeirra gegn Notts County. Tottenham sigraði með 4 mörkum gegn tveimur og eru nú komnir í 3. sæti í 1. deildinni. Fyrsta mark leiksins á White Hart Lane skoraði nývígði landsliðsmað- urinn Gary Mabbut á 25. mín. og Garth Crooks bætti öðru við á þeirri 45. Þá fóru leikmenn Notts County að vakna til lífsins og skoruðu tvö mörk í röð og jöfnuðu. Fyrst var það Trevor Christie á 3. mín. s.h. og síðan John Chideozie á 15. mín hálfleiksins. Fimm mínútum síðar hafði Crooks skorað sitt annað mark í leiknum, en Gary Brooke skoraði loks fjórða markið er rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka. Það bætti ekki úr skák fyrir Totten- ham, að Ricky Villa varð að yfirgefa völlinn í síðari hálfleik vegna meiðsla. West Bromwich Albion skaust upp í 2. sætið í 1. deild er það vann sigur á Luton, 1-0. Það var Clive Whitehead sem skoraði markið í fyrri hálfleik. Sóknarmenn beggja liða léku vel. Þeir Gary Owen og Derek Statham hjá W.B.A., en Ricky Hill og Paul Walsh hjá Luton. Bobby Robson landsliðs- þjálfari var á meðal áhorfenda. Ekki hefur lið Watford tekist að fylgja nógu vel eftir kraftmikilli byrjun á keppnistímabilinu. Þeir fengu Coventry í heimsókn á laugardag og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Svo virðist sem markamaskínurnar sem skoruðu átta mörk gegn Sunderland fyrir mánuði séu ekki eins vel úr garði gerðir til að skora nú eins og þá. Markvörður Watford Steve Sherwood mátti hafa sig allan við, að halda markinu hreinu hjá liðinu. En það tókst. Og þar með eru leikmenn Watford á hælum efstu ■ Garth Crooks skoraði tvö mörk fyrir Tottenham og er í hópi markahæstu manna í Englandi. liðanna í 1. deild, einu stigi á eftir West Ham og Liverpool. Ekki sóttu leikmenn Arsenal gull í greipar liðs Nottingham For. Þeir töpuðu gegn þeim á útivelli með þremur mörkum gegn engu. Mark Proctor skoraði fyrsta markið, en þeir Gary Birtles og Ian Wallace bættu við einu marki hvor. Staða Arsenal er alls ekki sterk þessa dagana og þurfa leikmenn liðsins að taka sér tak ef ekki á illa að fara. Úrslit leikja á laugardaginn urðu sem hér segir: 1. DEILD: Birmingham - Ipswich ...........0-0 Brighton - West Ham.............3-1 Everton - Sunderland............3-1 Man. Utd. - Man City............2-2 Norwich-Aston Villa ............1-0 Nott. For. - Arsenal............3-0 Stoke - Liverpool ..............1-1 Swansea - Southampton ..........3-2 Tottenham - Notts C.............4-2 Watford - Coventry..............0-0 W.B.A. - Luton .................1-0 Lið Q.P.R. datt niður úr efsta sæti 2. deildar með tapi gegn Middlesbro. Middlesbro sem ráðið hefur Malcolm Allison sem liðsstjóra er heldur að hjarna og eru nú komnir í 4. neðsta sæti, eftir að hafa vermt það neðsta frá upphafi keppninnar þar til síðustu vikuna. Við efsta sætinu tók annað Lundúnalið, Fulham, en það hefur hagstæðari markatölu en Sheff. Wed. og QPR, en öll hafa liðin 23 stig. Úlfamir eru þama á næstu grösum með 21 stig, en hafa leikið einum og tveimur leikjum færri en hin liðin tvö. Úrslit leikja í 2. deild urðu: Blackburn - Leeds...............0-0 Bolton-Barnsley ................0-2 Chelsea - Charlton..............3-1 Derby - Leicester ..............0-4 Fulham - Burnley ...............3-1 Middlesbro - QPR................2-1 Newcastle - C.Palace............1-0 Oldham - Carlisle ..............4-3 Shrewsbury - Rotherham .........2-0 Einum leik var frestað, leik Cam- bridge og Wolves, vegna þess að leikvöllur liðsins frá háskólaborginni frægu var ekki í leikhæfu ástandi. Staðan 1. deild Manchester United . . n 6 4 1 17 8 22 West Bromwich ... . u 7 0 4 19 12 21 Tottenh.Hotsp . ii 6 2 3 25 13 20 Liverpool . u 5 4 2 21 11 19 West Ham United .. . ii 6 1 4 22 15 19 Watford . n 5 3 3 22 11 18 Everton . ii 5 2 4 22 15 17 Stoke City . n 5 2 4 21 16 17 Manchester City ... . u 5 2 4 15 16 17 Nottingham Forest . . u 5 1 5 19 19 16 Aston Villa . ii 5 0 6 16 17 15 Brighton . n 4 3 4 12 24 15 Luton Town . ii 3 5 3 25 23 14 Arsenal . u 4 2 5 11 12 14 Swansea Town .... . n 4 3 5 14 18 14 Coventry City . ii 4 2 5 11 15 14 Sunderland . ii 3 3 5 15 22 12 Ipswich Town . n 2 5 4 15 13 11 Norwich City . n 2 5 4 14 19 11 Notts County . n 3 2 6 12 21 11 Southampton . u 3 2 6 10 22 11 Birmingham . u 14 6 7 23 7 2. deild i- - - - Fulham . 11 7 2 2 27 15 23 Sheffield Wednesd. . . 11 7 2 2 25 15 23 Queens Park Rang. . . 12 7 2 3 18 10 23 Wolverhampton ... . 10 6 3 1 14 4 21 Grimsby Town .... . 11 6 2 3 20 14 20 Leeds United . 11 5 5 1 15 10 20 Leicester City . 11 6 1 4 23 9 19 Bamsley . 11 4 4 3 15 12 16 Chelsea . 11 4 4 3 15 12 16 Crystal Palace .... . 11 4 3 4 13 12 15 Newcastlc United .. . 11 4 3 4 17 17 15 Oldham Athletic ... . 11 3 5 3 15 16 14 Carlisle United .... . 11 4 2 5 23 25 14 Blackburn Rouvers . . 11 4 1 6 16 20 13 Rotherham . 11 3 4 4 13 19 13 Shrewsbury Town . . . 11 4 1 6 11 17 13 Charlton Athletic .. . 11 3 2 6 14 24 11 Burnley . 11 3 1 7 17 21 10 Middlesbrough . . . . . 11 2 4 5 12 24 10 Bolton Wanderers .. . 11 2 2 7 9 18 8 Derby County .... . 11 1 5 5 9 20 8 Cambridge United .. . 11 1 4 6 12 19 7 Allt vid sama Hjá Skotum.Celtic efstir ■ Lið Celtic, sem tapaði fyrir spænsku meisturunum Real Socied- ad á miðvikudag endurheimtu gleði sína á laugardag er liðið sigraði Morton 2-1 í skosku úrvalsdeildinni og þar með heldur liðið eins stigs forystu sinni í deildinni. Þar var Frank McGarvey sem skoraði fyrra mark Celtic, en Charlie Nocholas bætti við öðru áður en Jim Rooney náði að skora fyrir Morton. Motherwell, félag Jóhannesar Eð- valdssonar fékk Dundee Utd., sem eru í 2. sæti í úrvalsdeildinni í heimsókn. Dundee sigraði örugglega með tveimur mörkum gegn engu og eru Motherwell einir á botninum með aðeins 3 stig eftir 8 leiki. Lítil uppskera það. Úrslit í öðrum leikjum í úrvals- deildinni urðu sem hér segir: Dun- dee - St. Mirren 1-1 Kilmarnock - Aberdeen 0-2 Rangers - Hibemian 3-2 Lið Celtic hefur 13 stig, Dundee Utd. era með 12, en Rangers og Aberdeen hafa hlotið 11 stig. Dundee eru með 9 stig, St. Mirren og Morton 6, Hibernian 5 stig og Kilmarnock 4, Lestina rekur Mother- well eins og fyrr segir með 3 stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.