Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 17
17 Slakt hjá Val Liðið tapaði með átta mörkum gegn KR í 1. deild ■ KR-ingar eru í miklum ham um þessar mundir í handboltanum. Þeir hafa tvisvar í röð komist upp í 30 mörk í 1. deildarkeppninni, fyrst gegn ÍR, sem telst ekki nein stórfrétt en það vekur meiri athygli þegar það eru Valsmenn sem tapa með 8 mörkum og fá á sig 30 stykki. Sú var raunin í gærkvöldi, er KR-ingar gjörsigruðu Valsmenn 31:23. í hálfleik var staðan 16-10 fyrir KR og enn juku þeir muninn í þeim síðari. Blönduð sveit sigraði ■ Kambaboðhlaup ÍR og HSK fór fram í 10. sinn sunnudaginn 24/10. Færð var erfið hjá þeim sem hlupu fyrsta sprettinn en hlaupið gekk engu að síður vel fyrir sig og sveitirnar 6 sem mættu til leiks luku allar hlaupinu með sóma. Úrslit urðu þau að blönduð sveit Kópavogsmanna H.V.Í. og Bandaríkja- manns sem dvelur nú á íslandi, kom fyrst í mark. ÍR-ingar dreifðu sínum bestu mönnum í tvær sveitir til að freista þess að eiga tvær fyrstu sveitir í mark, en það gekk ekki upp hjá þeim. 1. Blönduð sveit. 2:24.50 klst Það eru ár og dagar síðan Valsmenn hafa verið í þriðja neðsta sæti í 1. deildinni í handknattleik eins og nú og leikurinn í fyrrakvöld var fjórði leikur- inn í röð sem þeir tapa. Þrátt fyrir það ættu Valsmenn ekki að þurfa að hafa þungar áhyggjur, því í liði þeirra eru margir ungir og mjög efnilegir leik- menn, sem eiga án efa eftir að hefja merki félagsins að nýju á loft í handknattleiknum. Hjá KR var Anders Dahl Nielsen eins og svo oft áður í vetur í aðalhlutverki. Hann skoraði 12 mörk í leiknum og Alfreð var einnig drjúgur og skoraði 7 mörk. Mörkin: KR: Anders Dahl Nielsen 12, (8), Alfreð Gíslason 7, Haukur Ottesen 4, Ragnar Hermannsson 3, Haukur Geirmundsson og Jóhannes Stefánsson 2 hvor og Stefán Halldórsson 1 mark. Valur: Þorbjörn Jensson 8, Theodór Guðfinnsson 5, (3), Gunnar Lúðvíksson 3, Kristján Gunnarsson og Steindór Gunnarsson tvö hvor, Jakob Sigurðs- son, Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Guðmundsson eitt mark hver. Tímamynd: Ella ■ Páll Ólafsson lyftir sér yfir FH-vömina og skorar. mín. Einar Sigurðsson UBK 39:46 Sighv. Dýri Guðm.ss. HVl i 34:54 David Kester USA 34:47 Gunnar Snorrason UBK 35:23 2. A-sveit ÍR. 2:25.34 klst. Hafsteinn Óskarsson 41:03 Ágúst Ásgeirsson 35:43 Jóhann Heiðar Jóhannsson 35:05 Steinar Friðgeirsson 33:43 3. G-sveit ÍR 2:28.00 Guðmundur Ólafsson 44:39 Gunnar Páll Jóakimsson 33:05 Garðar Sigurðsson 34:04 Gunnar Birgisson 36:12 4. A-sveit Ármanns 2:33.23 klst. Guðmundur Gíslason 41:55 Árni Kristjánsson 37:41 Gunnar Kristjánsson 37:27 Leiknir Jónsson 36:20 5..B-sveit ÍR 2:40.28 klst Ársæll Benediktsson 42:44 Sigurjón Andrésson 37:40 Kristján Skúli Ásgeirss. 40:30 Einar Heimisson 39:34 6. B-sveit Ármanns 2:46.27 klst. Jóhann Garðarsson 47:31 Tómas Gestsson 44:28 Stefán Stefánsson 40:10 Þorsteinn Gunnarsson 36:18 Óli Ben. í stuði Er Þróttur vann FH öðru sinni í 1. deild ■ Hann Óli Ben er engum líkur þegar sá gállin er á honum. Hann getur varið bókstaflega allt sem á markið kemur og þá ekki síður vítaskot en annað. Það sýndi hann á sunnudag, er Þróttarar endurtóku sigur gegn FH og eru þar með búnir að sigra þá tvisvar í 1. deildinni, en önnur lið hafa ekki sótt gull í greipar Hafnfirðinganna. Óli varði upp undir tuttugu skot og þar á meðal þrjú vítaköst, frá Kristjáni Arasyni, Hans Guðmundssyni og Sveini Bragasyni. Þróttarar náðu mjög góðri forystu strax í upphafi leiks og FH-ingar skoruðu aðeins 2 mörk á fyirstu tuttugu mínútunum, sem eru fréttir útaf fyrir sig. Hætt er við, að ferðaþreyta eftir erfiða ferð til Sovétríkjanna hafi setið í þeim. Þróttarar komust í 8-2, en í leikhléinu var staðan 13-8. Nokkrum mínútum fyrir leikslok voru Þróttarar sex mörkum yfir og þá tóku FH-ingar til við að leika maður á mann, og minnkuðu muninn í tvö mörk í leikslok, eða 24-22. Sætur sigur hjá Þrótti, en slæmt fyrir FH-inga sem sýnt hafa góða leiki að tapa öðru sinni fyrir Þrótturum. Auk Ólafs Benediktssonar lék Páll Ólafsson mjög vel gegn FH. Hann skoraði 8 mörk. Þá var Konráð Jónsson góður og skoraði 6 mörk. Hjá FH- voru Þorgils Óttar og Hans Guðmundsson bestu menn. Mörkin: Þróttur: Páll Ólafsson 8, Konráð Jónsson 6, Magnús, Guð- mundur, Jens og Gísli (2 úr víti) skoruðu tvö mörk hver og Lárus Karl og Lárus Lárusson eitt hvor. Mörkin FH: Hans Guðmundsson 8, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar 4, Finnur Árnason 2 mörk, Guðjón Árnason, Sveinn, Valgarður og Guð- mundur Magnússon eitt mark hver. Stjarnan skein glatt — Garðbæingar lögðu íslandsmeistara Víkings 23-21 I ■ Ferill Stjörnumanna í 1. deildinni í 1 handbolta síðustu vikurnar hefur verið með öðrum hætti en þeir og raunar allir aðrir sem fylgjast með handbolta höfðu búist við. Einni skrautfjöður bættu þeir' í hatt sinn í gærkvöldi er þeir unnu Víkinga og er það fimmti sigur liðsins í röð og er það nú komið með 10 stig eða jafnmörg og FH, en einu minna en Víkingar. Stjarnan byrjaði vel í gærkvöldi. Eyjólfur skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, en Þorbergur og Steinar jöfnuðu fyrir Víking. Ólafur Lárusson bætti við einu marki fyrir Stjömuna, en þá komu tvö Víkingsmörk. Þannig gekk fyrri hálfleikurinn, Víkingar höfðu yfir, en Stjömumönnum tókst að jafna. ( ihálfleik var staðan 12 mörk gegn 11 Víkingi í hag. í byrjun síðari hálfleiks tóku Víkingar svo fjörkipp og skomðu hver í kapp við annan og komust þrjú mörk yfir. Þá skoruðu Stjömumenn fimm mörk í röð og komust tvö mörk yfir. Segja má að á þeim leikkafla hafi þeir gert út um leikinn, því bæði lið skomðu fjögur mörk eftir það og lokatölurnar urðu 23 mörk gegn 21. Leikurinn var allvel leikinn og spennandi nánast frá upphafi til loka. Sigur Stjömunnar var sanngjarn. Þeir Garðbæingar börðust af miklu kappi og gáfu ekkert eftir. Miklar sveiflur vom í leik Vfkings- liðsins. Og má í því sambandi nefna, að þeir skomðu ekki mark f 12 mínútur í síðari hálfleik meðan Stjarnan skoraði fimm. Á því tímabili gerði Stjaman út um leikinn. Bestir hjá Víkingivom þeir Þorbergur og Viggó Sigurðsson. í liði Stjömunnar vom Eyjólfur Bragason, Guðmundur Þórðarson, Ólafur Lámsson bestir ásamt Brynjari Kvaranmarkverði, en markvarsla hans hafði mikið að segja í þessum leik. Mörkin: Stjarnan, Eyjólfur Bragason 8, Guðmundur Þórðarson 6, Ólafur Lámsson 5, Guðmundur Óskarsson 2, Magnús Teitsson og Sigurjón Guð- mundsson skoruðu eitt mark hvor. Víkingur: Þorbergur Aðalsteinsson 7 (2), Viggó Sigurðsson 6 (1), Ólafur Jónsson 3, Magnús Guðmundsson 2, Óskar Þorsteinsson 1. Næsti leikur í 1. deild verður í kvöld klukkan 20.00 en þá leika ÍR og Fram og á eftir leika KR og Víkingur í meistaraflokki kvenna. Hætt er við að ÍR-ingar tapi enn einum leiknum í kvöld, nema kraftaverk hafi átt sér stað hjá liðinu og telja verður sigur Fram nær öruggan. Staðan ■ Staðan í 1. deild eftir leikinn í gærkvöldi: KR 8 6 0 2 195:151 12 Víkingur 8 5 1 2 159:153 11 FH 7 5 0 2 188:151 10 Stjaman 8 5 0 3 163:160 10 Þróttur 8 4 0 4 159:159 8 Valur 7 3 0 4 132:131 6 Fram 7 1 1 5 150:175 3 ÍR 7 0 0 7 120:186 0 ■ Eyjólfur Bragason skoraði 8 mörk gegn Víkingum í gærkvöldi og sýndi stórleik. Grótta á toppnum ■ Grptta á Scltjarnarnesi sem kom upp úr 3. deildinni í handknattleik i vor virðist ætla að spjara sig vel í keppninni í 2. deöd. Liðið er í efsta sæti eftir góðan sigur á HK úr Kópavogi 25 mörk gegn 22. Þá sigmðu Haukar Aftureldingu mjög ömgglega á Varmá með 23 mörkum gegn 15. Einum lelk, sem vera átti um helgina hafur veríð frestað fram á næsta fimmtudag. Staðan í 2. deild karla í handknatt- leik eftir leikina um helgína er sem hér segir: Grótta KA Þór Ve. Breiðablik Ármann Haukar Afturelding HK 6 5 0 1 150:154 10 6 4 1 1 156:134 9 5 2 2 1 105:103 6 5 2 1 2 100:97 5 6 1 3 2 120:126 5 6 2 0 4 127:117 4 6 1 2 3 104:120 4 6 1 1 4 120:129 3 Tvö jafntefli f 3. deild ■ Fylkismenn hafa örugga foiystu í 3. deildinni í handknattleik. Liðið sigraði Dalvíkinga sem komu suður til Reykjavíkur til keppni með 19 mörkum gcgn 18. Dalvíkingarnir lögðu síðan lið Ögra með 32 mörkum gegn 15. Greinilegt cr, að mikill uppgangur í handboltanum á Dalvík og þeir eiga án efa eftir að láta að sér kveða áður en langt um liður. Kcfivíkingar fengu Skagamenn í heimsóko og var mikið jafnræði með liðunum - sem bæði skoruðu 28 mörk. Þórsarar frá Akureyri fóru alla leið til Vestmannaeyja og gerðu þar jafntcfii við lið Tys 23:23. Staðan eftir leikina um helgina í 3. deild er sem hér segir: Fylkir Þór AK Kcflavík Týr Ve. Reynir S Akranes Skallagrímur Dalvík Ögri 4 4 0 0 88:67 5 2 2 1 113:99 5 2 12 113:93 2 11, 95:68 2 1 1 89:82 1 1 1 72:76 1 0 1 48:45 1 0 4 106:107 4 0 0 4 49:124 0 Þórsstelpur töpuðu tvisvar ■ Þrír leikir fóru fram í 1. deildarkeppni kvenna í handknatt- leik um helgina. ÍR stúlkurnar unnu stórsigur gfcgn Haukum. úrslitin urðu 22 mörk gegn 9. Þá komu Þórsstúlkurnar frá Akureyri suður og léku tvo leiki og töpuðu þeim báðum. Litlu munaði gegh'Víkingi, en nógu miklu því Víkingsdömurnar skoruðu 13 mörk, en Þórsstelpurnar aðeins 12. Verr gekk þeim gegn Val, en þar töpuðu þær með 11 murka mun, 21:10. Staðan i 1. deild kvcnna: FH 3 3 0 0 54:33 6 Valur 4 3 0 1 64:47 6 Fram 2 2 0 0 41:26 4 ÍR 3 2 0 1 49:36 4 KR 3 2 0 1 34:31 4 Víkingur 4 1 1 2 49:56 3 Haukar 4 0 1 3 38:61 1 Þór Ak 5 0 0 5 55:96 0 Vestur Þjód- verjar sigruðu ■ Vestur-Þjóðverjar sigruðu í fjögurra landa keppni í handknatt- leik sem háð var í Vestur-Þýskalandi um helgina. Keppinautar þei^ra voru Danir, Júgóslavar og Tékkar. Þjóð- verjarnir unnu bæði Tékka og Júgóslava og gerðu síðan jafntefli við Dani. Danir unnu Tékka, en töpuðu hihs vegar fyrir Júgóslövum, sem eru mjög sterkir i handboltanum. Þjóðverjarnir s léku undir stjóm nýs þjálfara Simon Schobel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.