Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Glsll Slgurósson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Glslason. Skrlfstofuatjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfaa Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmana: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, Frl&rlk Indrl&ason, Hei&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason(fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. LJóamyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsaon, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánadóttir. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstolnsdóttir. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Slmi: 86300. Auglýslngaafmi: 18300. Kvöldsfmar: 88387 og 86392. Ver& f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrltt á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Fómum ekki þvf sem þegar hefur áunnist ■ í útvarpsumræðunum í gærkvöldi fjallaði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, m.a. um þá stöðu, sem skapast hefur vegna þess, að ríkisstjórnin hefur ekki lengur meirihluta í neðri deild alþingis. „Mér datt satt að segja ekki í hug, að stjórnarandstaðan legðist sem heild gegn bráðabirgðalögunum,“ sagði Steingrímur. „Pað væri slíkt ábyrgðarleysi, að annað eins hefur varla þekkst. Vissulega kom til greina að láta þingmenn standa framini fyrir ábyrgðarlausum yfirlýsing- um, gefa þeim kost á að fella bráðabirgðalögin strax og efna til kosninga fyrir miðjan nóvember. Við framsóknarmenn leggjum á það höfuðáherslu í þessu sambandi, að alls ekki má þó fórna þeim vinningi, sem í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar felst. Því er ekki um annað að ræða en að líta raunsætt á stöðu mála og taka á vandamálunum af fullkominni ábyrgð. Annað er óréttlætanlegt. Eina ábyrga leiðin í stöðunni er að ríkisstjórn og stjórnarandstaða semji um framgang mikilvægustu lykilmála. Þessar viðræður eru hafnar. Stjórnarandstaðan gerði kröfu til þess að samið yrði um þingrof og kosningar. Þetta teljum við sjálfsagt að ræða í tengslum við samkomulag um meðferð nauðsynlegustu þingmála. Þannig hefur verið gengið til móts við stjórnarandstöðuna. Viðbrögð hennar hafa valdið mér vonbrigðum. Nú er þess krafist að ríkisstjórnin segi af sér. Það leysir engan vanda. Það breytir heldur engu í efnahagsmálum, hvort kosningar verða í janúar eða febrúar, eða t.d. í apríl þegar færð er orðin skárri um erfiðustu kjördæmin. Það er einlæg von mín, að menn átti sig á þessu og fjalli næstu daga af ábyrgð um meðferð nauðsynlegustu þingmála og efnisatriði í því sambandi, og semji síðan um kjördag með tilliti til eðlilegs framgangs þingmála og tíðarfars“, sagði Steingrímur. Aukin framleiðsla er lausnarorðið í ræðu sinni fjallaði Steingrímur um efnahagserfiðleik- ana og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta þeim, og sagði þá m.a.: „Við lifum að ýmsu leyti á erfiðum tímum. Það stafar að hluta af mjög miklum efnahagserfiðleikum í flestum eða öllum viðskiptalöndum okkar. Líklega hefði tekist að sigla fram hjá þeim erfiðleikum, að mestu leyti, ef ekki hefðu skapast vandamál af allt öðrum toga, þ.e. aflabrestur. Sá mikli samdráttur, sem þessu fylgir í þjóðarframleiðslu, leiðir óhjákvæmilega um tíma til lakari afkomu þjóðarbúsins og einstaklinga. Hjá því verður ekki komist. Með fulla atvinnu og miklar tekjur undanfarin ár erum við íslendingar hins vegar vel undir slíkt búnir, enda er ég þess fullviss, að við munum fljótlega rétta úr kútnum að nýju. Við höfum allan grundvöll til þess. Fiskimiðin eru gjöful og munu áfram standa undir stærstum hluta þjóðarframleiðslunnar. Við eigum mikla ónotaða orku og ágætt land til framleiðslu á landbúnaðarafurðum, þar sem nýjar og álitlegar búgreinar hasla sér völl. Aukin framleiðsla er að sjálfsögðu lausnarorðið, þegar til lengri tíma er litið. Undir það átak þurfum við að búa okkur með minnkandi verðbólgu og meiri ráðdeild á öllum sviðum.“ -ESJ Árangri efnahagsað- gerðanna má ekki fórna í refskák stjórnmálanna Ræða Steingríms Hermannssonar í útvarpsumræðunum í gærkvöldi ■ í fréttum af umheiminum undan- famar vikur, mánuði og jafnvel ár, hefur einna hæst borið frásögn af vaxandi kreppu. í iðnaðarríkjunum hefur krepp- an einkennst af því að mörgum stærri iðnfyrirtækja er lokað. Samfara þessu' hefur atvinnuleysi stöðugt farið vaxandi og er nú víða orðið meira en 10. hver vinnufær maður. Atvinnuleysi það, sem er í Bretlandi nú, mundi t.d. samsvara því, að 13000 íslendingar væru atvinnu- lausir. í mörgum hinum vestrænu iðnaðar- ríkjum hefur verið fylgt harðri stefnu í peningamálum. Vextir hafa verið háir. Undan þessu hafa fyrirtækin verið að kikna og þau, sem hafa lokað geta að sjálfsögðu ekki greitt sínar skuldir, enda spáir alþjóða tollastofnunin í Genf (GATT) því, að framundan kunni að vera hrun bankakerfisins með kreppu sambærilegri þeirri, sem skall á 1931. Fæstir telja þó ástandið svo alvarlegt, sem betur fer. Með slíkum aðgerðum hefur víða tekist að halda verðbólgunni nokkuð í skefjum. Segja má, að það hafi verið gert með því að svelta atvinnuvegina og fólkið. Framsóknarflokkurinn hafnar þessari leið í baráttunni við verðbólguna. Það hefur sú ríkisstjórn, sem nú situr, jafn- framt gert. Við teljum atvinnuleysi óvið- unandi böl. Hinu verður ekki neitað, að mikil atvinna og miklar tekjur geta leitt til þenslu og viðskiptahalla, ekki síst ef útflutningur dregst saman. Við slíku er óhjákvæmilegt að bregðast. Við íslendingar höfum sloppið ótrú- lega vel við kreppuna í nágrannalöndum okkar. Hennar hefur að vísu gætt nokkuð í iðnaði, sérstaklega orkufrek- um iðnaði. Einnig hafa útflytjendur sjávarafurða til sumra Evrópulanda orðið fyrir barðinu á því jafnvægisleysi sem gætt hefur í gjaldeyrismálum. Yfirleitt hefur þó útflutningur sjávar- afurða, sem þjóðarbúið byggir fyrst og fremst á, gengið vel, þar til á þessu ári að hin alvarlega sölustöðvun á skreið verður í Nígerfu. Aflabrestur Efnahagserfiðleikar okkar eru því að verulegu leyti af öðrum toga spunnir en kreppan í iðnaðarríkjunum. Þeir stafa fyrst og fremst af aflabresti. Við veikleika í loðnustofninum varð vart á s.l. ári. Loðnuveiðarnar varð að stöðva. Heildaraflinn varð um 100 þús. lestum minni en ráð var fyrir gert. Á þessu hefur ekki orðið breyting, því miður. Ólíklegt er að um nokkra loðnuveiði verði að ræða á þessu ári. Loðnuafurðir hafa numið um 7,5 af hundraði gjaldeyristekna þjóðarinnar. Þessi samdráttur hefur í för með sér u.þ.b. 2 af hundraði minni þjóðarfram- leiðslu. Að öllum líkindum verður þorskafli u.þ.b. 80 þús. lestum minni í ár en ráðgert var. Það veldur einnig u.þ.b. 2 af hundraði minni þjóðarframleiðslu. S.l. áratug nam hagvöxtur hér á landi 3,6 af hundraði að meðaltali á ári. Þessi vöxtur byggir fyrst og fremst á vaxandi sjávarafla. Á árinu 1981 verður á þessu breyting. Þá er aflinn farinn að nálgast það hámark, sem ætla má að okkar gjöfulu fiskimið geti gefið. Á s.l. ári jókst þjóðarframleiðslan þó um 1,5 af hundraði. í ár er hins vegar talið að þjóðarframleiðslan muni drag- ast saman um 5 af hundraði, af ástæðum, sem að framan er getið. Ofangreinda þróun verður að hafa í huga, þegar fjallað er um framvindu efnahagsmála og aðgerðir ríkisstjórnar- innar á því sviði. Þegar ríkisstjórnin var mynduð, setti hún sér sem megin markmið, traust atvinnulíf, næga atvinnu og minnkandi verðbólgu. Þótt atvinnulíf hafi, vegna aflabrests og mikillar verðbólgu, ekki verið eins traust og æskilegt er, hefur þó tekist að halda fullri atvinnu. Því markmiði hefur verið náð. Úr verðbólgu hefur einnig tekist að draga, þótt ekki hafi náðst það markmið, sem sett var á því sviði. Aðgerðir gegn verðbólgu Eftir að ríkisstjórnin var mynduð dróst of iengi á árinu 1980 að grípa til aðgerða gegn verðbólgunni. Ymsir töldu það erfitt vegna lausra kjarasamn- inga. Myndarlegt átak var hins vegar gert í upphafi ársins 1981. Verðbólgan stefndi þá í yfir 70 af hundraði, en með niðurtalningu hinna ýmsu þátta, sem áhrif hafa á verðbólguna, tókst að koma henni á síðasta ári niður undir 40 af hundraði. Það er ekki lítill árangur, þegar þess er jafnframt gætt, að á sama tíma hélst full atvinna og fullur kaupmáttur. Þetta tókst með því að draga úr verðbótum á laun 1. mars 1981, takmarka hækkun búvöruverðs og fiskverðs í samræmi við það, fresta fullri verðtryggingu fjármagns og hamla gegn vaxtahækkunum og setja þak á verðlags- hækkanir. Kaupmátturinn var hins vegar varinn með skattalækkunum. Þótt þessar aðgerðir kæmu nokkuð hart við ýmsar atvinnugreinar, verður því ekki neitað, að mjög athyglisverður árangur náðist. Vafalaust er jafnframt, að minni verðbólga vó margfalt upp það óhag- ræði, sem aðgerðunum fylgdi. Það voru mistök að halda ekki áfram á sömu braut á síðari hluta ársins 1981. Þegar þjóðhagsáætlun var lögð fyrir Alþingi í október í fyrra, var talið að þjóðarframleiðslan ykist um 1 af hundraði á þessu ári, viðskipti við önnur lönd yrðu hallalaus og úr verðbólgu drægi áfram. Við þessar aðstæður gaf ríkisstjómin út í janúarmánuði s.l. áætlun sína um efnahagsmál. Þá var talið nægjanlegt að draga úr víxlverkun verðlags og kaupgjalds með því að endurskoða vísitöluviðmiðun. Jafnframt var leitast við að treysta gmndvöll atvinnulífsins með því að draga úr útgjöldum, t.d. var launaskattur lækk- aður. Sneríst til verra vegar Forsendur þjóðhagsáætlunar breytt- ust hins vegar mjög skyndilega vegna minni sjávarafla. Þjóðhagsstofnun gaf því út nýja áætlun í upphafi þessa árs. Var þá talið að þjóðarframleiðslan drægist saman um 3 af hundraði og viðskiptahalli gæti orðið 4-5 af hundraði. Þá mátti þegar vera öllum ljóst, að grípa varð til harðra aðgerða í efnahagsmál- um. Ég lýsti mínu viðhorfi í ítarlegu viðtali í Tímanum í byrjun júní. Sumum þótti það einkennast af svartsýni. Aðeins nokkmm dögum síðar birti Þjóðhagsstofnun þó enn nýja áætlun. Þá var komið í Ijós, að þorskafli yrði einnig mikið minni en áætlað hafði verið. Nú taldi Þjóðhagsstofnun að þjóðarfram- leiðslan gæti dregist saman um allt að 6 af hundraði. Jafnframt var viðskiptahalli orðinn 8-9 af hundraði. Þessi snögga breyting boðaði alvarlegra ástand í efnahagsmálum en við íslendingar höfum orðið að horfast í augu við allt frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þótt samdráttur þjóðarfram- leiðslunnar og sú kjaraskerðing, sem slíku hlýtur að fylgja, sé vissulega mjög alvarlegt mál, veldur viðskiptahallinn þó enn meiri áhyggjum. Viðskiptahall- inn boðar, að meiru er eytt, en aflað. Hann merkir, að erlendar skuldir þjóðarinnar aukast gífurlega. Greiðslu- byrði af erlendum lánum var innan við 20 af hundraði gjaldeyristekna á s.l. ári. Nú er hún orðin 22 af hundraði. Ef viðskiptahallinn helst áfram, eins og hann hefur verið, verður greiðslubyrðin komin upp í, hvorki meira né minna, en um 33 af hundraði árið 1985, eða þriðjung af gjaldeyristekjum þjóðar- innar. Slík greiðslubyrði er óbærileg og hlyti að leiða til greiðsluþrots. Gegn viðskiptahallanum varð því fyrst og fremst að snúast. Leiftursókn hafnað Fljótvirkasta leiðin væri eflaust sú að draga mjög úr fjármagni í umferð og svelta fyrirtækin og fólkið þannig að minni eftirspum verði eftir gjaldeyri. Það er leiftursóknin. Þannig fer íhalds- stjórnin í Bretlandi að og uppsker 10-12 af hundraði atvinnuleysingja. Þessi ríkisstjórn fer ekki þá leið, jafnvel þótt lengri tíma taki að snúa við alvarlegri þróun í viðskiptamálum. Með bráðabirgðalögunum frá 21. ágúst s.I., og yfirlýsingu um efnahags- mál, er snúist gegn ofangreindum vanda, en þó þannig að ekki skapist atvinnuleysi. Gengisfellingunni í ágúst var ætlað að hækka verð á erlendum gjaldeyri og draga þannig úr eftirspurn og innflutn- ingi og lagfæra viðskiptahallann. Ef slík gengisfelling er látin leiða til launahækk- unar, hefur hún að sjálfsögðu mjög lítil eða engin áhrif. Því var ekki úm annað að ræða en að taka áhrif gengisfellingar- innar út úr verðbótum launa. Það verður gert 1. desember n.k. Að sjálfsögðu er þar um kjaraskerðingu að ræða. Það er erfitt spor, en þó ólíkt betra en atvinnuleysi eða stóraukin skuldasöfnun erlendis, sem gæti leitt til greiðsluþrots hins íslenska þjóðarbús. f yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er jafnframt gert ráð fyrir öðrum aðgerð- um, bæði til þess að létta þá byrði, sem fyrrgreind kjaraskerðing veldur laun- þegum, og einnig til þess að draga nokkuð úr víxlverkun verðlags og launa og stuðla þannig að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Undir hið fyrra falla ákvæði um láglaunabætur og lengra orlof, en undir hið síðara breyting á viðmiðunarkerfinu, m.a. með lengingu vísitölutímabilsins og fleiru, sem nú er til umræðu við fulltrúa launþega og vinnuveitenda. Þjóðhagsstofnun telur, að án aðgerða hefði verðbólgan stefnt í 80-90 af hundraði, en með ofangreindum að- gerðum megi ná verðbólgu á næsta ári aftur niður í um 40-45 af hundraði. Það er út af fyrir sig góður árangur, en þyrfti þó að vera meiri. Svipaðar aðgerðir Aðgerðirnar nú eru um ýmislegt líkar efnahagsaðgerðunum í upphafi ársins 1981. Þá var einnig dregið úr verðbótum launa og hækkun búvöruverðs og fiskverðs og láglaunabætur ákveðnar. 1 tveimur veigamiklum þáttum verða þær þó frábrugðnar. Með efnahagslögum frá 1979 var stefnt að fullri verðtryggingu inn- og útlána. Við aðgerðimar 1981 var hægt á vaxtahækkuninni og því frestað að ná fyllri verðtryggingu. í lok ársins, þegar verðbólga hafði hjaðnað, og Þjóðhags- stofnun spáði enn hjaðnandi verðbólgu á árinu 1982, var talið rétt að koma á fullri verðtryggingu inn- og útlána. Þessu hefur Seðlabankinn síðan haldið mjög til streitu, jafnvel svo, að ýmsum, m.a. mér, þykir nóg um. Ég óttast að mörgum einstaklingum, t.d. þeim, sem eru að byggja, reynist skuldabagginn þungur, þegar tekjur hækka ekki f samræmi við verðlag og lánskjaravísi- tölu. Sömuleiðis er Ijóst, að fjármagns- kostnaður mun reynast ýmsum fyrir- tækjum ofviða, er tekjur dragast saman, eins og gerist með minni afla. Ég minni á, að þegar ákveðið var að taka upp fulla verðtryggingu, var mjög um það rætt, að slíkt væri vart framkvæmanlegt nema í minnkandi verðbólgu, þannig að vextir og verðbólga mættust á niðurleið verðbólgunnar. Einnig var þá vakin athygli á því, að með slíku fyrirkomulagi yrði að stórlengja lánstíma og auka rekstrarfé í samræmi við verðbólgu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.