Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 12
ÞÖRS ij ÞÖRS ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Við kölium hann TYLLISTÓLINN Hann er framleiddur úr stáli og er með stillanlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verkstæðið, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. V ELAVERSLUN Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Starf deildarstjóra áfengisvarnádeildar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði félagsvísinda eða sambærilega þekkingu og starfsreynslu á sviði áfengisvarnarmála. Umsóknir berist fyrir 8. nóvember n.k. á eyðublöðum sem fást í Heilsuverndarstöðinni v/Barónsstíg. Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið veita borgarlæknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndarstöðvarinnar. HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR. KFR Kcnnorofélag Regkjovíkur KennararT Kennarafélag Reykjavíkur biður þá kennara í Reykjavík og nágrenni, sem vilja taka að sér forfallakennslu til lengri eða skemmri tíma, að hafa samband við skrifstofu félagsins á Grettisgötu 89, sími 24070. Meðferðarheimili einhverfra barna Trönuhólum 1, Reykjavík óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða fóstru 1. nóvember n.k. Einnig verða lausar þrjár stöður um áramót. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79760. Félagsmálaráðuneytið, 22. október 1982. Biialeigan\$ «AR RENTAL 29090 mazoa 323 DAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 fréttafrásögn ■ Viðbrögð íslendinga við fvrsta snjó vetrarins vilja gjaman verða ærið misjöfn. Unga kynslóðin fagnar og rekur á eftir foreldrom sínum að finna nú hið skjótasta sleða og þotur úr geymslum og bílskúrum, hvar feðrunum finnst nú kannski liggja meira á að athuga um snjódekkin og skipta undir bQnum. Þessi mynd var tekin af ungu fólki á Akureyri í gær. Tímamynd áþ. „KRAPAHRÍÐ AF OG HL OG SNJÚFÖL A JÖRÐU — Rabbad við Jens bónda á Bæjum í Snæfjallahreppi ■ „Það em nú engar vetrarhörkur komnar ennþá hjá okkur. Það hefur verið krapahríð síðastliðna viku svona af og til og er nú snjóföl á jörðu, en það er engin ófærð hjá okkur ennþá - fært um allt Djúpið“, sagði Jens bóndi á Bæjum í Snæfjallahreppi er við leituð- um hjá honum frétta af færð og vetrarkomu. Jens kvað tíðarfarið hafa verið prýðisgott allan októbermánuð þar til um síðustu helgi. „Við höfum nánast fengið sumarauka“, eins og hann orðaði það. Kýr hafa verið úti fram undir þetta - að vísu með innigjöf með - og ekki á döfinni eins og nú horfir að taka fé á hús. Yfir daginn hefur hitii verið 2-3 stig. Er það mikill munur eða í fyrra þegar nær allur búpeningur hafði verið á gjöf um mánaðartíma um þetta leyti árs. „Jú, bæði er þetta sparnaður ogsvo gerir það lífið líka léttara og bjartara,“ sagði Jens og var auðheyrt að hann taldi hið síðarnefnda ekki minna virði. Sláturtíð sagði Jens lokið þar í sveit og hafa gengið ágætlega, og fallþunga dilka nokkuð góðan. „Við köllum það gott að fá svona 17 kíló að meðaltali og ég held að það sé ekki langt frá að vera meðaltalið nokkuð víða hér um slóðir nú", sagði Jens aðspurður. „Jú, flestir eru sæmilega heyjaðir. Enda búið að kaupa mikið af heyi t.d. hér í Snæfjallahreppi. Má segja að það hafi verið stöðugir flutningar undan- farnar vikur á heyi, heykögglum og öðru fóðri. Okkur vantar ekkert annað en peninga. Heyið verðum við að borga út í hönd og fáum enga aðstoð við þetta- flutningastyrk eða nokkurn skapaðan hlut - frá þessum opinberu aðilum sem alltaf vilja vera að gera allt fyrir okkur dreifbýlismenn. Afurðir fáum við hins vegar engar upp í þennan kostnað fyrr en einhvern part á næsta hausti og síðan afganginn árið 1985 og þá verður verðgildið sennilega orðið næsta rýrt ef að vanda lætur. Auk þess fáum við allt of lítið verð fyrir þetta sem við erum að framleiða miðað við kostnaðinn sem gleypir allt upp og meira en það, þannig að við eigum varla eftir fyrir haframéli í grautinn. Þar í ofanálag eru dregnar af okkur 1,5 til 2 milijónir gamlar - af hverjum bónda - upp í útflutningsbóta- skortinn. Það blómstrar því ekkert allt of vel hjá okkur í fjármálalegum atriðum um þessar mundir", sagði Jens þessa dagana? „Menn eru svona að á Bæjum. koma lagi á hlutina hjá sér, moka úr Að lokum spurðum við hann hvað húsum og hitt og annað sem gera þarf menn væru helst að bardúsa við fyrir veturinn", sagði Jens. - HEI Fjallvegir tepptust um helgina: Færö komin ílag ídag ■ Vetur konungur gekk í garð s.l. laugardag og heilsaði með smá sýnis- horni af íslensku vetrarverði, en af mildara taginu. Þó tepptust fjallvegir á nokkrum stöðum á föstudaginn og yfir helgina. Hjá vegagerðinni á Egilsstöðum fengum við þær fréttir í gær að flestir fjallvegir hafi verið illfærir eða ófærir í morgun, en ruðningur hófst strax í gærmorgun. Veghefill lagði af stað frá Vopnafirði í gænnorgun og átti að opna leiðina upp á Möðrudalsöræfi og halda síðan austur eftir til Jökuldals. Fjall- vegirnir milli fjarðanna voru ruddir í gær. Þá stóð yfir ruðningur í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum en þar tepptist fyrir helgi. Jeppafæri var frá Akureyri til Mývatnssveitar í gær samkvæmt upplýsingum vegagerðarinnar á Akur- eyri, Vaðalheiði er orðin ófær, en gott færi er um Dalsmynni og austur til Húsavíkur. Vestur frá Akureyri er fært öllum bílum en mikil hálka er á fjallvegunum, bæði Öxnadalsheiði og Vatnsskarði. Sama er að segja um Ólafsfjarðarmúla, en Lágheiði milli Ólafsfjarðar og Fljóta í Skagafirði er ófær og óákveðið hvort eða hvenær hún verður rudd. Af Vestfjörðum er það að segja að Breiðadalsheiði og Þorska- fjarðarheiði voru ruddar í gærmorgun og fært var á öllum bílum milli fjarða. Samkvæmt þessu ættu samgöngur á landi að vera komnar í lag víðast hvar í dag. Flugsamgöngur gengu samkvæmt áætlun um helgina. JGK Veturinn sækir vel að okkur” — segir Óli Halldórsson á Gunnarsstödum íÞistilfirdi ■ „Veturinn sækir vel að okkur í Norður Þingeyjarsýslunni, að vísu féll fyrsti snjórinn s.l. nótt en nú er orðið autt upp á að giska hundrað metra hæð og það er sólskin núna og gott veður“, sagði Óli Halldórsson bóndi á Gunnars- stöðum á Þistilfirði, þegarTíminn hafði samband við hann í gær. „Það hefur verið ágætistíð mest af október, og það hefur komið sér vel eftir þetta kalda sumar. Heyin eru langt undir meðallagi að magni til eftir sumarið, en vel verkuð það sem þau eru. Margir bændur munu þó verða að fækka við sig vegna takmarkaðra heyja, sumir um þetta 10-20%. Fé mun hins vegar hafa komið ágætlega vænt af fjalli en heimtur hafa ekki verið nema í meðallagi." Óli sagði að hinn umdeildi Þórs- hafnartogari hefði aflað mjög vel undanfarið og það væri augljós búbót að honum fyrir héraðið, mikil vinna og rýmra um fjármagn en verið hefði. Ekki virtust því ætla að rætast þær spár að hann myndi legga sveitarfélagið í rúst fjárhagslega. „En veturinn leggst ágætlega í okkur. Það hefur verið alveg gífurleg úrkoma hér undanfarna viku og okkur eldri bændum finnst það heldur góðs viti, undanfama vetur höfum við fengið þessa haustúrkomu sem snjókomu, en eftir það var úrkomulítið og þess vegna búumst við frekar við snjóléttum vetri núna. Ég held að þetta stafi af því að þegar sterkar lægðir ganga hér norð- austur þá fylgja þeim úrkomusvæði og það er eins og þær ryðji lægðarbraut, sem kannske helst við fram á veturinn. Þetta er nú svona alþýðuskýringin, ég veit ekki hvað veðurfræðingamir segja um þetta. En tilfellið er nú að margt í alþýðutrúnni er býsna raunhæft, enda felst í henni reynsla margra kynslóða. JGK fréttir íslendingar búsettir f Svfiþjóð mótmæla auglýsingaherferð Flugleiða: „ÓSAMBOMN tSLENDINGUM OG VANVHWR ÞJÓDINA” ■ „Haustþingið mótmælir þeim að- ferðum sem hið íslenska flugfélag Flugleiðir notar til að laða einhleypa sænska karlmenn til íslands," segir m.a.. í fréttatilkynningu frá íslenska lands- sambandinu í Svíþjóð, sem hélt haust- þing sitt í Gautaborg nú fyrir skömmu; en mótmæli þessi beinast gegn auglýsingarherferð Flugleiða nú í haust í sænskum fjölmiðlum og Tíminn hefur áður greint náið frá. í tilkynningu Landssambandsins segir jafnframt: „Þingið álítur, að í auglýsingarherferð þessari sé farið með rangt mál, bæði hvað varðar íslenskt þjóðlíf og hegðun íslenskra kvenna. - Þingið telur, að með þessu sé verið að brjóta í bága við jafnréttislögin og almennt velsæmi, þar sem lesa má úr auglýsingunum að íslenskar konur séu falar erlendum ferðamönnum. Þingið telur einnig að auglýsinga- mennska Flugleiða sé íslendingum ekki samboðin og að fyrirtækið vanvirði þjóðina út á við með slíkum ósannind- Tíminn hafði í gær samband við Elínu Flygenring, framkvæmdastjóra Jafn- réttisráðs, og spurðist fyrir um afstöðu ráðsins til auglýsingar Flugleiða: „Aug- lýsingin hefur verið lögð fyrir Jafnréttis- ráð,“ sagði Elín, „en ekki hefur verið tekin afstaða til auglýsingarinnar af ráðinu. Auglýsingin verður tekin fyrir aftur á næsta fundi Jafnréttisráðs." - AB h STAÐUR HINNA VANDLATU Þarft þú, félagið eða fyrirtækið að halda mannfagnað? Við bjóðum þig velkominn, hvort sem þú ert einn eða með stóran hóp með þér. Staður hinna vandlátu hefur glæsileg húsakynni fyrir alls konar mannfagnað - fyrir alla landsmenn. Pantið tímanlega. BYÐUR: ★ Fjölbreyttan matseðil ★ Diskótek Skemmtiatriði ★ Lifandi músik Simar: 23333 og 23335 U. 13.0(1 - 16.0(1 daglvga. Föstudagskvöld Laugardagskvöld Sunnudagskvöld - endurt. frá föstudags- og laugardagskv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.