Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 9
■ Steingrímur Hermannsson ráðherra Þetta hefur ekki tekist nema í tiltölulega litlum mæli. Nú er svo komið að jafnvel alþýðu- flokksþingmönnum er farið að blöskra. Þeir flytja frumvarp um að létta fjármagnskostnaði af einstaklingum. Ég er sammála þeirri hugsun, sem í því felst, en slíkt þarf einnig að ná til fyrirtækjanna. Með vaxtahækkun og gífurlegri takmörkun rekstrarfjár, hljóta atvinnufyrirtækin að stöðvast. Það getur þessi ríkisstjórn ekki horft á aðgerðarlaus. Með þessu er ég ekki að boða að hverfa eigi frá verðtryggingu inn- og útlána. Hins vegar tel ég að í því sambandi sé óhjákvæmilegt að taka tillit til aðstæðna, t.d. almennrar greiðslu- getu. í öðru lagi var talið óhætt í lok ársins 1981, að slaka á verðlagseftirliti. í sumum tilfellum varð verðákvörðun í raun og veru frjáls, eins og t.d. hjá Landsvirkjun, sem á eigin spýtur hefur nú hækkað heildsöluverð raforku um 35 af hundraði. Sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík boðar yfir 30 af hundraði hækkun á Hitaveitu Reykjavíkur nú og ársfjórðungslega næsta ár. Þetta þýðir hvorki meira né minna en hátt í þreföldun á taxta Hitaveitunnar á einu ári. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hjá slíkum fyrirtækjum landsmanna, sem hafa nánast einokun, sé gætt nægilegrar ráðdeildar. Framsóknarmenn til við- ræðu Að mati Þjóðhagsstofnunar, munu þær efnahagsaðgerðir, sem ég hef nú lýst, ná umtalsverðum árangri. Þeim árangri má alls ekki fórna í refskák stjómmálanna. Hitt er svo annað mál, að sumum kann að virðast að lengra þurft að ganga. Við framsóknarmenn erum til viðræðu um það, enda sé þess gætt, að atvinnuvegirnir hafi viðunandi rekstrargrundvöl! og atvinna sé næg. Sá samdráttur í afla, sem fyrst og fremst veldur erfiðleikunum í dag, hefur að sjálfsögðu lagst þyngst á sjávarút- veginn. Gengisfellingin í ágústmánuði, sem byggð var á tillögum Seðlabanka íslands, veitti ekki svigrúm til þess að leiðrétta nægilega rekstrargrundvöll út- gerðarinnar. í tengslum við efnahags- ráðstafanirnar varð því að láta nægja að bæta að stórum hluta það mikla tap, sem togararnir höfðu orðið fyrir á fyrri hluta ársins. Einnig var lagt fjármagn í Stofnfjársjóð fiskiskipa til þess að vega gegn hækkun gengistryggðra lána út- gerðarinnar. Þá verður 10 milljónum króna varið til orkusparandi aðgerða og átaks í gæðamálum, 15 millj. til aðstoðar við loðnuverksmiðjumar og 5 milljón- um til að efla lífeyrissjóði sjómanna. Þótt þessar aðgerðir séu mikilvægar, var ljóst að lagfæra varð rekstrargrundvöll- inn enn. Það var gert eftir hörð átök við fulltrúa útgerðarmanna. Ég ætla ekki að rekja hér gang þeirra mála. Ég fagna því að skynsemi var látin ráða og fallist var á þær ráðstafanir, sem ríkisstjómin bauð. Það forðaði svo sannarlega frá miklum vanda. Meðal þessara aðgerða er mjög umfangsmikil skuldbreyting, sem ég geri mér fastlega vonir um, að gangi langtum hraðar en samsvarandi skuldbreyting á árunum 1975-76. Þessi framkvæmd er eðlileg, þegar þess er gætt, að við fulla verðtryggingu verður að lengja lán atvinnuveganna eins og lofað var. Lækkun olíukostnaðar er mikilvæg til að bæta greiðslustöðu útgerðarinnar. Olíu- kostnaður togaranna hefur hækkað úr um 11 af hundraði aflaverðmætis 1973 í tæplega 25 af hundraði nú. Með niðurgreiðslunni lækkar þessi kostnaður niður fyrir 20 af hundraði. Niðurgreiðsl- an er ætíð umdeilanleg. M.a. af þeirri ástæðu þótti mér rétt að gera aðeins ráð fyrir niðurgreiðslu á olíu til áramóta og veita Alþingi tækifæri til þess að taka afstöðu til framhaldsaðgerða. Um þau mál verður fjallað í fullu samráði við hagsmunaaðila og stjórnarandstöðu. Fiskveiðiflotinn Ekki vinnst tími til þess að rekja hér og nú þær aðgerðir, sem líklegastar eru til þess að rétta við rekstrargrundvöll útgerðarinnar. Einstakir spekingar virð- ast þó hafa fundið lausnarorðið. Mér skilst, að of stór floti sé mesti efnahagsvandi íslensku þjóðarinnar. Þessu er ég ósammála. Hvar værum við íslendingar staddir, ef við ættum ekki öflugan fiskveiðiflota? Þá værum við ekki á meðal auðugustu þjóða. Hér væru lífskjörin bágborin. Ég viðurkenni, að þorskveiðiflotinn er óþarflega stór eftir að nauðsynlegt varð að heimila loðnu- skipunum þorskveiðar. Staðreyndin er þó sú, að þessi stóri floti nær ekki þeim afla, sem fiskifræðingar mæla með og þjóðarbúið þarfnast. Jafnframt hef ég talið sjálfsagt að stuðla að endurnýjun flotans og eðlilegt að nýta í því sambandi ýmsa góða möguleika á ódýrum skipum erlendis. Þessi undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar á að búa við góð og fullkomin skip. Nei, vandinn er ekki of stór floti, eða eðlileg endurnýjun hans. Vandinn er fyrst og fremst of dýr skip og of lítið eigið fjármagn í þeim skipum.Að hluta stafar þetta af því, að innlendar skipasmíðar hafa ekki notið sömu fyrirgreiðslu og keppinautar þeirra erlendis. Það er því í raun og veru iðnaðarvandamál, sem hefur verið fært yfir á útgerðina. Það veldur gífurlegum kostnaðarauka að öll lán til innlendrar skipasmíði hafa verið í dollurum. Kostnað við slík lán fær engin borið að óbreyttu. Staða fiskvinnslunnar var erfið, þegar þessi ríkisstjórn tók við í upphafi ársins 1980. Þá hafði gengi ekki verið lagað að kostnaðarhækkunum innanlands, eins og nauðsynlegt er. Þetta hefur smá saman verið leiðrétt, bæði með aðlögun gengis að kostnaðarhækkunum en jafn- framt með ýmsum öðrum aðgerðum. Einna mikilvægast tel ég það samkomu- lag, sem náðist við Seðlabanka íslands um miklar endurgreiðslur á fjármagns- kostnaði. Þær námu 230 millj. króna til útflutningsatvinnuveganna samtals á s.l. ári. Þá er einnig ákaflega mikilvægt að afurðalánum var breytt úr dollaralánum í lán með vöxtum sem nema 29 af hundraði. Ekki síst með tilliti til þeirrar þróunar, sem orðið hefur á gengi dollarans má ljóst vera, hve mikilvæg þessi breyting hefur reynst. Rekstrarstaða Útflutningsatvinnuvegum þjóðarinn- ar, ekki síst grundvallargreinum eins og í útgerð og landbúnaði, verður að tryggja viðunandi rekstrarstöðu. Þessa dagana er mjög rætt um þá staðreynd að ríkisstjórnin hefur misst meirihluta sinn í neðri deild. Mér datt þó satt að segja ekki í hug, að stjórnarandstaðan legðist sem heild gegn bráðabirgðalögunum. Það væri slíkt ábyrðarleysi að annað eins hefur varla þekkst. Vissulega kom til greina að láta þingmenn standa frammi fyrir ábyrgðarlausum yfirlýsingum, gefa þeim kost á að fella bráðabirgðalögin strax og efna til kosninga fyrir miðjan nóvember. Við framsóknarmenn leggjum á það höfuðáherslu í þessu sambandi, að alls ekki má þó fórna þeim vinning sem í efnahagsráðstöfunum ríkisstjómarinnar felst. Því er ekki um annað að ræða en að líta raunsætt á stöðu mála og taka á vandanum af fullkominni ábyrgð. Annað er óréttlætanlegt. Eina ábyrga leiðin í stöðunni, er að ríkisstjórn og stjórnarandstaða semji um framgang mikilvægustu lykilmála. Þessar viðræður eru hafnar. Stjórnarandstaðan gerði kröfu til þess að samið yrði um þingrof og kosningar. Þetta teljum við sjálfsagt að ræða í tengslum við samkomulag um meðferð nauðsynlegustu þingmála. Þannig hefur verið gengið til móts við stjómarandstöðuna. Viðbrögð hennar hafa valdið mér vonbrigðum. Nú er þess krafist að ríkisstjórnin segi af sér. Það leysir engan vanda. Það breytir heldur engu í efnahagsmálum, hvort kosningar verða í janúar eða febrúar, eða t.d. í apríl, þegar færð er orðin skárri um erfiðustu kjördæmin. Það er einlæg von mín, að menn átti sig á þessu og fjalli næstu daga af ábyrgð um meðferð nauðsynlegustu þingmála og efnisatriði í því sambandi og semji síðan um kjördag með tilliti til eðlilegs framgangs þingmála og tíðarfars. Aukin framleiðsla lausanrorðið Við lifum að ýmsu leyti á erfiðum tímum. Það stafar að hluta af mjög miklum efnahagserfiðleikum í flestum eða öllum viðskiptalöndum okkar. Líklega hefði tekist að sigla fram hjá þeim erfiðleikum, að mestu leyti, ef ekki hefðu skapast vandamál af allt öðrum toga, þ.e. aflabrestur. Sá mikli sam- dráttur, sem þessu fylgir í þjóðarfram- leiðslu, leiðir óhjákvæmilega um tíma til lakari afkomu þjóðarbúsins og einstakl- inga. Hjá því verður ekki komist. Með fulla atvinnu og miklar tekjur undanfar- in ár erum við íslendingar hins vegar vel undir slíkt búnir, enda er ég þess fullviss, að við munum fljótlega rétta úr kútnum að nýju. Við höfum allan grundvöll til þess. Fiskimiðin eru gjöful og munu áfram standa undir stærstum hluta þjóðarframleiðslunnar. Við eigum mikla ónotaða orku og ágætt land til framleiðslu á landbúnaðaráfurðum, þar sem nýjar og álitlegar búgreinar hasla sér völl. Aukin framleiðsla er að sjálfsögðu lausnarorðið, þegar til lengri tíma er litið. Undir það átak þurfum við að búa okkur með minnkandi verðbólgu og meiri ráðdeild á öllum sviðum. Við íslendingar vorum fátæk þjóð. Á fátæktinni unnum við sigur. Nú ríkir hér velmegun. Ekki er síður nauðsynlegt að ná tökum á velmeguninni. eftir helgÍQaj Þrepa- vextir ■ Segja má að veður hafi verið löglegt um helgina. Hvítt niðrí jörð fyrir norðan á laugardag og hvass- viðri með regni og slyddu á Suður-láglendinu. Löglegt, því nú er kominn vetur. Hann er sestur að og ætlar sér greinilega að sitja út allt kjörtímabilið, eða fram í apríl, eins og ríkisstjórnin. Sá er þó munurinn að veturinn hefur meirihluta í báðum deildum, á himni og jörðu. Veðurfræðingar, sem legið hafa í bókhaldi í haust, hafa komist að því að þetta hefur verið kalt og þurrt sumar, nema fyrir austan, þar var sumarið blautt, kalt og íslenskt. Segja má þó að sumarið hafi kvatt fremur blíðlega fyrir sunnan, hvort sem það passar nú við veðurfarslegt bókhald, eða ekki. Finnlandsforseti fékk því alranga mynd af þessu rigningarbæli. En hvað um það. Góð veður gjöra alla menn káta, bæði þá er í lyftingunni standa og eins almenning, sem nú verður að halda sér með báðum höndum í öldugangi peningakerfisins. Á fimmtudag setti himininn þó upp svip og skýin urðu ógnvekjandi, eins og á hollenskum skipsskaðamál- verkum frá dögum seglskipanna. En svo sá almættið að sér og skýjaflot- arnir lögðu ekki til atlögu við landið fyrr en síðdegis á laugardag, það er að segja fyrir sunnan, en menn komust í sjávarháska úti af Vest- fjörðum og björguðust fyrir guðs mildi. Menn ræddu mikið um hagfræði og peninga um þessa helgi. Útlit mun fyrir að bankakerftð komist í 30 prósent dráttarvexti hjá Seðlabank- anum. Þykja slíkar vaxtatölur í- skyggilega háar, jafnvel í Argentínu. Sagt er að staða bankanna sé nú neikvæð um 774 milljónir króna, enda styðjast þeir ekki við prentvél- ar, eins og Seðlabankinn. Það er auðvitað ljóst að þessir peningar hafa ekki allir farið í fermingaveislur, eða sólarlandaferð- ir. Þessir fjármunir eru auðvitað úti í atvinnulífinu og mega bankamir því sjálfum sér um kenna hvernig komið er. Greint hefur verið frá því í blöðum, að nú eigi að gilda þrepavextir, verður leið banka til gjaldþrots hér eftir í fimmtán þrepum, þannig að leiðin til glötunar hefur þó a.m.k. verið skilgreind. Það athyglisverða er, að á sama tíma og þessi slæma staða kemur upp í bankakerfinu, telja hagfræðingar að almenningur liggi á peningum og geti sparað meira, einkum þó öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk sem vinnur í fiski, samanber kjara- skerðingarlög Alþýðubandalagsins. Við tókum daginn snemma á sunnudag, og þá var byrjað að snjóa. Slímkennd slydda sáldraðist úr lofti, eins og guð hefði rifið sængina sína yfir bænum. Og sagt var frá því í útvarpinu að snjóað hefði á fjöllum og að hálka væri komin á Hellisheið- ina og á Þrengslaveginn líka. En þrátt fyrir draugalega hagfræði og slæma stöðu í bönkum, þá var nú samt bjart í sálartetrinu hjá mörgum. Konur víða um land voru með vinnuvökur. Komu saman til að búa til eitt og annað og til að baka og svo var allt selt til styrktar öldruðum. Ég veit að svona nokkuð er í rauninni andstætt vissum siðareglum sósíalismans og hagfræðinnar. Á þeim bæ á víst aðeins að gefa fátæku börnunum í Afríku og pólska hernum stjórnarket og þurrmjólk. Ellin á hins vegar að fá sína peninga á sama stað og fólkið sem vinnur á „stærsta vinnustað landsins", en svo nefna gáfaðir menn nú Háskóla íslands. Er nú svo þrengt að kosti manna þar, að vinnufólkið verður að leggja bílum sínum á gamlan íþróttavöll. Ekki hefur verið séð fyrir nægum bílastæðum fyrir aukinn stúdentafjölda. Eiga því margir stranga skólagöngu framundan í vetur, og líklega verður það ekki nema fyrir vöskustu menn að nema sanskrít, hagfræði og þjóðfélags- vísindi, ef hann leggst í hörkur. Já, það syrtir í álinn víða nú um stundir. Og eiginlega er enginn hamingjusamur á íslandi nema neðri deild alþingis. Feginn er ég þó, að konurnar tóku að sér þessa vöku vegna gamla fólksins, því ár aldraðra er nú brátt á enda. Satt að segja var maður nefnilega farinn að halda, að ekkert annað myndi ske á því ári annað en það, að þeir öldruðu væru orðnir einu árinu eldri. Það hefði verið slæmt til afspurnar í landi þar sem 300 prósent vextir eru reiknaðir í fimmtán þrepum, og nota verður fótboltavelli undir bíla- stæði, svo menn komist í skóla til að læra sanskrít. Rétt áður en myrkur skall á, rofaði til og við sáum að fjallahringurinn var orðinn hvítur og guð var byrjaður á nýju hollensku málverki fyrir morgundaginn. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.