Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 3
MUÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. 3 fréttir Innbrotsþjófar stela 240 þús. kr. úr bensínstöð án þess ad skilja eftir sig verksummerki TÓKU 200 KG. FEN- INGASKAP MEB SÉR ■ Um tvö hundruð og fjörtíu þúsund engin verksummerki að finna,“ sagði undir hondum? krónum var stolið úr bensínafgreiðslu- GunnarMöllef, vaktstjóri á bensínstöð- „Það tel ég af og frá. Hér hefur oft stöð Olíufélagsins við Stórahjalla 2 í inni í samtali við Tímann. „Hins vegar veriðreyntaðfarainnogégtelaðþessir Kópavogi í fyrrinótt. Var peningakassi held ég að telja megi öruggt að þama hafi fundið leiðina til þess, sagði afgreiðslunnar numinn á brott með öllu voru nokkrir menn á ferðinni. Peninga- Gunnar að lokum. sem í honum var. Engin verksummerki kassinn vegur nefnilega ein tvö hundruð Upphæðin sem í peningakassanum voru á staðnum þegar komið var að í kíló og er minnst þriggja mann burður, var skiptist nokkuð jafnt milli reiðufjár gxrmorgun. þótt ekki sé hann stór,“ sagði Gunnar. Cg ávísana. „Það er ómögulegt að segja hvenig -Er ekki líklegt að þeir sem þarna komist var inn í húsið. Það var hreinlega voru að verki hafi haft lykla að stöðinni -Sjó Fimm hörmuleg bana- í umferðinni slys ■ Fimm manns, þar af fjögur ung- menni, biðu bana í þremur hörmulegum umferðarslysum um helgina. Sextán ára gamiir tvíburabræður frá Ólafsfirði lét- ust er bfll sem þeir vom farþegar í fór fram af veginum við Kúhagagil í Ólafsfjarðarmúla um miðnættið á föstu- dagskvöld. Piltur og stúlka, bæði fædd árið 1964, biðu bana er vélhjól sem þau vom á fór á Ijósastaur móts við hús númer 11 við Auðbrekku í Kópavogi laust eftir miðnætti aðfaranótt sunn- udags. 53 ára gamall maður lést er hann varð fyrir bíl á Austurvegi í Grindavík um klukkan 18.30 á laugardag. Tvíburabræðumir sem létust í Ólafs- fjarðarmúla hétu Frímann og Nývarð Konráðssynir, fæddir árið 1966. Peir voru frá Burstabrekku, bæ sem er skammt innan við kaupstaðinn í Ólafs- firði. Slysið vildi til með þeim hætti að Datsun bifreið, sem í voru fimm ungir menn, tvíburamir, tveir jafnaldrar þeirra og einn þremur ámm eldri, valt út af veginum við Kúhagagil í Ólafsfjarð- armúla. Voru þeir á leið frá Ólafsfirði inn í Eyjafjörð. Mikil hálka var á veginum við Kúhagagil og mun hún hafa valdið því að ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni þannig að hún snerist í hálfhring og hentist síðan fram af veginum, niður snarbratta urð þar til hún nam staðar um 100 metrum neðan við veginn. Á leiðinni niður köstuðust allir piltarnir út úr bifreiðinni. Einn piltanna slapp ómeiddur frá slysinu. Hljóp hann til byggða í Ólafs- firði, um tveggja kílómetra leið, og náði í hjálp. A'ð vörmu spori kom sjúkrabíll á vettvang. Var þá annar tvíburanna þegar látinn en hinn svo mikið slasaður að hann lést á leiðinni í sjúkrahús á Akureyri. Hinir tveir slösuðust mikið en eru þó ekki taldir í lífshættu. Að sögn Barða Þórhallssonar, lögreglustjóra í Ólafsfirði, eru þeir enn í sjúkrahúsi á Akureyri. Ungmennin sem létust í slysinu í Auðbrekku í Kópavogi hétu Ragna Ólafsdóttir, Hjallabrekku 12 í Kóp- avogi, og Magnús Öfjörð Valbergsson, frá Sólgörðum í Haganesvík í Skagafj- arðarsýslu. Voru þau bæði fædd 1964. Voru þau á torfærumótorhjóli sem hann stýrði vestur Auðbrekkuna. Stúlk- an sat aftan á hjólinu. Svona 40 metrum áður en þau lentu á staurnum sleppir malbiki og við tekur afar slæmur malarvegur. Talið er að þess vegna hafi Magnús misst vald á hjólinu og síðan lent á staurnum á talsverðri ferð, a.m.k. var höggið svo mikið að staurinn lét undan, brotnaði. Þykir sýnt að Magnús hafi látist samstundis. Ragna lést hins vegar ekki fyrr en komið var á slysadeild. Engin vitni urðu að slysinu. Maðurinn sem beið bana í umferðar- slysi í Grindavík hét Hafsteinn Haralds- son, til heimilis að Bragagötu 23 í Reykjavík. Var hann á gangi eftir Austurvegi, sem ekki er upplýstur, þegar ekið var á hann. Talið er að Hafsteinn hafi látist samstundis. Nýliðin helgi mun ein mesta slysahelgi í manna minnum. Fjölgar hún tölu látinna í umferðarslysum á árinu úr 17 í 22. í fyrra létust 24 í umferðarslysum. Milljónatjóri í eldsvoða á Stokkseyri: „Ekkert heilt nema hluti af lagernum” — segir Einar Gudmundsson, eigandi Allabúðar ■ „Tjónið nemur milljónum. Það er nánast ekkert heilt í húsinu nema lítill hluti af lager. Allt bókhald, og reikning- ar fyrir fjóra útsölustaði, er gersamlega ónýtt og það einmitt á mánaðamótum þegar átti að fara að ganga frá mánaðar- reikningum.“ Þetta sagði Einar Guðmundsson, eig- andi Allabúðar, matvöruverlunar á Stokkseyri, sem í fyrrinótt gereyðilagðist af eldi. Um klukkan 22.30 á sunnudagskvöld- ið urðu íbúar í næsta húsi við Allabúð varir við að reyk lagði úr henni. Létu þeir slökkviliðið á staðnum strax vita og var það skömmu síðar komið á vettvang. Húsið var fullt af reyk og logaði mikið á jarðhæðinni. Slökkvilið frá Selfossi og Eyrarbakka komu til aðstoðar, en það dugði ekki til að bjarga húsinu frá eyðileggingu, nema hvað að veggir hússins, sem var að hálfu timburhús og hálfu steinhús, standa að mestu leyti enn. Slökkvistarfi var að mestu lokið klukkan rúmlega tvö í fyrrinótt. Var þó vakt á staðnum og kom í ljós að ekki var vanþörf á þar sem eldur tók sig upp að nýju um klukkan fimm. Fljótlega gekk að slökkva hann. í Allabúð hafði Einar Guðmundsson bókhald og skrifstofur fyrir tvo söluskála Skeljungs, á Stokkseyri og í Hveragerði. Þá hafði hann ýmis gögn frá Allabúð í Hveragerði, sem hann seldi s.l. sumar. Allt bókhald eyðilagðist. -Sjó. Starfsmenn álversins boða verkfall: VILJA 18% BEINA GRUNNKAUPSHÆKKUN ■ Starfsmenn ÍSAL hafa nú boðað verkfall frá 5. nóvember hafi ekki náðst i nýir samningar frá þeim tíma. Að sögn Hallgríms Péturssonar, formans Hlífar - sem er eitt þeirra 10 verkalýðsfélaga sem eiga samningsaðild fyrir starfsfólkið í Straumsvík - er aðalkrafan 18% grunnkaupshækkun frá 1. október s.I., þ.e. þegar samningar runnu út. Hann kvað samningaviðræður hafa staðið frá því um miðjan september, en lítið þokast. Deilunni var síðan vísað til sáttasemjara fyrir um viku síðan. Samn- ingafundur var haldinn í gær, en án árangurs. Aðrar kröfur sagði Hallgrímur aðal- lega felast í ýmsum lagfæringum „sem tæpast getur talist að kosti neitt í peningum“. Ragnar Halldórsson, forstj. ÍSAL var ekki alveg á sama máli. Auk 18% grunnkaupshækkunar væri farið fram á uppbót vegna væntanlegrar kjararýrnun- ar 1. des. n.k. líklega 8-10%. Auk þess sé farið fram á hækkun vaktaálaga, fleiri menn á vaktir og ýmislegt annað sem allt kosti töluvert. Ekki sagði Ragnar verksmiðjuna þó stöðvast að fullu strax þótt til verkfalls komi. Samkvæmt samningum sér nokkur hluti starfsmanna um að ekki storkni í kerjunum í 4 vikur eftir að verkfall byrjar, eða að leyft er að þau verði tæmd, sem getur tekið um 2 vikur. Það þýðir aftur á móti að lengur tekur að koma.verksmiðjunni í fullan gangá ný. HEI ■ Slökkvfliðsmönnum gekk vel að ráða niðurlögum eldsins í húsinu Bræðrapartur sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Eldur í timbur- húsi í Reykjavík — fjórir fluttir á slysadeild ■ Fjórir menn voru fluttir á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar þegar eldur kom upp í húsinu Bræðraparti við Engjaveg í Reykjavík á laugardags- morguninn. Slökkviliðið í Reykjvík var kvatt að húsinu rétt fyrir klukkan níu um morg- uninn. Þegar komið var á vettvang reyndist mikill eldur á miðhæð hússins, sem er timburhús klætt bárujárni. Eld- tungur stóðu út um útidyr. Allir íbúar hússins höfðu náð að forða sér úr húsinu áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang, en engu að síður þótti ástæða til að flytja fjóra á slysadeild. Við rannsókn kom í Ijós að þeir höfðu ekki orðið fyrir alvarlegri reykeitrun. Elds- upptök eru ókunn. -Sjó. Arnarflug: Gunnar hættir sem frarnkvæmdastjóri — og fer aftur að fljúga — Agnar Friðriksson tekur við ■ Gunnar Þorvaldsson, flugstjórí sem veríð hefur framkvæmdastjóri Amar- flugs hf. um rúmlega eins árs skeið, lætur að eigin ósk af því starfi frá og með næstu áramótum, og gerist flugstjórí hjá félgaginu á nýjan leik. Það var endanlega gengið frá þessu máli á stjórnarfundi Arnarflugs í gær og þar jafnframt tilkynnt að Agnar Friðriks- son, viðskiptafræðingur sem undanfarin ár hefur verið fjármálastjóri Heklu hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri frá 1. janúar 1983. Haukur Björnsson, stjórnarformaður Arnarflugs var í gærkveldi inntur eftir því hvort þessi framkvæmdastjóraskipti væru að einhverju leyti tilkomin vegna misklíðar og sagði hann: „Nei, alls ekki. Það liggja eingöngu persónulegar ástæð- ur Gunnars þarna að baki. Hann var flugstjóri hjá félaginu, auk þess sem hann sinnti ýmsum öðrum verkefnum áður en hann gerðist framkvæmdastjóri. Hann gerði ráð fyrir því þegar hann réði sig að hann gæti jafnframt verið flug- stjóri, en það hefur komið á daginn að ■ Gunnar Þorvaldsson það fer ekki saman að vera flugstjóri og framkvæmdastjóri, þannig að Gunnar valdi flugstjórastarfið á nýjan leik.“ -AB Viðbótarmagn af síld til Sovétrlkjanna: Samið um sölu á 10 þúsund tunnum ■ Samningar hafa tekist um sölu á verulegu viðbótarmagni af saltaðrí sfld til Sovétríkjanna. Að sögn Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra Sfldarút- vegsnefndar er hér um að ræða 10 þúsund tunnur, en munnlegt samkomu- lag um þessa viðbótarsölu náðist í gær. Áður en samningar náðust við Sovét- menn var því nær lokið við að salta upp í fyrirliggjandi samninga, en eftir átti þó að salta nokkuð af sérverkuðum síldar- flökum. Gífurleg söltun hefur verið hjá söltunarstöðvunum undanfarna daga og t.a.m. var saltað meira af Suðurlandssíld um síðustu helgi, en saltað hefur verið í sögu Suðurlandssíldarinnar einstaka draga fram að þessu. Á yfirstandandi hafa líka tekist samningar um sölu á meira magni af saltaðri Suðurlandssíld en nikkru sinni fyrr, að árinu 1980 einu undaskildu. 1 frétt sern Síldarútvegsnefnd hefur sent frá sér er greint frá því að nefndin hafi látið saltendur fylgjast mjög náið með þróun sölu- og söltunarmála. Bent hafi verið á að til að uppfylla þá samninga sem gerðir höfðu verið, hefði þurft að salta um 29 þúsund tonn af þeim 50 þúsund sem gefið hefði verið leyfi til að veiða á yfirstandandi vertíð. Saltendum hefði verið gerð grein fyrir því í skeyti um sl. hclgi að sökum hinnar gífurlegu söltunar þá væri nær búið að salta upp í samninga og um leið gerð’nokkur grein fyrir markaðsmálunum. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.