Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. fréttir Lítið um óvænt úrslit í fyrstu umferð Olympíuskákmótsins í Luzern: HORKUSENNA KORTSNOJHJON- ANNA VAKTI MESTA ATHYGU ■ Það gerðist fátt markvert í fyrstu umferð ólympíumótsins í skák í Luzern, úrslit urðu öll eins og fyrirfram var búist við. Það sem helst vekti athygli við- staddra var að þau hjón Beila og Viktor Kortsnoj lentu í hörkusennu í anddyri skáksalarins áður en umferðin hófst. Þátttökuþjóðunum hefur verið raðað niður eftir styrkleika samkvæmt Elo kerfinu og eru Sovétmenn númer eitt þá Bandaríkin, Ungverjar, Englendingar, Júgóslavarog Hollendingar, íslendingar eru í 18. sæti samkvæmt þessari niður- röðun. Sterkustu þjóðimar unnu andstæðinga sína 4:0 og meðal þeirra voru íslending- ar, en mótherjar þeirra í 1. umferðinni voru Kýpurbúar. Hér birtist ein af skákum fslendinga, hún var tefld á þriðja borði. Hvítt: Demetrakis, Kýpur. Svart: Helgi Ólafsson. l.e-4 c-5 2.RD d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 ■ Helgi Ólafsson. 8. a4 Rc6 25. Dd2 g5 9. Bg5 Be6 26. Hb6 Hec7 10.o-o Hc8 27. h4 Ha3 ll.Khl 0-0 28. Hbl Hxa4 12. f4 exf4 29.hxg5 hxg5 13. Hxf4 h6 30. De3 Ha! 14. Bxf6 Bxf6 31. Hbgl Hxgl + 15. g4 Be5 32. Hxgl 33. Da7 f6 Hh7+ 16. Hf2 17. Hg2 Dh4 Hfe8 34. Kg2 25. Kfl Hh2+ Dal 18. Rd2 Rd4 Mát 19. Rf3 Rxf3 20. BxD Bxc3 Aldrei hef ég vitað aðra eins 21. bxc3 Hxc3 og þessa Kýpurbúa varðFlelg; 22. Hbl Df6 eftir þessa skák. 23. Be2 De5 24. Bd3 H37 ■ I annarri umferð gerðist öllu tíðinda- samara en í hinni fyrst og var nokkuð um afar óvænt úrslit. Sovétríkin tefldu við Chile og unnu með Hvorki Karpov né Kasparov tefldu með, en Beljavski gerði jafntefli á öðru borði. Ungverjar unnu Austurríkismenn, en aðeins með 2!/i:VA. Portish og Ribli unnu sínar skákir en Sax tapaði fyrir Vitmann, sem er óþekkt nafn. Englend- Önnur umferðin: ■ Margeirvarsáeiniafokkarmönnum sem náðu vinningi í annarri umferð. ■ Hort. Dagur hinna óþekktu ísland náði aðeins jafntefli gegn Albönum ingar unnu Kína 3 Vv.Vi, Bandaríkja- menn unnu Indverja 3:1, algerlega óþekktur Indverji að nafni Tarames- hwaran vann Velimirovic, og taldist það til tíðinda, Hollendingum tókst aðeins að gera jafntefli við Portúgali 2:2, Timman og Sosonko gerðu báðir jafn- tefli, á tveim efstu borðunum. Tékkar náðu sömuleiðis aðeins jafntefli við Skota, Hort tapaði fyrir titiliausum manni, McKay á efsta borði og Jansa tapaði á fjórða borði fyrir Upton, en Smejkal og Ftazsnik unnu sínar skákir fyrir Tékka. Vestur-Þjóðverjar unnu Wales 3 x/r}/i og Svíar unnu Grikki 3:0, en ein skák fór í bið. Svíar virðast í ágætu formi á mótinu. En þau úrslit sem vöktu mesta athygli í annarri umferð voru þau að Indónesía vann Finnland 4:0. Finnar skarta með stórmeistara á tveim efstu borðunum, Rantanen og Westerinen, en það kom fyrir ekki, óþekktir skákmenn Indónesíu unnu á öllum borðum. Og þá er komið að íslensku sveitinni, sem gerði jafntefli við Albani og voru þau úrslit meðal hinna óvæntu í umferð- inni, flestir höfðu veðjað á íslenskan sigur. Margeir Pétursson vann andstæð- ing sinn örugglega, á 3. borði, Jón L. Árnason gerði jafntefli á 1. borði og Helgi á 3. borði, en Jóhann HjartarsOn tapaði slysalega á 4. borði. Úrslitin urðu því 2:2. Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari var ekki með í annarri umferð. JGK/IJLuzern Dramatísk þriðja umferð Islenska sveitin gerði jafntefli við Skota ■ íslenska sveitin náði aðeins jafntefli gegn Skotum í þriðju umferðinni í Luzern sem tefld var í gær. Á fyrsta borði teygði Guðmundur Sigurjónsson sig of langt til vinnings og taðaði, Jón L. vann, en Margeir og Ingi R. Jóhannsson gerðu jafntefli. Árangur sveitarinnar í annarrri og þriðju umferð er því ekki jafn góður og vonir stóðu til. Þriðja umferðin var annars dramatísk og bauð upp á mikla spennu. Þar olli mestu að tvær stigahæstu þjóðirnar, Sovétmenn og Bandaríkjamenn leiddu saman hesta sína. Það var einkum skák þeirra Kasparovs og Lev Alburts, sem vakti mikla athygli. Hún hófst með því að Alburt lét sem hann tæki ekki eftir því er Kasparow rétti honum höndina, en Alburt er landflótta Sovétmaður. Alburt kom svo hinum unga Sovétmanni á óvart í byrjuninni, og eftir sjö leiki hafði Kasparov notað næstum klukkust- und til umhugsunar, en Alburt aðeins mínútu. Kasparov lét síðan drottningu sína fyrir hrók, mann og peð, vann síðan annað peð, og virtist hafa jafnað taflið. Alburt náði hins vegar að snúa á hann og var talinn hafa betri stöðu þegar skákin var að fara í bið öðru sinni. Á meðan þessu fór fram gerðu Karpow og Seiravan jafntefli og sömuleiðis Yusup- ow og Christiansen, en skák Polug- ajevskís og Kavaleks fór í bið og þótti Sovétmaðurinn hafa betri stöðu. Kortsnoj, sem teflir fyrir Sviss mætti öðrum landflótta Sovétmanni Ivanov, sem teflir fyrir Kanada. Kortsnoj mætti í bol sem á voru letraðar stuðningsyfir - lýsingar við sovéska stórmeistarann Gulko. sem er í hungurverkfalli í heimalandi sínu með mótið stendur yfir. Staðan er óljós vegna fjölda biðskáka, en Bandaríkjamenn eru þó efstir sem sakir standa. Nánar verður gerð grein fyrir þriðju umferðinni á morgun JGK/U Luzern Forsetakjörid f FIDE: SKIPTAR SKODANIR UM HORFURNAR ■ Skoðanir manna eru nokkuð skiptar manna á meðai í Luzern varðandi horfurnar í kosningunum til forseta FIDE, sem fram fara innan skamms. Eins og flestir skákáhugamenn vita eru þrír menn í kjöri, Fríðrik Ólafsson, Campomanes frá Filippseyjum og Kozic frá Júgóslavíu. Campomanes sjálfur er mjög sigurviss, nokkurrar svartsýni gætir meðal sumra stuðningsmanna Fríðriks, en sjálfur segir hann ekki ástæðu til að hafa áhyggjur. Campomancs er vel þekktur í skákheiminum, hann hefur stýrt skák- sambandi Filippseyja og sem forustu- maður þess átti hann mikinn þátt í að skipuleggja fyrra heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kortsnojs, sem fram fór í Manila sumarið 1978. Allir viðurkenna dugnað hans, til dæmis hefur hann gert mikið til að efla skáklistina í löndum þriðja heimsins, en persónulega er hann nokkuð umdeildur og eitt er víst að hann hefur varið óhemju fjármun- um í kosningabaráttuna, enda auðugur vel og mikill vinur Marcosar Filipps- eyjaforseta. Nú er talið að honum hafi orðið allmikið ágengt í því að tryggja sér stuðning landa frá þriðja heiminum og jafnvel er talið að einhver Evrópur- íki muni styðja hann. Eru þar einkum ■ Campomunes. nefnd til Wales og Spánn, en engin staðfesting liggur fyrir á því. Möguleiki er talinn á því að ef til mikilla deilna kemur milli Friðriks og Campomanesar aukist að sama skapi möguleikar Júgóslavans Kozics, sem er vitur maður fyrir störf sín fyrir skákina í sínu heimalandi, og hefur rekið afar hógværa kosningabaráttu, sent skáksamböndum bréf þar scm hann kynnir stefnumál sín en annars haft sig lítið í frammi. Möguleikar hans eru helst taldir liggja (því að litið verði á hann semheppilegamálaniiðlun milli Friðriks og Campomanesar. En hvað sem um það er þá cr Ijóst að mjög erfitt er að ráða í stöðuna fyrir kosningarnar. JGK/IJ-Luzern ■ Friðrik ÓiafssoD.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.