Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982. Útgefandi: Framsúknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsli Slgurðsson. Auglýsingastjórl: Steingrlmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjórl: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjórl: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, Frlðrik Indrlðason, Helður Helgadóttlr, Sigur&ur Helgason (fþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltstolknun: Gunnar Traustl Gu&bjömsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Kristjinsson, Kristfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Virkjum þjódaráhugann ■ Um helgina var gert þjóðarátak gegn krabbameini. Safnað var fé meðal allra landsmanna til að koma upp byggingu þar sem fram eiga að fara víðtæk rannsóknar- störf og leitar - og varnarstarf gegn krabbameini. Þessi sjúkdómur er sá vágestur sem allir óttast. Hann var í eina tíð talinn ólæknandi og er enn erfiður viðureignar. En með stórstígum framförum í læknisfræði er hægt að lækna margar tegundir þessa sjúkdóms og umfram allt er hægt að koma í veg fyrir að hann nái að festa rótum í mannslíkamanum ef rétt er við brugðist í tæka tíð. Það eru einkum varnaraðgerðir sem menn binda vonir við í sambandi við að hefta útbreiðslu krabbameins. Leitað er að orsökum þess að fólk fái einhverja þá sjúkdóma, sem ganga undir samheitinu krabbamein, og hefur nokkuð áunnist í þeim efnum. Eins og glöggt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga er mikilvægt að greina krabbamein á byrjunarstigi og því fyrr sem hægt er að greina meinsemdina eru batalíkur meiri. Söfnun Landsráðs gegn krabbameini var vel undirbúin af þeim sem fyrir henni stóðu og má meðal annars þakka góðan árangur hversu ágætt samstarf tókst milli þeirra og fjölmiðla. Það er sjálfsagt að nýta fjölmiðla til að virkja landsfólkið til sameiginlegra stórátaka og það lætur ekki sitt eftir liggja þegar góðu málefni þarf að leggja lið. Enda lét árangurinn ekkí á sér standa og áreiðanlega verður málefninu fylgt fast eftir og mun bera ríkulegan árangur þegar fram í sækir. Islendingar hafa áður lyft grettistökum í baráttu við sjúkdóma. í framvarðarsveit hafa farið færir og dugmiklir læknar sem notið hafa styrks fjöldasamtaka til að gera það sem virtust draumsýnir að veruleika. Baráttan við berklana var mikil sigurganga og skipulegar varnir gegn hjarta - og æðasjúkdómum hafa skilað góðum árangri. Á mörgum öðrum sviðum heilbrigðismála vinna læknar og almannasamtök að heilsuvörnum. Um sömu helgi og íslendingar sameinast um að leggja allir eitthvað af mörkum til að njóta betra og lengra lífs sjálfum sér til handa berast þær fréttir að fimm ungmenni hafi látið lífið í umferðarslysum. Auk þeirra liggja nokkrir slasaðir á sjúkrahúsum. Slysin urðu víða um landið og bar að með misjöfnum hætti, en afleiðingarnar urðu þær sömu. Það unga fólk sem var fullfrískt fyrir helgina og liggur nú á líkbörum er allt fórnarlömb umferðar, sem er að verða einn mesti skaðvaldurinn gegn lífi og heilsu. Það sem af er árinu hafa 22 farist í umferðarslysum og hundruð slasast. Sumir þeirra ná sér að fullu en aðrir bera ævilöng örkuml. Aukning umferðarslysa er geigvænleg. Auk dauða og örkumla valda þau gífurlegu fjárhagstjóni. Á þessu sviði er greinilega þörf þjóðarvakningar. Gagnvart sjúkdómum er lögð æ ríkari áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, að varna því að fólk fái sjúkdóma eða að þeir séu læknaðir á frumstigi. En það er engin vá sem er eins auðvelt að koma í veg fyrir og umferðarslysin, einmitt með varnaraðgerð- um. Orsakir umferðarslysa eru fyrst og fremst of hraður akstur, aðgæsluleysi og vanmat á þeim aðstæðum sem upp koma hverju sinni. Það er hægt að koma í veg fyrir slysin ef allir leggjast á eitt og ákveða að fyrirbyggja þau með betri akstursvenjum, að fara eftir umferðarreglum og flýta sér ekki um of. Hvað er til ráða? Spyr sá sem ekki veit. En það hlýtur að vera hægt að virkja þjóðaráhugann til varnar umferðarslysum eins og til varnar sjúkdómum. Með eftirliti og samvinnu allra hlutaðeigandi hlýtur að mega opna augu vegfarenda fyrir þeirri hættu sem umferðin er. Það þarf að efna til stórátaks og þeir sem með umferðarmál fara eiga vísa góða samvinnu við fjölmiðla og vonandi alla vegfarendur. OÓ þingmarmapistill Halldór Ásgrímsson alþingismadur: Opinber fjárfesting ■ Ákvaröanataka um opinberar fjár- festingar er annaö og meira en einföld samlagning óskaðra framkvæmda. Deil- ing þeirra á einhvem árafjölda uppfyllir ekki kröfur til áætlanagerðar og ákvarð- anatöku, en um slík vinnubrögð ber m.a. nýútkomin áætlun um fjárfestingar í orku- og iðnaðarmálum nokkurt vitni. Á undanförnum árum hefur verið mikill vöxtur í opinberri fjárfestingu á íslandi. Úrlausnarefnin hafa hvarvetna blasað við og mikill framfarahugur hefur ýtt á eftir. Á sama tíma hefur verðbólgan verið mikil. Við slík þjóðfé- Iagsskilyrði er mjög hætt við, að fjármagnið nýtist ekki til þeirra fram- fara, sem ætlað var, og skapi ekki þá velsæld, sem það annars hefði getað, ef rétt hefði verið á málum haldið. Það er því nauðsynlegt að líta gagnrýnum augum yfir farinn veg og íhuga, með hvaða hætti hægt sé að bæta fjárfesting- arákvarðanir. Ég mun gera tilraun til að líta yfir sviðið í stórum dráttum, án þess að leggja mat á einstakar framkvæmdir eða framkvæmdaflokka, sem 'ráðist hefur verið í á undanförnum árum. Eðli og flokkun opinberra framkvæmda. Flokka má opinberar framkvæmdir í þrennt: 1) Opinber fjárfesting til almennra nota, t.d. vegakerfið, skólar og heilsugæsla. 2) Opinber fjárfesting í þjónustufyrir- tækjum, t.d. raforkukerfi, hitaveit- ur, Póstur og sími, hafnir. 3) Fjárfesting í sjálfstæðum atvinnufyr- irtækjum. Á viðhorfum til þessara þriggja flokka er grundvallarmunur, en öllum er það sameiginlegt, að nauðsynlegt er að gera samanburð á því átaki, sem lagt er í og þeim árangri, sem fjárfestingin skilar. Þótt opinberri fjárfestingu til al- mennra nota sé ekki ætlað að skila sér í beinum tekjum, er eigi að síður nauðsynlegt, að faglegt mat sé lagt á þörfina fyrir viðkomandi fjárfestingu og árangurinn sé mældur með samræmdum hætti. Ávallt má deila um aðferðir til slíks mats, enda ekki í öllum tilfellum hægt að mæla árangurinn í peningaleg- um verðmætum. Framkvæmdir í flokki 2 miðast við það, að viðkomandi framkvæmdir geti staðið undir sér með sölu á þjónustu til þegnanna, en möguleikar slíkra fyrir- tækja til að ákveða tekjurnar í samræmi við kostnað eru þess valdandi, að ekki er síður þörf á mati á árangri viðkomandi stofnana umfram venjulegt arðsemismat. Fjárfestingar í sjálfstæðum atvinnu- fyrirtækjum í eigu ríkisins eiga umfram allt að lúta almennu arðsemismati, þ.e. hliðstæðu mati og almennt gerist og gengur í atvinnulífinu. Hins vegar koma önnur viðhorf hér einnig til sögunnar, t.d. dreifing atvinnu um landið og mat á þjóðhagslegu gildi slíkra framkvæmda. Áætlanagerð hins opinbera í fjárfestingarmáium Saga áætlunargerðar á íslandi er orðin alllöng, en ekki að sama skapi uppörv- andi. Skipulagsnefnd atvinnumála á kreppuárunum var fremur einangrað fyrirbæri, sem ekki var fylgt eftir. Þar á eftir kom Nýbyggingaráð á vegum nýsköpunarstjórnarinnar og Fjárhags- ráð, en þessar stofnanir höfðu með höndum ýmiss konar skömmtunarstarf- semi fremur en eitthvað, sem kallast getur áætlanagerð í nútíma skilningi þess orðs. Miklir erfiðleikar í efnahagsmálum, þ.m.t. skortur á gjaldeyri voru ráðandi í starfsemi þessara stofnana. í þeirri þróun áætlanagerðar, sem hefur fylgt í kjölfarið, hafa tveir flokkar áætlanagerðar verið ráðandi. Annars vegar víðtækar og yfirgripsmiklar áætl- anir og hins vegar nákvæmar og faglegar áætlanir einstakra stofnana í fram- kvæmdagreinum. Almenn áætlanagerð fór fram í Efnhagsstofnuninni 1962-1971. Unnið var að þjóðhags- og framkvæmdaáætlun 1963-66 (eða 4 ár), sem var raunar mjög almenn hugleiðing um stefnumótun, þ.á m. í fjárfestingarmálum. Síðan kom árleg framkvæmda- og fjáröflunaráætl- un um opinberar framkvæmdir fyrir lánsfé og fjáröflun til Framkvæmdasjóðs vegna fjárfestingarlánasjóðs atvinnu- veganna. En þessar áætlanir voru undanfari lánsfjáráætlunar, sem hófst með áætlun fyrir árið 1976. { ársbyrjun 1972 var Efnahagsstofn- un, Framkvæmdasjóði og Atvinnujöfn- unarsjóði steypt saman í eina áætlunar- stofnun, Framkvæmdastofnun ríkisins. Þessi stofnun hefur síðan starfað með misjöfnum árangri. Henni var ætlað að vinna að heilstæðum og víðfeðmum áætlunum. En e.t.v. vegna þess að 2) stofnunin er utan við valdsvið ríkis- stjórnar hefur hún smátt og smátt lent til hliðar. Einstök ráðuneyti og ráðherr- ar hafa gengið fram hjá stofnuninni og látið sem hún væri ekki til. Meginverk- efni hennar hefur einkum verið að fást við takmörkuð áætlunarverkefni og ráðstöfun á afmörkuðu fé þeirra sjóða, sem í vörslu hennar eru, og má í því sambandi sérstaklega nefna Byggðasjóð. Framkvæmdaáætlanir einstakra greina ruddu sér fyrst til rúms í vegagerð og orkuframkvæmdum vegna þess, að Alþjóðabankinn setti fram kröfu um arðsemismat framkvæmdanna. Aðferð- irnar, sem notaðar voru í þessu sambandi, breiddust út við val á fjölmörgum framkvæmdum í þessum greinum, einkum í vega- og orkumálum. Sá mikli munur er á arðsemismati vegagerðar og orkuframkvæmda, að arðsemismat vegagerðar kemur aldrei til prófs reynslunnar, en arðsemismat orkuframkvæmda kemur fram í rekstri orkufyrirtækjanna og verðþróun ork- unnar. Lög um skipan opinberra fram- kvæmda frá 1970 er sérstakur kafli í þróun skipulags opinberra fram- kvæmda. {lögum þessum er lögð áhersla á einstakar framkvæmdir. Þau kort- leggja feril framkvæmda frá frumathug- un til ákvörðunar og allt til framkvæmd- anna sjálfra, en í þeim kemur engin stefna fram um aðferðir til að leggja mat á viðkomandi framkvæmdir, enda erfitt að ákveða slíkt með lögum. Með lögunum var sett á stofn Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, sem hafa skyldi með höndum framkvæmd laganna. Verksvið stofnun- arinnar takmarkast þó aðallega við byggingar á vegum ríkisins og með kostnaðaraðild þess, einkum skóla og heilbrigðisstofnana. { lögum um stjórn efnahagsmála frá 19. apríl 1979 segir í 13. gr.: „Fjárlaga- og hagsýslustofnun skal annast hagsýslustarfsemi fyrir ríkisbú- skapinn í því skyni að auka á hagkvæmni og ráðdeild í ríkisbúskapnum og í meðferð opinberra fjármuna. Meðal þess háttar verkefna fjárlaga- og hagsýslustofnunar skulu vera, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð: 1) Mat á fyrirhuguðum ríkisfram- kvæmdum með tilliti til arðsemi, kostnaðar, nytja og þjóðfélagslegs gildis. Kostnaðarmat á tillögum frumvarpa menningarmál Prestsfólkið LEIKLISTARSKÓLIÍSLANDS NEMENDALEIKHÚS: PRESTSFÓLKIÐ, eftir Minnu Canth Leikstjóri: Ritva Siikala, þýðing (úr sænsku) Úlfur Hjörvar Leikmynd: Pekka Ojamaa, Lýsing: David Walters Aðstm. leikstjóra: Helga Hjörvar. Frumsýning í Lindarbx 22.10. 1982. ■ Síðastliðinn föstudag, frumsýndi Nemendaleikhúsið Prestsfólkið eftir finnska skáldið Minnu Canth (1844- 1897), og er það fyrsta verkefni þessa árgangs leiklistamema í Nemendaleik- húsi, en þau eiga að baki 3ja ára nám í Leiklistarskóla íslands. Þau eru: Edda Heiðrún Backman, Eyþór Árnason, Helgi Björnsson, María Sigurðardóttir. Kristján Franklín Magnús, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Ekki veit ég hvenær Prestsfólkið er skrifað, en líklega á ofanverðri seinustu öld, en að íslenskum tíma, staðfærir maður það ósjálfrátt til þeirra daga, í upphafi þessarar aldar, þegar Þórbergur Þórðarson var í Kennaraskólanum árið 1909. Annars veit undirritaður lítið um finnsku skáldkonuna Minnu Canth, nema hún var ekkja eftir skólakennara. Ritaði hún fjölda bóka, þrátt fyrir bág kjör. Byrjaði hún að senda frá sér bækur á finnsku árið 1880. Ritaði hún skáldsögur, smásögur og leikrit, þar sem hún tók kjör almennings fyrir og ranglætið til bæna. Verk hennar um réttlæti hafa verið þýdd á sænsku, dönsku og önnur Norðurlandamál. Bókfræðilega er talið að hún hafi tekið Björnson sér mjög til fyrirmyndar. Norræna leiklistarnefndin veitti fjárstyrk til að fá hingað leikstjóra frá Finnlandi og fleiri starfskrafta, og ennfremur eru búningar fengnir að láni frá finnska leiklistarháskólanum. í kynningu segir: „Leikstjórinn Ritva Siikala og leikmyndagerðarmaðurinn Pekka Ojamaa eiga bæði að baki iangan starfsferil í leikhúsum í Finnlandi. Þess utan hafa þau mikla reynslu af kennslustörfum í sínum greinum. Ritva Siikala var skólastjóri yfir deild leikstjórnar- og dramaturgiumenntunar við Finnska leiklistarháskólann. þar hefur Pekka einnig kennt í mörg ár. Samstarf þeirra byggir því á áralangri reynslu jafnt við kennslu sem starf með atvinnufólki.“ Prestsfólkið Því fylgir ávallt sérstök eftirvænting að koma í Nemendaleikhúsið, þótt vitanlega fylgi því einnig sársauki. Gleði yfir að fá að sjá verk, sem unnin eru af hópi ungmenna, er átt hafa saman marga gleðidaga við leikiist; sorg yfir því, hversu fá tækifæri atvinnuleikarar hafa á íslandi, þar sem almennt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.