Tíminn - 07.11.1982, Síða 2
„Blind trú á málstað brengl-
ar rétUætiskennd manna’’
Rætl við Njörð P. Njarðvík um nýja skáldsögu hans DAUÐAMENN sem fjallar um
galdramál á Vestfjörðum
■ Þessa dagana er að koma út ný
skáldsaga eftir Njörð P. Njarðvík sem
hlotið hefur nafnið Dauðamenn og
fjallar um galdramál á Vestfjörðum á 17.
öld. Þetta er önnur skáldsaga Njarðar
en 1967 sendi hann frá sér Niðjamála-
ráðuneytið. Hann hefur einnig samið
ljoðabók, fjórar barnabækur, tvær
bækur um bókmenntafræði og loks
sögurit á sænsku um íslenska þjóðveldið.
Við hittum Njörð að máli og spurðum
hann hvort þetta nýja verk væri ekki
verulega frábrugðið fyrri skáldsögu
hans.
„Þegar grannt er skoðað er ég ekki
viss um að svo sé“, sagði Njörður. „Að
minnsta kosti þematískt séð, báðar
sögurnar fjalla um valdið og beitingu
þess, en forsendur eru aðvitað ger-
ólíkar."
Hver voru tildrög þess að þú fórst að
skrifa um galdramál á Vestfjörðum?
„Þegar ég var við náni hér í há-
skólanum las ég í fyrsta sinn Píslarsögu
séra Jóns Magnússonar. Ég get ekki sagt
að ég hafi beinlínis orðið hugfanginn af
henni en mér fannst hún mjög ein-
kennileg, kannski ekki síst fyrir það að
þeir atburðir sem þar er lýst urðu í minni
heimabyggð. Ég er fæddur og uppalinn
í Skutulsfirði fyrir innan ísafjarðar-
kaupstað.
Þetta efni sótti mjög lengi á mig, og
þess er að geta að engin íslensk
skáldsaga fjallar um þetta einkennilega
tímabil í sögu okkar. Galdramálin koma
varla fyrir í skáldskap hér, nema í
íslandsklukkunni þar sem vikið er að
þeim í framhjáhlaupi þegar vestfirskum
galdramanni Jóni Teofílussyni er stungið
í svartholið þar sem Jón Hreggviðsson
hjrist.“
Segðu okkur frá Píslarsögu séra Jóns.
„Píslarsagan lýsir því hvernig Jón
þumlungur, sem svo var kallaður, telur
sig verða fyrir galdraásókn. Hann segir
frá því hvernig hann gerði þá kröfu að
tveirfeðgar sem báðir hétu Jón Jónsson
og bjuggu á Kirkjubóli yrðu lögsóttir og
brenndir. Píslarsöguna skrifaði hann
eftir þessa atburði og sennilega eftir að
hann hafði beðið ósigur. Þegar búið var
að brénna feðgana þá réðst hann á systur
Jóns yngra sem Þuríður hét en tapaði
því máli. Hún hreinsaði sig af áburð-
inum og slapp. Bókin er því eins konar
varnarrit til að réttlæta gerðir hans.
í skáldsögu minni um þessa atburði
sný ég aftur á móti sjónarhorninu við.
Ég segi sögu feðganna en ekki sögu séra
Jóns. Presturinn er séður utan frá og í
fjarska, en söguþráðurinn fylgir þeim
feðgum.
Mér fannst margt einkennilegt í þessu
galdramáli. Eitt var það t.d. að atburðir
gerðust mjög fljótt. Bókin hefst í
september 1655 og henni lýkur í apríl
1656. Það var í október sem þeir voru
fyrst bornir galdrasökum og þeir voru
brenndir 10. apríl.“
Hvaða heimildir aðrar en Píslar-
söguna notaðirðu?
„Ég. kannaði talsvert af heimildum.
Dómarnir yfir þeim feðgum eru til, en
yfirheyrslurnar aftur á móti ekki. Þá
kannaði ég heimildir um atvinnuhætti og
daglegt líf. Sannast sagna fannst mér á
tímabili að ég væri með alltof mikið af
heimildum og fannst ég þurfa að finna
eitthvert ráð til að komast fram hjá
þeim.“
Hvað ertu í raun að gera í þessari
sögu?
„Ég er að reyna að mynda mér
einhverjar hugmyndir um það hvernig
þessi galdramál gerðust í raun og veru.
Hvað gerðu feðgarnir raunverulega, af
hverju brást presturinn svona við og
hvað réð því að þeir gáfust að lokum
upp á baráttu sinni og játuðu sök sína og
gengu á vit örlaga sinna.“
Það er eftirtektarvert í þessu sam-
bandi aþ sögupersónur eru allar mjög
ungar. Jón yngri hefur sennilega verið
22 ára gamall þegar hann var brenndur.
Jón þumlungur er fæddur 1610 og því 46
ára, og annar sýslumaðurinn sem stóð
að dóminum og aftökunni, Magnús
Magnússon, var ekki nema 25 ára
gamall."
Fannstu einhver gögn um þá feðga?
„Nei, og í því er frelsi mitt fólgið. Ég
nota aftur á móti Píslarsöguna talsvert
og leyfi mér t.d. að taka orðrétta kafla
upp úr henni. Þegar presturinn er t.d.
að predika í kirkjunni þá læt ég hann
nota sín eigin orð.“
Hvers konar málfar er á þessari bók?
Reyndirðu að líkja eftir 16. aldar máli?
„Það má segja að það sé tvenns konar
stíll í sögunni. Annars vegar er það
málfar sem presturinn og sýslumenn
tala, málfar lærðra manna sem ég reyni
að halda eftir föngum, en um það eigum
við ritheimildir. Aftur á móti eigum við
engar heimildir um alþýðumál og ég læt
alþýðufólk tala mun einfaldara mál, sem
er ekkert mjög frábrugðið okkar nútíma-
máli.
Sagan er öll sögð í nútíð sem er
óvenjulegt um sögulega skáldsögu. Það
geri ég til að árétta að þeir feðgar hafa
ekki einu sinni yfirlit yfir sitt eigið
þjóðfélag, vita ekki hvernig valdið
virkar, vita ekki við hvað þeir eru að
berjast. þeir eru lengi ansi ráðvilltir og
gera ýmis glappaskot.
Til er kenning sem segir að allar
sögulegar skáldsögur séu um samtímann
en ekki fortíðina. Auðvitað ber þessi
saga mín vitni um hugmyndir 20. aldar
manns um 17. öldina. Ég get náttúrlega
ekki hugsað eins og 17. aldar maður, en
ég reyni að láta fólkið í sögunni hugsa
• út frá ákveðnum forsendum sem ég held
að séu í einhverjum tengslum við það
hvemig fólk hugsaði á þessum tíma.“
Hvaða skýríngar eru á þessum atburð-
um sem þú ert að segja frá?
„Það er tvennt um þetta að segja. Eins
og kunnugt er þá er unnt að rekja
meginfjölda galdramála á Vestfjörðum,
til tveggja manna þar. Annars vegar til
Þorleifs Kortssonar sem þarna kemur
líka við sögu og hins vegar Páls í
Selárdal. Þorleifur var alinn upp í
Þýskalandi og hefur sennilega komist
þar í kynni við galdrafaraldurinn. Þegar
hann kom heim var hann mjög upptekinn
áf þessum galdramálum. Séra Jón hefur
sennilega verið geðsjúkur, a.m.k. þykja
lýsingar hans á sjálfum sér í Píslarsög-
unni minna á geðvillu.
En það sem í raun og veru er
átakanlegast við þessa galdrasögu er að
þessir menn trúa því að þeir séu að gera
góðverk. Presturinn telur sig vera að
frelsa feðgana frá djöflinum. Eina von
þeirra sé að þeir játi syndir sínar og iðrist
og verði brenndir. Brennsluna sér hann
sem eins konar hreinsun og þykir hún
taka stuttan tíma miðað við hinn eilífa
loga.
Ég er alveg sannfærður um að Jón
Magnússon trúði að hann væri ekki að
gera feðgunum illt, þótt þeir hafi
náttúrlega ekki upplifað það þannig.
Hér er sem sé á ferðinni annars vegar
misbeiting vaklsins og hins vegar blind
trú á málstað sem gerir það að verkum
að réttlætiskennd manna brenglast stór-
lega. Þetta er jú að gerast á hverjum
degi, mér liggur við að segja í hverjum
heimshluta.“
Sölustaöir.-
® auövitaö
BRIDGESTONE f
undirbílinn!
Eigum nú til á lager flestar geróir og stæróir af
bridgestone vetrardekkjum.
Athugið að viö bjóöum eitt besta
markaönum í dag.
Stór-Reykjavíkursvæðið
Höfðadekk hf. Tangarhöfða 15, simi 85810
Hjólbarðastöðin sf., Skeifunni 5, sími 33804
Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24, simi 81093
Hjólbarðahúsið hf., Skeifunni 11, sími 31550
Hjólabarðaviðgerð Vesturbæjar, Ægissiðu 104, simi 23470
Hjólbarðaviðgerð Otta Sæmundssonar, Skipholti 5, sími 14464
Dekkið, Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, sími 51538
Hjólbarðasólun Hafnarfj. Trönuhrauni 2, Hafnarfirði, simi 52222
Landsbyggðin:
Hjólbarðaþjónustan, Dalbraut 13, Akranesi, sími 93-1777
Vélabær hf. Bæ. Bæjarsveit, Borgarfirði.simi 93-7102
Bifreiöaþjónustan v/Borgarbraut, Borgarnesi, sími 93-7192
Hermann Sigurðsson, Lindarholti 1, Ólafsvik, simi 93-6195
Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar, Grundarfirði, simi 93-8721
Nýja-Bílaver hf. v/Asklif, Stykkishólmi, sími 93-8113
Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal, sími 93-4180
Bílaverkstæði Guðjóns, Þórsgötu 14, Patreksfirðí, sími 94-1124
Vélsmiðja Tálknafjarðar, Tálknafirði, sími 94-2525
Vélsmiðja Bolungarvikur, Bolungarvik, simi 94-7370
Hjólbarðaverkstæðið v/Suðurgötu, ísafirði, simi 94-3501
Staðarskáli, Stað, Hrútafirði, simi 95-1150
Vélaverkstæðiö Viðir, Víðidal, V-Hún., sími 95-1592
Hjólið sf. v/Norðurlandsveg, Blönduósi, sími 95-4275
Vélaval sf. Varmahlið, Skagafirði, simi 95-6118
Vélsmiðjan Logi, Sauðármýri 1, Sauðárkróki, sími 95-5165
Verzlun Gests Fanndal, Siglufirði, simi 96-71162
Biiavérkstæöi Dalvíkur, Dalvik, simi 96-61122
Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14 B, Akureyri, simi 96-22840
Kaupfélag Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri, sími 96-25800
Sniðill hf., Múlavegi 1, Mývatnssveit, sími 96-44117
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík, simi 96-41444
Kaupfélag N-Þingeyinga, Kópaskeri, simi 96-52124
Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn, simi 96-81200
Kaupfélag Vopnfiröinga, Vopnafirði, simi 97-3209 /
Hjólbarðaverkstæðið Brúarland, Egilsstöðum, simi 97-1179
Dagsverk v/Vallarveg, Egilsstöðum, sími 97-1118
Bifreiðaþjónustan Neskaupsstað, simi 97-7447
Verslun Elísar Guðnasonar, Útkaupstaðabr. 1, Eskifirði, simi 97-6161
Bifreiðaverkstæðið Lykill, Reyðarfiröi, sími 97-4199
Bila- og búvélaverkstæðið Ljósaland, Fáskrúðsfirði, simi 97-5166
Bílaverkstæði Gunnars Valdimarssonar, Kirkjubæjarkl., simi 99-7030
Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4, Hvolsvelli, simi 99-8113
Kaupfélag Rangæinga, Rauðalæk, sími 99-5902
Hjólbarðaverkst. Björns Jóhannssonar, LyngáSi 5, Hellu, simi 99-5960
Hannes Bjarnason, Flúðum, sími 99-6612
Gúmmivinnustofan Austurvegi 56-58, Selfossi, sími 99-1626
Bilaverkstæði Bjarna, Austurmörk 11, Hveragerði.simi 99-4535
Bifreiðaþjónusta Þorlákshafnar, Þorlákshöfn, sími 99-3911
Hjólbarðaverkstæði Grindavikur, Grindavík, sími 92-8397
BRIDGESTONE á íslandi
BILABORGHF
Smiðshöfða23 Sími 81299