Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 3

Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 3
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. fólk í listuml ■ Njörður P. Njarðvík rithöfundur. Heldurðu að játningu feðganna megi rekja til blindrar trúar á það að valdsmenn hljóti að hafa rétt fyrir sér, að þeir séu handhafar sannleikans? „Það er nú kannski partur af þessu. En ég segi þessa sögu á þann hátt að ég skil lesandanum mikið eftir. Ég forðast ailar útskýringar og reyni að segja söguna með því að sýna hana og hafa fast taumhald á höfundi. í svona hluti eins og þú spyrð um verður fólk að ráða dálítið sjálft. Hins vegar má segja að í þessari sögu komi fram ákveðin hugmynd um að áframhaldandi barátta sé vonlaus eða þýðingarlaus. Inn í þetta blandast það viðhorf Jóns eldra að hann sé búinn að eiga sitt líf og þurfi ekki að lifa neitt mikið lengur. Hann hvetur hins vegar son sinn til að flýja sem sonurinn gerir ekki því það telur hann jafngilda játningu. í þessu sambandi er eitt atriði ákaflega athyglisvert. Það er í raun og veru framið á þeim feðgum réttarmorð. Þeir eru kallaðir fyrir dómþing 14. desember og þá er þeim dæmdur tylftareiður. í því felst að þeir eiga sjálfir að tilnefna fjóra menn í dóminn á vorþingi. En svo gerist það að feðgamir era handteknir á miðjum vetri þannig að þeir hafa aldrei tækifæri til að koma fram sínum tylftar- eiði.“ Hvað með sveitungana? Voru þeir kannski tregir til að liðsinna feðgunum? „Á Kirkjubóli var þríbýlt og það er sérstaklega ein fjölskylda sem kemur við sögu, svo er það bóndinn í Engidal sem telur sig hafa orðið fyrir göldrum, en sá maður sem er eiginlega þeirra eina hjálparhella er Jón Ólafsson í Arnardal. Hann varar þá við athöfnum prestsins og ber þeim fréttir af honum því að þegar prestur fer til Magnúsar sýslu- manns sem bjó á Eyri við Seyðisfjörð þá fer hann um Arnardal. í sambandi við þennan trega sveitunga má nefna annað þema í bókinni: útskúfunina. Ótta annarra við þá sem liggja undir galdraámæli. Ótta við hugsanlegt vald þeirra og ótta við að dragast inn í málið. í raun og veru hafa þeir feðgar átt erfitt að útvega eiðvætti. Það kemur fram í heimildum að fólk sem þeir leituðu til hrökklaðist svona heldur undan.“ Hvenær skrifaðirðu þessa bók? „Ég hef verið með hana í smíðum í þrjú ár meira eða minna, og stundað kennslu í háskólanum á milli, nema hvað ég fékk launalaust leyfi í eitt ár og var að vinna að þessu verki þá. Það fór óskaplega mikil vinna í undirbúninginn, miklu meiri en ég hafði látið mér detta í hug. í vor lauk ég svo við söguna og fékk þá fimm manns til að lesa hana yfir: sagnfræðing, prest og þrjá bókmennta- fræðinga. Eg vildi vera viss um að engar villur hefðu slæðst í ritið, t.d. hvað varðar söguleg efnisatriði varðandi guðs- þjónustur o.s.frv. Ég vona að verkið sé nú orðið nokkura veginn skammlaust" sagði Njörður P. Njarðvík að lokum. -GM. ■ Karólína Lárusdóttir við eitt verka sinna á sýningunni að Kjarvalsstöðum. „Leikhús“ heitir myndin og er máluð á þessu ári. Islenskt mann- líf og náttúra ■ Óhætt er að slá því föstu að myndlistarsýning sú sem Karólína Lár- usdóttir opnar í vestursal Kjarvalsstaða síðdegis í dag, laugardag 6. nóvember, mun vekja mikla athygli meðal áhuga-i fólks um myndlist í Reykjavík. Myndir | hennar eru málaðar í Lundúnum, þar sem hún hefur verið búsett um árabil, enviðfangsefniðer oftast náttúra íslands og mannlíf hér á landi. Við sjáum peysufatakonur og gilda bændur í kirkjuferð, prúðbúið bæjarfólk með séríslenskan svip hátíðar og virðuleika, börn að leita að Óskasteininum í Öskjuhlíð og ballgesti í þvögunni við fatahengið á Hótel Borg. Líka eru myndir þar sem stefið er kindur í íslenskri sveit, eða fólk að spássera um fjöll og engi. Þá eru einnig myndir sem geyma minningar frá óhirtu blómabeði í garði Karólínu í suður Lundúnum, svo dæmi séu tekin. Samtals eru 180 verk á sýningunni, einkum olíumyndir og vatnslitamyndir, en einnig teikningar og grafík. Myndirn- ar eru gerðar sérstaklega með þessa sýningu í huga og flkestar á þessu ári. Karólína Lárusdóttir er fædd í Reykja- vík lýðveldisárið og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964. Snemma kviknaði með henni áhugi á að læra myndlist og haustið 1964 sigldi hún til Englands og hóf listnám, fyrst í Lundúnum, síðar Oxford og loks Lund- únum á ný. ' Karólína á tvö börn 12 og 14 ára að aldri, og það er ekki fyrr en þau voru orðin stálpaðri að hún gat farið að gefa sig óskiptari að því að mála og teikna. Frá 1978 hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum enskra myndlistarmanna, m.a. sýndi hún á Royal Academy í Lundúnum árið 1979, en það er heiður sem fínum málurum hlotnast. Hún er einnig félagi í hinu virðulega myndlistar- félagi Royal Society of Painter-Etchers. Karólína á verk á nokkrum listastöfnum á Englandi, en vinnustofu hefur hún á heimili sínu í einu úthverfa Lundúna. — GM. Listafólk frá Mið-Asín í Austurbæjarbíói: •• SONGUR OG DANS FRÁ TADSJIKISTAN ■ Listamenn frá Tadsjikistan, sem er eitt af Mið-Asíulýðveldum Sovétríkj- anna, koma fram á hátíðarsamkomu og tónleikum í Austurbæjarbíói í dag, laugardaginn 6. nóvember kl. 14. Listamennirnir eru staddir hér á landi vegna Sovéskra daga 1982, en félagið MÍR, Menningartengsl fslands og Ráðs- tjómarríkjanna, gengst árlega fyrir slík- um menningardögum og kynnir þá hverju sinni sérstaklega þjóðmenningu ogþjóðlíf í einu af sovétlýðveldunum 15. í hópi Tadsjikistanna eru nokkrir einsöngvarar, einleikarar og sólódansar- ar, en flestir listamennirnir eru félagar í einum frægasta söng- og þjóðdansa- flokki Sovétríkjanna, Rúbob-sveit Ríkisfílharmóníunnar í Tadsjikistan. Sveit þessi er að mestu skipuð ungum stúlkum sem syngja, dansa og leika á rúbob, gamalt þjóðlegt strengjahljóð- færi frá Mið-Asíulöndunum. Dansatriði flytur sveitin að jafnaði við undirleik dojru, igamals þjóðlegs ásláttarhljóðfær- is. Á undan tónleikunum og danssýning- unni verða flutt stutt ávörp og minnst 65 ára afmælis Októberbyltingarinnar og 60 ára afmælis sovéskra sambandsríkis- ins. Seinna um daginn verður listafólkið statt í Eden í Hveragerði, en í Listaskál- anum þar hefur verið sett upp listsýning frá Tadsjikistan. Á morgun sunnudag, verða tónleikar og danssýning í Hlégarði í Mosfellssveit, á mánudag og þriðjudag verður hópurinn í Vestmannaeyjum, á miðvikudag í Gaulverjabæ og á föstudag í Gunnarshólma í Landeyjum. tC\0NW«v\\\ 6* u R i Snorrabraut Sími 13505 Glæsibæ Sími 34350 Hamraborg - Kópavogi Sími46200 Miðvangi - HafnarfirÓi Sími 53300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.