Tíminn - 07.11.1982, Síða 5
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
'og betra horf. Um þetta leyti voru ýmsir
menn að bætast í félagið, svo sem ívar
Guðmundsson og Pétur Ólafsson á
Morgunblaðinu, Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson, Sigurður Guðmundsson, Jón
Helgason, Kristján Guðlaugsson og
Hersteinn Pálsson.
Af þeim sem eldri voru á þessum tíma
man ég einkum eftir þeim Valtý
Stefánssyni Árna Óla og Skúla Skúla-
syni. Þessir nýju menn héldu flestir
áfram fram yfir styrjöldina og á þeirra
herðum hvíldi blaðamennskan að mikiu
leyti á næstu árum.“
Þríggja mánaða frí og líf-
eyrissjóðsmál
„Já, munurinn er vitanlega orðinn
mikill á þeirri aðstöðu sem við bjuggum
við þá og nú er. Vegna fámennis og
þrengsla voru annir síður en svo minni
hjá blaðamönnum þá en nú er, sjálfsagt
talsvert meir. Menn urðu að ganga í
hvað sem var, til dæmis skrifaði ég
stundum íþróttafréttir, sem þá snerust
einkum um fótbolta og frjálsíþróttir. Þá
hafa kjörin mikið breyst til hins betra,
þótt mörgum finnist eins og verða vill að
þau mættu vera betri í dag. En um þetta
leyti er fyrst farið að ræða um lífeyris-
sjóð blaðamanna og var það Valtýr
Stefánsson, sem fyrstur fór að hugleiða
þau mál. Það er líka um þetta leyti sem
ákvæðið um þriggja mánaða frí blaða-
manna kemur inn, en upphaflega var það
hugsað sem uppbót vegna yfirvinnu,
sem þá var engin greidd. Ég var ritari
félagsins á þessurn árum og fylgdist því
vel með því sem gerðist, en því ver eru
gögnin nú týnd, eins og ég sagði.“
Blaðamennska og sagn-
fræði
„Já, ég hugsa að væri ég orðinn
tvítugur að nýju mundi ég ekki hika við
að leggja út í blaðamennsku á nýjan
leik. Þegar ég var unglingur hafði ég
talsverðan áhuga á að læra sagnfræði,
sem ég hafði mikinn áhuga á og var mitt
eftirlætislesefni. En þótt svo ætti ekki
eftir að verða, þá hef ég samt getað
fullnægt þessari löngun talsvert með
starfi mínu að blaðamennskunni og þá
einkum með skrifum miínum um erlend
málefni, enda er þetta svo nátengt.
Ef ég ætti að minnast einhvers af
eftirminnilegum atburðum úr blaða-
mannsstarfinu, þá kemur mér svona á
stundinni í hug þegar ég fór með þeim
Sigurði Jónassyni og Trausta Einarssyni
prófessor austur að Geysi í Haukadal,
eftir að Sigurður hafði keypt hverinn af
einhverjum útlendingum, sem áður
höfðu fest kaup á honum. Við fórum
sem sé austur og endurvöktum hverinn
sem hafði verið óvirkur áratugum
saman, með því að gera rauf út frá
honum. Það var ógleymanleg sjón þegar
Geysir gaus þarna að nýju í fyrsta skipti.
Við urðum mjög fáir vitni að þessum
atburði.
Ótal fleiri minnisstæðir atburðir tengj-
ast blaðamennskunni, þegar ég hugsa
mig um, en þeir eru flestir tengdir
stjórnmálunum og ef til vill of persónu-
legir til þess að fara að rifja þá upp hér,
svo sem varðandi samskipti mín við
Jónas, Tryggva og fleiri. Það er margs
að minnast og ég get sagt það aftur, -
ég hef ekki séð eftir að hafa valið mér
blaðamannsstarfið.“ AM
■ „I Acta var aðeins ein setjaravél og oftast vorum við ekki búnir með blaðið fyrr
en um tvö og þijú á nóttunni,“ segir Þórarinn Þórarinsson, sem varð ritstjóri aðeins
21 árs að aldri.
blaðið gat því verið með stóran
uppslátt á svo til hverjum einasta degi,
og aflaði það blaðinu mikilla vinsælda,
sem ógnuðu Morgunblaðinu. Þá var það
sem Morgunblaðið svaraði með því að
fara í átta síður og fá sér einnig erlendan
fréttaritara. Nýja dagblaðið varð hins
vegar að styðjast við afrit af fréttum,
sem útvarpið lét blöðunum í té. Þar að
auki var ekki hægt að koma miklu af
þessu efni fyrir í blaði sem var aðeins
fjórar síður og þurfti að birta innlendar
fréttir, pólitík, auglýsingar og eftirmæli.
Þegar búið var að brjóta um blaðið var
því oft eftir svo sem helmingurinn af
þeim fréttum, sem við vorum búnir að
tína saman."
Vinnuálag
„Tíminn og Nýja dagblaðið voru
prentuð í prentsmiðjunni Acta, sem var
í eigu Thorsaranna að meirihluta, en
þeir gerðu engar athugasemdir við það,
þar sem prentsmiðjan byggðist að miklu
leyti á þessari prentun. Þegar Nýja
dagblaðinu var bætt við sem dagblaði,
þá varð að vinna það nær allt síðari hluta
dagsins. í Acta var aðeins ein setjaravél
og fram til klukkan fjögur sinnti sú vél
öðrum verkefnum. Þetta þýddi það að
oftast vorum við ekki búnir með blaðið
fyrr en um tvö og þrjú á næturnar. Við
vorum ekki nema þrír við blaðið, tveir
blaðamenn og ritstjóri. Lengst af var
Sigfús Halldórsson ritstjóri, meðan ég
var blaðamaður við Nýja dagblaðið, en
blaðamerin Guðmundur Hjálmarsson
og síðar Jón Helgason. Hvíldi mikið á
okkur Jóni, því ritstjórinn fékkst einkum
við að skrifa leiðara. Við sáum t.d. bæði
um prófarkalesturinn og umbrotið.
í mars 1936 var ég gerður að ritstjóra
blaðsins, þótt ég væri ekki nema 21 árs.
Hafði ég fyrst ritnefnd mér til aðstoðar,
en hún var brátt lögð niður. Nýja
dagblaðið var gefið út til haustsins 1938.
Þá var þannig ástatt hjá okkur að
fjárhagsstaða Tímans var mjög bágbor-
in, þar sem lítið hafði verið sinnt um
innheimtu. Fjárhagur Nýja dagblaðsins
stóð hins vegar í jámum. Var því gerð
sú breyting að leggja Nýja dagblaðið
niður, en gefa Tímann út þrisvar í viku.
Varð ég þá ritstjóri Tímans. Ef til vill
voru það þó mistök að leggja Nýja
dagblaðið niður, því peningaflóð stríðár-
anna var skammt undan með stóraukinni
blaðsölu."
Erlend fréttaskrif
„Á þessum árum voru blaðamenn
ekki jafn mikið á ferðinni út um allar
trissur og nú, þar sem aðstæður leyfðu
það lítt. Var því notast sem mest við
símann. En þar á móti kom það að
fréttaritarar blaðsins voru betur vakandi
þá en ég held að almennt sé núna, þótt
þeir hlytu þá engin laun fyrir. Menn
höfðu þá betri tíma og höfðu auk þess
gaman af þessu. Nú em menn svo
tímalausir að þeir mega oft varla vera
að þessu. Nei, ferðir á vettvang voru
ekki tíðar, því bílar vom fáir og
samgöngur strjálar, svo slíkt varð að
vera bundið við Reykjavík og nágrenni.
En um það var líka nokkuð. Hinir
svokölluðu blaðmannafundir þekktust
þá eiginlega ekki. Útlendar fréttir vom
hins vegar talsvert miklar vegna þeirra
stóm atburða sem erlendis vom að
gerast og áður er minnst á.
Já, mjög snemma byrja ég á að skrifa
yfirlitsgreinar um útlend málefni, og
sjálfsagt hafa fyrstu greinar mínar verið
um þróun mála í Þýskalandi. Auk
þessara daglegu fréttapistla sem við
fengum frá útvarpinu studdist ég við
ensku og dönsku dagblöðin sem komu
hálfsmánaðarlega með skipapósti. Þótt
margt í þeim væri orðið nokkuð á eftir,
þá mátti hafa mið af mörgu þar.
Mestu framfarir í blaðamennsku á
mínum ferli? Nokkru áður en útvarpið
og hið betrumbætta Alþýðublað Finn-
boga komu til sögunnar var starfandi hér
fréttastofa sem Axel Thorsteinsson
hafði. Hann fékk skeyti frá erlendum
féttastofum, sem hann miðlaði til blað-
anna. Þetta var mikill áfangi í frétta-
mennsku hér og einnig þegar fréttaritar-
ar Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins
koma til sögu. Annars höfðu blaðamenn
fyrri ára lagt sig eftir erlendum fréttum
eins og kostur var þá og sem dæmi má
nefna að fréttafrásagnir Þorsteins Gísla-
sonar um fyrri heimsstyrjöldina voru
gefnar út í sérstakri bók.
Um myndaefni er það að segja að það
var Ólafur Hvanndal sem var mestur
brautryðjandi hérlendis í myndagerð og
prentmyndagerð hans var komin til sögu
þegar ég byrjaði. Það tók þá um
klukkutíma að gera eina mynd. Gátum
við komið myndum til hans að deginum,
en sótt þær svo að kvöldi. Prentmynda-
gerð Ólafs gerbreytti aðstöðu blaðanna
í þessu efni.
Blaðamannafélag íslands
„Um störf Blaðamannafélags íslands
vantar því miður allar heimildir frá
þessum tíma, því þær týndust vegna
sviplegs fráfalls Jóns Bjamasonar, sem
þá var formaður. Munu þær hafa glatast
úr dánarbúi hans með einhverjum hætti.
En á þeim tíma sem ég kem inn í
félagið er eiginlega verið að endurreisa
félagið, eða koma skipulagi þess í nýtt
Schiphol og Amsterdam - vel þegin nýjung í viðskiptaheiminum
A v Flugfélag meö ferskan blæ
4RNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477
Viðskiptaiierðirnar með
Amarflugf
rétti tmininn strax
ifhigtakinu
Vel heppnaðir samningar í við-
skiptaferð krefjast útsjónarsemi
og rökréttra ákvarðana. Með því
að notfæra þér Amsterdamflugið
og sértilboð Arnarflugs fyrir fólk
í viðskiptaerindum leikurðu
skynsamlega strax í byrjun og
gefur um leið hárrétta tóninn
fyrir ferðina alla.
Áætlunarflugið til Amsterdam
opnar viðskiptamönnum ótal nýjar
leiðir til annarra landa, jafnt í
Evrópu sem öðrum heimsálfum.
Flugvöllurinn sjálfur, Schiphol,
hefur verið kjörinn besti flug-
völlur heims af lesendum hins
virta tímarits „Business
Traveller", og var þá bæði tekið
tilht til aðbúnaðar og fram-
haldsflugs. Og engan skyldi undra
þessa niðurstöðu því á Schiphol
er m.a. stærsta flugvallarfríhöfn
veraldar og frá flugvellinum er
flogið reglulega til 175 borga í
83 löndum.
Amsterdam er ekki síður heppi-
legur áfangastaður. Þetta ósvikna
„Evrópuhjarta" tekur í æ ríkara
mæli á sig hlutverk miðpunkts
alþjóðlegrar verslunar og við-
skipta og staðsetning borgarinnar
gerir ferðir til nálægra staða í
bílaleigubíl eða lest tilvaldar.
Og Arnarflug býður meira en frá-
bæran flugvöll og heppilega borg.
Innifalið í farmiðaverði
fólks í viðskiptaerindum er m.a.:
• Tvær gistinætur með morgun-
verði á Hilton Airport
hótelinu.
• Ef koma þarf áríðandi
skilaboðum áleiðis úr
flugvélinni getur Arnarflug
annast skeytasendingar
„til jarðar'*.
• Öll aðstoð við skipulagningu
og pantanir framhaldsflugs,
hótela, bílaleigubíla, lestar-
ferða o.s.frv.
Brottför til Amsterdam er alla
þriðjudaga og föstudaga. Við
minnum sérstaklega á að brott-
farartími er kl. 14.00 og tíminn
fyrir hádegi er oft kærkominn til
síðustu útréttinga og undir-
búnings.