Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
7
■ Heilsuvemd ungbama og smábama,
þ.e. eftirlit með vexti þeirra og þroska og
aðgerðir til að hindra að þau verði fyrir
alvarlegum sjúkdómum, er sennilega
hvergi í heiminum sinnt betur en hér á
landi, og þykir árangur í samræmi við
það. í Reykjavík er heilsuvemd þessi
fullkomnust enda annast hana sér-
menntaðir barnalæknar og hjúkrunar-
fræðingar. Óvíða úti á landi verður slíkri
þjónustu komið við og fellur þá eftirlitið
í hendur almennra lækna á heilsu-
gæslustöðvum. Barnalæknar reyna þó
að heimsækja nokkur byggðalög úti á
landi reglulega, svo sem Akranes,
Keflavík og Selfoss.
Nú ber svo við að heilbrigðisyfirvöld
virðast ekki lengur telja ástæðu til að
eftirlit með ungbörnum og smábörnum
verði í höndum hinna færustu sérfræð-
inga. í reglugerð um heilsugæslustöðvar
sem Svavar Gestsson heilbrigðismála-
ráðherra staðfesti í vor segir aðeins að
ungbörn og smábörn skuli skoðuð af
lækni, en ekki er tiltekið hvers konar
læknir það á að vera. Heilsugæslulæknar
sem eru ört vaxandi þrýstihópur vilja
túlka þetta ákvæði svo að það bindi enda
á þá heilsuvernd sem bamalæknar hafa
annast um áratuga skeið, og eigi hún að
falla í þeirra eigin hendur. Fyrirmyndin
er heilsugæslustöðin í Fossvogshverfi í
Reykjavík þar sem enginn barnalæknir
starfar, en mikill fjöldi foreldra í hverfinu
virðist ósammála þessu viðhorfi og hefur
kosið að leita til barnadeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Á
öðrum heilsugæslustöðvum í borginni
eru barnalæknar enn að störfum, en
framtíð starfs þeirra er í óvissu. Meðal
■ Halldór Hansen yfirlæknir að starfi á bamadeildinni við Barónsstíg.
Verða barnalæknar látnir hætta að annast heilsuvernd ungbarna og smábarna?
ENGIN RÖK HÆLA
MEÐ BREYTIN GUNNI
Ráðagerð heilbrigðisyfirvalda vekur undrun og veldur foreldrum áhyggjum
þeirra foreldra ungbarna og smábarna í
Reykjavík sem áttað hafa sig á þeim
gífurlegu breytingum sem í vændum
virðast vera gætir mikils kvfða, eins og
m.a. hefur komið fram í lesendabréfum
til dagblaðanna. Að ábendingu
nokkurra foreldra fór Helgar-Tíminn á
stúfana, kynti sér ungbarna- og
smábama eftirlitið á bamadeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar við Barónsstíg,
og ræddi við Halldo’r Hansen yfirlækni
deildarinnar.
Ungbarnaeftirlit
í meira en hálfa öld
Að sögn Halldórs Hansen var það
Hjúkmnarfélagið Líkn sem fyrst efndi
til skipulegs eftirlits með ungbörnum í
Reykjavík. Sú starfsemi hófst árið 1927
og var í umsjón bamalæknis og hjúkr-
unarkonu. Alla tíð síðan, þ.e. í meira
en hálfa öld, hafa sérmenntaðir barna-
læknar og hjúkrunarfræðingar haft eftir-
litið með höndum; frá 1954 hefur það
verið rekið af heilbrigðisyfirvöldum í
Reykjavík.
Starfsemin er í því fólgin að hjúkrun-
arfræðingar frá bamadeild Heilsuvemd-
arstöðvarinnar heimsækja hvert
nýfætt bam á Reykjavíkursvæðinu
nokkrum sinnum þar til það verður 3ja
mánaða að aldri. Þá kemur barnið í
fyrstu heimsókn sína á barnadeildina og
er skoðað af barnalækni. Þessar heim-
sóknir em samtals átta fram að því að
barnið verður fjögurra ára gamalt;
önnur heimsóknin er þegar það er 4ra
mán., sú þriðja þegar það er 6 mán.,
síðan aftur þegar það er 7 mán., 10
mán., 14 mán., tveggja ára og fjögurra
ára. Læknirinn metur framför barnsins,
vöxt og allan þroska, gefur ráð um
næringu þess og svarar ýmsum spurning-
um sem eðlilega leita á foreldra. Þá em
ónæmisaðgerðir í höndum læknisins, en
börn eru sprautuð reglulega til að hindra
bamaveiki, stífkrampa, kíghósta,
mænusótt og mislinga. Börn sem þrosk-
ast afbrigðilega á einhvern hátt, andlega
eða líkamlega, eru undir sérstöku eftir-
liti og eins em gerðar ráðstafanir til að
þau fái sérstaka þjónustu utan bama-
deildarinnar.
A fjórða þúsund börn
Við spurðum Halldór Hansen um
fjölda þeirra bama sem koma á barna-
•deildina við Barónsstíg og útibú
hennar. Hann kvað þau hafa verið á
fjórða þúsund undanfarin ár; árið 1980
vom þau 3636. Skoðanir em fleiri, að
undanförnu á níunda þúsund; árið 1980
vom þær 8308. Á sama ári voru vitjanir
hjúkmnarfræðinga til ungbarna í heima-
ihúsum 4680, en að meðaltali hafa
nýfædd börn á borgarsvæðinu verið um
1500-2000 á ári.
Að ungbarna- og smábamaeftirlitinu
starfa nú 17 hjúkrunarfræðingar og 7
barnalæknar, þar af tveir í fullu starfi.
*
Arangur heilsuverndar
„Það er ýmsum erfiðleikum bundið að
meta árangur af starfsemi okkar“ sagði
Halldór Hansen. Vandamál er stafa af
vannæringu barna virðast að mestu
horfin og ónæmisaðgerðirnar sýnast
hafa náð tilskildum árangri. „Andlega
velferð barna er alltaf erfitt að meta en
við reynum að fylgjast með henni eftir
því sem kostur er.“
Halldór kvað lækna barnadeildar vera
þeirrar skoðunar að efla þyrfti það starf
sem þar færi fram, búa betur að húsnæði
deildarinnar og fjölga starfsliði svo unnt
sé að gefa hverju og einu barni meiri
tíma.
Hvers vegna barnalæknar?
Við spurðum Halldór hver væm
helstu rökin fyrir því að ungbarna- og
smábamaeftirlit væri í höndum sér-
menntaðra bamalækna en ekki al-
mennra heilsugæslulækna.
„Tvær greinar hafa nokkra sérstöðu
innan læknisfræðinnar“ sagði Halldór.
„Það em annars vegar barnalækningar
og hins vegar öldmnarlækningar. Þar er
■ Einn þáttur í starfsemi bamadeildar er að fylgjast með hseð og þyngd barna. Hér
er Þuríður Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur að störfum. Tímamynd: GE.
fengist við sérstaka aldurshópa sem hafa
aðrar þarfir en fólk á miðjum aldri, og
reynslan hefur sýnt að betur fer að
sérfræðingar í barna- og öldrunarsjúk-
dómum sinni þessum hópum en almenn-
ir læknar.“
Halldór benti á að reynsla heimilis-
lækna væri yfirleitt fólgin í því að fást
við veik börn, og þeir vissu oft lítið um
heilbrigð böm. Þá þekkingu hefðu
barnalæknar og heilsuverndarhjúkrun-
arfræðingar aftur á móti til að bera.
Barnalæknar hefðu mikla reynslu af
bæði sjúkum börnum og heilbrigðum,
og starfsreynsla þeirra gerði þá hæfasta
til að átta sig á afbrigðilegum þroska
barna. Engin læknisfræðileg rök mæltu
með því að heilsugæslulæknar tækju
ungbarna- og smábarnaeftirlitið yfir, en
mörg rök mæltu sterklega gegn því.
Óviss framtíð
Sem fyrr segir er allt í óvissu um það
hvernig heilbrigðisyfirvöld hyggjast í
reynd túlka ákvæði reglugerðar um
heilsugæslustöðvar. Sennilegast er að
um eitthvert skeið verði tvennskonar
form á heilsuvemdinni, þ.e. sums staðar
annist almennir læknar hana og annars
staðar barnalæknar. Ljóst er af reynsl-
unni í Fossvogshverfi að foreldrar kjósa
fremur að leita til barnalækna, og því
hlýtur þetta skipulagsleysi að geta af sér
margs konar vandræði.
Ástæða er til að velta fyrir sér hvers
vegna sú hugmynd kviknaði í upphafi að
færa heilsuvernd ungbarna og smábarna
úr höndum barnalækna. Ljóst er að hún
er ekki sprottin af óskum foreldra, fyrir
henni hafa ekki verið færð fjárhagsleg
rök eða hagkvæmnisrök önnur, og eins
og yfirlæknir bamadeildar heilsuvemd-
arstöðvarinnar benti á, að henni hníga
engin læknisfræðileg rök. Allir sem
þetta mál hugleiða hljóta að átta sig á
að ef af þessari breytingu verður mun
eftirlitið versna og það stefnir heilsu-
■ vernd bama í voða. Getur verið að
núverandi heilbrigðisyfirvöld vilji reisa
sér slíkan minnisvarða?
- GM.