Tíminn - 07.11.1982, Page 8

Tíminn - 07.11.1982, Page 8
8 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Gfsli Sigur&sson. Auglýslngastjóri: Stelngrfmur Glslason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tlmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnos Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elrlkur St. Elríksson, Frl&rik Indri&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason (Iþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstín Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Síðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Harmleikurinn í Mið-Ameríku skuggsjá ■ Bandaríski rithöfundurinn Susan Sontag. ■ Síðustu dagana hefur fulltrúi Mannréttindanefndar El Salvador, Marienella Carcia Villas, sem jafnframt er varaformaður Alþjóðlegu mannréttindanefndarinnar í París, verið hér á landi og kynnt íslenskum stjórnmála- mönnum, fjölmiðlafólki og fleiri aðilum hið hörmulega ástand mála í heimalandi sínu, þar sem almenningur býr við gífurlegt misrétti og ógnir borgarastyrjaldar. Hún hefur mikla þekkingu á ástandinu í El Salvador, en mannréttindanefndin í landinu starfar undir verndarvæng kaþólsku kirkjunnar. Mið-Ameríka hefur óneitanlega verið mikið í sviðsljós- inu síðustu árin vegna vaxandi átaka þar á milli ríkra valdastétta og fátæks almennings. í Nicaragua, sem er nágrannaríki E1 Salvador, fór svo að róttæk skæruliða- samtök, Sandinistar, náðu völdum og hröktu einræðisherr- ann, Somosa, úr landi. Sú þróun mála var bandarískum stjórnvöldum mjög á móti skapi, en þau hafa því miður alltof oft bundið trúss sitt við óvinsælar ógnarstjórnir hægri manna í þróunarríkjum einungis vegna þess að þær segjast berjast á móti kommúnistum. Staðreyndin er auðvitað sú, að engir hrekja jafn marga í þessum löndum í arma kommúnista og einmitt slíkar spilltar einræðis- stjórnir. Það virðist bandarískum stjórnvöldum seint ætla að lærast, svo sem nú síðast má marka af frásögnum í bandaríska vikuritinu Newsweek um leynilegar hernaðar- áætlanir og hernaðarundirbúning bandarísku leyniþjón- ustunnar gegn Sandinistastjórninni í Nicaraqua. Par kemur skýrt fram, að bandarísk stjórnvöld hafa í því sambandi gert bandalag við stuðningsmenn hins fallna einræðisherra, Somosa, en þá um leið gert að engu vonir um samstarf við hófsamari öfl. Það kom skýrt fram í máli Marienellu Carcia Villas, að ástæðan fyrir hernaðarátökunum í landinu er það gífurlega misrétti, sem þar hefur viðgengist um árabil. Landið og framleiðslutækin eru í höndum örfárra auðmanna, en mestur hluti almennings býr við sult og seyru og eignarleysi. Þegar við bætist manndráp og kúgun af hálfu skipulagðra herflokka, þá má ljóst vera, að margur almúgamaðurinn telur sig ekki eiga annan kost en að grípa til vopna í von um bjartari framtíð. Þetta er meginástæðan fyrir vaxandi starfsemi skæruliða í landinu. Bandarísk stjórnvöld líta sýnilega á málið nokkuð öðrum augum. Þar er litið á atburðina í stórpólitísku ljósi svipað og þróun mála í Suðaustur-Asíu fyrir tveimur áratugum eða svo. Samkvæmt þeirri skýringu eru Kúba og Sovétríkin undirrót atburðanna í Mið-Ameríku að undanförnu. Með því að skera á vopnasendingar frá Kúbu til skæruliða í El Salvador telja bandarískir ráðamenn sig geta kæft andóf þeirra. Og samkvæmt Newsweek er inni í þeirri mynd að stuðla að því með vopnum, fjármagni og þjálfun hermanna að koma Sandinistastjóminni í Nicarag- ua á kné í leiðinni. Auðvitað hlýtur að liggja í augum uppi, að kúbönsk stjórnvöld reyni eftir megni að nýta sér það upplausnaE ástand, sem ríkir í ýmsum löndum Mið-Ameríku um þessar mundir. Það er staðreynd. En rót vandamálanna er að finna heima fyrir. Þeir sem leita að lausn á átökunum í El Salvador á Kúbu, og styðja því í vaxandi mæli ógnarstjórn forréttindastéttarinnar í El Salvador, munu vakna upp við vondan draum. En á meðan mun almenningur í landinu búa við stöðuga fátækt og sífelld mannvíg. Það er brýnt að finna friðsamlega lausn á deilumálunum í El Salvador. Pólitíski armur skæruliðasamtakanna hefur boðið upp á viðræður um slíka lausn. Þótt kannski sé ekki raunhæft að búast við miklum árangri af þeim viðræðum, þá er vonandi að þær geti hafist, því orð eru til alls fyrst. -ESJ „Um 99.9% þess sem rit- að er fer í glatkistuna” — gripið ofan í viðtal við bandaríska rithöfundinn Susan Sontag SuSAN SONTAG HEFUR ÁVALLT VERIÐ UM- DEILDUR RITHÖFUNDUR. Enda hefur hún verið ófeimin að segja meiningu sína. Einna mest læti urðu sennilega út af bók hennar „Ferð til Hanoi“ (Trip to Hanoi), sem gefin var út árið 1968 - en þar lýsti hún heimsókn sinni til Norður-Víetnams á þeim tíma, þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst og ferðir Bandaríkjamanna til Norður-Víetnam voru bannaðar. Nokkrir aðrir bandarískir rithöfundar fóru sömu leið og skrifuðu þar um bækur, svo sem Mary McCarthy. Fyrr á þessu ári olli Susan Sontag á ný uppnámi; að þessu sinni ekki fyrir ferð til „óvinalands" né bók, heldur ræðu sem hún hélt á fundi í New York. Þar fluttu margir bandarískir rithöfundar ræður til stuðnings pólsku verkalýðssamtökunum Solidarnosc. Susan Sontag var ein þeirra, en hún notaði tækifærið ekki aðeins til þess að styðja baráttu frjálsu verkalýðsfélaganna í Póllandi, heldur einnig til þess að gagnrýna afstöðu vinstrisinna í Bandaríkjunum til kommún- ista gegnum árin. Þótti ýmsum, sem Susan Sontag hefði þar rækilega snúið við blaðinu, og í framhaldi af þessari ræðu hefur hún orðið fyrir bylgju árása úr ýmsum áttum, bæði frá öflum til vinstri og hægri. * „Eg held að vandamálið hafi einfald- LEGA VERIÐ AÐ ÉG VAR AÐ SKERA MIG ÚR“ Svo segir Susan Sontag í nýlegu viðtali um ræðuna og eftirmál hennar. „Satt að segja komu margir rithöfundar á þennan fund til þess að segja ekki neitt. Þeir voru bara að gera góðverk. Ég spjallaði við Gore Vidal á meðan við biðum eftir að' fundurinn hæfist og hann sá, að ég hafði skrifaða ræðu. Þá sagði hann: „Ó, ég er ekki með neitt skrifað - ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að segja“. Hann var fyrstur ræðumanna, stóð upp og sagði nokkra brandara um Reagan. Fyrsta setning hans var: „Hjarta mitt er kalt, en höfuðið tómt“. Ég fór þegar ég hafði flutt mína ræðu, en mér var sagt að Doctorow, Vonnegut og Ginsberg hafi líka sagt ekki neitt. Ég var eini rithöfundurinn sem sagði eitthvað. Ég sagði hluti, sem ekki var ætiast til að ég segði, og ég vissi alveg hvað ég var að gera. Ég vissi að það yrði pípt á mig og að ég myndi eignast óvini á staðnum. Ríkjandi skoðun var sú, að viðættum að vera góðu börnin og styðja fyrst Pólverja og síðar baráttuna gegn kjarnorkuvopnunum, en ég hafði engan áhuga á að vera þannig lengur. Þetta þótti mörgum við mig, og það kom fram í fyrstu viðbrögðum svokallaðra vinstrisinna. Það, sem ég er að segja, er svo augljóst, en það er aldrei of seint að segja sannleikann, og það er mikilvægt að fólk rökræði um sannleikann. Ég tel að mjög verulegur hluti vinstrisinna hafi vanmetið illsku kommúnista. Ég gerði sjálf þau mistök allt frá því að ég fór snemma á sjöunda áratugnum til Kúbu og varð óskaplega hrifin af kúbönsku byltingunni (sem þá var ekki einu sinni kommúnisk), og fram til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu árið 1968. Margir gleyma því að tímabilið milli 1963 og 1968 einkenndist af merkilegri frjálsræðisþróun í Sovétríkjunum. Solsjenitsyn fékk Leninverðlaunin. En þessu lauk öllu saman með ákvörðuninni um að ráðast inn í Tékkóslóvakíu. Þannig að stjórnmálaskoðanir mínar fóru að breytast fyrir 14 árum síðan. Sú fullyrðing í ræðu minni, sem talin var ósvífnust og mest ögrandi, var þessi: ímyndið ykkur ótrúlega aðstöðu manns, sem einungis las Reader’s Digest á árunum 1950-1970, og annars, sem aðeins las The Nation (vinstrisinnað tímarit) á sama árabili. Hvor þeirra hefði fengið sannferðugri lýsingu á eðli kommúnismans? Það er enginn vafi á því, að það væri lesandi Reader’s Digest, og það af tiltekinni ástæðu, sem ég því miður útskýrði ekki í ræðunni þar sem það hefur líka verið misskilið. Ástæðan er sem sé sú að Reader’s Digest birti mikið af verkum útlægra rithöfunda og lýsingum þeirra á lífinu í Sovétríkjunum. Ég hef orðið fyrir mörgum fáránlegum árásum vegna Póllandsræðunnar; þær hafa verið ofsafengnar, illkvittnar og stóryrtar á þann hátt, sem á ekkert skylt við að láta í ljósi sterka andstöðu við skoðanir mínar. Ég hef aldrei áður orðið fyrir slíku. Ég hef, fremur hikandi þó, látið sannfærast um, að hluti af þessum illmælum sé aðeins sú óhjákvæmilega andúð, sem fólki finnst nauðsynlegt að láta í ljósi við þá, sem því finnst að njóti of mikils brautargengis. Það bíður bara eftir því að þú verðir að skotmarki; fjöldi fólks bíður einfaldlega eftir því að geta tekið þátt í árásunum. Þetta fólk er alls ekki í alvarlegri andstöðu við skoðanir mínar, heldur segir í reynd: „Tökum hana í gegn“. Um þessar mundir er ég að skrifa langa ritgerð um menntamenn og kommúnisma. Ég ætla ekki að svara neinum þessara árása, af því að þær eru bara kjánalegar, en mér finnst að ég hafi eitthvað að segja um þetta efni. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fólk, sem býr við tvöfalt siðgæði. Ég vonast til að geta lokið þessu, og síðan mun ég ekkert meira segja um málið. Enda er það, að skrifa vel, besta hefndin“, segir hún svo og brosir. SuSAN SONTAG HEFUR SKRIFAÐ BÆKUR í UM TVO ÁRATUGl. Og nú fyrir skömmu var gefin út safnbók, þar sem nokkur bestu verka hennar eru birt í einu lagi. Susan Sontag Reader nefnist bókin. Hún kveðst í fyrstu hafa verið treg til að leyfa útkomu slíkrar bókar; safnrit af þessu tagi væru yfirleitt gefin út þegar rithöfundar væru nánast búnir að ljúka æfistarfi sínu. En hún hafi látið sannfærast. Safnrit þetta hefst á fyrsta ritverki hennar, skáldsögunni „The Benefactor" eða „Velgjörðarmaðurinn". Hún hefur reyndar aðeins skrifað tvær skáldsögur um æfina, en sú þriðja er í smíðum. Mestur hluti ritverka hennar eru ritgerðir um málefni bandarísks þjóðfélags. Ritgerðasöfnm hafa ávallt vakið miklar umræður og oft harðar deilur. „Auðvitað vil ég fá lesendur, og ég vil að verk mín skipti máli“, segir hún. „En mest af öllu vil ég að ritverk mín séu ekki aðeins nógu góð til að endast, heldur að þau eigi skilið að lifa áfram. Það er ekki svo lítill metnaður þegar til þess er litið, að 99,9% af öllu því, sem skrifað er á hverjum tíma, fer í glatkistuna. Það er litið á mig sem umdeildan rithöfund. Þannig lít ég ekki á sjálfa mig. En kannski hef ég rangt fyrir mér; kannski er lýsing annarra rétt.“ SlJSAN SONTAG ER EIN ÞEIRRA SEM HÁÐ HEFUR STRÍÐ VIÐ KRABBAMEINIÐ. Hún var lögð inn á sjúkrahús árið 1975 af þeim sökum. Og að sjálfsögðu fjallaði hún um þessa lífsreynslu sína í bók; „The Illness Metaphor", sem kannski mætti nefna „Sjúkdómslíkingin". Þar ræðst hún hatramlega að ýmsum þeim goðsögnum, sem myndast hafa um ýmsa sjúkdóma, svo sem krabbamein, og sem íþyngja sjúklingunum enn frekar. Þetta varð henni afdrifarík reynsla. „Mér var sagt að ég myndi mjög líklega deyja. En ég dó ekki. Ég var heppin. Mér tókst að lifa. Kannski hef ég hlotið lækningu. En reynslan gleymist ekki, reynsla sem breytir afstöðu þinni til lífsins, sem leiðir til slíkrar nálgunar við dauðann, að þér tekst aldrei að komast alla leið til baka. Þetta breytti miklu í lífi mínu... þú gerir þér á mjög sársaukafullan hátt grein fyrir eigin dauðleika, og fyrir öllum þessum þarflausu mannlegu þjáningum. Það reiddi mig ti! reiði og þess vegna skrifaði ég bókina". „The Illness Metaphor" vakti almenna aðdáun og hlaut m.a. verðlaun gagnrýnenda í Bandaríkjunum. -ESJ Elías Snæland ■xww Jónsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.