Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 11
>»; -í l < í *» / • T
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
11
skákl
Stúlkumar irnnu
- karlamir töpuðu
Frá IUuga Jökulssyni
í Luzern
íslenska sveitin tapaði illa fyrir Eng-
landi í gær. Margeir tapaði fyrir Nunn
og Ingi R. Jóhannsson tapaði fyrir
Mestel á fjórða borði. Jóhann Hjartar-
son gerði jafntefli við Stean eftir
skemmtilega taflmennsku þar sem Jó-
hann hafði lengst af yfirhöndina. Stean
sagði eftir skákina að hann hefði á
tímabili álitið stöðu sína gjörtapaða.
Helgi Ólafsson tefldi á fyrsta borði við
Miles og fór sú skák í bið og hefur Helgi
peð yfir, en staðan er álitin dautt
jafntefli. Helgi var á tímabili skiptamun
undir en vann hann aftur og peð að auki,
en það nægir varla til sigurs. Helgi hefur
sýnt mikla kepnishörku það sem af er
mótinu og ekki tapað skák. í gærkvöldi
var talið óhætt að fullyrða að niðurstað-
an yrði 3:1 fyrir England og hefur ísland
því hrapað verulega niður á mótinu.
Kvennasveitin tefldi við Brasilíu og
fór skák Guðlaugar og Ribeiro í bið og
hefur Guðlaug örlítið betri stöðu, en
vafasamt að það nægi til vinnings. Ólöf
Þráinsdóttir vann Chaves og Sigurlaug
Friðþjófsdóttir gerði jafntefli við Car-
dóso. Það er því ljóst að kvennasveitin
hefur unnið í þessari umferð.
Af öðrum úrslitum er fyrst að nefna
að tveim sterkum sveitum hefur gengið
með eindæmum illa. Ungverjar, sem
fyrirfram var álitið að myndu berjast um
sigur á mótinu, urðu að gera sér að góðu
að tefla við b-sveit Sviss og hefði það
einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar.
Ekki var árangurinn burðugur því að
Ribli, sem er einn af kandidötunum í
áskorendaeinvígunum tapaði á efsta
borði fyrir sínum andstæðingi og var
talið í gær að þegar biðskákum væri
lokið yrði jafntefli niðurstaðan úr keppni
landanna.
Hin sveitin sem nær svo slæmum
árangri að furðu gegnir er finnska
sveitin; á tveim efstu borðum hennar
tefla stórmeistarar. í fjórðu umferðinni
tefldu Finnar við Chilebúa og töpuðu
0:4. í fimmtu umferðinni voru horfur á
að Finnar töpuðu fyrir Albönum.
En lítum á úrslit í viðureignum efstu
þjóðanna. Sovétmenn tefldu við Hol-
lendinga. Karpov og Timman,Kasparov
og Sosonko, skák Rhee og Beljavskís
fór í bið en var talin jafnteflisleg. Á
fjórða borði vann Yusupov Van der
Viel, en sá síðarnefndi mætti til keppni
í bol sem á var letrað Gulko í bak og
fyrir. Líkur eru því á sovéskum sigri.
Tékkar tefldu við V-Þjóðverja, skák
Horts og Húbners varð jafntefli, biðskák
varð hjá Smejkal og Unzicker. Jansa og
Lebrow gerðu jafntefli, en Pfleger vann
Ftacnik.
Bandaríkin tefldu við Argentínu og á
efsta borði gerðu Brown og Quinteros
jafntefli, en aðrar skákir fóru í bið. Allt
stefndi í bandarískan sigur. Svisslend-
ingar tefldu við Kúbumenn, en úrslit
voru óljós þegar blaðið fór í prentun.
Júgóslavar tefldu við Kínverja, Hulag
vann á fjórða borði fyrir Júgóslavíu,
tvær skákir fóru í bið, en ein varð
jafntefli.
JGK/IJ, Luzem.
Þvottavél og þurrkari
besta heimilishiálpin
>
V:
TeKur
5 Kg
Greiðslukjor:
Útborgun
kr. 3.000,00
Restin á
6 mánuðum
Frábær vara
frá Frakktan^
Þeytivinda 900 sn/mín.
Fullkomið þvottakerfi og
fullkominn þurrkari
Vélin er viðurkennd af Rafmagnseftirliti
ríkisins, raffangaprófun
Viö viljum vekja athygli
á því, aö Thomson hef-
ur snúiö sér algerlega
aö topphlöönum
þvottavélum, en þær
hafa ýmsa kosti fram
yfir framhlaönar.
1. Meiri ending þar sem
tromlan er á Tegum báö-
um megin.
2. Betri vinnuaðstaða, að
ekki þarf að bogra fyrir
fruman vélina.
3. Mun hljóðlátari.
4. Minni titríngur.
Vélin tekur kalt vatn, en það er
hreinna en hitaveituvatn og fer
betur með þvottinn, sem end-
ist því lengur og er því ódýrara
þegar á heildina er litið. Auk
þess endist véiin lengur.
THOMSON er stærsti þvottavélaframleiðandi í Evrópu
Kynningarverð
KR
Greiðskukjör
13.890.
Komið, skoðið
eða biðjið um
upplýsingar
í pósti
Heimilistækjadeíld
Skipholti 19 sími 29800
A/mMM
SfM
MBBMfM
FIAT
UMBOÐIÐ
FIAT POLONEZ
Enn er tækifæri að eignast
nýjan Polonez
kr. 135.000
gengi 1-11 '82
Komdu á þeim
gamla og þú
ekur heim
á nýjum
Enn er tækifæri á h/s. 22
SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI SÍMI 77200 - SÖLUMENN í SÍMA 77720