Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 14
14
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
Sitthvað um lófalestur - Fjórða grein
■ Djúpa höndin (skál í lófanum) er ekki gott teikn og má ætla að viðkomandi sé
þannig skapi farinn að hann lendi í margslags umgengniserfiðleikum við aðra.
sýnir víðsýni og
■ Barnshöndin á myndinni sýnir að
hér vex upp persóna með mjóan lófa
sem táknar einsýni í skoðunum og litla
samúðartilfinningu.
■ Breiða höndin
umburðarlyndi.
■ „Fjöllin“ eru meginatriði við lófalestur og þau ber alltaf að skoða vandlega.
Hvað varð úr þeim hæfileik-
um sem þú varst fæddur með?
„Fjöllin” í hendinni gefa þér vísbendingu um það
■ Þá höfum við lokið við að skoða
fingurna og lítum um stund á höndina
sem heild.
Saman mynda fingurnir og höndin
það sem nefna mætti „þrjá heima
lófalestrarfræðanna“, en hér er átt við
líkama, sál og anda. Eðli hvers manns
er upp byggt af þessu þrennu en í
mismunandi miklum mæli og ólíkum
hlutföllum. Fingurnir og lófinn munu
strax geta sagt þér hvað af þessu þrennu
er ríkjandi í fari hvers einstaklings.
Fingurnir túlka hugann eða andann og
séu þeir lengri en hinn hluti handarinnar
(sjá áður) eða eru á annan hátt ríkjandi
yfir hendinni, mátt þú vita að viðkom-
andi hefur andleg viðhorf til lífsins. Sé
höíuölinan sterk og þumalfingurinn
sterkur, tekur það af allan vafa um að
svo er.
Vísbendingu um hina „heimana" tvo
er að finna í lófanum. Gerðu þér í
hugarlund að þú dragir línu yfir lófann,
eins og sýnt er með slitróttri línu hér á
myndinni. Ofan línunnar eru saman
komin flest „fjöllin", (sem við gátum um
í lok síðustu greinar og fjallað verður
nánar um hér) og að minnsta kosti hálf
höfuðlínan, sem ræður hagsýni og
verslunarviti. Neðan línunnar er svo að
finna þau kennileiti sem ráða löngunum
einstaklingsins í hin og þessi veraldleg
gæði og ýmsar tilhneigingar hans þessu
tengdar. Hér fæst séð að hve miklu leyti
líkamlegar þurftir ráða gerðum hans og
hve sjáffselskur hann er.
Sé því lófinn breiðastur neðan við
fingurnar og fer aðeins mjókkandi er
neðar dregur, mátt þú bóka að maðurinn
er hagsýnn og gerir fá mistök í
viðskiptum, en tilfinningalega mætti hann
vera þroskandi. Sé neðri hluti lófans
breiðari og þunglamalegur í hlutfalli við
fingurnar, er trúlegt að sá hinn sami sé
gefinn fyrir át, drykkju, kynlíf og önnur
þægindi, og hafi litlar mætur á veraldar-
vafstri sem kostar fyrirhöfn. Þetta á
einkum við þegar þumalfingurinn er rýr,
og höndin lin með grófri húð.
Munið að gæta að hvort lófinn er
breiður eða mjór að tiltölu, miðað við
höndina alla. Eins og við má búast
merkir breiði lófinn að sá hinn sami er
víðsýnn, umburðarlyndur og kippir sér
ekki upp við smámuni, en barnshöndin
á myndinni, sem birtist hér með, sýnir
að þar vex upp persóna sem hefur
ákveðnar skoðanir sem erfitt er að
breyta, á litla samúð til handa öðrum og
er hreinskiptin innan þröngsýnna marka.
Sumir lófar sýnast alsettir línum, sem
geta minnt á þéttriðið net. Aðrir lófar
hafa tiltölulega fáar og glöggt markaðar
línur. Lófinn með mörgu línurnar heyrir
til tilfinningaríku og næmgeðja fólki sem
láta hina smæstu hluti hafa áhrif á
tilfinningar sínar og láta þær í Ijósi með
talsverðum tilþrifum. Þetta fólk er oftast
taugaveiklað og æst og á erfitt með að
ákveða sig. Ætla má samt að líf þessa
fólks sé tilbreytingaríkara en hjá þeim
sem hefur hinar fáu og glöggu línur. En
sá með fáu línurnar er rólyndari að
eðlisfari og stöðugri í rásinni, tekur
hlutunum með ró og það þarf góða
ástæðu til að hann láti geðbrigði og
tilfinningar í ljós.
Best .er að lófinn sé nær alveg flatur,
þegar hann er opnaður. Djúpur lófi (sjá
mynd) sýnir að skaplyndi viðkomandi
geðjast ekki mörgum og hann mun
verða að sveitast blóðinu í striti fyrir
öllum árangri sem hann nær.
Fjöllin sjö
Við kváðumst mundu ræða um
„fjöllin" þ.e. fituþófana undir fingrunum
í þessu blaði og nú víkur sögunni að
þeim. Djúpur lófi orsakast einmitt af því
að „fjöllin" í lófanum eru hærri en
algengt er. „Fjöllin“ eru sjö að tölu og
svara til stóru plánetanna sjö í stjörnu-
spekinni og það er fráleitt að lesa í lófa
án þess að taka þau með í reikninginn.
Hátt og vel lagað „fjall“ sýnir að
viðkomandi er gæddur þeim eiginleikum
í ríkum mæli sem því „fjalli“ eru
helgaðir. Sé það flatt og lítt áberandi er
einstaklingurinn á sama hátt gæddur
fáum þeirra, og í ó.verulegum mæli.
Oft er í sama lófa eitt „fjallanna" hátt,
annað í meðallagi og það þriðja lítið.
Einnig gerist það að öll fjöll virðast stór,
sem er merki um mikla tilfinningasemi,
eða þá að öll eru lág, sem bendir til
kaldgeðja eðlis og vöntunar á hrifnæmi.
Séu „fjöllin" ekki alveg á þeim stað
sem sýnt er á myndinni, heldur liggja
nálægt næsta „fjalli" (milli fingranna)
ber að ætla að eiginleikar þessara tveggja
fjalla séu á einhvem hátt samfléttaðir.
Tökum sem dæmi: „Fjallið" undir
baugfingri bendir til listrænna hæfileika.
Renni það saman við „fjallið" undir litla
fingri, sem ræður viðskiptaviti og bæði
mynda eitt „fjall“, þá ættir þú að fara
nærri hinu sanna ef þú giskaðir á að
viðkomandi væri blaðamaður eða tísku -
teiknari, en í þessum störfum á listin og
sölumennskan samleið.
Oft virðast „fjöllin" í hendinni vera
mjög jöfn og hvorki há né lág. Það er
gott teikn, því þá er á ferðinni persóna
sem hefur mikið jafnaðargeð og hneigist
ekki til öfga í einu né öðru. Segi
línurnar ekki eitthvað annað, þá getur
þú verið viss um að sá hinn sami er
jafnlyndur, heilbrigður, skynsamur og
umburðarlyndur.
Sé eitthvað fjallanna áberandi hæst
(en þá horfum við fram hjá því að
Venusar fjallið mikla undir þumalfingrin-
um er vanalega stórt og hátt) má ætla
að þeir eiginleikar sem „fjallinu" fylgja
séu afar áberandi í fari viðkomandi og
séu megineinkennin í fari hans.
Sé til dæmis „Venusar-fjallið", sem
við minntumst á, sérlega eftirtektarvert
vegna stærðar sinnar er þarna um að
ræða góðhjartaða, tilfinningaríka og
skemmtanagjarna manneskju, - oftast
konu. Hvað svo sem línurnar segja, þá
munu þessir eiginleikar örugglega vera
til staðar og móta viðkomandi. Þessir
eiginleikar eru tengdir hjartalínunni og
þú ættir að athuga hana vel, þegar þú
sérð slíkt „Venusar„fjall“ í lófa ein-
hvers.
Annars eru þeir eiginleikar sem
hverju fjalli fylgja þessir:
Júpíter-fjallið (Undir vísifingri).
Métnaður, stolt, foringjahæfileikar,
trúarhneigð, meðaumkun. Nánar vísast
til höfuðlínunnar.
Satúrnusar-fjallið (Undir löngutöng).
Stöðugleiki, skynsemi, þunglyndi, iðju-
semi, vitsmunir. Nánar vísast til örlaga-
línunnar, sem stefnir að þessu fjalli.
Sólar-fjallið (Undir baugfingri).
Glaðlyndi, vanafesta, heiður, ákaf -
lyndi, listrænir hæfileikar. Nánar vísast
til velgegnilínunnar, sem stefnir að
þessu fjalli.
Merkúrfjallið (Undir litla fingri).
Hæfileiki til að aðlagast breytingu,
taugastyrkur, skjótleiki í viðbrögðum,
diplómathæfileikar, slægð, fyndni. Nán-
ar vísast til heilsulínunnar, sem stefnir
á þetta fjall.
Berið eiginleika þessara „fjalla”
einnig saman við þá eiginleika sem hver
fingur yfir sig býr yfir.
Marsfjallið (Milli þumalfingurs og
Júpíter-fjallsinn). Hugrekki, kraftur,
viðnám, ástríður. Þega þetta fjall er
mjög áberandi, gefið þá nánar gætur að
líflínunni.
Flestir lófalesarar eru þeirrar skoðun-
ar að annað „Mars-fjall“ sé í hendinni
og sé það við handarjaðarinn milli
hjartalínunnar og „Mána-fjallsins.“ Eru
þessi tvö fjöll talin hafa nokkuð mismun-
andi eiginleika. En þar sem það er
sjaldgæft að sjá þófanum neðan við
„Merkúr-fjallið“ deilt í tvennt, látum
við nægja að nefna hann allan „Mána-
fjallið", en telja margir lófalesarar að
nógu öruggur árangur fáist með því
einfalda móti.
Mánafjallið (Milli Merkúr-fjallsins og
niður undir úlfnliðinn). Samúð, ímynd-
unarafl, mislyndi, áhuga á ferðalögum.
Þegar sú sjaldgæfa lína, dulræna línan,
er í hendinni, ber að telja hana tengda
þessu fjalli.
Venusar-fjallið (stóri þófinn við þum-
alfingurinn). Góðlyndi, skemmtanafíkn,
glaðlyndi, hjartahlýja, kyntöfrar. Skoð-
ið sérstaklega hjartalínuna í þessu
sambandi.
Athugið vel að ef áberandi fjall hefur
margar þéttar og litlar línur, sem liggja
hver yfir aðra (köllum þær „netjur" - sjá
síðar) má búast við að ágallar þeir sem
fjallinu tengjast séu meir áberandi en
kostirnir.
Áður en við segjum skilið við
„fjöllin", þá munið að skoða þau í
báðum lófum, þvf þau geta verið ólík.
„Fjall“ sem er flatt í vinstri hendi getur
verið áberandi í þeirri hægri og öfugt.
Lófalesturinn verður að vera í samræmi
við það. í vinstri hendinni er sú
persónugerð og skaplyndi sem einstak-
lingurinn FÆDDIST MEÐ, en í þeirri
hægri það sem ÚR ÞEIM VARÐ, þegar
út í lífið var komið. Stórt Júpíter-fjall í
vinstri hendi, en flatt í þeirri hægri,
mundi því benda til þess að viðkomandi
væri fæddur með metnaðargirnd, valda-
löngun og trúarhneigð, sem ekki hefði
fengið a njóta sín í lífi hans. Eins lesum
við úr öllum „fjöllum“ öðrum.
Prófið einnig með því að þrýsta
varlega á „fjöllin", hvort eitt þeirra sé
harðara viðkomu en annað. Harkan
bendir til þess að viðkomandi eigi þann
kraft og dugnað sem þarf til að nota sér
eiginleika þess sama „fjalls“, en mjúkt
fjall ber vitni um að slíkur dugnaður er
ónógur og árangurinn líklegur til að
verða eftir því.
Þá er þessari kennslustund um
„fjöllin" lokið. Hér hefur verið getið um
ýmsar línur tengdar „fjöllunum" og það
eru einmitt línurnar sem við byrjum að
skoða í næsta blaði.
Þýtt-AM