Tíminn - 07.11.1982, Síða 19
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
19
Skák Kasparovs og Alburts
á Ólympíumótinu:
LOFT LÆVI BLANDID
Að loknum fyrstu fjórum umferðun-
um á Ólympíuskákmótinu, var íslenska
karlasveitin í 9. sæti með 11 vinninga.
Á Ólympíuskákmótinu á Möltu 1980,
hafði sveitin 9 'h vinning eftir 4.
umferðina, en í þeirri umferð fékk
sveitin slæma útreið gegn Búlgörum, 'h
: 3lh. Fram til þessa hefur frammistaðan
verið góð, og nokkrum erfiðum bið-
skákum hefur verið bjargað. Slíkt sýnir
gott keppnisskap og hörku, nokkuð sem
verður að vera fyrir hendi, eigi toppár-
angur að nást. íslenska kvennasveitin
hefur einnig staðið vel fyrir sínu, þó ekki
sé enn hægt að standa harðsnúnum
sveitum austurblokkarinnar snúning. Af
öðrum viðburðum, ber hæst viðureign
tveggja stigahæstu þjóðanna, Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna. Oft hefur
hitnað í kolunum þegar þessi stórveldi
hafa mæst við skákborðin. Á Kúbu
1966, þurfti Fischer t.d. að fá frest,
vegna trúariðkana sinna, þegar Banda-
ríkjamenn skyldu mæta sveit Sovétríkj-
anna, en sá frestur var ekki gefinn.
Bandaríkjamönnum var bent á að koma
bara með varamann, gæti Fischer ekki
teflt. Pessu vildu Bandaríkjamenn ekki
una og mættu ekki til leiks. Þeir fengu
sín fjögur núll færð inn á töfluna, en eftir
langt samningaþóf var loks ákveðið að
tefla með fullskipuðum liðum, og allt
fékk góðan endi. Þegar þessar þjóðir
mættust nú á Ólympíuskákmótinu, var
það einkum skák Alburts og Kasparovs
á 2. borði sem dró að sér athygli
áhorfenda. Alburt, landflótta Sovét-
maður, hóf forystuna með gamalkunnu
og heldur óíþróttamannslegu bragði, er
hann lét sem hann sæi ekki framrétta
hönd andstæðingsins. Sjálf bar skákin
merki hins lævi blandaða andrúmslofts,
því hún varð bæði hörð og grimm.
Kasparov fórnaði drottningunni fyrir'
hrók og biskup, og fékk fyrir þægilegt
tafl. Hægt og bítandi var saumað að
Alburt, og eftir 57 leiki var klukkan
stöðvuð, án orðaskipta.
Hvítur: Lev Alburt. Svartur: Garry
Kasparov Kóngsindversk vörn.
1. c4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 Rf6 4. e4 d6
5. Be2 0-0 6. Bg5 Rb-d7 (Upp er komið
Averbach-afbrigðið svonefnda. Gegn
því hefur Kasparov unnið margan góðan
sigurinn á svart, en Alburt er með
nýjung í pokahorninu.) 7. Dcl?! (Venj-
an er að leika 7. Dd2.) 7.. c5 8. d5 b5!?
(Byrjunin fer nú yfir í nokkurs konar
Benkö-bragð, þar sem svartur fórnar
peði fyrir sókn. Kasparov sýnir hugrekki
með þessum leikmáta því Alburt er
talinn mesti sérfræðingurinn í þessum
stöðum á svart, og Ieikur helst ekki
annað, fái hann færi.) 9. cxb5 a6 10. a4
Da5 (Hótar 11.. Rxe4 og hvítur verður
að eyða leik í að mæta þessu.) 11. Bd2
axb5 12. Rxb5 Db6 13. Dc2 Ba6 14. Rf3
Bxb5
8 H H ” W
7 & it i
6 1*4 1%
5 ±
4 %
3 arö l'ö
n £LA f iii:
1 $1Í f=? -
-v ' *—*'/. ■“ 'FFr//,
abcdefqh
15.. Dxb5! (Éftir þessa drottningarfórn
kemur upp mjög krefjandi staða, og
vörn hvíts verður erfið.) 16. axb5
Hxal+ 17. Bcl Rxe4 18. 0-0 Re-f6 19.
b4 (D-peðið varð ekki varið og hvítur
reynir að fá eitthvað mótspil.) 19.. Rxd5
20. Bd2 Hf-a8 21. bxc5 Hxfl+ 22. Kxfl
Hal+ 23. Ke2 Rxc5 24. Dc4 e6 25. b6
(Hvítur verður að lofta út fyrir
drottninguna. Ef. 25. Be3 Ha4 26. Dcl
Rc3+ 27. Kfl Rd3 og vinnur.) 25. .
Rxb6 26. Db5 Rb-d7 27. Be3 Bf8 28.
Rd4 Ha2+ 29. Kfl Hal+ 30. Ke2 e5!
(Svartur vill ekkert jafntefli, því hvítur
hefur ekkert upp á að tefla, en mið-
■ Kasparov
borðspeð svarts geta hæglega orðið
illviðráðanleg.) 31. Rc6 Ha2+ 32. Kfl
Hal+ 33. Ke2 Ha2+ (Kasparov var í
miklu tímahraki og vinnur því tíma.) 34.
Kfl Ha6 (Hótar 35. . Hb6 sem vinnur
riddarann.) 35. Bxc5 Rxc5 36. g3 Hal+
37. Kg2 Re6 38. Db8 Hdl 39. Db2
(Drottningin ræður ekki við þrjá menn
svarts eftir 39. Rxe5 dxe5 40. Dxe5.) 39.
. Hd5 40. Db8 Hc5 41. Re7+ Kg7 42.
Rc8 (Hvítum líst ekki á leppun riddarans
■ Alburt
á e7, eftir 42. Dxd6.) 42. . Hd5 (En nú
er d-peðið dyggilega valdað, og býðst
ekki aftur.) 43. Da8 Hd2 44. Rb6 Rc5
45. Rc4 Hd4 46. Re3 Be 7 47. h4 h5 48.
Rd5 Bd8! 49. Kf3 Re6 50. Dc6 Hd2 51.
Ke3 (Ef 51. Dxd6 Bc7 52. Dd7 Bb6.)
51. . He2+! 52. Kd3 (Ef52. Kxe2Rd4+
og sama gildir um 52. Kf3.) 52. . e4+
53. Kc4 (Eða 53. Kc3 Hc2+ 54. Kxc2
Rd4+.) 53. Hc2+ 54. Rc3 Bf6 55. Dxe4
Hxc3+ 56. Kd5 Hc5+ 57. Kxd6 Be5+
Hvítur gafst upp. Hann er mát eftir 58.
Kd7 Hc7+ 59. Ke8 Bd6 60. Dd5 He7.
Jóhann Orn Sigurjónsson
Jóhann
Örn
Sigurjóns~
son
skrifar
Ég undirrit----óska að gerast áskrifandi að tímaritinu SKINFAXA
simi
nafn
heimili póstnr.
Sendist til: Ungmennafé/ag ís/ands,
Mjölnisholti 14, 105 Reykjavík. Sími 14317
\
UNGMENNAFÉLAGAR gerist áskrifendur að SK/NFAXA
w
SKINFAXI er tímarit Ungmennafélags Islands
SKINFAXI hefur verið gefinn út óslitið í 73 ár
SK/NFAXI flytur fréttir af starfi ungmennafélaganna
í landinu
SK/NFAX/ kostar kr. 100,- í ár - 6 hefti á ári
Ef þú gerist áskrifandi nú
færð þú árganginn í ár ókeypis
R0TASPREADER
Fyrirliggjandi
MYKJU-
DREIFARINN
ÁRA
REYNSLA
■
Þessir vinsælu mykjudreifarar hafa verið seldir á
Islandi í 20 ár. Á sama tíma hefur fjöldi eftirlíkinga
verið boðinn til sölu hér en engin náð útbreiðslu sem
neinu nemur. Þetta segir sína sögu um gæði og
fjölhæfni Howard myrkjudreifaranna. Þessi fjölhæfi
dreifari dreifir öllum tegundum búfjáráburðar, jafnt
lapþunnri mykju, sem harðri skán. Belgvíðir
hjólbarðar. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi.
Aðeins örfáum dreifurum
óráðstafað úr síðustu /
sendingu þessa árs
Haustkjör
AFKÖST — GÆDI — ENPING
Greiðsluskilmálar - Hagstætt verð
Globusp
LÁGMÚLI 5, SIMI 81555