Tíminn - 07.11.1982, Síða 20

Tíminn - 07.11.1982, Síða 20
14 ára stríði lamaðs sovésks rafvirkja lokið: Barðist fyrir réttíndum hreyfi- hamlaðra og var sendur í útlegð ■ Hinn iamaði sovéski baráttumaður Valari Fefiolov og kona hans Olga. ■ Fyrstu mistök hans voru að skrifa Leonid Brésnjef bréf og óska eftir hjólastól. Fyrir það var Valari Fefiolov, þá 19 ára að aldri, stimplaður vandræðagepill. Nú fjórtán árum síðar er hann kominn til Vínarborgar ásamt konu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann var þvingaður til að flytjast úr landi vegna baráttu sinnar fyrir réttindamálum . hreyfihamlaðra í Sovétríkjunum. Fefiolov hefur verið lamaður frá mitti og niður úr frá því hann var 17 ára gamall. Hann var rafvirkjanemi og lenti í vinnuslysi. í tvö ár var hann látinn liggja rúmfastur. Þá ákvað hann að skrifa Brésnjef flokksleiðtoga bréf og biðja um hjólastól svo að hann gæti ferðast um. Stólinn fékk hann - en um leið varð hann var við að hann hafði verið settur á svartan lista hjá yfirvöldum. Það aftraði honum ekki frá því að hafa frumkvæði að stofnun samtaka hreyfihamlaðra. Markmið samtakanna var að bæta aðstöðu lamaðra og fatlaðra, t.a.m. hvað samgöngur snertir og eins varðandi tryggingabætur. En með hverri ábendingu og kvörtun varð lífið honum erfiðara í Yuriev-Polsky, litlum bæ norð-austur af Moskvu: Orðrómi var komið á kreik um samband hans við „erindreka frá Vesturlöndum". Kona hans Olga Zaitseva, 27 ára gömul hjúkrunarkona, fékk ekki atvinnu, enda þótt alvarlegur skortur sé á hjúkrunarfræðingum í landinu. Synir þeirra Andrei og Vladimir, sjö og átta ára að aldri, voru skammaðir og urðu að þola alls kyns þrengingar í skólanum. Fulltrúar leyniþjónustunnar KGB í bænum fóru ekki í launkofa með hvað þeir höfðu í huga. í maí 1981 var fjölskyldunni sagt að best væri að hún flytti úr landi. „En við vildum ekki fara“ sagði Fefiolov í viðtali við blaðamenn í Vín á dögunum. „Og hvers vegna hefðum við átt að fara?“ En þau fengu ekki við ráðið og 20. okt. s.l. voru þau send úr landi. Þeim hafði verið hótað málssókn fyrir starfsemi sem beindist gegn hagsmunum ríkisins, en það gat haft í för með sér allt að fimm ára fangelsi. Móðir Fefiolov var tilkynnt að þar sem henni hefði mistekist að ala son sinn upp á réttan hátt væri henni synjað um rétt til að taka bamabörn sín í fóstur ef foreldrar þeirra yrðu send í fangelsi. Þau mundu verða tekin í umsjón ríkisins. „Maðurinn minn gat ekkert farið ferða sinna án þess að vera stöðvaður og leitað í farangri hans“ sagði Olga kona Fefiolov klökk í samtali við fréttamenn. Við landamæri Rússlands og Ungverjalands 19. okt. sl. var gerð líkamsleit á öllum fjölskyldumeðlimum og tók leitin heilan dag. Sérstakur KGB foringi kom frá Moskvu til að hafa yfirumsjón með leitinni. Fefiolov hefur áhyggjur af samstarfsmönnum sínum fyrir réttindum hreyfihamlaðra. Hann er sannfærður um að félagi sinn Yuri Kiselov muni verða látinn gjalda ummæla sem hann sjálfur lætur falla á Vesturlöndum, og kýs því að tala varlega. ■ Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Tyrklandi, Kenan Evren, sagði í blaðaviðtali á dögunum að nauðsynlegt væri „að setja einstaklingsfrelsi takmörk tikað koma í veg fyrir pólitísk ofbeldisverk." Þessi ummæli falla um svipað leyti og mannréttindasamtökin Amnesty International senda frá sér skýrslu um starfsemi sína fyrir árið 1981. Skýrslan er nánast blóði lituð; við lesum um fólk sem situr í fangelsi fyrir skoðanir sínar og verður að þola hrottalegar líkamsmeiðingar, og stundum dauða. UmTyrkland segir þar: „Samtökin hafa áhyggjur af þúsundum manna sem fangelsaðir hafa verið fyrir friðsamlega stjórnmálastarfsemi. Okkur er kunnugt um að pyntingum er beitt þar í stórum stíl, og dauðarefsingar verða æ algengari.“ Á tímabili í fyrra sátu 30 þúsund manns í fangelsi af pólitískum ástæðum, og í þeim hóp höfðu um 4000 engri ákæru sætt. Amnesty International hefur æ ofaní æ skrifað Evren hershöfðingja bréf um þessi efni en án þess að fá nokkrar ■ Fómarlömb hrottaskapar í E1 Salvador. Arsskýrsla Amnesty International komin út: Mannréttindaástandið í heiminum hefur ekki batnað undirtektir. „Meöal pyntingaraðferða sem notaðar eru í Tyrklandi“ segir í skýrslu samtakanna, „má nefna að rafmagn er leitt í fólk, það er brennt með vindlingum, iljar þess eru særðar og líkaminn allur kvalinn, þar á meðal kynfærin.“ Amnesty International eru alþ'jóðasamtök sem hafa það að markmiði að frelsa alla þá sem fangelsaðir hafa verið vegna sannfæringar sinnar, litarhátts, kyns, kynþáttar, tungumáls eða trúarbragða. Slíkir fangar eru kallaðir samviskufangar. Samtökin berjast gegn dauðarefsingu, pyntingum og hvers kyns ofbeldi í fangelsum. Deildir samtakana starfa í fleiri en 2600 hópum í 53 löndum, þ.ám. hérálandi. Þærreynaað stuðla að baráttumálum samtakanna með því að þrýsta á valdamenn í löndum þar sem samviskufangar sitja inni, með upplýsingarherferð í fjölmiðlum, mótmælaaðgerðum o.fl. Ársskýrslan greinir frá ástandi mannréttinda í fleiri en 120 löndum. Það hefur ekki batnað frá því síðasta skýrsla samtakanna kom út í fyrra. Tökum dæmi: Um ísrael segir að þar séu samviskufangar í haldi, takmarkanir séu á ferðafrelsi manna og menn séu teknir höndum án þess að sakarefni sé gefið upp. Eins skorti á að tryggt sé að fangar sæti ekki líkamsmeiðingum í fangelsum. Ástandið er einna verst á hernámssvæðunum á Vesturbakkanum og Gaza. Um Sovétríkin segir að þar séu samviskufangar dæmdir á grundvelli hegningarlaga sem sjálf feli í sér mannréttindaskerðingar. Sumir fangar þoli hungur og vosbúð, takmarkanir séu á læknishjálp, og samviskufangar verði að sæta erfiðri vinnu, oft nauðugir viljugir. Hundruð manna séu hnepptir í varðhald fyrir friðsamleg mótmæli, og sumir séu dæmdir til vistar á geðsjúkrahúsum fyrir það eitt að hafa sjálfstæðar skoðanir. Samtökunum er kunnugt um að á geðsjúkrahúsum er þetta fólk þvingað til að taka inn geðlyf sem breyta atferlismynstri þess og hugsunargangi. í Úganda eru menn teknir höndum án þess að hafa nokkuð til saka unnið eftir geðþótta lögregluyfirvalda, fólk sætir hrottalegum pyntingum, deyr í fangelsum vegna slíkrar meðferðar og fjöldi manna er myrtur á götum úti án afskipta lögreglunnar. Þessi hryllingur er svo fjarri heimi sem við íslendingar lifum dags daglega að við eigum erfitt með að skilja hann. En hrottaskapur og ofbeldisverk eru útbreiddari en við höldum: frá Argentínu til Taiwan, frá Austur- Þýskalandi til Suður-Afríku, á öllum þessum stöðum fá fantar og fúlmenni útrás fyrir villimennsku sína. Er ekki tími til kominn að við göngum til liðs við Amnesty International? Vitfirringur sprautaði blásýru í verkjahylki: Verður ódæðisverkið endurtekið? — Mikill uggur í Bandaríkjamönnum eftir Tylenol-morðin í Chicago ■ Fyrir fimm árum skrifaði Linda Lee, ungur rithöfundur í New York, reyfara um brjálaðan morðingja sem laumaði eiturefnum f matvæli f stórmörkuðum borgarinnar. í sögunni segir að í framhaldi af því hafi nánast skapast neyðarástand um land allt. Reyfari þessi sem nefndur var One by One fékk þokkalegar undirtektir, en ekki var ráðist í að gera kvikmynd eftir sögunni meðfram vegna þess að menn óttuðust að hún gæti kveikt svipaða hugmynd í kolli einhvers vitfirrings. Ekki er vitað hvort Tylenol- morðinginn í Chi'cago sem mikið hefur verið í fréttum að undanförnu, las reyfara Lindu Lee, en aðferð hans er svipuð og brjálæðingsins í sögunni. Hann sprautaði blásýru í Tylenol- verkjahylki, en blásýra veldur sem kunnugt er dauða á örfáum mínútum. Þegar verknaður þessi spurðist út greip um sig mikill ótti um öll Bandaríkin. Fólk óttast að sá eða þeir sem komu eiturefninu fyrir fremji á ný slík ódæðisverk, eða verknaðurinn hvetji aðra vitfirringa til að gera hið sama. Fyrstu merki þessa ótta eru að gífurlegu magni af Tylenol hefur verið skilað til framleiðandans, og fjöldi manna hefur haft samband við lögregluna og sagst óttast að eiturefnum hafi verið komið fyrir í matvælum og lyfjum sem það hefur undir höndum. Blásýrunni hefur verið sprautað í hylkin einhvers staðar á leiðinni frá framleiðanda til seljenda, en nákvæmlega hvar veit enginn enn. Lögreglan er sannfærð um að blásýran komst ekki í hylkin fyrir slysni heldur hafi verið sett þar af ráðnum hug. Ein kenningin er sú að ódæðismaðurinn sé óánægður fyrrverandi starfsmaður lyfjafyrirtækisins sem framieiðir Tylenol, kannski í hópi þeirra sem sagt hefur verið upp störfum og viljað koma fram hefndum fyrir það. Onnur hugmynd er að einhver samkeppnisaðili á lyfjamarkaði sé að reyna að eyðileggja fyrir framleiðendum Tylenols, en Tylenol- verkjahylkin hafa verið mjög sigursæl á neytendamarkaði. Sennilegast er þó að morðinginn sé geðsjúklingur; ef til vill fullur haturs í garð samfélagsins og telur þessa aðferð vænlegasta til að fá útrás. Ef svo er þá gæti hann skotið upp kollinum næst hvar sem er, kannski í annarri borg og notað aðra neysluvöru. Hitt er líka mögulegt að aðrir sem eru svipaðs sinnis reyni að líkja eftir verknaðinum í Chicago. Enn hafa engar fréttir borist um að slíkt hafi gerst, og tilkynningar þar að lútandi að undanfömu reynst á misskilningi byggðar. í varúðarskyni er nú verið að setja nýjar reglur um innpökkun lyfja eins og Tylenols; eiga þau að vera innsigluð og því auðvelt að sjá hvort við þeim hafi verið hreyft. Sennilega nægir þessi ráðstöfun þó ekki til að sefa ótta þeirra sem skelfdastir eru, og margir kjósa að fara með fyllstu gát í lyfjabúðum. Út af fyrir sig má segja að það geri vitfirringum erfiðara að endurtaka verknaðinn. Fjölskylda eins fómarlambs Tylenol- morðingjans hefur stefnt framleiðanda lyfsins og seljanda og farið fram á 15 milljón dali í skaðabætur. Enda þótt skaðabótaskylda lyfjaframleiðenda sé umtalsverð samkvæmt bandarískum lögum er mjög ósennilegt að hún verði látin ná yfir atvik af þessu tagi. Enn leitar Chicago-lögreglan morðingjans og meðan leitin hefur engan árangur borið er mikill uggur í fólki vestur í Bandaríkjunum. Uggurinn er ekki bundinn við Chicago því New York Post greindi frá því á dögunum að lögreglan teldi hugsanlegt að Tylenol-morðinginn væri staddur þar í borg. Ekki sofa menn værar við þær fréttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.