Tíminn - 07.11.1982, Page 23

Tíminn - 07.11.1982, Page 23
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. 23 á bókamarkadi ■ Sigmund Freud eins og teiknarinn David Levine sér hann fvrir sér. einhverju. Sú skelfilega hugsun greip mig að úlfamir mundu ráðast á mig og éta mig og ég hrópaði upp úr svefnin- um.“ Freud túlkaði drauminn svo að þar væri um bemskuminningu að ræða, og uppsprettu þeirrar hugsýki sem úlfmað- urinn þjáðist af. 18 mánaða að aldri hafði hann sýkst af malaríu, og Freud gat sér þess til að þá hefði rúm hans verið fært inn í svefnherbergi foreldranna. Einn daginn hafði hann vaknað og séð föður sinn og móður í samförum í rúminu við hliðina (hinn hvíti litur úlfana táknaði að mati Freuds nærföt foreldra hans). Sergei litli varð skelfingu lostinn af því sem hann sá og þorði ekki að gefa frá sér minnsta hljóð. En skyndilega hljóðaði hann upp, batt þar með enda á ástarleik foreldra sinna og ávann sér gremju þeirra. Samkvæmt frásögn Freuds áttaði Pankeyev sig á uppsprettu hugsýki sinnar þegar hann skýrði honum frá draumtúlkun sinni, og eftir það gekk lækningin fyrir sig hröðum skrefum. Sextíu ámm eftir að þesi þáttaskil á hugsýki hans áttu að haa orðið þverneit- aði Pankeyev því hinsvegar að hann hefði nokkru sinni séð foreldra sína í samfömm. Hann minntist þess að hafa dreymt úlfana, en kallaði túlkun Freuds „skelfilega ósannfærandi." Á sínum tíma varð „bati“ úlfmannsins mikill hvalreki á fjörur Freuds. Sálgrein- ingarhreyfingin stóð þá á miklum kross- götum, enda höfðu þeir Adler og Jung yfirgefið hana og neitað að fallast á hugmyndina um kynóra bernskuáranna. En dæmi úlfmannsins virtist þá benda til þess að í þessu ágreiningsefni hefði Freud haft á réttu að standa. Alla tíð síðan bar Freud mikla umhyggju fyrir sjúklingi sínum, og Anna dóttir Freuds, sem er nýlátin, talaði í ritgerðum sínum um „úlfmann- inn okkar.“ En Pankeyev segir að hann hafi verið notaður sem sýnisgripur og er ósáttur við það. Aftur á móti hafnaði hann ekki fjárhagsstuðningi frá þeim feðginum. Úlfmaðurinn fékk aldrei bata Upplýsingar í nýrri bók eru áfall fyrir sálgreiningaraðferð Freuds The Wolf Man, 60 Years Later eftir Karin Obholzer. Routledge & Kegan Paul. (1982). ■ HvegóðursálkönnuðurvarSigmund Freud? Sjálf spurningin fær hjörtu fylgismanna hans til að slá örar. En nú hefur einn frægasti sjúklingur hans lýst því yfir að meðferðin hjá Freud hafi í raun aldrei bundið enda á vandamál sín. Sjúklingurinn - sem Freud hafði oft tekið dæmi af og nefnt „úlfmanninn" í ritgerðum sínum af því að einn drauma hans fjallaði um úlfahóp - átti nokkru áður en hann lést viðræður við blaða- konu í Vínarborg og í miðjum nóvember er væntanleg bók sem geymir samræður þeirra. Niðurstaða þeirrar bókar er að sálarástand úlfmannsins hafi ekkert breyst. „Ég bý enn við sama vandamál og þegar ég korn fyrst til Freuds" segir hann. Að auki sakar hann Freud um að hafa farið með ósannindi varðandi nokkur mikilvægustu atriðin um sjúk- dómssögu sína. Fram kemur í bókinni að úlfmaðurinn hét í raun og veru Sergei Konstantin- ovich Pankeyev og dó fyrir þremur árum á Geðsjúkrahúsi Vínarborgar, þá 92 ára að aldri. Hann kom upphaflega til Vínarborgar árið 1910 og leitaði þá til Freuds. í sjúkraskýrslu segir hinn frægi sálkönnuður að þessi ungi maður þjáist af „óstöðvandi slímrennsli úr þvagfær- um“, hann sé „fullkomlega niðurbrot- inn“ og verði að reiða sig á allan hátt á annað fólk. Samkvæmt frásögnum nokk- urra nemenda Freuds hafði Pankeyev svo litla stjórn á sér að hann gat ekki einu sinni klætt sig sjálfur. Eftir fjögurra ára meðferð lýsti Freud því yfir að Pankeyev hafði fengið bata á sjúkdómi sínum. Ef marka má bók blaðakonunnar Karin Obholzer eru flestar þessar stað- hæfingar um Pankeyev ósannar. Hann átti að vísu við hugsýki að stríða, en því fór fjarri að hann væri hjálparvana vesalingur eins og Freud hafði fullyrt. Og þótt Freud hafi staðhæft að sér hafi tekist að lækna Pankeyev þá þjáðist hann fram á hinsta ár af sálrænum veikleika, sem m.a. birtist í því að hann gat ekki náð fullnægjandi og varanlegu sambandi við kvenfólk. Engu að síður minnist Pankeyev tímanna þegar hann var í meðferð hjá Freud með ánægju. Hann stytti sér stundir á ýmsan hátt á þessum árum: lærði skylmingar, spilaði og sat á kaffihúsum og horfði á tímann og kvenfólkið líða framhjá. Þess á milli fór hann á læknastofu Freuds og hvarf þar í undirdjúp sálarlífsins. Nafnið „úlfmað- urinn" er dregið af draumi einum sem hann sagði Freud frá, og sálkönnuðurinn taldi marka þáttaskil í meðferðinni. „Mig dreymdi að það væri nótt og ég lægi í rúmi mínu. Rúmið var við gluggann og fyrir utan var þyrpingur valhnetutrjáa... Skyndilega opnaðist glugginn og það skelfdi mig að sjá nokkra hvíta úlfa sitja á stóra valhnetu- trénu beint fyrir utan gluggann.iÞeirvoru sex eða sjö...og höfðu löng skott eins og refir og eyru þeirra voru sperrt eins og þegar hundar eru að fylgjast með Það sem Freud áttaði sig ekki á var að hin ýtarlega greining hans á sálarlífi Pankeyev gerði hann um alla framtíð ósjálfstæðan, háðan leiðbeiningum ann- arra og óhæfan til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Eftir fyrri heimsstyrjöldina kom Pankeyev aftur til Vínarborgar og þá á flótta undan bolsevikabyltingunni í Rússlandi. Hann var peningalaus og leitaði ásjár Freuds sem samþykkti að taka hann í frekari meðferð án borgunar. Og hann braut eina mikilvæga reglu sálgreiningar þegar hann lét sjúkling sinn hafa peninga. Síðar vísaði Freud Pankeyev til ann- arra sálkönnuða og alla ævi var hann öðru hvoru að leita aðstoðar þeirra. Seint á áttræðisaldri var hann enn í meðferð hjá tveimur sálkönnuðum. Hann settist að í Vínarborg og vann fyrir sér sem tryggingasölumaður. Einn- ig kenndi hann nokkrum nemendum Freuds rússnesku. Hann var um skeið giftur fátækri hjúkrunarkonu, en hún stytti sér aldur árið 1938. Blaðakonan Obholzer sem var náinn vinur hans síðustu árin segir að Rank- eyev hafi viðurkennt að Freud hafi í upphafi hjálpað honum. „Mistök Freuds", segir hún „voru að taka hann til meðferðar á nýjan leik. Hann var háður sálgreiningu eins og eiturlyfi það sem eftir var ævinnar." Eftir reynslu sína af sálkönnun Freuds voru ein síðustu orð Pankeyev þessi: „Freud var mikilmenni, jafnvel þótt hann segði ekki alltaf sannleikann..“ ■ Ofannefndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, enga ritdóma. . JsÚxsexondtimte&tMVOcktlhnow rteis htartoustndihMebtm." -AftTBWCfftWVD mrvm, AIN'T NEW YORK AIN’T AMERICA eftir Ephrain Kishon. Útgefandi: Bantam Books. ■ Margir minnast þess enn með ánægju þegar Róbert leikari Arn- finnsson las skopsögur ísraelska háð- fuglsins Ephraim Kishon í útvarpi á sunnudagseftirmiðdögum fyrir nokkr- um árum. Hér er komið safn stuttra erinda sem hann hefur samið um Bandaríkin og bandarískt þjóðlíf - og fá þar að venju margir á kaunin. Hann gerir að umræðuefni siði og hætti, stjórnmál, fólk á förnum vegi, pípulagningarmenn, hunda, tölvur, leigubíla, sjónvarp og guð-má-vita- hvað. Annar kunnur háðfugl Art Buc- hwald sagði um Kishon: „Hann er næst mesti háðfugl í heimi. Hann fer á kostum og ég hata hann...!“ Fyrir þá sem vilja rifja upp kynni sín af Kishon frá útvarpinu er þessi bók hvalreki. BEFORE I FORGET. AN AUTOBIOGRAPHY. Eftir James Mason. Útgefandi: Sphere Books Ltd. ■ James Mason er með kunnustu leikurum sem nú eru á dögum. Hann varð fyrst verulega frægur fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Seventh Veil og Fanny By Gaslight. í Bandaríkjunum varð hann goðsagna- persóna og í Englandi þjóðhetja. Hann hefur leikið í myndum með öðrum stórstjömum, Judy Garland, Margaret Lockwood, Gary Grant og Peter Sellers. í bókinni lýsir Mason uppvaxtar- og æskuámm sínum, fyrstu kynnum sínum af leiklist og hvaða atburðir það voru sem réðu því að hann helgaði henni starfskrafta sína í fjóra áratugi. Bókin þykir hreinskilin, og frá- sagnir Mason af samferðarmönnum sínum í kvikmynda- og leiklistar- heimi eru oft mjög forvitnilegar. Aðdáendur Mason mega vel við una. RAIDERS OF THE LOST ARK Eftir Campell Black. Útgefandi: Corgi Books. ■ Margir kannast við söguefni þess- arar bókar úr samnefndri kvikmynd Steven Spielbergs sem miklar vin- sældir hefur hlotið. Þráðurinn er á þessa leið: Indiana Jones prófessor í fornleifafræði og ævintýramaður hefur getið sér orð- stír fyrir að hafa haft upp á mörgum gersemum fyrri alda. Þegar sagan hefst er honum falið verkefni sem er stærra í sniðum en nokkru sinni fyrr og sjálf framtíð heimsins hvílir á því hvernig til tekst: hann á að finna Týndu örkina. Til allrar hamingju slæst í för með honum greiðvikin og hjálpfús dama og styttir stundir. Enda veitir ekki af: í leitinni að örkinni sem berst um Miðjarðarhafslönd og Austurlönd nær lendir prófessorinn í margs konar mannraunum og er ansi hætt kominn á tímabili. Skyldi hann finna örkina? Því megum við ekki ljóstra upp. Þægilegt og auðmelt lesefni. FANNY: BEING THE TRUE HISTORY OF THE ADVENTUR- ES OF FANNY HACKABOUT- JONES. Eftir Erica Jong. Útgefandi: Granada. ■ Erica Jong hefur orðið æ at- kvæðameiri höfundur með árunum. Margir kannast við bækur hennar Fear of Flying, How to Save Your Own Life eða ljóðakverum hennar. Hér er komin sú saga hennar sem hvað mesta athygli hefur vakið, enda vikið að örvandi efni, lífi gleðikonu á Englandi á átjándu öld. Einhver frægasta gleðisaga bók- menntanna er saga John Cleveland um greiðviknu stúlkuna Fanny Hill. Hún þykir óvanalega hispurslaus og hefur verið lesin af mikilli ánægju fram á okkar daga. Erica Jong hefur kosið að skrifa sérkennilega skáldsögu um söguper- sónuna í skáldsögu Clevelands: sem sé reyna að átta sig á því hvers konar manneskja þetta hafi verið og hvers vegna vændið varð hlutskipti hennar. Saga Jong er bráðskemmtileg, rituð af snilldarstíl og aukin bragð- efni úr „reynsluheimi" Fannýjar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.