Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 fréttir Útlit fyrir 145 milljón króna rekstrarhalla Landsvirkjunar á þessu ári: gjaldskrA landsvirkjunar ÞARF AÐ HÆKKA UM 159% raforkuverð til stóriðju er hækkað væri - að óbreyttum tekjum Landsvirkjunar - hægt að lækka raforkuverð til almenn- ingsveitna um 15 aura á kílóvattstund. Að áliti fyrrnefnds starfshóps kvað hann réttlætanlegt að krefjast 13-20 aura hækkunar á kílóvattstund af raforkusölu til ÍSAL. Meðalverð á seldri orku Landsvirkjunar til almenningsveitna í ái sagði Hjörleifur 36,6 aura á kílóvatts- stund, sem hækka þyrfti í 94,8 aura, samkvæmt framansögðu, miðað við 50% verðbólgu milli ára 1982-83.— HEl á næsta ári, til þess að ná hallalausum rekstri árin 1982 og 1983 ■ Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi hækkað gjaldskrá sína um 80% umfram almennar verðlagshækkanir síðustu 3 árin er staða hennar svo bág að raforkuverð til almenningsveitna þyrfti að hækka enn um 159% til þess að ná hallalausum rekstri á árunum 1982 og 1983 til samans, að því er fram kom í ræðu Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðar- ráðherra á fundi með Sambandi ísl. rafveitna í gær. Hjörleifur sagði raforkuverð hafa hækkað um 539% á síðustu þrem árum miðað við 260% hækkun byggingarvísi- tölu og 280% hækkun á gengi banda- ríkjadollars, en um 60% af skuldum Landsvirkjunar séu tengdar dollar. Allar framkvæmdir fyrirtækisins á undanföm- um ámm hafi verið fjármagnaðar með lántökum og nemi rekstrarhallinn í ár um 145 milljónum króna. Meginástæðu þessarar óheillaþróunar kvað Hjörleifur þá, að rúm 60% af orkusölu Landsvirkjunar fer til stóriðju samkvæmt samningum sem lítið breytist umfram gengisviðmiðun. Þau tæp 40% sem fari til almenningsveitna verði því að taka á sig meginið af öllum kostnað- arhækkunum, sem ásamt háum fjár- magnskostnaði af lántökum fyrirtækisins sé meginástæðan fyrir því í hvert óefni stefni. „Ég tel raunar óhugsandi að dæmi, eins og það sem hér hefur verið rakið, gangi upp í reynd og grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir slíka þróun með því fyrst og fremst að tryggja Landsvirkjun eðlilegan hlut fyrir orku- sölu til stóriðju, sem eins og áður segir er um 60% af seldri orku fyrirtækisins", sagði Hjörleifur. Raforkuverð til almenningsv.eitna kvað hann nú vera yfir 400% hærra en til stóriðju og samkvæmt rekstraráætlun Landsvirkjunar fyrir árið 1983 stefni sá munur í 650%. Að mati starfshóps á vegum ráðuneytisins og virkjanafyrir- tækja væri hins vegar eðlilegur munur sá, að stóriðja greiði sem nemur a.m.k. 65% af verði til almenningsveitna. Hjörleifur vakti athygli á því að fyrir hverja 10 aura á kílóvattstund sem Prófkjör sjálfstæðismanna f Reykjavík: Sautján buðu sig fram í prófkjörið ■ Sautján frambjóðendur höfðu til- kynnt sig til kjörnefndar Sjálfstæðis- flokksins í gær, fyrir prófkjör flokksins í Reykjavík, sem verður 28. og 29. þessa mánaðar. Allir þingmenn flokksins í Reykjavík, að Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra undanskildum, eru á framboðslistanum. Frambjóðendumir eru þessir: Albert Guðmundsson, alþingismaður, Bessí Jóhannesdóttir cand. mag., Birgir ísl. Gunnarsson, þingmaður, Björg Einars- dóttir, skrifstofumaður, Elín Pálmadótt- ir, blaðamaður, Esther Guðmundsdótt- ir, þjóðfélagsfræðingur, Friðrik Sophus- son, alþingismaður, Geir H. Haarde, hagfræðingur, Geir Hallgrímsson, al- þingismaður, Guðjón Hansson, öku- kennari, Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Guðmundur Hansson, verslunarmaður Jón Magnús- son, lögfræðingur, Jónas Bjamason, efnaverkfræðingur, Jónas Elíasson, verkfræðingur, Pétur Sigurðsson, al- þingismaður og Ragnhildur Helgadóttir, lögfræðingur. - AB ■ Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins býr sig undir að loka skrifstofu kjörnefndar í gær laust fyrir kl. 17 en kl. 17 rann framboðsfrestur út. Tímamynd-Róbert Flokksþing Alþýduflokksins: Samþykkti framhald viðræðna við ríkisstjórn ■ „Flokksþingið samþykkti að rétt hefði verið að halda áfram viðræðum við ríkisstjórnina, sagði Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, þegar blaðamaður Tímans spurði hann um afstöðu flokksþingsins til viðræðna við ríkisstjórnina um hugsanlega samvinnu um afgreiðslu þingmála. „Þingið samþykkti einnig ákveðin skilyrði fyrir því að þessum viðræðum verði haldið áfram," sagði Kjartan, „og þau em að ríkisstjómin leggi þegar í stað fram bráðabirgðalögin, störfum stjórnarskrárnefndar verði hraðað og reynt til þrautar að ná samkomulagi á næstu vikum, og að ríkisstjórnin sam- þykki að kosningar fari fram ekki síðar en í aprílmánuði og nýtt þing verði kvatt saman þegar að þeim lokurn." Kjartan sagðist mundu óska eftir því vð ráðherranefnd ríkisstjórarinnar að fundur yrði haldinn með aðiljum hið fyrsta, þar sem hann sagðist mundu kynna ríkisstjórninni þessa afstöðu flokksþings Alþýðuflokksins. Næsti fundur ráðherranefndar ríkis- stjómarinnar með Kjartani Jóhanns- syni, hefur verið ákveðinn kl. 9 árdegis í dag. - AB ■ Frá upphafi 41. fisklþings. Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra í ræðustól, en Már Elísson, fiskimálastjóri situr við enda borðsins. Tímamynd Róbert „Bæta verður gæði sjávarafurðanna” — sagði Steingrímur Hermanns- son, sjávarútvegsrádherra í ræðu sinni á fiskiþingi ■ - Aðalmál þessa þings verða stjórn- un fiskveiðanna, gæðamálin og svo starfsskilyrðin í sjávarútvegnum, auk markaðsmálanna, sagði Már Elísson, fiskimálastjóri í samtali við Tímann, eftir að hann hafði sett 41. fiskiþing í Reykjavík í gær. í ræðu Más Elíssonar við setningu fiskiþings kom fram að útlitið varðandi íslenskan sjávarútveg er nú fremur dökkt. Samkvæmt áætlun Fiskifélagsins verður heildarafli á þessu ári aðeins um 770 þúsund lestir, en aflinn í fyrra varð helmingi meiri, eða 1440 þúsund lestir. Sagði Már að þetta væri vissulega mikið áfall, en mestu munaði að loðnuaflinn yrði nú aðeins um 13 þúsund lestir, miðað við liðlega 640 þúsund lestir á síðasta ári. Munaði um minna, þó að hlutdeild loðnu- og loðnuafurða hefði aðeins numið 12% heildarverðmætis sjávarafla á sl. ári. Um bolfiskaflann sagði Már Elísson að hann myndi að mati Fiskifélagsins einungis minnka um 6-7% á þessu ári borið saman við metárið í fyrra. Bolfiskaflinn yrði því sem næst 670 þúsund lestir á móti um 715 þúsund lestum í fyrra. Ætla mætti að þorskafli hefði dregist saman um 19% frá í fyrra og yrði því um 375 þúsund lestir. Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra lagði í ræðu sinni mesta áherslu á gæðamálin og sagði að menn mættu ekki gera of lítið úr þeim mikla samdrætti sem orðið hefði á verðmæti sjávarafurða. Þjóðarbúið mætti ekki við þessum samdrætti og því yrði að gera ráðstafanir til að herða gæðaeftirlit. Nefndi Steingrímur að þörf gæti verið á að breyta framkvæmd fiskmats, en svo virtist sem að víða væri pottur brotinn í þeim efnum og matið jafnvel misjafnt frá einum landshluta til annars. Sagði Steingrímur í ræðunni að ríkisstjórnin hefði rætt um heimildir til að svipta menn leyfi til veiða og vinnslu, ef um ítrekuð brot væri að ræða. Af öðru sem sjávarútvegsráðherra kom inn á í ræðu sinni var endurskoðun fiskveiðilaga, en um þau mál þyrfti að ná víðtækri samstöðu. Þá þyrfti að taka ákvörðun um hvort niðurgreiðslu á olíu til fiski- skipa yrði haldið áfram með sömu millifærsluleiðunum, eða hvort að þjöð- arbúið tæki þennan halla á sig. Sjávarút- vegsráðherra greindi einnig frá því að hann hefði skipað nefnd til að semja frumvarp um selveiðar. - ESE ISAL- SAMNINGURINN SAMÞYKKTUR ■ „Miðlunartillaga sáttasemjara var samþykkt með 126 atkvæðum gegn 79 og tveir seðlar auðir“, svaraði Hallgrím- ur Pétursson, form. Hlífar eftir fund um nýja samninga við ÍSAL í gær. Taldi hann samninginn hafa verið samþykktan f öllum aðildarfélögunum. Grunnkaupshækkanir kvað Hallgrím- ur að meðaltali um 13% á samningstím- anum, sem er til 31. ágúst 1983. Þar af koma 6,5% frá 1. sept. s.l. en hitt kemur í áföngum. Einnig var samið um auknar starfsaldurshækkanir, m.a. nýtt þrep eftir 10 ára starf, sem verður þá 17% hærra en byrjunarlaun. Taldi Hallgrímur að um 300 af starfsmönnunum muni njóta góðs af þessu nú þegar. Munaði 14 at- kvæðum — þegar Magnús H. Magnússon lagði Vilmund Gylfason að velli ■ Flokksþing Alþýðuflokksins var haldið á Hótel iLoftleiðum um heig- ina. Kjartan Jóhannson varendur- kjörinn formaður flokksins með 90% greiddra atkvæða .og Magnús H. Magnússon var endurkjörinn vara- formaður flokksins, með 126 at- kvæðum, sem var 52% atkvæða, en Vilmundur Gylfason, sein einnig bauð sig fram í embætti varafor- manns hlaut 112 atkvæði, þannig að aðeins munaði 14 atkvæðum á þeim Magnúsi. „Málflutningur Vilmundar og bar- átta var drengileg í alla staði, og ég er ánægður og þakklátur fyrir það,“ sagði Magnús H. Magnússon, vara- formáður Alþýðuflokksins er hann var spurður álits á úrslitum kosping- anna. „Ég er auðvitað ánægður með að hafa unnið Vilmund í þessum kosn- ingum,“ sagði Magnús, „,en það cr eins og gengur og gerist, þegar um lýðræðislegar kosningar er að ræða, að maður verður að vera viðbúinn hvaða úrslitum sem er. Ég vona samt að hvorki þessar né nokkrar aðrar kosningar muni verða til þess að < veikja flokkinn, heldur hið gagn- stæðy „Ekkert komment frá mér núna,“ var það eina sem Vilmundur Gylfa- son sagði þegar blaðamaður Tímans spurði hann álits á úrslitum kosning- anna til varaformannsembættis Al- þýðuflokksins. - AB Tvö útköll hjá slökkviliðinu ■ Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út tvisvar á sunnudaginn'. Farið var að Hótel Sögu, laust eftir hádegið, en þar fór sjálfvirkur bruna- boði í gang og tilkynnti eld á fjórðu hæð. Þegar slökkviðliðsmenn kpmu á vcttvang kom í Ijós að einhvcr hafði gert sér að leik að brjóta brunaboðann á fjórcju hæðinni og þar með setja kerfið í gang Laust fyrir klukkan 18 var svo slökkviliðið kallað að trésmíðaverk- stæði sem er í bílskúr við Melgerði 30 í Kópavogi. Þar logaði talsverður eldur í spæni og öðru drasli á gólfinu. Þegar slökkviliðsmenn komu á vett- vang hafði eigandíl verkstæðisins að mestu ^ekíst að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn. Skemmdir voru óverulegar. - Sjó. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.