Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 12
VIÐ LÍTUM A FERJUNA SEM SAMKEPPNISADIIA” — segir Bjöm Theódórsson hjá Flugleidum - „Hlynntir samkeppninni sem af þessu skapast’% segir Gunnar Þorvaldsson hjá Arnarflugi ■ Eins og lcsendur Tímans kannast við, þá mun glæsileg farþega- og bíla- ferja verða með áætlanaferðir nk. sumar frá íslandi til Englands og Þýskalands, og hafa íslensku skipafélögin Eimskip og Hafskip stofnað sameiginlegt fyrir- tæki, Farskip hf. sem mun annast rekstur ferjunnar. Nú þegar er fólk farið að bóka sig með ferjunni, og að sögn framkvæmdastjórans, Einars Her: mannssonar, þá eru bókanir nú orðnar á annað hundrað og hefur mest verið bókað í fyrstu ferðirnar. Sagði Einar að það væri mest um það að fólk hefði látið bóka sig og bíl í einhverja ákveðna ferð, en þó væri umtalsverður' hópur sem hefði bókað sig og hygðist annaðhvort taka bílaleigubíi þegar til Newcastle eða Bremenhaven kæmi, eða bara dveljast á góðum hótelum í fallegu umhverfi. Einar sagði einnig: „Það kemur okkur talsvert á óvart hversu mikið er nú þegar bókað, því það er nú ekki beinlínis vani íslendinga að skipuleggja og panta ferðir sínar með hálfs árs fyrirvara, eða meira.“ Einar upplýsli blaðamann Tímans um það, að Farskip myndi geta flutt 6500 manns frá landinu næsta sumar, og er þá eingöngu miðað við þá tölu sem hægt er að selja svefnpláss, en ekki eru taldir með svokallaðir dekkfarþegar. Hann var að því spurður hvort hann teldi að Farskip ætti eftir að vera í beinni samkeppni við flugfélögin, Arnarflug og Flugleiðir, eða hvort hann teldi að þeir farþegar sem kysu að ferðast með ferjunni myndu bætast við þá tölu sem hefði hvort sem er ferðast með flugfé- lögunum: „Þegar við erum að tala um þetta framboð hjá okkur, þá erum við ekki eingöngu að tala um innanlands- markað, heldur ekki síður erlendan markað. Þar er þetta ákaflega eðlilegur og algengur ferðamáti. Við lítum því á það þannig að hér sé um umtalsverðan viðbótarmarkað að ræða, sem ekki hefur verið fyrir hendi hingað til, en hinu skal heldur ekki neitað að óhjákvæmi- legt er að um einhverja samkeppni verður að ræða á milli okkar og flugfélaganna, og þar á ég við þá sem hefðu ferðast með fluginu, ef skipsferð stæði ekki til boða. Þá má geta þess að við höfum talað lítillega við Flugleiðir um hugsanlega samvinnu að því. leytinu að hægt yrði að kaupa flug aðra leiðina og skipsferð hina leiðina, en enn eru þær viðræður á frumstigi og ég hygg að við munum tala við Arnarflug á sama grundvelli, ef þeir hafa hug á.“ „Skapar samkeppni, sem við erum vissulega hlynntir“ - En hvaða augum líta forsvarsmenn flugfélaganna í landinu, sem annast flug til Evrópu, tilkomu þessarar ferju? Tíminn hafði í gær samband við þá Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóra Arnarflugs og Björn Theódórs- son, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Flugleiða og spurði þá hvort þeir, og fyrirtæki þeirra litu á Farskip sem beinan samkeppnisaðila, eða hvort þeir teldu að ferjan yrði til þess að auka verulega við ferðamannastraum til og frá landinu. Gunnar Þorvaldsson framkvæmda- stjóri Arnarflugs: „Þetta er nú nokkuð nýtilkomið, en í fljótu bragði sýnist mér sem þetta hvorttveggja sem þú nefnir eigi eftir að verða rétt að hluta, því hún á vissulega eftir að skapa samkeppni við flugfélögin, en ég er einnig sannfærður að ferjan á eftir að skapa aukningu í ferðamannastraumnum. Ég held að okkar afstaða hjá Arnarflugi komi ágætlega fram í því, þegar ég segi að við erum hlynntir samkeppninni sem af þessu skapast." Aðspurður um hvort Arnarflug gæti verið opið fyrir samvinnu við Farskip um sölu á annarri ferðinni flugleiðis og hinni sjóleiðis, sagði Gunnar: „Já, við værum vafalaust opnir fyrir slíkri samvinnu, því við teljum einmitt að þeir aðilar sem standa í ferðaþjónust- unni, hvort sem það eru flutningsaðilar eða þjónustuaðilar, eigi að reyna að hafa samstarf sín á milli, þar sem að báðir aðilar geta hagnast á slíku samstarfi.“ „Engin launung á því að við lítum á hana sem samkeppnisaðila“ Björn Theódórsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Flugleiða: „Við lítum vissulega á hana sem samkeppnisaðila - það er engin launung á þvt'. Ég geri ráð fyrir að ferjan muni taka eitthvað af farþegum frá okkur, en það má vel vera að það verði eitthvað af nýjum farþegum einnig. Ég þekki að vísu ekki hvernig markaðsskipulagningu þeirra er háttað, eða hvers konar farþega þeir ætla að ná í, en ég geri ráð fyrir því að þeir rói á sömu mið og við, þannig að ef {slending- ar eiga í hlut, þá hlýtur eitthvað af þeim að takast frá okkur.“ Aðspurður um hvort samvinna á milli Flugleiða og Farskips kæmi til greina sagði Björn: „Já, við komum vafalaust til með að hafa opna leið fyrir þá sem óska eftir að fljúga aðra leiðina og sigla hina leiðina. Við höfum þegar rætt það lítillega." Björn var að því spurður hvort Flugleiðir litu stofnun Farskips horn- auga: „Nei, við gerum það ekkert frekar. Ef þetta er markaður sem þeir telja vera fyrir hendi, þá er vafalaust skynsamlegt að hrinda því af stað, en ■ Gunnar Þoivaldsson við komum til með að reyna að halda í þá sem við teljum að við gétum." - AB ■ Björn Theódórsson ■ M.s. Edda, farþega- og bílferja Farskips sem verður í ferðum milli íslands og Evrópu næsta sumar. Opið ALLAN HREVRLL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^X oc É appelsínu marmelaói á brauðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.