Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.11.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1982. ■ „Það er erfitt að lýsa ástandinu í El Salvador í örfáum orðum, hvar á að byrja? Fólk fer að heiman á til vinnu sinnar í fullkominni hvort það hittir fjölskyldu sína aftur að kvöldi. A þessu ári höfum við vitneskju um að 3500 óbreyttir borgarar hafa verið myrtir í landinu og 2500 manns hafa horfið sporlaust. Það þarf ekki annað en að einhver sé grunaður um að hafa samúð með andstöðuöflunum í landinu, þá má hann eiga von á að vera handtekinn, pyndaður og myrtur, það veit enginn hvenær kemur að honum.“ Það er Marianella Garcia Villas, sem talar. Hún er lögfræðingur, formaður mannréttinda og mannúðarsamtaka í E1 Salvador, og varaformaður alþjóðlegrar nefndar sem fjallar um mannréttindamál á vegum Sameinuðu þjóðanna og hefur aðsetur í Genf. Hún er stödd hér á landi til að skýra frá stjómmálaástandinu í heimalandi sínu. „Samtök okkar höfðu aðsetur í höfuðborginni San Salvador en vegna ofsókna og sprengjutilræða við aðalskrif- stofuna urðum við að flytja okkur úr landi til Mexikó. Þar fáum við að starfa óáreitt og ferðumst til E1 Salvador eftjr óopinberum leiðum." Villas getur ekki ferðast til E1 Salvador með venjulegum hætti, hún er á dauðalistanum, lista sem her og öryggissveitir hafa yfir „óvini föðurlandsins,“ þeir eiga á hættu að verða handteknir hvar sem til þeirra næst og þá þarf vart að spyrja að leikslokum. Á þeim lista er fjöldi stjómmálamanna, verkalýðsleiðtoga og óbreyttra borgara. Að hvaða verkcfnum vinna samtök ykkar? Við tökum saman skýrslur um manns- hvörf og mannréttindamál yfirleitt í landinu og komum upplýsingum áleiðis til alþjóðlegra stofnana og samtaka sem fjalla um mannréttindamál í heiminum. Tímamynd Róbert. áhyggjum nú á síðustu mánuðum, en það er að flest bendir til að herinn í E1 Salvador sé nú tekinn að beita eiturhern- aði. Við teljum okkur hafa sannanir fyrir því að flugvélar hafi dreift eitri yfir akra úti á landsbyggðinni. Æðsti yfirmaður landsins, Roberto D'Aubuisson hefur lýst því yfir og meðal annars í viðtali í New York Times, að öllum meðulum verði beitt, ef nauðsynlegt reynist, til að berja niður andstöðu við stjómvöld, þar á meðal talaði hann um að herinn hefði yfir að ráða napalm sprengjum." Hvaðan fær herinn slíkt efni? Ég veit það ekki, það eru ekki til verksmiðjur í E1 Salvador sem geta framleitt það. Ég trúi því ekki að lýðræðisþjóðir Evrópu selji stjórnvöld- um í E1 Salvador slíkt vopn. En kannski Argentína, kannske Bandaríkin. „Já, það voru haldnar almennar kosningar í landinu," segir Villas og hlær við. En það voru ekki almennar kosning- ar í þeim skilningi sem þið þekkið í Evrópu. Fyrir það fyrsta þá er það öruggt mál að fjöldi fólks kaus af einum saman ótta. Fólk fékk stimpil í skilríki ef það kaus, allir töldu sig öruggari ef það gat sýnt slíkan stimpil. Öll andstöðu- öfl við stjórnina, miðju sem vinstri menn lýstu því yfir að kosningamar væm sjónarspil og aðeins stuðningsmenn stjórnarinnar vom í kjöri og engar kosningar fóru fram á þeim svæðum sem hin vopnaða stjórnarandstaða hefur á valdi sínu. Úrslitin birtust í blöðum daginn eftir kosningar. Síðan brá svo undarlega við að tölurnar héldu áfram að breytast dag frá degi, haldið var áfram að hagræða úrslitum í hálfan mánuð eftir kosningar. Á hverjum degi birtust „leiðréttingar“ á tölum dagsins áður. Þegar upp var staðið höfðu líka þau svæði þar sem ekki var kosið fengið „sína“ fulltrúa á stjórnlagaþingið. ■ Marianella Garcia Villas. „SEX ÞUSUND MANNS MYRTIR ESA HORFNIR A ÞESSU ARI” — Marianella Garcia Villas segir frá pólitískum ofsóknum, hryðjuverkum og starfi mannúðarsamtaka í El Salvador Innan lands höfum við starfað að ótal verkefiium. Við fömm um landið og kynnum fólki hver réttur þess er sam- kvæmt landslögum. Við útskýmm fyrir fátækhngum og landlausu fólki að það hafi ákveðin réttindi samkvæmt stjórn- arskrá landsins, það vita líklega ekki margir að hún er ein sú fullkomnasta í heiminum. Við segjum þessu fólki líka að það hafi réttindi samkvæmt alþjóð- legum samþykktum, réttindi sem ekki megi taka frá því. Sama gildir t.d. um heilbrigðisstéttir, lækna og hjúkrunar- konur, alþjóðlegar reglur eiga að tryggja þessu fólki rétt til að gegna starfs- skyldum sínum. Hefur fólk einhverja möguleika á að ná þessum rétti sínum með því að leita til dómstóla landsins? „Það er eðlilegt að þú spyrjir, en svarið er því miður í flestum tilvikum nei. Lögfræðingar og dómarar eru núna algerlega háðir yfirvöldunum, það er varla hægt að tala um óháða dómstóla. Ég skal nefna dæmi. Dómarinn sem fyrstur hóf rannsókn á morði Romeros erkibiskups, sem var skotinn við messu- gjörð árið 1980, var flæmdur úr landi með morðhótunum. Sama gerðist við þá sem tóku við af honum. Þið munið eftir því að nokkrar bandarískar nunnur fundust í fjöldagröf í E1 Salvador, þeim hafði verið nauðgað og þær myrtar. Dómarinn sem hóf rannsókn á því máli var myrtur. Annar dómari var myrtur í misgripum, það var haldið að hann væri viðriðinn rannsóknina.“ Er fleira sem þú getur sagt um starfsemi ykkar? Við reynum að aðstoða fátækt fólk fjárhagslega, stundum á fólk ekki fyrir útför ástvina sinna og við útvegum þeim líkkistur til að búa þá til hinstu hvílu. Oft 'liggja lík eins og hráviði á götum úti á morgnana og enginn hirðir um þau. Við förum þá á vettvang og búum þau til greftrunar. Það er ekki hættulaust því að það getur vakið grunsemdir lögregl- unnar, ef einhver hirðir um þá dauðu. Við reynum að þrífa líkin og myndum þau og setjum myndimar í spjaldskrá. Oft getum við ekki komist að því hverjir hinir látnu voru í lifanda lífi og verðum að greftra þá á víðavangi í plastpokum eða á annan frumstæðan hátt. Ástvinir horfins fólks kemur gjama til okkar og leitar í spjaldskrá okkar, hvort þeir þekki ættingja eða maka meðal hinna látnu. Ef svo er eru líkin oft grafin upp og reynt að búa þeim sómasamlega grtftrun. Talið berst að pyndingum og Villas segir að það sé regla fremur en undan- tekning að fólk sé pyndað áður en það er tekið af lífi. Hún segir að pynd- ingar séu ekki notaðar til þess að hræða fólk frá stuðningi við ákveð- in öfl því það heyri til undantekn- inga að fólki sem pyndað er sé sleppt að þeim loknum. En þegar það gerist þá er það vegna þess að fulltrúar Alþjóða rauða krossins komi fyrir tilviljun í fangelsi þar sem pyndingar eiga sér stað. Villas kveðst hafa marga skriflega vitnis- burði um slík tilvik. Sjálf er hún ein af þeim sem hafa sloppið lifandi frá pyndingameisturum, hún var tekin föst fyrir að gerast verjandi í máli manns sem var í ónáð stjórnvalda. Hún ber merki um meðferð sem fólst í að raflosti var hleypt í munn hennar og góma. í hverju felast þessar pyntingar. Villas er ekki um geð að ræða um það. En svo dæmi séu tekin, raflosti er hleypt á kynfæri karlmanna og þau síðan skorin af. Menn eru limlestir á ótal vegu sem ekki þjónar tilgangi að telja upp. Harðast bitna pyndingarnar á konum segir hún. Þeim er oft nauðgað af heilli sveit manna, e.t.v. 10-20 manns áður en aftaka fer fram. Dæmi eru um að fundist hafi lík kvenna sem hafa verið ristar á kvið, fóstur skorin úr kviðarholi og afskornu höfði eiginmanns eða jafnvel barns komið þar fyrir. „Skýrslur okkar sýna að það er fólk á aldrinum milli tvítugs og þrítugs sem er í mestri hættu að verða fyrir barðinu á lögreglu og öryggissveitum. Nýtt atriði hefur valdið okkur miklum Þú talaðir um miðjumenn og vinstri- menn, eru þau öfl sem eru andstæð stjórninni sundruð eða sameinuð? Erkibiskupinn í San Salvador hefur Kaldið uppi merki fyrirrennara síns og ég vil geta þess að samtök þau sem ég er fuiltrúi fyrir starfa undir sérstakri vernd kirkjunnar, enda var hinn myrti erkibiskup, Romero, áður fyrr forustu- maður þessara samtaka. Núverandi erki- biskup Rivicra Damas, hefur tekið sér stöðu mitt á milli hinna stríðandi fylkinga, gagnrýnt öll mannréttindabrot í landinu, en hvatt til að hin pólitíska og vopnaða stjórnarandstaða standi sam- einuð. Andstaðan nær inn í raðir kristilegra demókrata, og lýðræðisjafn- aðarmenn, miðjumenn og róttækir vinstri menn standa einhuga að boði um að teknar verðrupp viðræður um lausn á því hræðilega ástandi sem ríkir í landinu. Því hefur ekki verið svarað af stjórnvöldum. En í röðum stjómarand- stæðinga ríkir enginn klofningur. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.