Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 4
4__________ skákfréttir ©ÓlQIltM. FösTim\f;iiR t? nóvf.mrf.r ig»2. FIDE-fréttir: 12 nýir stór- meistarar Fra llluf>a Jökulssyni, Luzern, Sviss ■ Á FIDE-þinginu hér í Luzcrn munu 12 skákmcistarar hljóta titilinn stórmcLstari. I’cir cru: Ingiov og Vclikov frá Búlgaríu, Dolnratov og Sakis frá Sovétríkjunum, Djuric frá Júgóslavíu, Lechtynsky frá Tékkó- slóvakíu, Hcnley frá Bandaríkjun- um, Hintcr frá Ungvcrjalandi, Van dcr Weel frá Holiandi, Lobron frá V.-Þýskalandi, Karlson frá Svíþjóð og Mestel frá Englandi. Hugsanlcgt cr að fléiri ba-tist í þennan hóp ef einhverjir ná síöasta áfanga sínum hér á Ólyntpíumótinu. Að auki fá tveir menn cinskonar hciöursstór- mcistaratitla: þcir Sanguinctti frá Argcntínu og Prinns frá Hollandi. Nokkrar konur fá stórmcistaratitil kvcnna, cn ég hcf ckki cndanlcgar hcimildir um fjölda þcirra. Mcðal þcirra cru þtcr Jana Milcs, Englandi og Pia Cramling frá Svíþjóð, scm hcíursiaöiðsigírábicrlega vcl hérna. IJ/AB Sterkustu áskor- endurnir lenda saman! Frá llluga Jökulssyni, Luzern, Sviss ■ Dregið hcfur vcriö unt hverjir kcppa saman í áskorcndacinvíginu sncmma á mcsta ári. Kasparov og Beljavsky tclla saman, Kortsnoi og Portisch tcfla saman, Torrc mætir Ribli og Smyslov tcflir við Hubncr. Sigurvegarar ur tvcimur fyrstu cin- vígjunum tcfla saman og sömulciðis sigurvcgarar úr þcim tvcimur síðari og þcir tvcir scm cftir cru tcfla svo um réttinn til þcssaðskora á Karpov. Athygli vckur að l'jórir sigurstrang- lcgustu kcppcndurnir, Kasparov, Bcljavsky, Kortsnoi og Portiseh cru allir satnan í hóp, rncðan hinir fjórir scnt taldir crti ciga minni möguleika, tcfla sainan. Sagt cr frá dræltinum annars staðar. Ég spurði Kasparov hvcrnig hon- unt litist á cinvígið við Bcljavsky: „Það vcrður áreiðanlcga mjög spcnn- andi og tvísýnt," sagði Kasparov. „við crum scnnilcga tvcir stcrkustu skáknicnn Sovétríkjanna, að Karpov undanskildum og baráttan vcröur því ntikil. Kannski á ég aðcins mciri mögulcika cn þctta vcrðtir ákallcga erfitt." IJ/AB Fridrik Olafsson, fráfarandi forseti FIDE: „ÉG ER UNGIIR ENN!” ■ „Nei, þú skalt bara samgleðjast mér, að ég skuli vera laus úr þcssum samtökum,“ sagði Friðrik Ólafsson, fráfarandi forseti FIDE þcgar Tíminn náði tali af honum í I.uzern í gær, að lokinni seinni umferð forsetakjörsins, sem lyktaði með sigri Campomanes, en hann hlaut 65 atkvæði í seinni umferð- inni og Friðrik fékk 43. „Ég segi samgleðjast, en ekki sam- hryggjast," sagði Friðrik, „því ég kæri mig lítið um að starfa fyrir samtök, þar sem pólitík og fjármunir cru alls ráðandi, en heiðarleikiogeinlægnieinskisvirði." - Hvað telur þú að hafi ráðið því að Campontanes fékk þctta mikið fylgi? „Að einhverju leyti, þá keypti Cam- pomancs sér fylgi, t.d. smáskáksam- banda scm maður hefur varla nokkurn tíma heyrt á minnst, en eru aðeins til á pappírnum, - megnið af þeim stuðningi sem Campomanes hefur að baki sér cru lítil vanmegnug skáksambönd, sem eiga ekkert undir sér, og svo Rússar. Allar stcrkustu skákþjóðirnar, að Rússum undanskildum, sem enn hafa ekki fyrirgefið mér afstöðu mína í máli Kortsnojs,studdu mig. Ég átti sem sagt stuðning þeirra þjóða þar sem skáksjón- armið cru látin ráða, en ekki önnur. Nú, einnig hafði ég stuðning landa annars staðar, einsog í Afríku.Suður-Ameríku, og Asíu, en það nægði bara ekki til, því þarna var um blokkarmyndun að ræða. Það var mikið um það að spænskumæl- andi þjóðir, þjóðir Í Karabiska hafinu, og Arabaþjóðirnar fylgdu Campoman- es. Líbýa var fremst í flokki Arabaþjóð- anna, scm studdu Campo, cnda gengur það fjöllunum hærra að Líbýumenn hafi fjármagnað þessa dýru baráttu Campo, sem er talið að hafi kostað um hálfa milljón dollara. Það cr ekki ósennilcg upphæð, því allt þctta tilstand hjá Campo hlýtur að hafa kostað mikið. Hann cr ntcð á milli 50 og60 mcnn hérna sem hann heldur uppi, fyrir utan öll ferðalögin sem hann hcfur farið í, og fjárupphæðir þær sem hann hcfur notað til vissra hluta." „Verð náttúrlega að sinna mínu starfi“ - Nú hefur því verið fleygt, að þú hafir verið of iðinn við að sinna störfum þínum sem forseti FIDE, en ekki gefið mótið. Það var mitt hlutverk og frá því gat ég ekki hlaupið, enda stóð það aldrei til. Þá hygg ég að þessi áróður gegn Evrópu hafi haft mikið að segja við forsetakjörið í morgun. Þjóðir þriðja ■ Friðrik Ólafsson. þér nægan tíma til þess að sinna kosningabaráttunni, - getur vcrið að sú ástundun hafi kostað þig forsetastólinn? „Of mikið? Ég verð náttúrlega að sinna mínu starfi! Ég get ekki hlaupið í burtu frá því sem ég þarf að gera. Ég hef auðvitað þurft að sitja mikið fundi, og svo hef ég þurft að sinna undirbún- ings- og skipulagsstörfum í sambandi við heimsins hafa mikið mark tekið á þeim áróðri að Evrópa sé búin að stjórna skákheiminum svo lengi, að tími sé til kominn að skákstarfsemin flytji til annarra heimshluta." „Eins og að kaupa köttinn í sekknum“ - Mig langaði einmitt til þcss að spyrja þig að því hvað þú telur að það hafi í för með sér, að Filipseyingurinn Cam- pomanes hefur nú verið kjörinn forseti FIDE? „Það á alveg eftir að koma í Ijós hvað það hefur í för með sér. Þetta er eins og að k.aupa köttinn í sekknum - það verður ekkert hægt að segja til um það hvað gerist, fyrr en einhver tími er liðinn. Það er þó hægt að gefa sér það að völd Evrópu í skákheiminum eiga eftir að minnka mjög, en á hitt er einnig að líta, að Evrópa er með allar sterkustu skákþjóðirnar og langsamlega öflugustu skákstarfsemina, og starfsemin sem slík getur haldið áfram alveg sjálfstæð.Að vísu skárust Sovétmenn úr leik, en þeir verða bara að bíta í það súra epli að hafa gert svo. Ég sagði á sínum tíma, þegar Kortsnoimálið stóð sem hæst og tók mína ákvörðun, að ég myndi standa og falla með henni, og það hefur nú komið í ljós að ég hef fallið með henni." „Hugleiöi framhaldið í rólegheitum“ - Hvað tekur við hjá þér nú Friðrik? „Ég ætla bara að hugleiða málið í rólegheitum. Það er ýmislegt sem hægt er að snúa sér að.“ - Snýrð þú þér ef til vill aftur meira að því að tefla? •„Ég veit það ekki - ég þarf í rólegheitum að gera upp við mig, hvað ég tek mér fyrir hendur, maður tekur enga augnabliksákvorðun eftir svona mikla streitu og spenning. Maður er bæði þreyttur og vansvefta eftir svona baráttu, en ég ítreka það sem ég sagði við þig í upphafi: Ég er i sjálfu sér ánægður að hætta, því það er ekkert gaman að starfa áfram í samtökum, þar sem allt önnur sjónarmið en þau skáklegu ráða ríkjum". - Það eru nú samt margir þeirrar skoðunar að það sé leiðinlegt að þú hafir ekki náð kjöri! „Já, en það kemur dagur eftir þennan dag - ég er ungur ennþá!" - AB 11. umferd Olympíuskákmótsins: ^ - ENN JAFNTEFLI HJA IS- LENSKU KARLASVEITINNI ingur hans af sér og Jón hékk á jafnteflinu. Helgi tapaði fyrir Abianto eftir æsispennandi baráttuskák, Margeir og Miolo gerðu jafníefli, en Jóhann Hjartarson bjargaði sveitinni fyrir horn eins og fyrri daginn með því að vinna- Ginting. Úrslitin: 2:2. — aiuiKurnar lopuou u:j ryrir itumeniu ■ 11. utnferð ólýmpíuskákmótsins í Luzern hófst með því að skákmenn voru beðnir að minnast Leonids Brésnjéfs mcð mínútu þögn og gerðu menn það flestir, Viktor Kortsnój var hins vegar ekki á því að votta hinum látna virðingu sína og yfirgaf skáksalinn með brauki og bramli. Hófst síðan umfcrðin. fslendingar tefldu við Indónesíu, en þeir hafa staðið sig ágætlega á mótinu. eða alla vcga komið mjög á óvart, cn allir kcppcndur þeirra cru titillausir. Jón L. Árnason hafði hvítt og beitti kóngs- bragði gegn Andonko. Þar hitti skrattinn ömmu sína sagði Helgi Ólafsson um það mál, Jón er sérfræðingur í kóngsbragð- inu, en andstæðingur hans reyndist vel mcð á nótunum. Jón lenti í æðisgengnu tímahraki, átti eftir u.þ.b. 10 leiki á örfáum mínútum, en þá lék andsstæð- (Sm Ævintýraheimurinn Emm með: VHS - og 2000 með og án texta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.