Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 2
2
FÖSTXJDAGUR 12. NÓVEMBER 1982.
í spegli tímans
1 Umsjón: B.St. og K.L.
Jill St. John:
Hörkuvinna
að halda
sér unglegri
■ Það skyldi enginn halda
það, að þessar leikkonur og
fyrirsætur, sem eru eins og
ungar stúlkur fram á miðjan
aldur, þurfi ekki að hafa
töluvert fyrir því. Það eru
matarkúrar og æfingar dag-
inn út og inn, fyrirutan allar
snyrtistofurnar sem þær
stunda og fegrunarsér-
■ Það virðist sem Bikram
Choudhury, yogakennari
sé á bæn á mjöðmunum á
Jill St. John, en hún fær
sterka magavöðva og stælist
öll
fræðingana sem laga þær til.
Reyndar gildir þaðp sama
fyrir karlmenn, sem ætla að
halda í ungdóminn eins
lengi og unnt er. Þeir eru
1 farnir að stunda fegrunar-
stofur og hafa sérfræðinga
sér til hjálpar í öllum grein-
um þessarar vísindagreinar,
þ.e. að halda sér ungum.
YOGA er vanalega talin
afslappandi íþrótt fyrir lík-
ama og sál. En það virðist
svo sem leikkona Jili St.
John hafi mikið fyrir sínum
yoga-æfingum. Hún hefur
sérkennara, Bikram Cho-
udhury, sem kennir í einka-
tímum í Beverley Hill, og
hann gerir sér litið fyrir og
stendur á mjöðmum Jill,
þegar hún er komin í vissa
stöðu. Þetta á að reyna á
magavöðvana og herða þá.
Jill er 42 ára, en lítur út
fyrir að vera að minnsta
kosti áratug yngri.
Jill St. John hefur alltaf
stundað miklar líkams-
æfingar, og sjálf segir hún
að vegna þess hve hún var
stælt og sterk hafi hún
komist í James Bond-
myndir. Þar gildir það ekki
aðeins að hafa gott útlit,
vanalega verða Bond-stúlk-
urnar að vera fimleikastúlk-
ur líka.
Diönuog Karls
■ Tvær bandarískar sjónvarpsstöðvar berjast
nú konunglegri baráttu um að verða fyrst með
að sýna sjónvarpskvikmynd af ástarævintýrinu
konunglega í Bretlandi, um ástir Diönu og
Karls Bretaprins.
CBS-sjónvarpsfyrirtækið er að framleiða
mynd, sem á. að heita „Charles and Diana, a
Royal Romance. Catherine Oxenberg - sem
sjálf er af konunglegri ætt - og Christopher
Baines eiga að leika Diönu og Karl, en í öðrum
hlutvekum í myndinni eru þekktir leikarar svo
sem Olivia De Haviland, Stewart Granger og
Dana Wynter.
ABC-sjónvarpsstöðin kallar sína mynd
„Charles and Diana - A Royal Love Story“,
og þar eru í aðalhlutverkum Caroline Bliss og
David Robb, því miður fylgdi ekki mynd af
þeim með féttinni.
■ Catherine Oxenberg og Christopher Baines
sem leika Diönu og Karl prins.
Megrunarkúr getur
snúist upp í banvænan
sjúkdóm/’anorexia
nervosa
■ Sem betur fer er það
sjaldgæft, að megrunarkúrar-
í lengri tíma - valdi hinum
hættulega sjúkdónú anorexia
nervosa, en það kemur einkum
fyrir ungar stúlkur, sem finnst
það algjör lífsnauðsyn að losna
við nokkur kíló. í fyrstu gengur
megrunarkúrinn sinn gang, en
ef han hefur verið of strangur
- svo líkaminn slappist, þá
getur gripið um sig sinnuleysi
og síðan ógeð á 'mat, svo
viðkomandi getur varla fengið
sig til að koma niður nokkurri
fæðu. Frægt dæmi um þetta er
hin fallega sænska stúlka Pia
Degermark.
Pia var falleg sænsk skóla-
stúlka, sem hafði áhuga á að
vinna sig upp sem leikkona.
Hún var mjög ung, þegar hún
fékk aðalhlutverkið í myndinni
„Elvíra Madigan", og um sama
leyti birtist falleg mynd af
henni í blöðum með þáverandi
krónprins Svíþjóðar Carl
Gustaf (núverandi Svíakun-
f f
ungi), og allir dáðust að þessari
gullfallegu stúlku.
Nokkrum mánuðum síðar
átti hún að taka við verð-
launum fyrir leik sinn í mynd-
inni unt Elviru, en þá brá
öllum -í brún að sjá stúlkuna.
Blaðamenn og þó einkum
ljósmyndarar urðu steinhissa
og daprir að sjá Piu, en hún
var eins og hryggðarmynd, -
grindhoruð og slöpp að sjá og
engu líkara en hún hefði engan
áhuga á því sem var að gerast
í kring um hana. Blaðafulltrúi
hennar sagði að hún hefði
veikst cftir megrunarkúr, en
væri þó á batavegi.
Löngu síðar sagði Pia De-
germark, að hún hefði ákveðið
að fara í megrunarkúr, en svo
var eins og hún réði ekki við
neitt. Brátt var svo komið, að
henni fannst ómögulegt að
borða nokkuð, hafði ekki
áhuga á nokkrum hlut, en sat
aðeins og horfði fram fyrir sig
eða svaf.
Pia var orðin 35 kíló þegar
foreldrar hennar sendu hana
til sálfræðings og læknis. Hún
segir, að aðvörunarorð þeirra
og tár móður sinnar hafi loks
haft áhrif á sig. „Þá fann ég, að
það var ekki hægt að hjálpa
mér, nema ég gerði eitthvað
sjálf, og mér fannst ég verða
að reyna að borða. Þá var ég
18 ára, og þetta var erfitt
stríð.“
Harmleikurinn um
Helgu norsku
fímleikastúlkuna
I Noregi hefur að undan-
förnu verið mikið skrifað um
dauða leikfimistúlkunnar
Helgu Braathen, en hún blátt
áfram dó af sulti. Helga var 29
ára þegar hún dó, og líktist þá
helst Belsen-fanga. Hún var
165 sm. á hæð en aðeins 25 kg.
á þyngd;
Læknirinn. sem stundaði
Helgu, hefur nú ákært norsku
Pia Degermark var ung og falleg - en svelti sig svo hún varð eins og beinagrind. Á myndinni með
umboðsmanni sínum er hún þó aðeins farin að hjama við, en hún var algjör hryggðarmynd eftir
langvarandi sult.
þjálfarana og norsku íþrótta-
hreyfinguna fyrir að hafa
þvingað hana út í alltof erfiða
megrunarkúra, sem enduðu í
óviðráðanlegri veiki anorexia
nervosa. '
Helga,þá 15 ára og 55 kíló,
var besti þátttakandi Noregs í
Olympíuleikunum í Mexíkó
1968. Hún varð n r. 1 í norræna
meistarafimleikamótinu 1969,
en 1971 fékk hún 2. verðlaun.
Árið 1973 mistókst henni í
keppninni, því þá þótti hún of
þung. Þá var lagt hart að henni
að losna við nokkur kíló, og
Helga byrjaði algeran sultar-
kúr. Það varð ekki aftur snúið,
því að nú varð hún altekin af
hinum sálræna hungursjúk-
dómi, anorexia nervosa. Það
var reynt að berjast fyrir lífi
hennar, en tókst ekki, og 29
ára dó hún af sulti.
Það einkennilega við þennan
sjúkdóm er, að karlmenn fá
hann aldrei og ekki konur, sem
átt hafa börn. Unglingsstúlk-
um, sem eru yfirspenntar á
taugum, er einna hættast að
verða fyrir barðinu á honum.
ef þær hafa verið í langvarandi
megrunarkúrum.