Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982.
19
heimilistiminn
umsjón: B.St. og
K.L.
síðan
hefur ísland
verið mér
og trú
eiginkona...”
■ Gérard Chinotti er frá Normandí í Frakklandi en hefur verið
búsettur á íslandi síðan 1975. Hann kom fyrst til íslands 1961 og
eins og hann segir sjálfur í grein sinni, varð hann þá yfir sig
ástfanginn af landinu og líf hans tók nýja stefnu. Gérard er
magister í frönsku og frönskum bókmenntum og stundar kennslu
við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Menntaskólann við Sund.
Hann hefur undanfarin ár haft umsjón með jazz-þáttum í
útvarpinu ásamt konu sinni Jórunni Tómasdóttur.
Það vírðist ríkja
algert stjómleysi
í íslenskri umferð
Ekki get ég sagt ykkur nákvæmlega
hvað klukkan er en langt er hún gengin
í átta að morgni. Ég er staddur
einhvers staðar í umferðarþvögunni
en svo er umferðin hæg á þessum tíma
dags að það hlýtur að slá öll met, og
það í landi þar sem ekið er á
jarðarfarahraða um hábjartan dag.
Reyndar er ég ekki að húgsa um
umferðina á þessari stundu. Hugur
minn er allur bundinn því að komast
í Fjölbrautina í Garðabæ áður en
klukkan nær að slá átta. Ég verð að
skella í mig einum bólla af kaffi áður
en kennsla hefst. Er það jafn mikilvægt
fyrir nemendur mína og sjálfan mig.
Bílþurrkurnar hamast við að reka
regnið af framrúðunni. Reglubundnar
hreyfingar þeirra og hitinn sem smám
saman eykst inni í bílnum fylla mig
vellíðan. Umhvcrfis mig framkvæma
ökuþórarnir óvænta, oft á tíðum
undarlega hluti, sem þeim ættrr ekki
að líðast. Pað virðist ríkja algert
stjórnleysi í íslenskri umferð sem vart
fer þó hraðar en snigillinn.
Ég kem loks að nýju umferðarljós-
unum í Garðabæ. Við þriðja ljósavit-
ann, sem stendur rétt við bensínaf-
greiðsluna, beygi ég til hægri og
Fjölbrautin í Garðabæ blasir við. í
myrkrinu sé ég móta fyrir fólki sem
hraðar sér í átt til skólahússins.
Líklegast nemendur sem þrá að kom-
ast í var. Þegar er búið að tendra ljósin
á kennarastofunni. Óbrigðult merki
um að Pétur, húsvörðurinn, sé kominn
og farinn að hella upp á. Og kaffið
hans Péturs er jafn gott og notalegt
og maðurinn er sjálfur. Af sögum
Péturs má ráða að hann hafi fyrst barið
þessa veröld augum þá er síðustu
frönsku skúturnar komu til Aust-
fjarða.
Ég rekst á nokkra hálfsofandi nem-
endur er ég geng upp stigann er liggur
að kennarastofunni. Er ég kem þar inn
eru Pétur og einn samkennari minn í
hrókasamræðum inni í eldhússkons-
unni inni af stofunni. Svo ljót og
ósmekkleg var þessi kennarastofa er
ég hóf frönskukennslu í Garðabæ að
ef veitt hefðu verið nóbelsverðlaun
fyrir vondan smekk hefðu þau örugg-
lega trónað þar uppi á vegg. Litirnir á
veggjunum minntu mig á ódýra mat-
sölustaði í Marokkó: blanda af fjól-
ubláu. rauðu og grænu. einmitt þeir
litir er múhameðstrúarmenn eru hvað
hrifnastir af. Við nliðina á glugganum
var einhvers konar l ekkur með rauðu
plastáklæði. Svona bekf ir voru algeng-
ir á biðstofum sjúkrahúsa fyrir 20 árum
eða svo. Bekkur þess; var augsýnilega
kominn til ára sinna og mátti muna
sinn t'ffil fegri.
Kaffibollarnir voru í fullu samræmi
við umhverfi sitt. Ljótir höfðu þeir
verið í upphafi og hafði tíminn ekkert
fegrað þá. Þvert á móti! Þeir voru allir
meira og minna sprungnir og brotnir.
Upphaflega höfðu barmarnir verið
skreyttir með gylltri rönd sem nú hafði
í flestum tilvikum máðst svo til alveg
af. Sömu sögu var að segja af brúnu
skreytimyndunum sem minntu helst á
vafasamar brúnar klessur á hvítum
grunni. Auglýsingaklukkan frá Dunl-
op kórónaði þó öll ósmekklegheitin.
Hefði hún sómt sér snöggtum betur
uppi á vegg inni á bifreiðaverkstæði.
Eftir mikil og langvinn harmakvein
fengust loks peningar til, að gera
gagngerar endurbætur á kennarastrof-
unni. Svo vel hefur til tekist að maður
væri gersamlega búinn að gleyma
hvernig stofan leit út áður ef ekki væri
vegna kiukkunnar góðu frá Dunlop
sem enn trónar þar uppi á vegg.
Minnisvarði um ljótustu og jafnframt
ógleymanlegustu kennarastofu sem ég
hef séð.
Samkennararnir eru flestir mættir.
Þeir standa í hnapp inni í eldhúsi. sötra
góða kaffið hans Péturs og rabba
saman. Þar sem ég er fremur' fámáll
svona í morgunsárið, stend ég crlítið
afsíðis með kaffibollann í hendinni og
bíð þess að hringt verði inn.
Enn hef ég sloppið undan
særingum nemenda
minna
Og það er hringt. Gangarnir eru
troðfullir af nemendum. Sumir standa
uppi á endann, aðrirsitja, annað hvort
á bekkjum eða bara á gólfinu. Ekki er
hávaðanum fyriraðfara. Frönskunem-
endurnir bíða mín. Koma mín virðist
ekkert gleðja þá tiltakanlega. Það
fylgir starfinu að vera í sífellu skot-
spónn leynilegra óska nemenda um að
bíllinn þinn fari ekki í gang, að það
springi hjá þér á leiðinni og ekki hvað
síst eitthvað þaðan af verra. t.d. að þú
fótbrjótir þig er þú húrrar niður
stigann heima hjá þér. Þá yrði nú
heldur betur kátt í skólanum. Töfr-
aorðið FRÍ stæði skrifað stórum
stöfum á stofudyrunum. Ekkert orð er
eins unaðslegt í augum og eyrum
nemcnda. En. sumsé. ég hef sloppið
enn einu sinni undan særingum nem-
enda minna og er því mættur. Eins
og fé sem leitt er til slátrunar silast þeir
inn í stofuna.
Þetta er sá tími árs og dags er
nemendur eru hvað fölastir. Sumir eru
svo fölir að það fellur á þá bláleit,
jafnvel grænleit slikja. Frammi fyrir
þessum fölva reyni ég að gera leynd-
armál fran.krar tungu spennandi.
Lestur, æfingar, málfræði, spurningar.
Bekkurinn vaknar smátt og smátt til
lífsins. Stundum gengur allt vel, stund-
Gérard Chinotti. Alþjóð þekkir hann úrútvarpi, en þarhefur hannhaft umsjón með jazzþáttum, ásamt konu
sinni, um árabii.
um ekki alveg eins vel, en yfirleitt er
þessi frönskubekkur í Garðabæ mjög
góður. Það er hringt út. Fimm mínútna
hlé. Kaffi. Áfram er haldið næstu 40
mínúturnar. Kennslu minni er lokið í
Garðabæ að þessu sinni. Sólin er að
koma upp (þó að hún sjáist auðvitað
hvergi).
Upptakan gefur tilefni
til gönguferðar
Heima hitti ég Jórunni konu mína
og við förum saman niður í útvarp til
að taka upp jazzþátt sem sendur
verður út kl. 5 síðdegis. Þessi upptaka
gefur tilefni til smágönguferðar því við
búum skammt frá útvarpshúsinu. Það
tekur okkur tæpa klukkustund að taka
þáttinn upp og þegar því er lokið hraða
ég mér til kennslu á ný. í þetta sinn í
Menntaskólanum við Sund. Þar er
kennarastofan miklu stærri en í
Garðabæ, er í réttu hlutfalli við stærð
skólans. Tvö langborð tróna fyrir
miðju stofunnar; virðast tilbúin að
kikna undir dýrindis mat og veigum
handa fjölda manns. En „LA
GRANDF BOUFFE“ verður að bíða
enn um sinn. Á borðin er einungis tyllt
rýrum kosti tímalausra kennara. Ég
kasta kveðju á samkennarana, sporð-
renni einni brauðsnciðogsvolgra í mig
einum bolla af kaffi. Það er hringt inn!
Lífi kennarans og nemandans er
stjórnað af frckjulegri hríngingu á
vissum tímum daginn út og inn.
Mannfjöldinn í M.S. er þvílíkur að
maður verður bókstaflega að ryðja sér
braut gegnum þvöguna til að ná í tíma
dvrum skólastoijnnar. Frímínútum
eyða nemendur og kennarar í lýjandi
hlaup og ruðninga í hinu mannmettaða
völundarhúsi. Hér eru ncmendurnir
vaknaðir fyrir löngu þannig að allt ætti
að ganga eins og í sögu. En svo cinfalt
er það nú ekki. Nú cru allir orðnir
dauðþreyttir eftir langan og strangan
dag. Það varsögupróf í ntorgun, alveg
níðþungt og ferlcga yfirgripsmikið.
Alltof mikið á þau lagt í líffræðinni,
vinnuálagið bókstaflega að ganga frá
þeim í öllum greinum. Farið alltof
hratt yfir! O.s.frv., o.s.frv. Gamla
góða tuggan til að eyða svölítið
tímanum. Ef trúa skal því scm nem-
endur segja kemur í Ijós að þeir cru
ekki móttækilegir nema örfáar mínút-
ur á degi hverjum. Hvcnær? Það er nú
það. Það veit enginn með vissu. Á
morgnana eru þeir of syfjaðir. Þeir
vakna svo srnánt saman og allt í einu,
eins og hendi sé veifað, eru þeir orðnir
hálflamaðir af þreytu vegna mikillar
og strangrar vinnu. Það er sumsé
aðeins á örstuttu augnabliki milli þess
sem þcir eru fullvaknaðir og dauð-
þreyttir að þeir meðtaka námsefnið að
einhverju marki. Vandamálið er bara
að þetta örstutta augnablik rennur
ekki upp samtímis hjá öllum nemend-
um og því ómögulegt að miða kennsl-
una við það.
Hvaðan kemur þeim
þetta óvænta þrek?
Vjð höldum áfram að sigla milli
óreglulegra saeia, stranda á undan-
tekningum, framleiða hin einkennileg-
ustu hljóð sem ínynda hljóðkcrfi míns
ylhýra móöurmuls. I síðasta tímanum,
(Tímamynd Kóbert)
sem lýkur kl. 5, er ég nreð hóp af
eldhressum og áhugasömum stelpum í
spænsku. Greyin eru auðvitað alveg
orðnar úrvinda eins og gefur að skilja,
svona í síðasta tíma dagsins. Ég verð
því alltaf jafn undrandi er þær byrja
að hoppa, dansa og ærslast þegar
hringt er út úr tímanum. Og sumar
fara meira að segja hjólandi heim.
Hvaðan kemur þeim þetta óvænta
þrck? Já, það er margt skrýtið í
kýrhausnum. Ég var næstum alveg
búinn að glcyma eina stráknum í
spænskuhópnum, Lcifi „Amigo“ eins
og hann er alltaf nefndur, cr hann er
vanur því. Ég ávarpa bekkinn nefni-
lega ætíð „stelpur".
Eg gcng hægum skrcfum ut um dyr.
M.S. Grámi himinsins hcfur sogið í sig
dagsbirtuna. Ég fer heim og hlusta á
jazzþáttinn í útvarpinu. Síðan ætla ég
í líkamsræktina og puðasvolítið. Ekki
veitir af. Sjónvarpið tcfur mig ekki í
kvöld, Dallas er á dagskrá.
Síminn hringir, „Halló: Góðan dag.
Bjarghildur heiti ég og vinn á Tírna-
num. Ég hringi vegna „Dagur í lífi....“
„Afsakið. Hvað eigið þér við? Aldrei
heyrt á það minnst." Áður en ég veit
af er ég búinn að samþykkja. En frá
hverju skal-segja? Dagur í lít'i mínu?
Einn af 15.148 sem ég hef þcgar að
baki! Hvern skal ve!;a? Erfitt. Dagur-
inn er ég kom til Islands í fyrsta sinn
telst líklega til þcirra merkilegn í lífi
mínu. Ég varð yfir mig ástfanginn af
landinu og líf mitt tók nýja uefnu
Síðan hefur ísland verið mér sem trygg
og trú eiginkona. Þó ekki gallalaus
(hvaða eiginkona er það?), en ég
fyrirgef þá alla.
Dagur í lífi Gérards Chinotti, magisters í frönsku og bókmenntutn