Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. 21 Tþróttir Umsjón: Sigurdur Helgason KR-INGUM VIRTIST NÆR FYRIRMUNAÐ AÐ HITTA — í fyrri hálfleiknum gegn Val í úrvals- deildinni í körfuknattleik Stórsigur IS — Unnu UMFG 105-58 ■ I gærkvöldi léku lið Stúdenta og ar stórsigur á andstæðingum sínum. Grindvíkinga í 1. deildinni í körfu- Lokatölur leiksins urðu 105 stig gegn knattleik. Leikið var í íþróttahúsi 58. Kennaraháskólans og unnu stúdent- sh Bíðum eftir upplýsingum — segir form. KKÍ um mál Péturs Leikinn dæmdu Björn Ólafsson og oft á tíðum sérkennilegir, en það réði Þráinn Skúlason og virtust dómar þeirra engum um úrslit leiksins. sh ■ Allt snýst um Stewart Johnson í leik KR-inga Þróttarar til T romsö — Leika þar í Evrópukeppni í blaki ■ KR-ingar eru áreiðanlega ekki hress- ir með hittnina ■ fyrri hálfleiknum gegn Valsmönnum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi. Þeir skoruðu aðeins 28 stig í hálfleiknum og segja má að léleg hittni þeirra þá hafl komið í veg fyrir möguleika þeirra á að veita Vals- mönnum verðuga samkeppni. Valsmenn byrjuðú leikinn annars af gífurlegum krafti og komust í 7-0 og það sáust tölur eins og 15-4 á stigatöflunni. Allan fyrri hálfleikinn höfðu Valsmenn örugga forystu yfirleitt um 10 stig og þeim tókst að auka hana í 15 stig fyrir leikhléið. í hálfleik var staðan 48 stig gegn 28 Valsmönnum í hag. Síðari -hálfleikurinn var mun jafnari, enda var hittnin hjá Stewart Johnson þá miklu betri en í þeim fyrri. Þá tók Ágúst Líndal vel við sér í síðari hálfleiknum. En Valsmenn héldu öruggri forystu og juku hana aðeins undir lokin. Lokatölur í leiknum urðu 89 stig gegn 71 Val í hag. í heild var leikurinn síakur. Mikið var um mistök og fátt virtist ganga upp hjá sumum leikmönnum liðanna. Og sann- ast sagna er ótrúlegt að KR-ingar eigi annan jafn slakan hálfleik og þann fyrri í gærkvöldi á næstu árum. Bestir hjá Val voru Torfi Magnússon og Tim Dwyer. Hann er að því leyti ólíkur landa sínum hjá KR, að hann leikur félaga sína muh meira upp, en hjá ■ „Frá því að Pétur Guðmundsson fór til Bandaríkjanna í atvinnumennsku hefur legið ljóst fyrir að hann komi ekki til með að leika oftar með landsliðinu í körfuknattleik," sagði Helgi Ágústsson formaður KKÍ í samtali við Tímann. „Það liggur heldur ekki ennþá ljóst fyrir hver staða hans er með ÍR og við eigum von á upplýsingum frá bandaríska körfuknattleikssambandinu í því sam- bandi. Ég veit að Pétur hefur sótt um að fá að nýju áhugamannaréttindi sín, en hann hefur enn ekki fengið nein viðbrögð frá bandaríska sambandinu í því sambandi." Næsti leikur ÍR-inga er gegn Keflavík föstudaginn 19. nóvember og þá verður að vera Ijóst hvort Pétur má leika .»Stjórn KKÍ mun halda fund á mánudag og þá verður þetta mál rætt og væntanlega tekin afstaða, ef þau gögn sem beðið er eftir verða komin. Það veldur hins vegar íslenskum körfuknattleiksunnendum miklum von- brigðum, að Pétur skuli ekki geta leikið framar með landsliðinu. Hann hefur sýnt að hann er yfirburðamaður í sinni stöðu meðal íslenskra körfuknattleiks- manna og hefur oft sýnt frábæra leiki með landsliðinu. Það væri óskandi að málið leystist farsællega og að Pétur gæti leikið með ÍR-ingum, því þar með ætti keppnin í Johnson er það einstaklingsframtakið sem gildir. Einnig sýndi Jón Steingríms- son mjög góðan leik. Hann er drjúgur leikmaður, sem ekki lætur mikið yfir sér, en skilar hlutverki sínu með mikilli prýði. Þá er ástæða til að nefna þá Ríkharð og Kristján Ágústsson. Hjá KR gengur allt út á Stewart Johnson. Og enda þótt hann hafi skorað 36 stig í þesum leik, þá átti hann ótölulegan fjölda skota sem ekki rötuðu rétta leið. Aðrir leikmenn virka á köflum eins og statistar, en það er ekki hægt að vinna leiki á einum manni, þó góður sé. Það var einna helst að Ágúst Líndal sýndi spretti og þá einkum í síðari hálfleik. Einnig voru þeir Páll Kolbeinsson og Jón Sigurðsson sæmileg- ir. Liði Vais í leiknum stýrði Douglas sá, er nýlega var rekinn frá Fram. En hann fékk ekki að sitja á bekknum nema fram í miðjan síðari hálfleik. Var honum þá vísað úr húsinu fýrir að mómæla dómum. Er þessum manni að því er virðist hvergi vært hér á landi. Stigin: KR: Stewart Johnson 36, Ágúst Líndal 11, Jón Sigurðsson 8, Páll Kolbeinsson og Stefán Jóhannsson 6 stig hvor, en aðrir minna. Valur: Torfi Magnússon 23 stig, Tim Dwyer 16, Jón Steingrímsson 15 stig, Kristján Ágústs- son 14, aðrir minna. ■ Pétur Guðmundsson. úrvalsdeildinni að geta orðið geysispenn- andi bæði á toppi og botni. Möguleikar liðsins eru mjög mikið undir því komnir að þeir geti notað Pétur í leikjum sínum, en eins og kunnugt er hafa ÍR-ingar ekki unnið leik í úrvalsdeildinni í ár. sh. ■ íslandsmeistarar Þróttar í blaki fóru í morgun til Noregs til þátttöku í Evrópukeppni mcistaraliða í blaki. Þróttarar munu leika báða leikina ytra á laugardag og sunnudag. Þetta er í annað skipti sem Þróttur tekur þátt í Evrópukeppninni, en í fyrra lék liðið gegn KFUM Osló, sem voru þáverandi Noregsmeistarar. Að þessu sinni er það BK Tromsö sem eru andstæðingarnir. Þróttarar töpuðu fyrri leiknum gegn Norðmönnunum í fyrra með þremur hrinum gegn engri, en sá leikur fór fram í Reykjavík. í leiknum í Oslógekk betur hjá Þrótti, en úrslit hans urðu 3-2 Norðmönnum í hag og þá endaði úrslitahrinan 15-13 KFUM í hag. Lið Tromsö vann bæði deildar- og bikarkeppnina í Noregi á síðasta ári. í liðinu eru fimm landsliðsmenn, þar af fjórir úr byrjunarliði Noregs. Og einn þeirra var einmitt með KFUM Osló í fyrra. Þetta er þriðja árið sem Tromsö er með í 1. deild í Noregi. Fyrsta árið varð liðið í 2. eða 3. sæti, en annað árið urðu þeir meistarar og nú í ár hafa þeir unnið alla sína leiki. Allir leikme'nn Þróttar sem þátt taka í Evrópukeppninni eiga landsleiki að baki, en 7 Icikmenn fara utan til þátttöku í leikjunum tveimur. Þróttarar leika sinn 200. leik í blaki frá upphafi og hefur einn leikmaður Þróttar verið með í öllum leikjum liðsins til þessa og leikur því sinn 200. leik með Þrótti frá því að blakdcild félagsins var stofnuð árið 1974. Þar á undan hafði Gunnar leikið í þrjú ár með öðrum liðum í íslandsmótinu í blaki. Þróttarar gera sér engar gyllivonir áður en þeir leggja í þennan leik, en þeir munu leggja sig alla framm við að ná sem allra bestum árangri. Fram og KR í úrvalsdeild ■ Einn leikur verður háður í úrvalsdcildinni í körfuknattleik um helgina. Fram og KR mætast í Hagaskóla á mánudagskvöld og hefst leikurinn kiukkan 20.00. Á morgun leika I.augvetningar og Tindastóll í 2. deild og fer sá leikur fram á Laugarvatni. Á mánudags- kvöld lcika svo Bræður og HK í 2. deild í Hagaskóla, strax eftir leik Fram og KR. Handbolti - Stórleikir í 2. deild ■ Ekkert verður leikið ■ 1. deild karia og kvenna ■ handknattloik um hclgina. Er það vegna undirbúnings karlalands- liðsins undir landsleikina gegn Vestur- Þjóðverjum og vegna keppnisferðar kvennaliðsins til Spánar. En keppnin í 2. og 3. deild karla heldur áfram og sömu sögu er að segja um 2. deild kvenna og 1. flokk karia. í kvöld leika á Akureyri í 3. deild karla Þór og Skallagrímur og hefst sá leikur klukkan 20.00. í Sandgerði leika Reynir og Týr og hefst sá leikur klukkan 20.00 og loks leika á Seltjarnarnesi á sama tíma Grótta og Afturelding í 2. deild. Á Akureyri leika á laugardag í 2. deild karla KA og Þór Ve. og hefst sá lcikur klukkan 14.00, en strax á eftir lcika Dalvík og Skallagrímur í 3. deild. í Keflavík leika klukkan 14.00 ÍBK og Týr og í 3. deild karla. í Laugardals- höll leika í 2. deild kvenna klukkan 13.30 Þróttur og HK, síðan leika í 3. deild karla Fylkir og Ögri og þar á eftir Fylkir gegn ÍA í 2. dcild kvenna. í 2. deild karla leika í Hafnarfirði á morgun Háukar og Árntann. Á Varrná leika í sömu deild á sama tíma Breiða- blik og HK. Bæði Kópavogsliðin. Tveir leikir verða til viðbótar í 2. deild kvenna á laugardag. f Eyjum leika ÍBV og ÍBK og í Ásgarði Stjarnan og Selfoss. Báðir leikirnir verða háðir klukkan 14.00. sh ★ Brad Miley til Keflavíkur ■ Urvalsdeildatlið ÍBK sem misti bandariska ieikmanninn og þjálfar- ann Tim Higgins á dögunum hefur fengið annan leikmann í hans stað. Sá er íslenskum körfuknattleiks- mönnum ekki alveg ókunnur, en hann heitir Brad Miley og lék með Val fyrir nokkrum árum. Miley kemur hingað tU lands á þriðjudag og mun að öllum líkindum leika fyrsta leik sinn gegn í R á flmmtudag. ★ Mátti ekki fara í uppskurd ■ Danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Preben Elkjær leikur eins og Arnór Guöjohnsen með Lokeren í Belgíu. Elkjær hcfur átt við meiðsli að stríða að undanförnu og var það álit lækna, að eins leiðin í stöðunni væri sú, að hann færi í uppskurð á sjúkrahús í Belgíu. En forráðamenn Lokeren vildu ekki að hann færi undir hnífinn strax, enda sýndi hann slórleik með liðinu gegn Kortrejk á sunnudaginn, en þá sigraði Lokeren 4-0. Og Elkjær verður að hlýða forráðamönnum félagsins og er að visu sáttur við það, því þar með gat hann leikiö með í landsleiknum gegn Luxcmburg í fyrrakvöld. ★ ísland vann ■ íslenska unglingalandsliðið í knattspymu lék í gær gegn Norður- írum í Belfast. íslendingar sigruðu með þremur mörkum gegn tveimur. Þctta var vináttulandsleikur þjóð- anna. ★ Björn Borg kemur til ■ Svo virðist sem sænski tennis- kappinn Bjöm Borg sé á góðri leið með að ná fyrri getu i íþrótt sinni. Hann tók nú um helgina þátt i móti í Sidney í Ástraliu, þar sem allir kepptu við alla. Mcðal kcppenda vora Vitas Gerulatis, Ivan Lendl og John McEnroc, eða allir bestu tennisleikarar i heimi. Verðlaunin sem Borg fékk voru 336.000 dollarar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.