Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. Glampar í íjarslai á gullin þil FrásðguþæUlr PORSTEINN GUÐMUNDSSON SKÁLPASTÖÐUM Glampar í fjarska á gullin þil ■ Glampar í fjarska á gullin þil-frá- söguþættir er ný bók, sem Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér. Höfundur- inn, Þorsteinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum í Lundarrcykjadal, hefur verið virkur í forustusveit borgfirskra bænda um flest sem til heilla horfir. Hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Kvæði og greinar eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Þættirnir í þessari bók eru af sönnum atburðum sem höfundur hefur upplifað á langri ævi. M.a. af snörpum viðskiptum hans við laxinn í Grímsá, þar sem snilli og þolinmæði ráða úrslitum leiksins. Bókin lýsirvel næmri tilfinningu höfundar fyrir náttúrunni og lífinu í kringum hann. Þættirnir heita: Gunnar og Kola Stóri laxinn Tveir búferlaflutningar Sörli Mávurinn Sagan um járnklippurnar Fyrsti laxinn minn Tveir smáþættir frá Grafarhyl Droplaug og dóttir hennar Öræfageigur Riddarinn á hvíta hestinum Glampar í fjarska á gullin þil Bókin er 134 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. mj ✓ A . 'M . , 1 If £ $ * \ m1 1 P| > s*, i l!l> i' J i| m i 1 »| c." >« 8 JH. % 4 ' p 1 $ 1 1 > | Hélublóm endurútgefin ■ Hélublóm, Ijóðabók Erlu, koma nú út í annarri útgáfu, en þau hafa verið ófáanleg á almennum markaði um fjörutíu ára skeið. Hélublóm voru fyrst gefin út 1937. Endurútgáfan er aðeins í 250 eintökum og verður bókin einungis seld í Bókinni, Skólavörðustíg 6, Reykjavík. Ritsafn Bólu-Hjálmars endurprentað ■ Bókaforlag ísafoldar hefur sent frá sér endurprentun á Ritsafni Bólu- Hjálmars. Ritsafnið hefur verið ófáan- legt um alllangt skeið. Verkið er heildarútgáfa af Bólu-Hjálmari í þremur bindum. Fyrsta tilraunin til' heildarútgáfu af Bólu-Hjálmari var gerð á Akureyri 1879. Að henni stóðu síra Arnljótar Ólafsson og fleiri. En hún datt niður með upphafinu. Svo kom hin snotra útgáfa Hannesar Hafsteins 1888, en hún var ekki nema kver. Næst kom útgáfa dr. Jóns Þorkelssonar í tveim bindum, 1915-19, og var merkileg. Þá tók við útgáfa Finns Sigmundssonar landsbóka- Bændur Leysið mykjuvandamáiin í eitt skipti fyrir öll með Gundersted mykjudælu og mykjudreifara. S- <=/J O 'O o . c' ★ Lágt verð. ★ Góðir greiðsluskilmálar ★ Til afgreiðslu strax. ★ Leitið upplýsinga. BOÐIf Sími 91-44573 Ásbúð 12, Garðabæ. HALLVE/GARSTÍG 7 SÍMI 26010- / / / / / / / / varðar 1949. Hún var í fimm bindum og tók með óbundið mál Hjálmars. Síðan kom út 1960 sjötta bindið, æviágrip Hjálmars og ýmsir þættir um hann. Allt ritsafn Hjálmars var endurprentað og nokkuð aukið 1965 og kom út í þremur bindum: Ljóðmæli, rímur og laust mál. Finnur Sigmundsson sá um útgáfuna. Er það endurprentun þessarar útgáfu sem forlagið sendir frá sér nú. Þrautir fyrir börn ■ BókaútgáfanVakahefursentfrásér bókina Þrautir fyrir börn og er hún þriðja bókin í flokki þeim, sem hefur hlotið nafnið Tómstundabækurnar. Slík- ar þrautabækur hafa verið afar vinsælar í nágrannalöndunum, en á íslenskum markaði hafa þær verið næsta sjaldséðar. Guðni Kolbeinsson þýddi og staðfærði. Þrautir fyrir böm hefur að geyma hundrað skemmtileg, þroskandi og myndræn viðfangsefni fyrir börn. Sumar þrautirnar eru léttar en aðrar svolítið þyngri. Við val á þrautunum hefur verið tekið tillit til þess, að börn á aldrinum frá 6-12 ára fái hér frístundaverkefni við sitt hæfi. En bókin er í raun fyrir börn á öllum aldri. Á bókarkápu segir meðal annars, að þrautirnar þroski ekki síst athyglisgáfu barnanna, einbeitingar- og skipulags- hæfileika þeirra. Hér er aðfinna talna-, stafa- og orðaþrautir, samanburðarleiki ogfjölda annars konar gamanverkefna. Með þessa bók í höndunum geta krakkar unað klukkustundum saman, því að fátt þykir þeim skemmtilegra en að glíma við þrautir, segir enn fremur á bókarkápu. ÞRáUTœæ jVF.BNER NtELSEN GUONt KOLBEINSSON JORGEN LOVGNET O. FL. & 1MK4 „Yirgill Iitli“ ný bamasaga eftir Ole Lund Kirke- gaard IÐUNN hefur gefið út nýja barnasögu eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Nefnist hún Virgill litli og er sjötta bók þessa höfundar sem út kemur á íslensku. Kirkegaard var kunnur höfundur barnabóka. Hann myndskreytti jafnan sögur sínar sjálfur. Þessi nýja bók, Virgill litli fjallar um lítinn dreng og tvo vini hans. Við sögu koma einnig storkur og dreki með átta iappir. Virgil litla þýddi Þorvaldur Kristinsson. Bókin er 102 blaðsíður. Prisma prentaði. og brúnbæsuðu. Áhersla er lögð á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605. Lifiarkæfa Opiö í kvöld til kl. 3. Efri hæð — danssalur. Dansbandið leikur fyrir dansi. Eitthvað fyrir alla, bæði gömlu og nyju dansarnir. Neðri hæð diskótek. Borðapantanir í síma 23333. Snyrtilegur klæðnaður. STAÐUR HINNA VANDLÁTU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.