Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 5
■ Kortsnoi: „Þetta þýðir endalok
FIDE.“
■ Gligoric keppinautur Friðriks fyrir 4
árum: „Hef enga skoðun.“
■ Timman: „Friðrik skildi aðstððu
okkar mjög vel - það held ég að
Campomanes geri ekki.“
■ Kasparov: „Ég er hxstánægður.“ ■ Campomanes: „Friðrik er mjög
góður í skák, en í svona skák kann hann
lítið.“
Söguleg kosning forseta FIDE á þingi þess í Luzern í gærmorgun:
„PENINGAR, EKKERT ANNAД
— sagði júgóslavneski fulltrúinn og fórnaði höndum
Frá Illuga Jökulssyni, Luzern, Sviss
■ Fundur Alþjóðaskáksambandsins,
að morgni kosningadags hófst með því
að viðstaddir risu úr sætum og þögðu í
góða stund í virðingarskyni við hinn
látna forseta Sovétríkjanna, Leonid
Brésnjef. Það þótti mér undarlegt, en
öðrum eðlilegt. Síðan var tekið til
óspilltra málanna: frambjóðendurnir
þrír til forsetaembættisins, fluttu ávörp
um stefnumál sín og sjónarmið, Kazic
frá Júgóslavíu, Campomanes frá Filips-
eyjum og Friðrik Ólafsson. Ræða Kazic
var yfirlætislaus; Campomanes sýndi
aftur á móti mikil tilþrif, enda snjall
ræðumaður. Hann lagði áherslu á að
breytinga væri þörf innan FIDE; til þess
að samtökin yrðu sönn alþjóðasamtök,
væri nú nauðsynlegt að kjósa forseta
sem ekki væri frá Evrópu. Friðrik talaði
síðastur og bað um tíma til að fylgja eftir
þeim málum, sem hann hefði unnið að
undanfarin fjögur ár. Hann kvaðst ekki
geta lofað mönnum gulli og grænum
skógum, heldur aðeins raunsærri stefnu
og samviskusamlegri vinnu. Síðan var
gengið til atkvæða.
Aðferðir Campomanes
vægast sagt vafasamar
Eins og ég hef þegar skýrt frá, hafði
bjartsýni íslendinganna farið vaxandi
hér síðustu daga. Þeim þótti sem staðan
væri ekki jafnvonlaus og í upphafi var
ætlað, og straumurinn lægi til Friðriks
sem kunnugt er hafði Campomanes eytt
miklum tíma og gífurlegum fjármunum
í kosningabaráttu sína síðustu árin og
eru margir þeirrar skoðunar að aðferðir
hans hafi verið vægast sagt vafasamar.
Þær virðast þó hafa skilað árangri, enda
var Campomanes sigurviss og öruggur
með sig, þegar kosið var. Hann brosti á
báðar hendur og er hann kom sjálfur til
að skila atkvæði sínu sem forseti
Skáksambands Filipseyja, veifaði han,n
kjörseðli sínum framan í ljósmyndara og
aðra sem nálægt stóðu. Hann hafði að
sjálfsögðu kosið sjálfan sig. Heima á
íslandi hefði þetta verið kallað áróður á
kjörstað; sömuleiðis það að í anddyri
þingsalarins útbýttu undirmenn hans
vindlum og litprentuðum bæklingum um
ágæti hans. Þingið var reyndar haldið í
spilavíti Luzernborgar, og höfðu margir
á orði að þar hæfði kjaftur skel - höfðu
í huga óprúttnar aðferðir Campomanes-
ar og fjárglæfri hans.
Monakómenn
sviku Friðrik
Það voru 108 þjóðir sem kusu og vakti
mesta athygli Friðriksmanna, að
Monakómenn, sem höfðu lofað Friðrik
stuðningi. voru ekki mættir á staðinn.
þótt sveit frá Monakó tefldi hér á
Ólvmpíumótinu. Að öðru levti var
þátttakan eins og við hafði verið búist.
Þrír menn sáu um að telja atkvæðin,
einn frá hverjum frambjóðanda, og var
Guðmundur G. Þórarinsson fulltrúi
Friðriks. Mikil spenna var í loftinu á
meðan talning stóð yfir, enda höfðu
fæstir hugmynd um hvernig landið lægi,
þrátt fvrir miklar spekúlasjónir að
undanförnu. Við íslendingarnir sátum
flestir frammi í kaffi, þegar Guðmundur
og hinir fulltrúarnir komu með tölurnar
úr fyrri umferðinni. Svipurinn á Guð-
mundi lofaði ekki góðu: „Nú er það
svart,“ sagði hann, „Campomanes þarf
ekki nema þrjú atkvæði til þess að ná
kosningu*'. Og það var rétt. í fyrri
umferð hafði Filipseyingurinn hlotið 52
atkvæði, Friðrik 37, en Kazic 19. Þetta
var reiðarslag fyrir stuðningsmenn
Friðriks, sem höfðu gert ráð fyrir að
hann ætti a.m.k. 48 atkvæði vís. Þarna
kom sem sé í ljós að harla lítið hafði
verið að marka fögur loforð ýmissa
þjóða, einkum sumra Arabalandanna,
sem heitið höfðu Friðrik stuðningi, en
síðan augsýnilega kosið Campomanes.
Síðan var kosið á nýjan leik og
Friðriksmenn neituðu að gefa upp alla
von. Enda þótt Campomanes skorti
aðeins 3 atkvæði eftir fyrri umferðina,
vonuðu íslendingarnir að Sovétríkin og
fylgiríki þeirra, þ.e. Austurblokkin, sem
kosið höfðu Kazic í fyrri umferð, myndu
nú snúast á sveif með Friðriki, en svo
fór ekki. Er talið hafði verið upp úr
kjörkassanum og Guðmundur og félagar
voru komnir með lokatölurnar var Ijóst
að Campomanes hafði unnið yfirburða-
sigur: hlotið 65 atkvæði á móti 43
þjóðum sem kusu Friðrik. Florencio B.
Campomanes hafði verið kjörinn forseti
FIDE fyrir næstu fjögur ár, Friðrik
Ólafsson var fallinn.
Campomanes reyndi
að múta Grikkjum
Þetta voru í sjálfu sér mikil vonbrigði
fyrir íslendingana á staðnum, þótt menn
tækju ósigrinum hetjulega. Einkum
vakti það mikla athygli hversu mikill
munurinn var; það er óhætt að tala um
að Campomanes hafi malað Friðrik og
hans menn. Þegar í stað var sest á
rökstóla og reynt að grafast fyrir um
ástæðurnar, þótt þær lægju í raun og
veru í augum uppi. Campomanes náði
fyrst og fremst kosningu vegna þess að
hann hafði ótakmörkuð fjárráð, að því
er virtist og beitti peningum sínum á
hvern þann hátt sem hann hélt að dygði.
Eftir að úrslit úr fyrri atkvæðagreiðsl-
unni lágu fyrir fórnaði júgóslavneski
fulltrúinn höndum og hrópaði „Þessar
kosningar eru um peninga, ekkert
annað".
Gríski fulltrúinn, sem var yfirlýstur
stuðningsmaður Kazic, sagði Guðmundi
G^ Þórarinssyni að í fyrradag hefði
Campomancs boðið honum stórfé fyrir
að kjósa Campomanes í seinni umferð,
ef Kazic félli út: 2000 svissneska franka
fyrir kosninguna og 2000 eftir hana, el
Campomanes næði kjöri. Gríski fulltrú-
inn hafnaði þessu og kaus Friðrik í seinni
umferð, rétt eins og Kazic sjálfur. en
hann hafði auk þess umboð fyrir
Afríkuríkið Ghana, svo þar fékk Friðrik
þrjú atkvæði í viðbót. Hvaðan hin komu
er ckki fullljóst: Portúgal er þó að
líkindum eitt þeirra, en mestu skipti að
Sovétrikin og Austantjaldslöndin fóru
yfir á Campomanes.
Úrslit líklega
ráðin fyrirfram
Sevastianov, fyrrum geimfari og nú-
verandi forseti sovéska skáksambands-
ins hafði algjörlega neitað að gefa upp
hvern Sovétríkin myndu styðja í seinni
umferðinni, en nú er það komið fram -
Campomanes. Talið er að frestun heims-
meistaraeinvígisins í Meranó hafi haft
mest áhrif þar á, en þeirri ákvörðun
Friðriks reiddust Sovétmenn mjög, eins
og kunnugt er. Þá hafði enski stórmeist-
arinn Raymond Keen það eftir sovéska
stórmeistaranum Gari Kasparov, að
framferði Friðriks í fyrradag, þegar
dregið var um hverjir skuli keppa saman
í undanrásum heimsmeistaraeinvígisins,
hafi verið punkturinn yfir i-ið. (Friðrik
sagði í viðtali við Tímann í gær, að þarna
hefði verið um smávægileg mistök að
ræða, vegna flókinna reglna, en hann
fullyrti að þessi mistök hefðu engin áhrif
haft á úrslit forsetakjörsins - innskot
AB)
Campomanes hefur
greiðan aðgang að
fjárhirslum Marcosar
Athöfn þessi er venjulega hin hátíð-
legasta, þar sem áskorendurnir átta
mæta allir til að fylgjast með drættinum,
ásamt fyrirmönnum FIDE. Að þessu
sinni fór allt í handaskolum og einhver
misskilningur olli því að athöfnin dróst
öll mjög á langinn og endurtaka varð
dráttinn. Hvað þarna var á ferðinni er
ekki fullljóst, en svo virðist sem Friðrik
hafi misskilið reglurnar um þennan hlut,
eða alltént framkvæmd hans. Ray Keen
og David Levy frá Skotlandi, sem báðir
voru stuðningsmenn Friðriks, sögðu að
óhapp þetta hefði kostað Friðrik nokkur
atkvæði, en ég er ekki viss um hversu
mikið á að gera úr því. Líklega hafa
úrslit verið ráðin fyrirfram.
Og þó - það var haft eftir stuðnings-
mönnum Kazic, að ástæðan fyrir því að
hann fékk svo fá atkvæði í fyrri umferð,
hafi verið sú, að daginn áður hafi
Arabaríkin haldið með sér fund, og öll
nema eitt, Alsír, ákveðið að styðja
Campomanes, en ekki Kazic, eins og ráð
hafði verið fyrir gert. Lesa mátti milli
línanna aðþar hefðu miklarfjárupphæð-
ir skipt um eigendur, enda er talið að
Campomanes hafi alls eytt á milli 4 og
5 hundruð þúsund dollurum í þessa
kosningabaráttu. hann hefur eins og
kunnugt er greiðan aðgang að sjóðum
Filipseyjaforseta, Marcosar, sem ekki
þykir vandari að meðulum, en Campo-
manes vinur hans. Það er alla vega
staðreynd að Campomanes borgaði prí-
vat og persónulega fcrðir og uppihald
fyrir fjölmarga fulltrúa á FIDE þinginu,
og höfðu sumar ekki einu sinni skáksveit
á Ólympíumótinu. Hafði David Levy
stungið upp á því að við Islendingana
hér, að þeir gerðu slíkt hið sania;
borguðu fargjöld fyrir þjóðir sem ekki
ætluðu að mæta. en vitað var að nnndu
styðja Friðrik, en hvort tveggja var að
sjóðir Friðriks voru hvergi nærri eins
gildir og keppinautarins, og cins hitt að
mönnum blöskraði þvílíkar aðfarir, og
vildu heldur tapa með sæmd en vinna
með mútum. Campomanes var ekki
sama sinnis.
Eftir kosninguna var Campomanes að
sjálfsögðu í sjöunda himni. Guönnindur
G. Þórarinsson fór til hans og óskaði
honum til hamingju og Campomanes
brosti breitt.
„Friðrik kann lítið í svona
skák,“ sagði Campomanes
„Friðrik Ólafsson er mjög góður í
skák,“ sagði Filipseyingurinn, „en í
svona skák kann hann lítið. Ég gct lítið
í skák; og því snéri ég mér að þessu!"
Stuttu seinna sást hvar Campomanes
faðmaði Rússann Sevastianov að sér og
kyssti í bak og fyrir, svo að Roshal,
sovéskum skákblaðamanni og áhrifa-
manni í sovésku skákhreyfingunni þótti
nóg um. Roshal þreif Campomanes með
sér fram á gang, og vakti það athygli að
hinn nýkjörni forseti fylgdi honum Ijúfur
sem lamb. Frammi á gangi dró Roshal
Campomanes afsíðis og var strangur á
svip og með mikið handapat. Ekki
virtist Sovétmaðurinn vera að óska
Campomanes til hamingju; fremur að
segja honum til: Hvort þetta er for-
smekkurinn af starfi FIDE á næstunni,
skal ósagt látið. Hitt er víst að þegar
Kazic kaus í síðara sinni og sigur
Campomanes blasti við, sagði hann í
heyranda hljóði „Þetta er í síðasta sinn
sem ég kýs,“ og gaf þar með í skyn að
hann myndi draga sig útúr störfum innan
FIDE, þar sem hann hefur verið
atkvæðamaður. Þá hefur verið haft eftir
Inek Bekker, hollenskri konu sem verið
hefur nokkurs konar framkvæmda-
stjóri FIDE í langan tíma, að sennilega
myndi hún og allt starfslið skrifstofunnar
í Amsterdam láta af störfum. Ekki er þó
víst að af því verði þegar á reynir.
„Endalok FIDE,“
segir Kortsnoi um úrslitin
Ég spurði nokkra stórmeistara í skák
um álit þeirra á kosningu Campomanes-
ar. Fyrstu svaraði Ray Keen.
„Ég er að sjálfsögðu óánægður. Sem
skákmaður vildi ég hafa annan skák-
mann í þessu embætti. Ennþá er of
snemmt að segja nokkuð um hver áhrif
þetta hefur á starfsemina innan FIDE,
og því vil ég sem minnst um það segja,
en mér þykir þetta leiðinlegt vegna
Friðriks, afar leiðinlegt, satt að segja,
og ég átti ekki von á að svona færi.“
Fyrir utan spilavítið, þar sem Cam-
pomanes hafði nú tckið við stjórninni
rakst ég á Gari Kasparov á rölti. Annað
hvort hefur h'ann fengið fréttirnar ótrú-
lega snemma, eða hann hefur hreinlega
vitað um úrslitin fyrirfram, því hann
spurði ekki einu sinni um töiur þegar ég
bað um álit hans.
„Ég er hæstánægður," sagði Kaspa-
rov, „þetta voru eðlileg úrslit. Það er
greinilegt að næstum allur heimurinn, að
Vestur-Evrópu undanskilinni, hefur
kosið Campomanes. Friðrik hefur, að
mínu mati, verið veikur forseti, eins og
kom í ljós þegar dregið var í áskor-
endakeppninni og nauðsynlegt er að
styrkja FIDE á nýjan leik. Hins vegar
held ég varla að miklar brcytingar verði
á stefnunni innan FIDE. þó ef til vill
verði lögð aukin áhersla á að styrkja
skáklífið í þróunarlöndunum."
„Virði Friðrik Ólafsson
mjög mikils“
Lev Alburt, sovéskur útlagi sem teflir
nú fyrir Bandaríkin:
„Ég virði Friðrik Ólafsson mjög
mikils, bæði sem skákmann og persónu
og tel að hann hafi unnið gott starf innan
FIDE. Því hefði ég helst kosið að hann
yrði forseti sambandsins áfram, en úr
því að svona hefur farið vona ég að þeir
Friðrik, sem hefur góðan skilning á
sjálfri skáklistinni, og Campomanes,
sem er slyngur að afla fjár til skákvið-
burða, geti sameinað krafta sína, skák-
iistinni til heilla. Ég veit að staða
Friðriks var mun erfiðari. því nær
ómögulegt var að keppa við allan auð
Campomanesar og Marcosar, en ég
vona að Campomanes muni áfram fylgja
þeirri stefnu sem Euwe og Friðrik hafa
markað."
„Hef enga skoðun“
sagði Gligoric
Gligoric, keppinautur Friðriks frá því
fyrir fjórum árum var mjög diplómatísk-
ur: „Ég hef enga skoðun á þcssu. Allir
frambjóðendurnir voru mjög hæfir
mcnn.“
Jan Timman, frá Hollandi kvaðst hafa
orðið fyrir vonbrigðum: „Ég er að vísu
ckki mjög fróður um málefni FIDE, en
ég óttast að þessi úrslit verði til þess að
skilningur á málstað sterkustu skák-
mannanna minnki. Friðrik sem sjálfur
er stórmeistari, skildi aðstöðu okkar
mjög vel, en það held ég að Campoman-
es geri ekki. Að öðru leyti er vart
tímabært að gefa ákveðnar yfirlýsingar
um mmálið."
„No comment“,
sagði heimsmeistarinn
Svar heimsmeistarans í skák, Anatoly
Karpovs var stutt og laggott: „No
comment," sagði hann þurrlega.
„Endalok FIDE,“
sagði Kortsnoi
Victor Kortsnoi var álíka stuttorður,
en svar hans á aðra lund: „Þetta þýðir
endalok FIDE," sagði áskorandinn.
Ætli það sé rétt hjá Kortsnoi? Cam-
pomanes sagði sjálfur í viðtali fyrir
skömmu að kjör sitt myndi ckki þýða að
klofningur vofði yfir FIDE, en aðrir
voru efins. Nú er hins vegar Ijóst að
Campomanes hefur fengið stuðning
Austantjaldslandanna, meirihluta Þriðja
heims ríkja, og auk þess nær örugglega
tveggja mestu skákþjóða í Norður-
Ameríku - Kanada og Bandaríkjanna.
Auk þess eru allar horfur á að „hans
menn“ nái kjöri í öll fjögur varafor-
setaembættin. Því hefur Campomanes
tögl og hagldir innan FIDE. Vestur-
Evrópuríkin stóðu í raun og veru ein
gegn honum. og þó ekki einhugaog telja
verður vafasamt að þau vilji stofna
einingu FIDE í hættu, þó að svo
umdeildur maður eins og Campomanes
hafi náð kjöri. En ekkert er hægt að
fullyrða um þessi mál ennþá. Hið eina
sem fyrir liggur, er að Friðrik Ólafsson
er ekki lengur forseti FIDE, þar trónir
nú maður sem að flestra dómi er heldur
vafasamur pappír. IJ/AB