Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. F.Í.N. Félag íslenskra náttúrufræöinga heldur aðalfund sínn í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, fimmtudaginn 18. nóv. kl. 16.00. Dagskrá: Venjulegaöalfundarstörf Önnurmál. Stjórnin. Frá Flensborgar- skóla Umsóknir nýrra nemenda um skólavist á vorönn 1983 þurfa að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 30. nóv. n.k. Umsóknir um skólavist nýrra nemenda í öldunga- deild þurfa að hafa borist á sama tíma. Skólameistari. Útboð Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum í lagningu raflagna í verksmiðju sína á Reykjanesi. Verkið nær til lagna fyrir Ijós og rafvélar ásamt dreifivirkjun. Verkið skal vinnast á þessu ári og byrjun næsta árs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, Höfða- bakka 9, Reykjavík, gegn 500.00 króna skila- tryggingu frá föstudeginum 19. nóvember 1982. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sjóefnavinnslunn- ar mánudaginn 29. nóvember n.k. kl. 11:00 f.h. Kanínueigendur og aðrir áhugamenn um kanínurækt Framhalds stofnfundur félags um kanínurækt verður haldinn að Brautarholti á Skeiðum laugar- daginn 20. nóv. og hefst kl. 2 e.h. Allir þeir, sem eiga kanínur eða hafa áhuga á þessari búgrein, hvar sem er á landinu, eiga rétt á að sækja fundinn. Þeir, sem ekki komast á fundinn, geta sött um inngöngu í félagiðí sírnum 99-8532 eða 99-6523. Undirbúningsstjórn. Stjórn verkamanna- bústaða í Reykjavík mun snemma á næsta ári ráðstafa þeim íbúðum, sem koma til endursölu á árinu 1983. Þeir sem, hafa hug á að kaupa þessar íbúðir, skulu senda umsóknir á sérstökum eyðublöóum, sem afhent verða á skrifstofu Stjórnar verka- mannabústaða að Suðurlandsbraut 30, Reykja- vík. Á skrifstofunni verða veittar almennar upplýsingar um greiðslukjör og skilmála sbr. lög nr. 51/1980. Skrifstofan er opin mánudaga — föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Allar fyrri umsóknir um íbúðir eru felldar úr gildi og þarf því að endurnýja þær, vilji menn koma til álita við úthlutun. Umsóknum skal skila eigi síðar en 11. desember n.k. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. fréttir ■ í húsakynnum Vöku að Síðumúla 29: Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Elín Bergs og Axel Ammendrup. Vaka flutt í ný húsakynni ■ Bókaforlagið VAKA hefur nú flutt starfsemi sína í ný og rúmgóð húsakynni að Síðumúla 29 í Reykjavík. Þar eru skrifstofur Vöku, forlagsverslun, dreif- ing og bókalager í 300 fermetra húsnæði. Vaka hóf starfsemi sína fyrir rúmu einu og hálfu ári og gaf út 8 bækur í fyrra. Bókatitlar forlagsins á þessu ári eru 30, innlendar og erlendar skáld- sögur, endurminningar, þjóðlegur fróð- leikur, safnrit, barnabækur og handbæk- ur af ýmsu tagi. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið í nýja húsnæðinu við Síðumúla, en skipulag þess og hönnun fyrir Vöku annaðist Finnur P. Fróðason, innanhúss- arkitekt. Titilvörn Arnórs á bikarmóti T.R. Elín Th. Björnsdóttir með vefnaðarsýningu ■ Sýning á verkum Elínar Th. Björns- dóttur, vefara, verður opnuð að Hofs- vallagötu 16 í dag klukkan 14. Elín hefur ofið í 30 ár. Upp á síðkastið hefur hún bryddað upp á nýjungum í munstri og reynt fyrir sér í gerð veggstykkja. Allt garn sem hún notar er íslenskt. Sýningin verður opin til 21. nóvember. Opið er alla virka daga frá klukkan 19.30 til 22.00 og um helgar frá klukkan 14.00 til 22.00. Verkin á sýningunni eru til sölu. Fundur um frelsis- baráttu Afgana ■ Stúdentaráð Háskóla íslands heldur n.k. laugardag 13. nóvember kl. 14.00 almennan borgarafund í Félagsstofnun Stúdenta um frelsisbaráttu afgönsku þjóðarinnar. Framsögumaður á fundin- um verður afganskur flóttamaður að nafni Mohameð Akbar Saifi, sem dvelst um þesar mundir hér á landi, í boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Einnig verður á fundinum sýnd kvik- mynd frá Afganistan. Því næst verður orðið gefið laust fyrir fyrirspurnir og aimennar umræður. Stúdentaráð leggur rfka áherslu á að allir þeir sem áhuga hafa á ástandinu í Afganistan mæti á fundinn og kynni sér ástandið í Afganist- an frá fyrstu hendi. Starfsemi Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti kynnt ■ Starfsemi Fjölbrautarskólans í Breiðholti verður kynnt í húsakynnum skólans í dag frá klukkan 14-17. Unnt verður að fylgjast með nemendum í kennslustundum auk þess sem kór skólans og nemendur á tónlistarbraut koma fram og skemmta gestum. Loks verða veittar upplýsingar um starfsemi dagskóia og kvöldskóla. Þeir sem áhuga hafa að kynna sér starfsemina eru velkomnir í F.B. við Austurberg 5 í Reykjavík milli klukkan 14 og 17 í dag. , >.á * ; ■ Blómabúðin Burkni í Hafnariirði er 20 ára um þessar mundir. Af því tilefni bjóða eigendur Burkna, Sigrún Þorleifsdóttir og Gísli J. Egilsson, 10% afslátt af öllum vörum verslunarinnar, sem er til húsa að Linnetstíg 3 í Hafnarfirði. ■ Skátafélagið Kópar heldur hlutaveltu til styrktar starisemi sinni, sunnudaginn 14. nóv. kl.14.30, í Hamraborg 1 í Kópavogi. Á hlutaveltunni verður Ijöldi glæsilegra vinninga, t.d. innanlandsferðir, reiðhjól, gastæki, ábreiður, fatahreinsanir, klipping- ar, myndatökur o.fl. Engin núll. Einnig verður kökusala á staðnum. ■ NústcnduryfíríBókhlöðu Akraness sýning á verkum Kristjáns Hall, listmál- ara. Á sýningunni eru 30 málverk, máluð víðsvegar á landinu. Sýningin stendur tO 21. þessa mánaðar og er opin frá 14 - 22 um helgar en 18 - 22 virka daga. Ágóði af sýningunni rcnnur tU líknarmála á Akranesi. ■ Framsýn, tölvuskóli við Síðumúla í Reykjavík, var stofnaður 1. september s.l. og hófst kennsla 15. sama mánaðar. Skólinn býður uppá 15 mismunandi námskeið, sem skiptast í tvo aðalflokka: forritunarnámskeið og notendanámskeið Skólastjóri skólans er Diðrik Eiríkssun. „Mjólkurdagar“ um þessa helgi ■ Laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. nóvember verða haldnir „Mjólkur- dagar" í húsakynnum Osta- og smjör- sölunnar, Bitruhálsi 2. Kynntar verða ýmsar nýjar mjólkurvörur og gefnar bragðprufur af þeim. Lagt verður á 4 hátíðarborð með úrvai af gómsætum réttum, þar sem mjólkurvörur skipa öndvegi. Seldir verða kynningarpakkar með mismunandi mjólkurvörum á sérstöku markaðstorgi og þar verður einnig hlutavelta. Uppskriftir af hátíðaréttunum verða allar í einum bæklingi sem er nýkominn út. Ennfremur koma teir bæklingar út á vegum Mjólkursamsölunnar. í öðrum er fjallað um skyr og ýmsa rétti úr því en hinum skafí. Þá verða sýnd myndbönd sem tekin hafa verið í ár og sýna mjólkurframleiðsiu og vinnslu mjplkur. Þrátt fyrir að hér séu á markaði yfir 200 mismunandi mjólkurvörur, má sífellt bæta við og nú eykst fjölbreytnin verulega með nokkrum nýjum mjólkur- afurðurm, þar má m.a. nefna tvo nýja osta frá mjólkursamlaginu í Búðardal, „Yrja“ og „Brie“ tveir ljúffengir mjúkir ostar. Þá verða kynntir rjómaostar með nýjum bragðefnum. Nýjar ístegundir verða kynntar og margar tegundir af ídýfum. Gerðverður könnun meðal gesta á sýningunni, hvaða ídýfa þeim finnst best. Föstudaginn 12. nóvember fer fram fyrsta gæðadæmingin á ostum hérlendis og verða þeir ostar sem þar verða dæmdir sýndir á „Mjólkurdögunum“. Á síðustu „Mjólkurdaga", sem haldn- ir voru fyrir tveim árum, mættu 9.400 manns á tveim dögum. Var þá stundum þröng á þingi. Nú verður stærra húsnæði lagt undir starfsemina. Hús Osta- og smjörsölunnar verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 til 20:00 báða daga. Aðgangur er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.