Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 16
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 hedPf Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7-80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á pllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag .haoi' labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 ■ Mjög athyglisverd tilraun stendur nú yfir á Borgarspítalanum í Reykjavík. Þar hefur verið tekinn ■ notkun mjög fullkominn sjúkrabíll, sein notaður er við svokallaða neyðar- eða bráðaþjón- ustu og er þessari tilraun ætlað að standa í þrjá mánuði. Bíllinn var tekinn í notkun í lok síðasta mánaðar og er þjónustan veitt fimm daga vikunnar, frá mánudegi til föstudags á tímabilinu frá klukkan 08-19.30. Til að forvitnast nánar um hvernig þessi starfsemi hefur gengið fram að þessu og tildrögin þess að bíllinn var fenginn á Borgarspítalann höfðum við samband við Rögnvald Þorleifsson, lækni, en hann átti þátt i að skipuleggja starfsemi bráðabílsins. -Það voru borgaryfirvöld sem ákváðu að gera þessa tilraun og ég býst við því að Borgarspítalinn og slysadeildin hafi verið valin vegna þess að þar hefur nýlega verið byggt sérstakt og sérhæft húsnæði til að veita móttöku og þjón- ustu, slysatilfellum og ýmsum bráðum /%■ Bráðabíllinn og nokkrir af þcim sem unnið hafa við bráðaþjónustuna. Tímamynd Róbert Athyglisverd tilraun á Borgarspítala: ÞESSI BÍIi GET- UR SKIPT SKÖPUM” — segir Rögnvaldur Þorleifsson, læknir á Borgarspítalanum um nýja bráðabflinn sjúkratilfellum, sagði Rögnvaldur Þor- leifsson í samtali við Tímann. Rögnvaldur sagði að Rauði krossinn • hefði lagt sjúkrabifreiðina til, en hún væri af nýjiustu ogfullkomnustugerðog búin þeim bestu tækj um sem völ væri á. Breytir ekki innlagningar- venjum -í rauninni er mcð þessari tilraun verið að víkka út þjónustu slysadeildar- innar, með því að færa út bráðaþjónust- una sagði Rögnvaldur, og bætti því við að mikli máli skipti að þessi þjónusta væri sem mest, þar sem bráð viðbrögð gætu skipt sköpum. í máli Rögnvaldar kom fram að þessi tilraun væri það nýbyrjuð að ekki væri hægt aðsegja neitt til um niðurstöður að svo komnu máli, en hann taldi þó miður að helgarnar væru undanskildar varðandi þjónustu bílsins. -Reynslan sýnir, sagði Rögnvaldur, - að þörfin fyrir bráðaþjónustuna er oft mest um helgar og þá er gagnsemi þjónustunnar jafnfranit mest. Það er sérstaklega bagalegt að bílsins nýtur ekki við aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Rögnvaldur Þorleifsson sagði e.t.v. væri ekki þörf á að hafa bílinn í notkun allan sólarhringinn, en hann sagðist þó sannfærður um að bíllinn gerði mikið gagn og hann vissi til þess að fólk tcldi mikið öryggi í að hafa þennan. bíl tiltækan þó hann breytti ekki innlagning- arreglum eða - venjum á spítölum borgarinnar. Ánægja meðal sjúkraflutn- ingamanna Tveir sjúkraflutningamenn úrslökkvi- liðinu, læknir og hjúkrunarfræðingur starfa nú við bráðabílinn og það sem af er starfseminni hefur bíllinn farið í um 110 útköll, meirihluti slysatilfelli. Sam- kvæmt upplýsingum Rögnvalds Þorleifs- sonar þá er ætlunin, jafnframt því sem BSB B Séð inn sjúkrabíl. hinn nýja og glæsilega Tímamynd Róbert bráðaþjónustan verði bætt, að þjálfa sjúkraflutningamennina enn rneir en gert hefur verið og hafa læknarnir sem starfað hafa við bílinn þegar hafið þá starfsemi. Mjög mikil ánægja ríkir meðal þeirra sjúkraflutningamanna sem starfað hafa við bílinn og á fundi sem haldinn var nýlega til að ræða reynsluna fram að þessu, kom fram af hálfu sjúkraflutn- ingamannanna að þeir telja sig hafa mikið lært á þessum skamma tíma til viðbótar við það sem þeir höfðu lært á námskeiðum. -Það hefur verið okkar metnaður að ná í fræðslu, sagði einn sjúkraflutninga- maðurinn í samtali við Tímann og bætti því við að þeir væru mjög jákvæðir í garð þessa framtaks. Það væri greinilegt að þeim væri ætlað stærra hlutverk varðandi sjúkraflutninga í framtíðinni og um það væri ekki nema gott eitt að segja. Hringið í slökkviliðið Það skal tekið fram að ef fólk hefur í hyggju að notfæra sér þjónustu bráða- bílsins þá á það að hafa samband við slökkviliðið í Reykjavík í Reykjavík og kalla á bílinn líkt og kallað er á aðra sjúkrabíla. -ESE ISf LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. fréttir Handtekin eftir húsleit vegna áfengismáls B „Ég vil sem minnst gefa upp um þetta mál vegna þess að upplýsingar um það geta tafið fyrir rannsókninni. Þó er óhætt að segja að það snýst að einhverju leyti um áfengi," sagði Bjarki Elíasson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík þegar Tíminn spurðu hann hvaða erindi lögreglan hefði átt í húsið við Lauga- veg 81 í Reykjavík í fyrrinótt, en þar voru nokkrir lögreglumenn á ferð. Bjarki sagði að einn maður hefði verið hand- tekinn í húsinu um nóttina og í gærkvöldi var hann enn í haldi hjá lögreglunni. Óvíst var hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir honum. -Sjó. „Ekki andvígur því fyrirfram“ - segir Davíð Odds- son, borgarstjóri B „Ég er ekki fyrirfram endilega andvígur því að setja slíka stofnun á Mikla- tún ef það mætti verða túninu og stofnuninni til gagns, en ég er ekki búinn að gera upp hug minn varðandi þessa hugmynd. Já, víst væri þetta mjög skemmtilegt umhverfi fyrir þetta fólk“, svaraði Davíð Oddsson, borgarstjóri spurður álits á hugmynd- inni um byggingu fyrir aldraða á Miklatúni. „Þetta eru hugmyndir sem komið hafa upp hjá embættismönnum við leit að lóðum fyrir slíkar byggingar innan gamla bæjarins því við verðum mjög varir við það að eidra fólk vill ekki flytja t.d. upp í Breiðholt. Jafnframt held ég að þetta hafi komið fram vegna þess að hægt væri aðsamnýta t.d eldhús- ið á Droplaugarstöðum og aðra þjónustu þar við slíkt hús.Það eru ekki nema um 200 metrar á milli“, sagði Davíð. - HEl dropar Lögbann á Ingimund fiölu? B Vafalaust minnast margir lögbannsmálsins, sem reis út af skáldsögunni Þjófí í paradís um árið, en þar voru það ættingjar látins manns sem óskuðu cftir lögbanni gegn lestri sögunnar í útvarpi. Ekki ósvipað mál gæti nú verið ■ uppsiglingu, eftir því sem drop- ar hafa fregnað. Bók sú, sem komið hefur róti á hugi sumra, nefnist Ingimundur fiðla og fleira fólk og er eftir Gunnar M. Magnúss. Kafli úr þessari bók birtist í einu dagblaðanna fyrir skömmu, og hafa dropar hcyrt að i framhaldi af því hafí ættingjar konu nokkurrar, sein þar er nefnd til sögunnar, mótmælt harðlega ummælum í áðurnefndum bókarkafla. Hafí þeir hótað að óska eftir lögbanni gegn útgáfu bókar innar. Hvort af því verður mun ekki Ijóst enn þá, samkvæmt heimildum dropa, en til að fá slíkt lögbann mun þurfa að setja mjög háa tryggingu. Samstarfssamningur um Frjálsa verslun B Nú a sér stað ákveðin uppstokkun hjá Frjálsu fram- taki sem gefur út timaritið Frjálsa verslun. Eins og kunn- ugt er keypti Magnús Hregg- viðsson útgáfuna fyrr á þessu ári af Jóhanni Briem. Markús Örn Antonsson, sem verið hefur ritstjóri Frjálsrar versl- unar lætur nú af störfum sem slíkur, en stjórnarformaður fyrirtækisins, Magnús Hregg- viðsson sest í ritstjórastólinn. Samhliða þessu hefur verið gerður samstarfssamningur á milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Verslunarráðs Islands um útgáfu á Frjálsri verslun, ,og mun tilgangurinn með honum vera að auka efnisbreidd blaðsins svo það höfði til fleiri lesenda. Frjálst framtak leggur til ritstjóra tímaritsins, en sinn hvor sam- starfsaðilinn mann í ritstjóra. í framhaldi af því hefur verið ákveðið að Kjartan Stefánsson sitji í ritnefnd Frjálsrar verslunar fyrir hönd Verslun- arráðsins, en Pétur A. Maack fyrir Verslunarmannafélagið. Krummi ... ...telur að stuðningsmenn Ell- ert B. Schram komi til með að fagna að hann ætli að sitja í því sæti sem hann hlýtur í próf- kjörinu, nema þá að Pétur sjómaður bjóði honum eitt- hvað betra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.