Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. LEÐURTÍSKA FRA HAMBORG ■ Ekki þykir líklegt, að þessi leðurföt séu sérstaklega hentug fyrir mótorhjóla- dömur, en þessar leðurtískuflíkur voru kynntar sem slíkar. Mini-pilsið ætti ekki að flækjast fyrir á fullri ferð, og svo er hafður við pilsið gamaldags flugmannajakki úr leðri, sem hefur verið skreyttur með ýmis konar drasli og dóti, svo sem keðjum, nautshaus o.fl. Punk-eyrnalokkar eru auðvitað nauðsynlegir við og svartir netsokkar, eða sokkar með ofnum doppum, eins og er á myndinni. Svo er vafamál að þessir fallegu háhæluðu skór passi á ungar píur, en þeir þóttu við hæfí á tískusýningunni a.m.k. Stúlkan í rykkta leðurpilsinu, er eigin- lega í samkvæmiskjól úr leðri, sem lítill mittisjakki fylgir.Kjólinn kallahönnuð- irnir „Sprungnu blöðruna“. Þessi Ieðurföt eru hönnuð og seld í Hamborg í Þýskalandi og eru sögð mest keypt af því unga fólki, - sem hefur meiri peninga en þeim er hollt á milli handanna, í það minnsta meiri peninga en fatasmekk. ■ Giskað er á að þessum búningi fylgi leðurnærbuxur, því að pilsið er það stutt, að þær hljóta að sjást við minnstu hreyfingu. ■ „Sprungna blaðran“ heitir kjóllinn hennar og kostar ofijár, enda úr silkimjúku leðri. Frægð og frami framundan hjá hinni ungu söng- konu Jade ■ Popp-söngkonan Jade má segja að sé „stóreign“, og sá sem er eigandinn heitir I.arry Page, og er umboðsmaður poppara. Jade var ekki nema 17 ára, þegar Larry heyrði hana syngja og hann varð svo hrifinn að hann gerði strax samning við stúlkuna, sem þá hét Arlene Williams, frá Tony- refail, MidGlamorgan. Hann ákvað, að fjárfesta 250.000 sterlingspund í framtíð hennar, - koma henni á framfæri og stjórna henni á framabraut i- inni. Fyrst byrjaði umboðsmaður- inn á því að gefa henni lista- mannanafnið Jade, síðan setti hann hana í tískuskóla svo hún lærði að snyrta sig og koma fram í tískufötum. Einnig stundaði Jade söngnám, en lét. gamla skólann sinn lönd og leið. Nú þegar er Larry Page farinn að fá ágóða af fjárfest- ingunni í Jade, því að plata með söng hennar hefur runnið út eins og heitar lummur, og hún hefur þegar komið frma í sjónvarpsþáttum í Bretlandi, svo sem „The Video Entertain- ers“ og „Summertime Special“, eða sumargleði Bretanna. Ráðgerð er ferð Jade til Bandaríkjanna og Japans til að kynna nýju plötuna. Jade sagði, þegar hún var spurð um hvernig henni líkaði: „Ég verð að klípa mig í handlegginn, til að vita hvort þetta er ekki allt saman draumur.“ Jade hélt upp á afmæli sitt með því að kaupa sér bleikan sportbíl, og litla íbúð með bleikum húsgögnum! - Hvers vegna bleikt? Það er svo sætur og dömulcgur litur, sagði Jade. ■ „Bleikt er uppáhaldsliturinn minn,“ sagði Jade, „en framtíðin er rósrauð". Nokkuð svartur grikkur ■ Allir í réttarsalnum í Rio de Janeiro voru sammála um að þetta væri mikið grín, þegar Ricardo Foreza stóð fyrir rétt- inum og gaf vitnisburð um framkomu sína. Hann sagði „þetta var nokkuð svartur gríkkur hjá mér, ég viðurkenni það. Ákæran á hann hljóðaði upp á ósæmilega framkomu. Hann sjálfur gaf skýringu á þessa leið: „Þetta er satt og rétt sem ég er ákærður fyrir. Ég tók sáp- urnar á karlasnyrtingunni á borgarstjórnarskrifstofunum og setti i staðinn efni, sem gerir það að verkum, að hörund manna verður svart í nokkurn líma. Ég þurfti að fá upplýsingar um smáatriði viðvíkjandi skött- unum mínum, og mætti svo miklum hroka og rembingi, að mér fannst ég verða að gera eitthvað til að ná mér niðri á þeim. Ég þoli ekki hrokafulla menn. Dómarinn lét Foeza lausan eftir að hafa gefíð honum áminningu. Nokkrum mínútum eftir að sá ákærði hafði yfirgefíð réttar- salinn gaus upp hin versta fúleggjalykt. Þá sagði dyra- vörðurinn: „Það virðist sem þessi prakkari hafí skilið eftir sig nokkrar ólyktarkúlur í réttarsalnum. Honum hefur ef til vill þótt dómarinn of hroka- fullur. Þetta varð til þess að Foreza fékk 100 punda sekt fyrir vikið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.