Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.11.1982, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982. 7 menningarmál ■ Gunnar Thoroddsen Saga. Tímarit Sögufélags XX-1982. Ritstjórar Jón Guðnason og Sigurður Ragnarsson. ■ Saga er allmikil bók að þessu sinni, h átt á fjórða hundrað blaðsíður. Skal nú gerð grein fyrir því helsta sem hún hefur að flytja. Sigfús Haukur Andrésson ritar um þjóðskjalasafnið, fróðlegt yfirlit á 22 bls. Þykir honum að vonurh aðstaða og aðbúð síðari en vera þyrfti, enda talsvert af merkum gögnum í geymsiu þar sem verður ekki nýtt. Úr því rætist væntan- lega þegar þjóðarbókhlaðan kemst í gagn. Athygli vekur að Sigfús talar tvívegis um „bókhlöðuhús". Ég hef vanist því að hlöður væru hús en ekki að talað værj um hlöðuhúsið. En þegar minnst er á þjóðskjalasafnið og notagildi þess langar mig til að telja það miðúr farið hve safninu er lokað um helgar. Það væri betra að loka því mánudag og þriðjudag en laugardag og sunnudag. A.m.k. er ekki með núver- andi tilhögun komið til móts við þá sem vildu nota safnið á frídögum. En kannske á það bara að vera fyrir atvinnumenn. Guðrún Ása Grímsdóttir skrifar um afskipti erkibiskupa af íslenskum málum á 12. og 13. öld. Fjallar það einkum um viðleitni kirkjunnar um að koma lögum og rétti við í brotamálum í stað sjálftekinnar hefndar, en jafnframt tog- streitu um dómsvald kirkjunnar og átök um sektarfé. Þetta var þáttur í valdabaráttu kirkj- unnar og auðvitað studdu erkibiskupar sína menn í því stríði. Þar sem þetta sama stríð var háð í Noregi var eðlilegt að t.d. kirkjuhöfðingjar þar litu á baráttuna hér sem þætti í sameiginlegu stríði. Kirkjan var alþjóðleg og því viðurkenndu þjónar hennar hér erlent vald yfir sér en íslenskir höfðingjar bundu vonir sínar við að konungsvaldið norska þrengdi að erkibiskupi. Ég held að það sé lítið nýmæli að kirkjan á íslandi hafi lotið páfa og embættis- ■ Jónas frá Hriflu mönnum hans. Þessi grein er ekki tæmandi um afskipti erkibiskupa og er komið að öðrum þáttum þeirra annars staðar í heftinu. Helgi Þorláksson skrifar alllanga grein um stéttir, auð og völd á 12. og 13. öld. Þetta er framhald umræðu þeirra Gunn- ars Karlssonar um tekjuþörf höfðingja á þeirri tíð. Þetta er skemmtileg ritgerð fyrir Sturlungulesendur. Að vísu er dálítið erfiðara að taka á málinu af því að ekki virðist vera fyllilega ljóst hvað þurfti til að maður teldist höfðingi. Það breytir þó ekki því að kirkjujarðir ýmsar voru mikill tekjustofn. Þegar jafnvægið raskaðist og sami maður gat safnað goðorðum hættu höfðingjar að vera þjóðveldisménn. Þeir urðu konungsmenn að hugarfari. Bænd- ur almennt þreyttust á því að leggja líf sitt í hæftu og vera í herferðum með höfðingjum, þó að vinsældir þeirra, sem höfðu gott lag á mönnum, dygðu oft vel. Gissur jarl beitti allri snilld stjórnmála- mannsins til að fá Gamla sáttmála samþykktan. Kom inn í samninginn ýmsu sem átti að tryggja hag íslendinga og kallaði að lokum fjörráð við sig ef neitað væri, minnugur þess að Noregs- [ konungur sendi menn að vega Snorra Sturluson. Sighvatur Sturluson var aðkomumað- ur í Eyjafirði en hann náði þar góðum vinsældum enda mun hann hafa þótt flestum mönnum skemmtilegri líkt og Jón biskup Arason síðar. Það hefur þótt gaman að vera með slíkum mönnum. Það hygg ég að vandalítið sé að færa líkur að því að bændur sem áttu jarðir sínar og voru efnalega sjálfbjarga hafi borið í brjósti ríka sjálfræðishneigð. Bókmenntir 13. aldar sanna það raunar. Þeir, sem Helgi segir að hafi verið einskonar „lágaðall", hafa haft veruleg völd þegar þeir voru einhuga, enda er alkunnugt frá öllum tímum að þeir sem kallað er að fari með völd eru háðir þeim sem völdin veita. Og þó að jarðeignir og leigupeningur hafi lengstum íslands- sögunnar verið það sem helst mátti hagnast á hafa hagsýnir menn ávaxtað það svo að þeir efnuðust vel ef lán var með. En öll þessi umræða þeirra Gunnars og Helga minnir á hve margt er í óvissu um þessa tíma og hve fátt má fullyrða. Sveinbjörn Rafnsson skrifar um Þor- láksskriftir og hjúskap á 12. og 13. öld. Þetta er um baráttu hins blessaða biskups gegn hórdómi og lausung og víkur nú sögunni enn að því að erkibiskupar skiptu sér af íslenskum málum. Þessi barátta hinna vígðu manna hefur lengi verið fræg og einkum vegna Jóns Loftssonar og Ragnheiðar, systur Þorláks biskups, foreldra Páls biskups. Sveinbjörn segir að Þorlákur biskup hafi verið sérlega siðavandur og skrifta- boð hans hin ströngustu sem um getur. Erkibiskup stóð með Skálholtsbiskupi að bæta siðina frá því að höfðingjar landsins „lifðu búfjárlífi". Aftan við þessa ritgerð eru tilvísunar- greinar þar sem einkum er rifjað upp yfirlit um kvennafar og hjúskaparmál í íslendingasögum. Gjörningaveðrið 1884 er ritgerð eftir Sigurjón Sigtryggsson. Þar segir frá áhlaupaveðri sem gerði mikinn usla í síldveiðiflota Norðmanna á Eyjafirði en íslenskur maður hafði haft í heiting- um við Norðmenn litlu áður heldur ótæpilega að því er sagan segir. Samtímafrétt frá séra Jónasi á Hrafna- gili segir að 19 skip hafi rekið á land í Hrísey en alls hafi 41 skip brotist eða skemmst. Auk frétta í blöðum er til skýrsla sem Jakob havsteen sænsk-nor- skur ræðismaður gerði um tjónið. Sam- kvæmt henni gerir Sigurjón grein fyrir 39 norskum skipum en auk þeirra fórust þrjú íslensk skip. Ennfremur segir hann frá heimferð Norðmanna um haustið en hún var áfallasöm enda hrepptu þeir vonskuveður. Gunnar Karlsson skrifar um markmið sögukennslu. Hann segir sjálfur að greinin sé glannaleg og er það ekki ofmælt en víst er hún umhugsunarverð. Að verulegu leyti mun hún hugsuð sem eftirmæli um „vekjandi sögukennslu" sem íslandssaga Jónasar frá Hriflu er ágætt dæmi um. Svo virðist sem Gunnarí þyki það einföldun á sögunni og jafnvel að fært sé í stíl þegar lýst er baráttu íslendinga við erlent vald öldum saman. Þó er vandséð hvernig fram hjá því verður komist með góðu móti. Dönsk stjórn batt verslunina við danska menn. Dönsk ríkisstjórn hafði löggjafarvald á íslandi og hélt í réttinn til að neita að staðfesta lög sem Alþingi samþykkti eftir að það fékk þó löggjafarvald. Tage Taaning, danskur blaðamaður, skrifaði ritdóm um íslandsklukku Laxness. Hann sagði þar að sú tilviljun að Danir fóru með völd á íslandi réði því að þeir færu með hlutverk valdsins í sögunni. Framhjá þessu verður ekki komist. Gunnar kallar það hæpna fullyrðingu að kali íslendinga í garð Dana hafi horfið sem dögg fyrir sólu eftir lok sjálfstæðisbaráttunnar 1918. Ég held þó að þeir sem heyrðu tal manna á þriðja tug aldarinnar og muna til þess telji þetta síst of mælt. Ég minnist líka þess sem kennari minn, Björn Guðmundsson á Núpi, sagði .mér. Hann var staddur í Danmörku 1925 og hitti þá gamla kennara sinn frá Askov, Jakob Appel. Appel spurði hann um viðhorf íslend- inga til Dana en Björn kvað þau mjög hafa breyst til betra eftir sambandslögin en því væri ekki að neita að talsverðrar beiskju hefði gætt áður. Þá tók Jakob Appel um handlegg Björns og sagði: „En þið verðið að gæta þess að við áttum ekki betra en þið.“ Hann átti við það að danska stjórnin var lengi vel engu betri danskri þjóð en íslenskri, aiþýðan danska átti ekki betri ævi. Því áttu Islendingar enga sök við dönsku þjóðina. Þetta breytir þó engu um það að íslendingar sóttu rétt sinn í hendur danskra manna. Gunnar segir að saga Þórleifs Bjarna- sonar sé lengst af foringjasaga. Það er ekki, gott að komast framhjá því að foringjar setja svip sinn á samtíð sína. Mér finndist skarð í sögu ef Gissur ísleifsson væri ekki nefndur í sambandi við skattamál, Jón Arason eða Jón Sigurðs- son í sambandi við baráttu við dönsk stjórnvöld eða Jónas Hallgrímsson í sambandi við rómantíska þjóðrækni og alþýðlega sjálfsvirðingu, eða ef saga sósíalisma og verkalýðshreyfingar væri sögð án þess að nefna Karl Marx. Þjóðfélagsöflin finna sér leiðtoga. Hitt er satt og rétt fyrir því sem Grímur kvað: Ef stríða menn gegn straumi aldar —-engir brekann standast lcggir. Sagan erekki persónulaus. En hverjar staðreyndir eru dauðar og hverjar ekki? Það veit ég ekki, utan að hvcrjum einum er dautt það sem ekki snertir hann. Stundum segja menn líka að örlagasaga fyrri kynslóða komi engum við á líðandi stund. Slíkum eru líklega allar staðreyndir liðsins tíma „dauðar staðreyndir". Gunnar segir að þessar hugleiðingar séu ekki settar fram sem dæmi um leiðir til að lífga sögukennsluna eða neinskon- ar forskrift fyrir höfunda, „heldur vaki að hugmyndum og umræðum". Síðan vitnar hann í danskan mann sem segir að nú sé tímabært að hugsa og viðbúið að það geti endað með hugsunum sem enn eru óhugsaðar. Gunnar telur að bók Hauks Sigurðs- sonar, Kjör fólks á fyrri öldum, sé góð nýung og boði „markverða breytingu" þar sem þjóðernissinnuð saga hafi tilhneigingu til „að breiða yfir stétta- andstæður innan þjóðfélags". Mig minn- ir að í hinni þjóðernislegu foringjasögu Jónasar væri fjallað um stéttaskiptingu fyrr á tímum. Einar Már Jónsson skrifar um nýjar stefnur í franskri sagnfræði. Það erágætt að hafa þá grein til hliðar við hug leiðingar Gunnars því þær jaðrahvorvið aðra. Það hefur lengi verið sagt að reynslan væri ólygnust og sagan á að fræða okkur um mannlega reynslu. Saga hefur líka iengi verið sögð ákveðnum hugmyndum um siðfræði og hagfræði til liðsemdar, oft með áhrifaríkum hætti. Samt er það misjafnt hvað, menn læra af slíku enda er alltaf hætt við því að sú saga sem sögð er í uppeldislegum tilgangi verði hálfsögð, því að sögumað- ur hirðir ekki um að hafa með, það sem ekki styður tilgang hans. Þá eru í Sögu stuttar minningargreinar um menn sem íslensk sögufræði eiga þökk að gjalda. Það eru þeir Jón Helgason ritstjóri, Ólafur Hansson prófessor og Pétur Sæmundssen bankastjóri. Svanur Kristjánsson skrifar um þrjú rit um Sjálfstæðisflokkinn en þau eru Valdatafl í Valhöll, viðtöl Ólafs Ragn- arssonar við Gunnar Thoroddsen og ævisaga Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen. Svanur telur litla sagnfræði í fyrri bókunum tveimur. Sú skoðun kemur ekki á óvart en þó mun það geymast sem sagnfræðiieg heimild hvað Gunnar Thoroddsen vildi segja og láta hafa eftir sér þegar viðtölin fóru fram, enda þótt þau kunni að vera hugsuð sem svar við ádeilum. Og ekki man ég eftir því að veruleg brögð séu að því að Gunnari hafi verið borið á brýn að hann færi rangt með í þessum viðtölum. Samt mun það ekki ofmælt að gildi þessara bóka allra takmarkist „af cinsýnni afstöðu og gagnrýnisleysi á heimildir." Svanur talur það ekki gott, að í Valdatafli „er ekki getið áhrifa Frjáls- lynda flokksins" við upphaf Sjálfstæðis- flokksins. Sennilega er örðugt að meta þau áhrif. Það voru að vísu tveir þjóðmálaskörungar sem gengu til sam- starfs við Ihaldsflokkinn, Jakob Möller, sem ekki náói þingsæti 1927 ogSigurður Eggerz, sem var þingmaður Dalamanna en féll 1931. Spcgillinn tók til orða eitthvað í þá-átt að Sigurður Eggerz hafi innljmað allan íhaldsflokkinn á grund- velli sjálfstæðismálsins. Þetta munu' flestir hafa litið á sem skemmtilegt skop . Og ekki mun hafa þótt merkjan- legur mu.nur á stefnu og störfum Sjálf- stæðisflokksins á þingi 1930 frá því sem var um íhaldsflokkinn 1928. Loftur Guttormsson segir frétt af samstarfi norrænna sagnfræðinga. Enn eru í ritinu ritfregnir og skrá yfir ritgerðir í Sögu frá upphafi. Um ritfregnirnar verður ekki fjölyrt hér cn þó vikið að einu atriði: Jón Þ. Þór segir í grein um Stóru bombuna: „Þcgar höfundar leitast við að varpa Ijósi á stjórnmálabaráttu áranna fyrir 1930 virðist mér sem ýmis umdeild baráttumál verði útundan. Þannig er kjördæmamálinu, einhverju mesta bar- áttumáli þessara ára, að litlu getið og ckki gerir höfundur neina grein fyrir þeim erlendu stjórnmálahræringum 3. áratugarins, sem tvímælalaust höfðu áhrif á íslensk stjórnmál, stældu suma íslenska stjórnmálamenn til átaka en skutu öðrum skelk í bringu." Ég veit ekki hvað höfundur er hér að tala um. Hitt veit ég að kjördæmamálið var ekki í röð mestu baráttumála fyrir 1930. Stóra bomban er merk sögubók þar sem vel og rétt er rakinn aðdragandi þeirrar baráttu sem háð var á þriðja tug aldarinnar. Það eru ómakleg ummæli að þar sé undandregið eitthvað sem skipti megin- máli. H.Kr. ■ í tímariti Sögufélagsins er m.a. fjallað um nýlegar bækur um Gunnar Thoroddsen og Sjálfstæðisflokkinn og um Stóru bombu Jónasar frá Hriflu. Um sögu okkar og sagnfræði eftir Halldór Kristjánsson Eggert sýndi í Háholti HÁHOLT Þorvaldur Guðmundsson, Hafnarfirði. Málverkasýning EGGERT FR GUÐMUNDSSON 54 verk á skrá. Sýning í tilefni árs aldraðra Eggert Guðmundsson (f. 1906) hélt nýlega sýningu í nýjum, stórum sýn- ingarsal, er Þorvaldur Guðmundsson, veitingamaður hefur innréttað í húsi sínu við Reykjanesbraut, þar sem hún fer norðan Hafnarfjarðar. Þar sýndi Eggert, sem er svona listamannsnafn hans, 54 verk, og eru þá ekki taldar teikningar, sem eru fjölmarg- ar, enda hefur teikning og grafík verið stór hluti af lífsverkinu. í sýningarskrá var þess getið, að efnt væri til sýningarinnar í tilefni af ári aldraðra og er það vel. Ritað er á þessa leið í skrána: „Fyrsta einkasýning Eggerts var hald- in í Reykjavík árið 1927. Að henni lokinni hélt hann til náms í Listaháskól- anum í Munchen. Áður hafði hann notið kennslu hér heima í Teikniskóla Stefáns Eiríkssonar hins oddhaga, í mótun hjá Einari Jónssyni myndhöggvara og hjá Ríkarði Jónssyni. Sýningin er haldin í tilefni árs aldraðra sem nú stendur. Helmingur verkanna eru unnin á árinu og spanna yfir það verkefnaval sem mér er hugleiknast: íslenskt þjóðlíf og þjóðtrú. Mig langaði til að sýna fram á að enn á ég eftir nokkurn þrótt þótt árin séu að verða 76. Kannski ætti ég að tileinka hinni þingskipuðu úthlutunarnefnd lista- mannalauna sýninguna í tilefni þess að nú hefur hún fellt niður listamannalaun til mín, kannski í tilefni ársins eða kannski telur hún að ég sé til einskis nýtur lengur. Sýningargestum gefst tæki- færi til að fella eigin dóm yfir verkum aldraðs listamanns. Á mínum yngri árum þekktust hvorki námslaun né listamannastyrkir. En nú eru breyttir tímar - eða hvað?“ Eggert Svo vill til, að sá er þetta ritar, kynntist verkum Eggerts (Friðjóns) Guðmundssonar mjög snemma. Myndir eftir hann voru í nokkrum góðum húsum, er ég átti oft leið um í æsku. Undraðist ég mjög fínleik þessara mynda og sér í lagi ■ myndar, er mig minnir að gengi undir nafninu „Blindi bóndinn". Hún bar í sér þá einkennilegu tilfinningu, er maður verður á stundum var við í fari hinna blindu, að þeir sjái jafnvel meira en þeir er hafa sjón. Það er ef til vill þess vegna, sem mér hafa ávallt þótt teikningar Eggerts vera betri en málverkin, þótt mér sé kunnugt um svo fjölmarga er meta þetta til jafns. Eggert hefur, sem fram kemur, fengist við myndlist alla ævi. Hann hefur líka kennt teikningu við Iðnskólann lengi, eða gjörði það. Þar hafa margir notið leiðsagnar hans, og er það ekki lítils virði, því þó tækni sé af hinu góða, þá skaðar kúnstin engan mann, hvaða starf er hann annars hefur valið sér. Eggert sækir myndefni sín mikið í þjóðlífið, og í sjávarmyndum hans er oft djarflega siglt. Við getum tekið mynd- heitin af handahófi, og þá sést að hverju er unnið. Myndir bera m.a. þessi nöfn: Fyrsta gosnóltin 1947, Lífróður, Á leið í verið, í Þvottalaugunum, Al- mannagjá, Eldsmiðir, Spunakona, Gamla eldhúsið, Vetur konungur, Á skíðum og Stuðlaharpan. Sem áður sagði, tek ég teikningar, eða grafík Eggerts framyfirt.d. olíumálverk. Þó verður ekki annað sagt en á sýningunni eru mörg fögur málvcrk. Sérlega fagurt verk þótti mér Haust No. 51 og fleiri myndir gæti ég nefnt. Eggert hefur talið sig afskiptan af þingnefnd, og gætir nokkurs biturleika vegna þess arna. Hitt veit ég þó að sönnu að ekki er Eggeit vinalaus maður, hvorki sem myndlistarmaður, eða mann- eskja. Það er gaman að hann efndi nú til sýningar, 76 ára gamall, til að styðja við dauft ár aldraðra í landinu bláa. Jónas Guðmundsson Jónas 9 Guðmundsson W skrifar um myndlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.