Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 3 fréttirl Milljónatjón á norðurlandi f gær þegar sjór gekk á land í óveðrinu: METERSDJUPT VAR A — og menn fóru ferða sinna á árabátum þar sem sjórinn var mestur f Hrfsey Óvenju ,,svört skýrsla” frá Hafrannsókn- arstofnun: Sam- dráttur lagður til Reykvíkingar fóru ekki varhluta af óveðrinu í gær. Tímamynd Ella „Viðlagasjóður okkar eina von“ ■ -Okkar eina von er sú að Viðlaga- sjóður komi inn í myndina og bæti tjónið, því að þetta eru auðvitað ekkert annað en hreinar náttúruhamfarir, sagði Björgvin Pálsson, byggingameistari í Hrísey í samtali við Tímann í gærkvöldi, en fyrirtæki hans, Björk hf. varð einna verst úti í ofsaveðrinu sem geisaði í Hrísey. -Þetta gerðist á örskömmum tíma, sagði Björgvin er hann var beðinn um að lýsa atburðum dagsins. Sagði Björg- vifn að ofsarok hefði skollið á snemma um morguninn og um klukkan tt'u hefði tekið að flæða sjór inn á svæðið við höfnina. Á rúmum hálftíma hafði flætt það mikið að kjallarar húsa hefðu fyllst og um 25 sentimetra hátt vatn hefði verið á því svæði sem næst liggur höfninni. Sjór flæddi inn í tvö íbúðarhús og komst auk þess í kjallara samkomu- hússins. Á einum stað sem Björgvin hefur viðgerðaraðstöðu fyrir bíla, náði sjórinn upp á miðjar hliðar á Volkswag- en bifreið sem í húsinu var og á bifreiðastæðum fyrir utan Björk hf. var metersdjúpt vatn á bílastæðum. -Við byrjuðum strax á því að reyna að forða vélunum hér á verkstæðinu, en við bara höfðum ekki undan svo hratt féll sjórinn inn í húsið, sagði Björgvin Pálsson. Strax eftir að sjór gekk á land í Hrísey hófst fólk í eynni handa við björgunar- starfið og tóku fjölmargir eyjaskeggja þátt í því. í kring um fyrirtækin við höfnina varð fólk að fara ferða sinna á klofstígvélum og eins reru menn á árabátum þar sem mestur sjórinn var. Auk skemmdanna á Björk hf., varð saltfiskunarstöð Birgis Sigurjónssonar mjög illa úti, þar sem sjór komst í mikið magn af saltfiski. Þá komst sjór í skreiðarbirgðir hjá Kaupfélaginu og er ljóst að gífurlega vinnu þarf til að bjarga þessum verðmætum undan skemmdum. Eða eins og Björgvin Pálsson sagði: - Við erum rétt að byrja. Eftir er gífurleg vinna. „Sjórinn æddi yfir eyrina“ á Sauðárkróki ■ „Við höfum athugað þetta eins og hægt hefur verið í dag og tjónið virðist geysilegt alveg,“ sagði Marteinn Friðr- iksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki í samtali við Tímann í gær. „Það alvarlegasta sem snýr að okkur hjá Fiskiðjunni er að það komst talsverð- ur sjór inn í frystihúsið. Hann fór inn í frystiklefa en þó held ég að afurðir hafi ekki skemmst að ráði. Hins vegar er engin leið að segja hvað gerst hefur undir gólfum, en þar má búast við að talsverðar skemmdir hafi orðið. Hjallar nyrst á eyrinni eru eiginlega alveg í rúst. Þeir hafa staðið þar síðan ég kom í bæinn 1955 og sennilega miklu lengur og ég veit ekki til að sjó hafi gengið upp að þeim fyrr, en nú æddi hann þarna yfir og raunar yfir alla eyrina,“ sagði Marteinn: Marteinn sagði að mjög mikið land hefði gersamlega horfið af völdum norðan brimsins sem gekk yfir í gær. Þá sagði hann að stórfelldar skemmdir hefðu orðið á hafnarmannvirkjum. í gærmorgun sukku þrír trillubátar við bryggju á Sauðárkróki, og þar að auki urðu talsverðar skemmdir á dekkbát sem bundinn var við bryggju. „Hreyfingin í höfninni var geysileg. Hún hélt alls ekki þessu rosalega brimi. En sem betur fer var enginn togari inni því það hefði örugglega ekki verið hægt að ráða við stærra skip í höfninni í þessum láturn," sagði Marteinn. -Sjó. „Ekki farandi um á vaðstígvélum“ á Siglufirði ■ „Þetta voru heilmikil flóö. Á sumum götum var svo mikill sjór aö ekki var farandi um á venjulegum vaðstígvélum, jafnvel ekki núna síðdegis þegar heilmik- ið hefur sjatnað,“ sagði Jóhannes Þórð- arson, yfirlögregluþjónn á Siglufirði í samtali við Tímann í gær. „Sjórinn gekk yfir flóðgarðinn nyrst á eyrinni, suður Túngötuna, suður Rán- argötu og Þormóðsgötu. Þar fór hann niður Eyrargötu og Lækjargötu og aðeins inn á Grundargötuna. Svo gekk sjórinn aftur að austanverðu upp Aðal- götuna og Gránugötuna og þvergötur þar á milli. Han kom einnig að sunnan- verðu yfir eyrina svo það má segja að hann hafi komið úr öllum áttum,“ sagði Jóhannes. Einnig sagði Jóhannes að talsvert hafði flætt inn á Snorragötu og Hólag- ötu, sem báðar eru fyrir sunnan eyrina. Sunnu lóðin öll fór á bólakaf og einhverj- ar skemmdir urðu á fiski sem þar var geymdur í húsi. Þá flæddi talsvert inn að gamla íshúsinu á Bakka nyrst í Siglufirði. -Varð ekki mikið tjón af völdum flóðanna? „Það tel ég alveg víst að hafi verið mikið,“ sagði Jóhannes. „Mér er kunn- ugt um að tvo skúra í eigu OLÍS sem voru yst á Oldubrjótnum tók út. Þeir eru nú á floti inni í kverkinni við Öldubrjót- inn. Þá brotnuðu olíuleiðslur á Öldu- brjótnum. Skemmdir urðu víðar í bænum. Til dæmis brotnaði steinveggur sem liggur að sjó yst úti á Bakka, rétt við norður endann á gamla íshúsinu. Sjór hefur farið inn í nokkur hús hérna niðri á eyrinni en þó held ég að hvergi hafi orðir mjög alvarlegar skemmdir á íbúðarhús- um. Hins vegar er mér kunnugt um að talsverðar skemmdir urðu í nokkrum fiskvinnslum í bænum; við Sunnu, hjá ísafold og Degi jafnvel víðar,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að erfiðlega hefði gengið að veita sjónum út af eyrinni eftir að hætti að flæða yfir. Krap hefði sest í niðurföll og margvíslegir erfiðleikar aðrir orðið starfsmönnum bæjarins til trafala. Þó var óðum að grynnka á götunum þegar líða tók á daginn í gær. -Er þetta flóð einsdæmi á Siglufirði? „Mig minnir að það hafi verið árið 1934 að svo mikill sjór gekk yfir eyrina að hægt var að fara á bátum um Lækjargötuna. Þá beljaði sjórinn suður Lækjargötuna og alveg yfir eyrina,“ sagði Jóhannes. -Sjó. Óttast um hafnar- mannvirki á Húsavík ■ Nokkrar skcmmdir urðu á hafnar- mannvirkjum á Húsavík í ofsaveðrinu. Ekki lá þó fyrir í gærkvöld hvað þessar skemmdir höfðu orðið miklar, þar sem men höfðu ekki komist út á sjóvamar- garðana sökum verðurofsans. Hjá lögreglunni fengust þær upplýs- ingar að ekki væri vitð um skemmdir á bátum, en menn óttuðust að ystu hafnargarðarnir hefðu skemmst í veðr- inu. Eins voru menn uggandi um bryggjurnar, en ekki var þó talið að verulegt tjón hefði orðið á þeim. Á Raufarhöfn og Kópaskeri höfðu heldur ekki orðið verulegar skemmdir, en á þessum stöðum höfðu menn helstar áhyggjur af því að veðrið virtist helst færast í aukana þegar líða tók á daginn. -ESE í þorsk- veiðum ■ Hufrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á þorski fari ekki fram úr 350 þúsund tonnum á næsta ári. Er þetta 50 þúsund tonnum minna en Fiskiþing hefur lagt til að heimiiað verði að veiða og um 25 þúsund lestum minna en líklegt er að veiðist í ár. Alls veiddust um 460 þúsund tonn af þorski í fyrra. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um ástand þorskstofnsins segir að stofninn fari nú minnkandi og virðist svo sem að ein aðalskýringin sé að allir árgangar eftir 1977 virðist undir meðallagi og hinn góði 1973 - árgangur sé að hverfa úr veiðinni. Eins geti ein skýringin verið sú að stærð 1976 stofnsins, sem almennt var talinn góður, sem ntun minni en áður hefur verið gert ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum Hafrann- sóknastofnunarinnar eru þorskstofn- inn nú 1420-1570 þúsund tonn, allt eftir því hve stór 76 árgangurinn er. Virðist stofninn samkvæmt þessum niðurstöðum um 10 - 20% minni en ætlað var á síðasta ári. í skýrslu stofnunarinnar segir ennfremur að seiðatalningar undan farinna ára og aðrar niðurstöður sýni að hvort sem 76 árgangurinn hefur verið talinn of stór eða ekki, þá muni þorststofninn minnka talsvert ef veidd verða 400 þúsund tonn á ári, eða úr 1420 þúsund tonnum 1983 í 1310 þúsund tonn 1984 og svo loks í 1200 þúsund tonn 1985. Ef leyft verður að veiða 350 þúsund tonn minnkar stofninn í 1370 þúsund tonn 1984 og í 1320 þúsund tonn 1985. Ef hins vegar veidd yrðu 300 þúsund tonn þá myndi stofninn stækka á nýjan leik, að öllum forsendum óbreyttum. Hrygningarstofninn, þ.e. þorskur 7 ára og eldri minnkar þó stöðugt miðað við framangreindar sóknartölur og yrði miðað við 400 þúsund tonna afla kominn úr 560 þúsund tonnum á næsta ári í 330 þúsund tonn 1985. I skýrslu Hafrannsóknarstofnunar- innar er ekki dregin upp björt mynd varðandi framtíðina og bent á að ekki gefi seiðatalning í ár ástæðu til aukinn- ar bjartsýni. 1982 árgangurinn sé líklega óvenju lélegur og fatlega má búast við því að léleg þorskár fari í hönd, þar sem að allir undirmálsárgan- garnir verða „uppistaða" veiðanna á næstu árum. -ESE Ævintýraheimurínn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 S 33460. Opiðalla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.