Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 6
6____________ stuttar fréttir ■ Einn hinna fjölmörgu barnahópa - ásamt leiðtogum sínum - sem átt hafa eftirminnilega sumardvöl við Vestmannsvatn á vegum Æskulvðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Kirkjunni nær að sameina fjölskyld- una en sundra henni ■ Fjöldi unglinga víðs vegar að af Norðurlandi kemur á hverju voru að Vestmannsvatni til að vinna að undirbúningi sumarstarfsins. Þar halda þau einnig sín sumarmót árlega og námskeið á vetrum. ■ „Mikið var fjallaö um það hvem- ig gera megi allar messur að fjöl- skyldumessum, þ.e. að barnastafið miöist við það að börnin og ungl- ingarnir verði meiri þátttakendur i messunni, í stað þess að fjölskyldunni sé sundrað með því að kalla hana til kirkju í afmörkuðum hópum. Kirkj- unni væri nær að reyna að sameina fjölskylduna heldur en að sundra henni“ sagði sr. Pétur Þórarinsson á Möðruvöllum í Hörgárdal er Tíminn spurði hann frétta af aðalfundi Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti sem haldinn var fyrír nokkm. Aðalmál fundaríns var „Fjölskyldan og helgihald kirkjunn- ar“. Sr. Pétur sagði menn hafga verið á einu máli um það að það rúmist alveg innan núverandi messuforms að börnin séu virkjuð meira sem sjálfstæðir þátttakendur og með öðrum, syngi þar t.d. sína söngva og flytji helgileiki. Hann gat þess t.d. að við messu í Akureyrarkirkju í fundarlok hafi unglingar sungið við undirleik á gítar, píanó og flautu. Þetta geri léttara yfir messunni, en sem kunnugt er hefur sú gagnrýni stundum heyrst að hið algenga messuform sé of þungt til að höfða til fjöldans. Sérstakar barnaguðsþjónustur kveð sr. Pétur hafa byrjað hér á landi á þessari öld, sennilega vel eftir stríð, og síðan hafa verið í stöðugri framsókn. Hann og nokkrir aðrir prestar hafi nú um skeið haft þann háttinn á að hafa barnastundir á laugardögum og þá meira í leikingu við léttan skóla, þar sem börnin eru undirbúin fyrir messuna daginn eftir. Þetta hafi gefið góða raun og aukið kirkjusókn verulega. Sr. Pétur sagði rekstur sumarbúð- anna við Vestmannsvatn - sem er eitt helsta verkefni Æskulýðssambands- ins - hafa gengið sérstaklega vel. í sumar var aðsókn svo mikil að fjölga varð í flokkum meira en þægilegt er með góðu móti og bæta við auka- flokki. Alls hafi á 3. hundrað manns dvalið þar í sumar, börn á aldrinum 7-13 ára og tveir flokkar aldraðra og blindra. Uppbygging á Vestmanns- vatni sé hins vegar erfið, þar sem lítill styrkur fáist frá ríkinu. Nær allt sé því unnið í sjálfboðavinnu og með frjálsum framlögum einstaklinga á Norðurlandi. Á fundinum var ákveð- ið að leita til félaga og klúbba um frekari stuðning við uppbyggingar- starfið. Þó gamli svefnskálinn hafi verið góður til síns brúks á sínum tíjma, þurfi nú að byggja annað nýjan og stærri. Æskulýðssambandið hafi t.d. hug á að fitja upp á t.d. námskeiðahaldi og jafnvel skólavist fyrir börn með sérþarfir. Uppbygging sé forsenda þess að koma slíku strarstarfi á að Vestmannsvatni. Þá gat séra Pétur þess að Æsku- lýðssambandið gefi út eins kristilega blaðið innan þjóðkirkjunnar og hafi sú útgáfa verið rekin með stór tapi síðustu árin. „En blaðið hefur nú lifað óslitið í tæp 30 ár og við erum ákveðin í að gefast ekki upp heldur berjast fyrir því að það lifi áfram“, sagði sr. Pétur. Auk þess hefur sambandið gefið út nokkrar hljómp- lötur sem hlotið hafi góðar viðtökur, svo og jólakort. H0LLYW00D STÆKK- ARIIM HELMING! eða Jafnvel nýr veitingastaður á efri hæð ■ Ólafur Laufdal eigandi veitingahús- anna Hollywood og Broadway hefur nú uppi áform um að stækka Hollywood um nær því heiming, eða jafnvel opna nýjan veitingastað á hæðinni fyrir ofan Hollywood í Ármúlanum. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Lauf- dal er hugmyndin sú að taka hæðina fyrír ofan Hollywood í notkun næsta vor, en ekki er fullráðið hvort að hæðin verði tekin undir nýjan veitingastað eða hvort Hollywood verður stækkaður. - Það er ekkert farið að vinna í þessu húsnæði, en þarna er 350 fermetra rými sem stendur mér til boða, sagði Ólafur í samtali við Tímann.- Sagði Ólafur að Hollywood tæki nú 440 gesti, en nýja húsnæðið byði upp á 300 manns til viðbótar. Þetta nýja húsnæði yrði ein- göngu notað um helgar, en þá væri oft þröngt á þingi í Hollywood, sagði Ólafur Laufdal. -ESE ■ Sendiherra Vietnam hr. Nguyen Tuan Lieu og sendiherra Indlands, hr. Hardev Bhalla, báðir nýskipaðir, afhentu forseta íslands fyrír skömmu trúnaðarbréf sín á Bessastöðum, að viðstöddum viðskiptaráðherra, Tómasi Árnasyni. Sendiherra Vietnam hefur aðsetur í Bonn og sendiherra Indlands í Osló. Ódýrara ad leigja bílen eiga hann segir Trausti, félag sendi- bifreiða- stjóra SENDIBÍLL sparar fyrtr þíg ■jM&n I ■ Samkvæmt könnun sem Trausti, félag sendibifreiðastjóra hefur látið gera, er mun ódýrara að leigja sendibíl frá sendibílastöð, en að reka eigin bíl til að gegna sömu vinnu. í könnuninni er miðað við sendibíl sem tekur allt að einu og hálfu tonni og er staðhæft að mánaðarsparnaðurfyrirtækja og einstak- linga geti orðið tæpar 17 þúsund krónur ef bíllinn er leigður á stöð. Könnunin sem Trausti lét gera var framkvæmd í ágúst, en miðað var við taxta sendibifreiðastjóra frá því 14. júlí Gert var ráð fyrir 25 þúsund kílómetra ársakstri og verð bíls, afskriftir, vextir og annað því um líkt tekið með í reikninginn. Jafnframt voru tryggingar með 30% bónus reiknaðar með. Niðurstöður könnunarinnar eru í grófum dráttum þær að sendibílar frá stöð séu rúmum 800 krónum ódýrari á dag, 380 krónum á hálfum degi, 166 krónum miðað við tvo tíma, rúmum 4200 krónum miðað við viku og tæpum 17 þúsund ódýrari á mánuði, en bíll sem einstaklingar og fyrirtæki gera út. Ut- koman varð sú að bíll eigin fyrirtækis kostaði 41.368 krónur á mánuði miðað við þessa ákveðnu vinnu, en sendibíllinn kom út með 24.370 krónur. -ESE ■ Sjónvarpsgláp á kostnað eðilegs leik- og svefntíma og síðan leikfangavopn til að nota þá sjaldan tími gefst til frá ofbcldismyndunum í vídeóinu. Þetta er það sem Ijöldi félagasamtaka uppeldis-, kennara-og hjúkrunarstétta ásamt kirkjunni vill vara við. Fóstrur hafa áhyggjur: ,,Vídeóvæðingin ógnar börnum þjóðarinnar” ■ „Vídeóvæðingin ógnar bömum þjóðarínnar. Sá timi sem börn notuðu til heilbrígðra starfa og leikja fer nú í sjónvarpsgláp og getur gengið svo langt að þau njóti vart nægilegrar hvíldar“, segir í nýrrí samþykkt fjölmcnns félags- fundar Fóstrufélags íslands. Ógnvænlegast segja fóstrur þó að efni það sem boðið er upp á sé misjafnt að gæðum og sjaldnast við hæfi barna. Börnin séu óvarðasti neytendahópurinn í samfélaginu og heimilin misvel í stakk búin til að stýra sjónvarpsnotkuninni. Fóstrur hvetja foreldra til að vernda börn sín og gera jafnframt þá kröfu til ráðamanna þjóðarinnar að hagsmunir barna verði látnir sitja í fyrirrúmi fyrir gróðasjónarmiðum fárra manna. Fóstrur ásamt mörgum öðrum fé- lögum hafa einnig myndað starfshóp til að vinna á móti leikfangavopnum. Skorar hópurinn á alla barnavini að gefa börnum ekki leikfangavopn. En fram- boð og fjölbreytni slíkra leikfanga í verslunum sé hreint ótrúlegt. Margir foreldrar og uppalendur telji hins vegar óæskilegt að börn leiki sér að þeim. Að fyrrnefndum starfshóp standa auk Fóstrufélagsins: Hjúkrunarfélag Íslands, Kennarasamband íslands, Félag ís- lenskra sérkennara, Félag Þroskaþjálfa, Hin íslenska Þjóðkirkja og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Starfshópurinn hefur það að markmiði að efna til málefnalegrar umræðu um áhrif leikfanga, sem eru eftirlíkingar vopna. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.