Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Gyltur til sölu Níu gyltur til sölu Upplýsingar (síma 95-7155. Geföu tónlistar- íijöf i jp'" Hitablásarar fyrir gas og olíu Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Skeljungsbúðin # SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 fréttir Stelpurnar sem húkka sér far af Hallærisplaninu um helgar: LANGFLESTAR ÚR GARÐfl- BÆNUM OG HAFNARFIRBI ■ „Þxr stelpur, sem segjast húkka bQ eru í heild 48. Af þeim er Vi hluti búsettur í Garðabæ og nærri jafnhátt hlutfall úr Hafnarfirði. I heild eru aðeins 20.8% þeirra búsettar í Reykjavík," segir m.a. í greinargerð Útideildar í Reykjavík um könnun sem deildin framkvæmdi að kvöldi 8. október sl. og aðfaranótt 9. október, á Ijölda unglinga í miðbæ, aldri þeirra, búsetu og á hvaða hátt þeir fara heimleiðis að aflokinni dvöl í miðbæ Reykjavíkur, auk þess sem spurt var hvort unglingarnir myndu fara heimleiðis með strætisvagni, ef hann gengi tU kl. 03.00. Fjöldi einstaklinga sem spurður var var 1031 og gera starfsmenn ÚtideUdar- innar ráð fyrir að þeir hafí náð til um 75% þeirra unglinga sem staddir voru í miðbænum þetta kvöld og nótt. Fóru starfsmenn og aðstoðarmenn þeirra í þrígang um miðbæinn, kl. 20.00, 01.00 og 03.00 með spumingaiista sína. Tæpur helmingur úr Reykjavík í Ijós kemur að meirihluti unglinganna var á aldrinum 15-16 ára, en einnig voru aldurshóparnir 14 og 17 ára stórir, og voru stúlkurnar hlutfallslega yngri. Þeg- ar aðgætt er hvaðan unglingarnir eru, þá kemur í ljós að innan við helmingur þeirra er úr Reykjavík (48.8%) en 39.6% þeirra unglinga sem í bænum voru þetta kvöld var úr nágrannabæjum Reykjavíkur, Kópavogi (20%) Hafnar- firði, (12%) og Garðabæ (8%). 1 heild voru strákar í meirihluta í miðbænum þetta kvöld, (57%) Af hverjum 10 sem húkka sér bfl, eru 6 stelpur Tæp 38% þeirra sem spurðir voru sögðust taka sér leigubíl heim, þegar þeir voru spurðir hvernig þeir færu heim, 27% taka strætisvagn, 11.5% segjast labba heim og 8% húkka sér far. Strákar eru í meirihluta allra heimferða, nema í húkkinu — þar eru stelpurnar með „vinninginn", þær eru 6 af hverjum 10 sem húkka sér far. Alls eru stelpurnar sem segjast húkka bíl þetta kvöld 48, og er sitthvor þriðjungurinn úr Garðabæ og Hafnarfirði, og aðeins 20.8% þessa hóps er búsettur í Reykjavík. Flestar þessara stúlkna eru á aldrinum 15 til 16 ára. Af strákum þeim sem húkka sér bíl eru aðeins 10% úr Reykjavík. Hin 90% eru úr nágrannasveitarfélögunum. í könnuninni er gert ráð fyrir að þeir sem segjast labba heim, reyni að húkka sér far, a.m.k. hluta leiðarinnar, og þanig er dregin sú ályktun að 12.8% allra stelpna í Miðbænum húkki eða reyni að húkka sér far heim eftir dvöl þar. Unglingarnir staldra frem- ur stutt við Þá kemur fram að mjög fáir þeirra unglinga sem spurðir voru kl. 23.00 voru enn í bænum kl. 01.00, eða aðeins 11%. Og sömu sögu var að segja þegar spurt var kl. 03.00 — þá voru fáir eftir af þeim sem spurðir voru kl. 01.00, eða innan við 20%. Það er því ljóst að unglingarnir staldra fremur stutt við, eða í flestum tilvikum innan við 2 tíma. Segir í framhaldi af þessum upplýsingum í könnuninni: „Vegna þessarar stöðugu endurnýjunar, má ætla að unglingarnir myndu nýta sér reglulegar ferðir strætis- vagna að nóttu til, ef sú þjónusta væri fyrir hendi." Segir þar jafnframt að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem spurðir voru sagðist mundu notfæra sér stærtisvagnana ef þjónusta þeirra stæði til boða. Af öðrum athyglisverðum upplýsing- um í könnuninni má nefna, að svo virðist sem hlutfall þeirra unglinga, sem koma úr öðrum borgarhverfum í Reykjavík, en Breiðholti, fari minnkandi eftir því sem líður á nóttina, en hlutfall þeirra unglinga, sem koma úr Breiðholti og Kópavogi fari vaxandi, eftir því sem líður á nóttina. Félagsmálaráð vill að S.Y.R. kanni möguleika á næturþjónustu Útideildin gerði í framhaldi af þessari könnun sinni tillögur, sem yfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar lagði fyrir félagsmálaráð. Þar er lagt til að komið verði á sérstökum næturferðum Strætisvagna Reykjavíkur, svo og hjá strætisvögnum nágrannabæjanna. Félagsmálaráð' Reykjavíkur beindi í framhaldi af þess- um tillögum, því til stjómar S.V.R. að hún kanni möguleika á næturþjónustu strætisvagnanna, einkanlega varð'andi ferðir í úthverfin. Lenging um eina klukkustund kostar eina mflljón Tíminn sneri sér í gær til Eiríks Ásgeirssonar, forstjóra S.V.R. ogspurði hann um hver hugsanleg viðbrögð S.V.R. yrðu við tilmælum félagsmála- ráðs: „Það er nú ekki búið að kynna okkur sérstaklega niðurstöður þessarar könnunar Útideildar, þannig að ég get lítið sagt á þessu stigi. ,Hinsvegar get ég greint frá því að við létum reikna það út í september si. hve mikið það kostar S.V.R. klukkutíminn frá 12 til 01 á 11 leiðum og niðurstaðan í þeim útreikning var sú að það kostar eina milljón krón á ári, og þá er miðað við verðlag og laun í september. Af þessu er ljóst að þetta er spuming um fjármál, og þyrfti því að komast inn í fjárhagsáætlun ef lengja ætti aksturinn hjá S.V.R. Það er einfalt reikningsdæmi að finna út hversu mikið það myndi kosta að lengja aksturstímann um tvær klukkustundir hvert kvöld, því það yrði miðað við það sem klukkustundin á milli 24 og 01 kostar, tvær milljónir að auki.“ —AB ■ Hin árlega kynnisferð verkstjóra og framkvæmdastjóra Sambandsfrystihúsa tU Iceland Seafood Corporation í Banda- ríkjunum var að þessu sinni farin hinn 22. sept. til 1. október. Þátttakendur voru 20 að þessu sinni. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Óskar Jóhannsson Reykjavík, Jórunn Jónsdóttir Reykj- avík, Björg Bogadóttir Reykjavík, Sól- ■ í ár stefnir allt í það að yfir 10 þús. farþegar fari til útlanda í hópferðum Samvinnuferða-Landsýnar á þessu ári, sem er í fyrsta skipti í sögu ferðaskrifstof- unnar að þeim fjölda er náð. Fjöldi rún EngUbertsdóttir Akranesi, Jódís Jónsdóttir Garðabx, Bogi Þórðarson Garðabæ, Gunnar Jónasson Fáskrúðs- flrði, Sigurbjörg Bergkvistsdóttir Fá- skrúðsflrði, Arni Benediktsson Reykja- vík, Guðmundur Pétursson Bfldudal, Bergþór Baldvinsson Garði, Pálína Bjamadóttir BUdudal, Guðmundur Pálmason Akranesi, Gunnar Jónasson farþega var t.d. um 2.400 árið 1978 og hefur því fjórfaldast á fjórum árum. Hinn 1. nóvembers.I. höfðualls 9.032 farþegar haldið úr landi í hópferðum á vegum skrifstofunnar. Til viðbótar munu Iceland Seafood, Bryndís Arnþórsdóttir Garði, Guðjón B. Ólafsson Iceland Seafood, Þórlaug Arnsteinsdóttir Hrís- ey, Snorri Snorrason, Þingeyrí, Guð- mundur Halldórsson Reykjavík, Jóhann Þór Halldórsson Hrísey, Aagot Áma- dóttir ReykjavUt, Geir Magnússon Ice- land Seafood og Ástdís Krístjánsdóttir Þingeyri. bætast farþegar í vetrarferðum hennar til London og Amsterdam. Forsvars- menn Samvinnuferða-Landsýnar telja því engann efa á því að 10.000 farþega markið náist fyrir áramót. —HEI Tvíheilagt hjá SATT Músiktilraunir íTónabæ og 4 M í Broadway ■ Það verður stórkvöld hjá SATT ann- að kvöld og það á tvennum Vígstöðvum. í Tónabæ gangast samtökin fýrir Músík- tilraunum og í Broadway verða 4 M í fararbroddi, þ.e.á.s. Magnús Eiríksson, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Sig- mundsson og hljómsveitin Mannakorn. Að sögn Jóhanns G. Jóhannssonar hjá SATT er nú komið í ljós hvaða hljómsveitir taka þátt í fyrsta hluta hljómsveitakeppninnar. Verða það Reflex og Svart hvítur draumur frá Reykjavík, Vébandið frá Keflavík og kvennahljómsveitin Sokkabandið frá ísafirði. Tvær af þessum fjórum hljóm- sveitum komast í úrslitakeppnina og geta þá keppt um 20 ókeypis stúdíótíma sem verða í verðlaun fyrir þrjár efstu hljómsveitirnar. Baraflokkurinn frá Ak- ureyri verða gestir kvöldsins og hefja þeir leik sinn stundvíslega klukkan 20 og þá verður jafnframt dreift atkvæða- seðlum. í Broadway verður mikið um dýrðir, en kvöldið er liður í byggingarhapp- drætti SATT. Fram koma Magnúsarnir þrír og Mannakorn og sérstakur M-mat- seðill verður í boði. Fyrst verður borinn fram Músíkmjöður, síðan Magnúsar- súpa með Mannakorni og að lokum Minnisstæður kabarettdiskur, sem eru ýmsir girnilegir réttir. Allt þetta kostar 230 krónur og sagði Jóhann G. Jóhanns- son að fólk hefði sýnt þessu kvöldi mikinn áhuga og pantanir hefðu streymt inn að undanförnu. —ESE Farþegafjöldi í hópferðum Samvinnuferða á þessu ári: Stefnir í metár — Farþegafjöldinn fjórfaldast á fjórum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.