Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 5 fréttir X LEIKFANGAVERSLUN' / HALL VEIGARSTÍG 7 SÍM! 26010 SENDUM I POSTKRÖFU Dóms að vænta í Þverholts- málinu ■ Vitnaleiðslum og málflutningi í svokölluðu Þverholtsmáli lauk fyrir sakadómi Reykjavíkur í fyrradag. Mál- ið hefur nú verið dómtekið og er dóms að vænta innan tveggja vikna. í málinu er Hallgrímur Ingi Hallgríms- son ákværður fyrir tilraun til manndráps, líkamsmeiðingar og tilraun til nauðgun- ar. Vörnin byggir á því að neita öllum ákæruatriðum öðrum en líkamsárás. Niðurstaða geðrannsóknar á Hall- grími Inga Hallgrtmssyni var sú að hann væri sakhæfur og ábyrgur gerða sinna. Verjandi hans er Örn Clausen en fyrir hönd ákæruvaldsins fer Bragi Steinars- son, vararíkissakksóknari með málið. Dómari er Jón Abraham Ólafsson, sakadómari. -Sjó. Kvefpest í rénum ■ „Það gekk yfir vírus, kvefpest og útbreiðsla hennar náði hámarki um miðjan októbermánuð. Síðan hefur hún verið í rénun og það má segja að ástandið núna sé nokkuð venjulegt," sagði Skúli Johnsen, borgarlæknir, þegar hann var spurður hvort ekki væri óvenju mikið um umgangspestir um þessar mundir. Skúli sagði að í október hefðu greinst 923 kvef-og kverkabólgutilfelli í borg- inni. Auk þess hefðu greinst um 100 tilfelli af hettusótt ogtalsvert hefði verið um iðrakvef og niðurgang. -Sjó Umræður um vantraust 25. nóv. ■ Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina- ríkisstjórn sjálfstæðis- mannaj Framsóknarflokksins og Alþýð- ubandalagsins. Þannig hljóðar þingsályktunartillaga, sem allir þingmenn Alþýðuflokksins, 10 að tölu, hafa lagt fram. Ekki er endanlega ákveðið hvenær vantrauststillagan verður tekin á dagskrá, en allt bendir til að það verði fimmtudaginn 25. nóv. n.k. Ríkisútvarp- ið hefur farið þess á leit að umræðum um tillöguna verði bæði útvarpað og sjónvarpað, og mun það verða gert. Munu umræðurnar fara fram á fimmtu- dagskvöld, eins og venja er til.þegar um útvarpsumræður er að ræða. Athugasemd Vilmundar ■ Vilmundur Gylfason hafði í gær samband við Tímann og bað um að sá misskilningur sem komið hefði fram í Tímanum og fleiri fjölmiðlum, að hann hefði haft í hyggju að halda frétta- mannafund um sérframboðsmál sín sl. mánudag. Sagðist hann ekki hafa haft neitt slíkt í hyggju. ■ Arangur íslensku karlasveitarinnar á ólvmpíumótinu í Luzern varð ekki eins góður og menn höfðu vænst og sveitin hafnaði nokkru neðar en stigatafla hennar segir til um eða í 22.-25. sæti. Vinningaijöldi sveitarinnar varð 30 Vi vinningur, hálfum vinningi meira en á Möltu fyrir tveim árum, en þá var teflt við sterkari andstæðinga en nú. besta útkomu þeirra félaga, hann tefldi 12 skákir vann 6, gerði 4 jafntefli og tapaði tvisvar, 8v. úr 12 skákum eða 75% vinninga. Jóhann Hjartarson tefldi 10 skákir vann 3, gerði 5 jafntefli og tapaði tvisvar og Ingi R. Jóhannsson tefldi 3 skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði tvisvar. Af stúlkunum er það að segja að Guðlaug Þorsteinsdóttir, sem tefldi á fyrsta borði tefldi 11 skákir, vann 6, gerði 3 jafntefli og tapaði tvisvar og þessi árangur færði henni áfanga að alþjóð- legum meistaratitli kvenna. Ólöf Þráins- dóttir tefldi 9 sinnum, vann 2 skákir, gerði 2 jafntefli og tapaði 5 sinnum, Sigurlaug Friðþjófsdóttir tefldi 11 sinnum, vann þrisvar, gerði 2 jafntefli 5000 fóstureyðingar ■ f grein minni í blaðinu, síðastliðinn þriðjudag, er frá því skýrt, að um 500 fóstureyðingar séu framdar á íslandi á ári. Það þýðir um 5000 fóstureyðingar á tíu árum, en ekki 500, eins og í blaðinu stendur. Raunar er því við að bæta, að þessi tala er síst of há, því mér hefur verið tjáð að margar íslenskar konur kjósi fremur að fara til útlanda, til að láta eyða þar fóstri sínu, og eru það Iíka .„félags- legar" ástæður, er liggja að baki. Jónas Guðmundsson. 1 . Sovétríkin 42 >Av. 2. Tékkóslóvakía 36v. 3. Bandaríkin 35'Av. 4. Júgóslavía 35 v. .-6. Ungverjalandog Búlgaría 33Viv 7. Pólland 33 v í kvennaflokki sigruðu sovésku stúlk- urnar með yfirburðum, hlutu 33 vinn- inga. Næst varð rúmenska sveitin með 30 vinninga. JGK/IL-Luzern og tapaði 5 skákum og Áslaug Kristins- dóttir tefldi 11 sinnum, vann 4 skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði þrisvar. íslenska kvennasveitin fékk alls 21 vinning og hafnaði í 25.-28. sæti, en hún tefldi við mjög sterka andstæðinga í síðustu umferðunum. Rússar unnu með fáheyrðum yfirburðum ■ Sovétmenn hefðu getað tapað síð- ustu umferðinni á ólympíumótinu á öllum borðum en unnið mótið samt með góðu forskoti. Þetta eru gífurlegir yfir- burðir í móti þar sem hálfur vinningur til eða frá getur skipt sköpum um röð næstu þjóða. Þetta eru fáheyrðir yfir- burðir og má geta þess til samanburðar að úrslit í mótinu á Möltu réðist ekki fyrr en í síðustu skákum og þær urðu lyktir þá að Sovétmenn unnu á stigum. Röð efstu þjóða varð annars þessi: ■ Það varð fátt um kveðjur þegar Kasparov og Alburt mættust í keppni sömu þjóða. Alburt sem er landflótta Sovétmaður tók ekki í hönd landa síns fyrrverandi fyrir skákina. Hér bíður Kasparov eftir því að andstæðingur hans taki sér sæti og skákin heljist. Árangur einstakra meðlima sveitar- innar varð annars sá að Guðmundur Sigurjónsson 1. borðs maður tefldi 9 skákir, vann tvær, gerði fjögur jafntefli og tapaði þrem, 4 v. af 9 mögulegum. Jón L. Árnason tefldi 10 skákir, vann 5, gerði fjögur jafntefli og tapaði einni. Helgi tefldi 11 skákir, vann 2, gerði 7 jafntefli og tapaði tvisvar, Margeir fékk Árangur íslending- anna á olympíuskák mótinu í Sviss: EKKI EINS GÓÐUR 0G VÆNST VAR ■ Það er sjaldan logn í kringum Sovétmanninn landflótta, Viktor Kortsnoj, hann mætti gjama til leiks í bol með nafni landa síns, stórmeistarans Boris Gulko, sem hefur verið í hungurverkfalli í heimalandi sínu meðan olympíumótið fór fram. Þannig vildi hann vekja athygli á málstað kollega síns og þjáningabróður, sem á í útistöðum við sovésk stjómvöld og fær ekki að yfirgefa landið. myndir: Linda Vilhjálmsdóttir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.