Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 2
2 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Margir finna til óöryggis.
Til dæmis hefur verið
sagt að ástandið eigi ekki að hafa
áhrif á grunnþjónustuna en það
fylgir ekki sögunni hvernig menn
skilgreina hana nákvæmlega.
LÍNEY ÚLFARSDÓTTIR
SÁLFRÆÐINGUR
Nám í verðbréfaviðskiptum
Nám til undirbúnings prófs í verðbréfaviðskiptum
Framúrskarandi kennarar
Staðnám og fjarnám
Fyrirlestrar á netinu
Dæmatímar
lll. hluti hefst 4. febrúar
Skráning stendur yfir á endurmenntun.is
SAMFÉLAGSMÁL Frestur til að skila
inn tilnefningum vegna Samfé-
lagsverðlauna Fréttablaðsins
hefur verið framlengdur til mið-
nættis á miðvikudag.
Vegna tæknilegra örðugleika
á vefsíðunni visir.is gekk erfið-
lega að skila inn tilnefningum um
helgina. Því var ákvörðun tekin
um að framlengja frestinn, sem
átti að renna út í gær.
Tilnefna má alla þá sem þykja
hafa lagt sitt af mörkum til að
bæta íslenskt samfélag.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, afhendir Samfélags-
verðlaunin 5. mars.
- hhs
Samfélagsverðlaun veitt:
Tilnefnt fram á
miðvikudag
Þórir, hvar leitið þið fanga
næst?
„Þeir hljóta að vera í fanganýlend-
unni Ástralíu, er það ekki?“
Kvikmynd um breska fangann Michael
Gordon Peterson, sem kallar sig Charles
Bronson, hefur vakið athygli á Sundance-
kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum.
Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er
einn framleiðenda myndarinnar.
VIÐSKIPTI „Nú er mikilvægt að
byggja trúverðugleika hér á
nýjan leik,“ segir Carsten Val-
green ráðgjafi.
Hann segir stjórnarskipti geta
verið jákvæð enda rétt að skipta
út í valdastöðum. Halda verði
áfram að byggja upp trúverðug-
an grunn eigi að koma Íslandi á
réttan kjöl.
Carsten varð heimsfrægur á
Íslandi á vordögum 2006 þegar
hann, þá aðalhagfræðingur
Danske Bank, gaf út skýrslu um
íslensku uppsveifluna. Í skýrsl-
unni var dregin upp dökk mynd
af stöðu mála.
Carsten, sem var harðlega
gagnrýndur fyrir vikið, fjallaði
um stöðu Íslands og leiðir til að
endurbyggja landið ásamt Robert
Parker, frá Credit Suisse, á ráð-
stefnu Alfa fjárfestingaráðgjafar
í gær. - jab
Trúverðugleikinn mikilvægur:
Valdaskipti af
hinu góða
SPURNING DAGSINS
SAMFÉLAGSMÁL „Við rífum okkur
upp úr þessu, það eru alveg hrein-
ar línur,“ sagði Gísli Ragnar Pét-
ursson, 71 árs borgarstarfsmaður,
sem sat málþing um tengsl fjár-
hags og heilsu í Þjónustumiðstöð
Laugardals og Háaleitis. Gísli
Ragnar segist hafa mikla trú á
land og þjóð. Þau orð hans endur-
spegla ágætlega hugarfar þeirra
eldri borgara sem Fréttablaðið
ræddi við á málþinginu.
„Ég hef engar áhyggjur, hvorki
fyrir mína hönd né þjóðarinn-
ar. Ég er gam-
a l l k aupfé -
lagsstjór i á
harðindasvæð-
u m svo ég
þekki mætavel
hvað það er að
standa í erfið-
leikum. Ég var
kaupfélags-
stjóri á Þórs-
höfn á Langa-
nesi í níu ár, þar á meðal hafísárið
1965 og þá við vorum eina svæð-
ið á Norðausturlandi sem ekki bað
um aðstoð. Þannig að ég veit vel
hvaða kraftur býr í fólki og brýst
fram þegar á þarf að halda.“
„Þessar þrengingar hafa engin
áhrif á mig, bara alls engar,“
segir Guðmundur Sigfússon sem
fylgdi þeim Steinunni Jónsdótt-
ur og Sesselju Laxdal á málþing-
ið. „Ég var búinn að koma mér
fyrir í íbúð fyrir eldri borgara á
Kleppsvegi svo þetta getur ekki
verið betra.“ Förunautar hans
voru heldur ekki áhyggjufull-
ir. Verst þótti þeim, eins og Guð-
mundi, að fólk færi fram með of
miklu offorsi í mótmælunum. „Og
það er algjör óhæfa að fólk sé að
fara með börnin sín þangað,“ segir
Guðmundur.
Hulda Kristjánsdóttir er á nír-
æðisaldri þótt hún beri það ekki
með sér. Hún kippir sér heldur
ekki upp við ástandið. „Ég segi
bara eins og kerlingin, ég átti ekk-
ert fyrir þannig að ég hafði engu
að tapa,“ segir Hulda og hlær við.
Líney Úlfarsdóttir, sálfræð-
ingur á Þjónustumiðstöð Laugar-
dals og Háaleitis, sem stóð fyrir
málþinginu, segir að vissulega
hafi ástandið í þjóðfélaginu áhrif
á margt eldra fólk rétt eins og
aðra. „Mörg þeirra fylgjast gríð-
arlega vel með fréttum og annarri
umfjöllun um ástandið en frétta-
flutningurinn er sjaldnast miðað-
ur við aðstæður þeirra,“ segir hún.
„Þannig að margir finna til óör-
yggis. Til dæmis hefur það verið
sagt að ástandið eigi ekki að hafa
áhrif á grunnþjónustuna en það
fylgir ekki sögunni hvernig menn
skilgreina hana nákvæmlega.“
jse@frettabladid.is
Átti ekkert og hafði
því engu að tapa
Kona á níræðisaldri segist ekki kippa sér upp við ástandð í samfélaginu. Hún
hafi ekki átt neitt og því ekki haft neinu að tapa. Gamall kaupfélagsstjóri segist
hafa mikla trú á landi og þjóð í þeim hremmingum sem nú ganga yfir.
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Guðmundur Sigfússon kom á málþingið í fylgd þeirra Stein-
unnar Jónsdóttur og Sesselju Laxdal.
GÍSLI RAGNAR
PÉTURSSON
LÖGREGLAN Bílstjórinn sem grunaður var um að
hafa ekið á mann á Laugaveginum um helgina,
hefur játað að hafa verið undir stýri og verður
ákærður, segir Margeir Sveinsson, lögreglufull-
trúi yfir rannsóknardeild umferðarmála hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn, sem ekið var á, var á gjörgæslu Land-
spítala í gær og er haldið sofandi í öndunarvél.
Hann er mjög alvarlega slasaður, að sögn læknis.
Bílstjórinn er grunaður um að hafa ekið of hratt
og ölvaður niður Laugaveginn. Þar er 30 kílómetra
hámarkshraði. Hann er Íslendingur á þrítugsaldri
og ók Hummer-jeppa, sem eru tiltölulega stór og
þung ökutæki.
Eftir því sem næst verður komist játaði maður-
inn ekki að hafa verið ölvaður og verður blóðsýni
úr honum sent til Noregs til frekari rannsóknar,
og má búast við því að það taki um mánuð að fá
niðurstöður úr henni. Meintur of hraður akstur
bíður einnig frekari rannsóknar.
Ökumaðurinn stakk af frá vettvangi, án þess
að hjálpa hinum slasaða. Lögreglan hafði hendur
í hári ökumannsins skömmu síðar. Vitni voru að
ákeyrslunni. - kóþ
Manni haldið sofandi í öndunarvél eftir að ekið var á hann á Laugavegi:
Bílstjórinn verður ákærður
BELGÍA, AP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins
lýstu því yfir í gær að aðildarríki sambandsins ættu
að taka við föngum sem sleppt verður úr Guantána-
mobúðunum á Kúbu, en þó því aðeins að Banda-
ríkjastjórn fari þess á leit.
Allt að sextíu þeirra 250 fanga, sem enn sitja í
þessum umdeildu fangabúðum Bandaríkjahers, eiga
á hættu ofsóknir, fangelsi eða dauða ef þeir verða
sendir aftur til heimalands síns. Þetta eru þeir fang-
anna sem eru frá Afganistan, Alsír, Aserbaídsjan,
Jemen, Kína, Sádi-Arabíu og Tsjad.
Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusam-
bandsins, segir Evrópuþjóðir vilja gera sitt til að
auðvelda Bandaríkjamönnum að loka fangabúðun-
um. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst
því yfir að þeim verði lokað innan árs, en enn er þó
óljóst hvað verður um fangana.
„Við höfum ekki enn fengið beiðni frá vinum
okkar í Bandaríkjunum,“ sagði Solana. „Þetta er
vandi Bandaríkjamanna sem þeir þurfa að leysa, en
við verðum reiðubúin að leggja þeim lið ef nauðsyn-
legt þykir.“
Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkj-
anna 27 í Brussel í gær var þó ljóst að áhugi þeirra
á málinu var mismikill. Ráðherrar sumra ríkjanna,
þar á meðal Bretlands, Þýskalands og Finnlands,
lögðu áherslu á að föngum yrði ekki hleypt inn í
Evrópuríki nema öryggisatriði yrðu könnuð í þaula
fyrir hvern einstakling. - gb
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vilja hjálpa Obama að loka Guantánamo:
Segjast geta tekið við föngum
MARIS RIEKSTINS OG FRANCO FRATTINI Fulltrúar Lettlands
og Ítalíu á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í
Brussel í gær. NORDICPHOTOS/AFP
FANGELSISMÁL Margrét Frímanns-
dóttir mun áfram gegna emb-
ætti forstöðumanns fangelsisins
á Litla-Hrauni,
samkvæmt
ákvörðun
Björns Bjarna-
sonar dóms- og
kirkjumála-
ráðherra, sem
hefur skipað
hana í emb-
ættið. Margrét
hefur gegnt
embætti for-
stöðumanns fangelsisins undan-
farið ár í forföllum fyrrverandi
forstöðumanns.
Níu umsóknir bárust um emb-
ættið. Auk Margrétar sóttu um
Drífa Kristjánsdóttir, Einar Ein-
arsson, Guðrún Þórðardóttir,
Halldór E. S. Jónhildarson, Hall-
dór Valur Pálsson, Jón Ragnar
Jónsson, Ronald B. Guðnason og
Sigríður Ingifríð Michelsen.
- jss
Dómsmálaráðherra:
Margrét áfram
forstöðumaður
MARGRÉT
FRÍMANSDÓTTIR
HUMMER
Ökumaður
Hummer
jeppa verð-
ur ákærður.
Myndin
tengist frétt-
inni ekki að
beinu leyti.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
LÖGREGLUMÁL Það sem af er árinu
hefur verið brotist inn í á annan
tug hesthúsa á höfuðborgar-
svæðinu, að sögn lögreglunn-
ar. Hnökkum hefur verið stolið
úr þeim flestum. Lætur nærri
að fimmtíu hnakkar hafi horf-
ið með þessum hætti undanfar-
ið. Ýmsum öðrum munum hefur
jafnframt verið stolið í þessum
innbrotum. Lögreglan hvetur
fólk til að vera á varðbergi og
hafa samband ef grunsemdir um
sölu á þýfi vakna.
Hver sem tekur við eða aflar
sér eða öðrum ávinnings af brot-
um sem þessu skal sæta sekt-
um eða fangelsi allt að tveimur
árum. - jss
Innbrotafaraldur í hesthús:
Nær fimmtíu
hnökkum stolið
VIÐSKIPTI Full-
trúar Teym-
is í stjórn Tals
verða að víkja
og mun Sam-
keppniseftirlit-
ið skipa stjórn-
armenn í þeirra
stað.
Þetta segir
í bráðabirgða-
ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins vegna rann-
sóknar á hugsanlegu samráði Tals
og Vodafone um aðgang Tals að
farsímaneti Vodafone.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri
Teymis, vísaði í gær á bug getgát-
um um samráð og lýsti því yfir að
ekki verði við niðurstöðuna unað.
Ljóst sé að Teymi missi stjórn á
rekstri Tals þrátt fyrir að eiga
meirihluta í fyrirtækinu. - jab
Óháðir í settir í stjórn Tals:
Teymi áfrýjar
ákvörðuninni
ÁRNI PÉTUR
JÓNSSON