Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.01.2009, Qupperneq 8
8 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Ný ríkisstjórn í mótun              !"     #   # !      $  #   % &' (( #)*   *((+ ,, !   !" ) - ...   /     + ((0)*1  *((+ 2345 6768789:;8<= $<4;> < "5 Deila um ástæður slitanna Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar byrjaði með kossi og endaði með kossi. Um það eru formenn flokkanna sammála. Um ástæður þess að upp úr slitnaði eru hins vegar deildar meiningar. Sjálfstæðismenn segja Samfylkinguna margklofna og óstjórntæka. Samfylkingin sakar Geir H. Haarde um ákvarðanafælni. TILBOÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi utanríkisráðherra, sagði á fundi með fjölmiðlum eftir stjórnarslitin afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins til tilboðs Samfylk- ingarinnar hrokafulla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNARSLIT Geir H. Haarde, fráfarandi forsætisráðherra, tilkynnti fjölmiðlafólki að ríkisstjórnarsamstarfi hefði verið slitið eftir fund formanna stjórnarflokkanna á Alþingi í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég tel að Samfylkingin hafi ekki haft þrek til að ljúka þessu sam- starfi með eðlilegum hætti og ganga til kosninga í vor,“ sagði Geir H. Haarde, fráfarandi forsæt- isráðherra, þegar hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann og aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sem rætt var við í gær segja ábyrgðina á því hvernig fór algerlega á herðum Samfylk- ingarinnar. „Ég ber ekki ábyrgð á því að Samfylkingin er í tætlum sem stjórnmálaflokkur,“ sagði Geir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja að Samfylkingin hafi sífellt bætt við kröfum sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafi orðið að verða við til þess að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Gengið hafi verið að öllum kröfum þar til Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, hafi krafist þess að feng- inn yrði einhver utanaðkomandi aðili til að leiða ríkisstjórnina. „Ég tel að Samfylkingin hljóti að hafa gert sér það ljóst að þessi krafa var með öllu óaðgengileg. Ég held að allir sem komu að því að móta þessa kröfu hafi vitað að henni yrði hafnað,“ segir Geir. Undir það tekur Árni M. Mathie- sen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir stjórnina hafa fallið vegna innri átaka í Samfylking- unni sem hafi endurspeglast í óað- gengilegri kröfu til að knýja fram stjórnarslit. Flokkurinn hafi í raun verið óstjórntækur. „Það hefur verið erfitt að starfa með þessum sundurleita hóp sem Samfylkingin er, og engu líkara en það séu margir flokkar innan eins flokks,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðismenn segja að krafa Samfylkingarinnar hafi fram á síðustu stundu á sunnudag verið sú að utanaðkomandi aðili yrði feng- inn til að taka við embætti forsæt- isráðherra. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, segir að nöfn Þórólfs Árnasonar, Helgu Jónsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi öll verið nefnd. Nafn Jóhönnu Sigurðardótt- ur hafi ekki komið til tals fyrr en eftir þingflokksfund Samfylking- arinnar í gær. „Það var enginn efnislegur ágreiningur milli flokkanna, en einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að þessi lokakrafa hafi verið sett fram í þeim tilgangi að sprengja ríkisstjórnina,“ segir Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, tekur undir þetta, og segir að Samfylkingin hafi verið að leita að tylliástæðu til að slíta stjórnarsamstarfinu vikum saman. brjann@frettabladid.is svanborg@frettabladid.is Það er hrokafull afstaða af hálfu Sjálfstæðisflokksins að hafna tilboði Samfylkingarinnar um stjórn undir forystu Jóhönnu Sig- urðardóttur, sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, í gær, eftir að forsætisráðherra hafði tilkynnt um stjórnarslit. „Það þarf að vera mjög öflug og skýr forysta fyrir ríkisstjórninni við þær erfiðu aðstæður sem nú eru,“ sagði Ingibjörg. Hún segir afstöðu sjálfstæðismanna lýsa því best að flokkurinn sé valda- kerfi sem hugsi fyrst og fremst um sjálft sig. „Við höfum átt við það að etja á undanförnum mánuðum að Sjálfstæðisflokkurinn er eins og bandalag margra skæruliða- hreyfinga, algerlega óstjórn- tækur flokkur,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Besta dæmið sé óeiningin innan Sjálfstæðisflokksins um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar hafi einn armur Sjálfstæðis- flokksins notað Seðlabankann til að berjast gegn ríkjandi öflum í flokknum til að koma í veg fyrir þessa björgunaraðgerð. Þingmenn Samfylkingarinn- ar segja breytingar hafa náð illa fram að ganga undir forystu Geirs H. Haarde, fráfarandi for- sætisráðherra. „Þjóðin hefur séð þetta dugleysi og þennan doða og það er einfaldlega komið nóg,“ segir Árni Páll. Undir það tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Hún segir að vantað hafi að taka af skarið, og ákvarð- anir hafi velst um lengi hjá sjálf- stæðismönnum. „Ég held að þessi ákvarðana- fælni hafi verið svo áberandi und- anfarnar vikur og mánuði að það hafi ekki verið búandi við þetta lengur,“ segir Steinunn Valdís. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir sjálfstæðis- menn hafa sýnt af sér algert for- ystuleysi allt frá fjármálahruninu í október. Samfylkingin hafi þrýst á breytingar, en ekki sé hægt að bíða lengur eftir því að forsætis- ráðherra taki af skarið. „Við höfum lagt á það ríka áherslu að það verði breyting á stjórn Seðlabankans. Það gekk ekki eftir og við höfum sýnt mikið langlundargeð í því efni,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Þá hafi Samfylkingin lagt fram ýmsar hugmyndir um hvað megi gera til að aðstoða heimili og fyr- irtæki, sem hafi þynnst veru- lega út á borði sjálfstæðismanna. Katrín segir að útséð hafi verið að Samfylkingin hafi getað náð meiru út úr samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. brjann@frettabladid.is svanborg@frettabladid.is Samfylkingin er í tætlum Óeining í Sjálfstæðisflokki „Stjórnarsamstarfið strandar á þeirri kröfu Samfylkingarinnar um að fá forsætisráðherrastól- inn í sínar hendur,“ segir Baldur Þórhallsson, próf- essor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það var mjög djarft spil hjá Samfylkingunni að setja þessa kröfu fram, því hún var í raun óað- gengileg fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Ef Sjálfstæðisflokkur- inn hefði gengið að þessari kröfu og ríkistjórnin hafi verið leidd af Samfylkingunni, þá hefði Sjálf- stæðisflokkurinn verið að viður- kenna það að hann hafi ekki stað- ið sig í stykkinu á síðastliðnum rúmlega hundrað dögum og að forystumenn Samfylking- arinnar væru í raun betur til þess fallnir að leiða stjórnarsamstarfið.“ Baldur segir að því hafi verið nær ómögulegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ganga að kröfu Sam- fylkingarinnar um breyt- ingar í forsætisráðuneyt- inu. Hann telur ólíklegt að samstaða náist um þjóð- stjórn, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hafi þegar hafnað boði Samfylkingar um að Jóhanna Sigurðardóttir leiði ríkisstjórnar- samstarfið. Þá hafi Samfylking- in hafnað því að vera í ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins. - ss Stjórnmálafræðingur um stjórnarslitin: Óaðgengileg krafa Samfylkingarinnar BALDUR ÞÓRHALLSSON „Það fer eftir málefnunum, en við munum leggja áherslu á það að afnema kvótakerfið og við munum leggja áherslu á að afnema verð- trygginguna,“ segir Jón Magnússon, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins. Aðspurður hvort slík markmið séu raunhæf ef boðað verður til kosninga í vor, segir Jón að þá sé bara verið að ræða um starfs- stjórn. „Ef við viljum alvöru rík- isstjórn verður hún að vera til lengri tíma,“ segir Jón. - ss Jón Magnússon: Kvóta og verð- tryggingu burt Geir Hilmar Haarde forsætisráð- herra er einn af 25 leiðtogum sem leiddu heiminn inn í kreppuna, samkvæmt úttekt breska blaðsins Guardian. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er efstur á listanum, en hann hélt stýrivöxtum of lágum og dró um of úr regluverki, að mati blaðsins. Í öðru sæti er Bill Clinton, fyrrver- andi forseti BNA. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa leyft sameiningu viðskipta- og fjár- festingarbanka. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er í þriðja sæti, fyrir að hafa einblínt á fjármálageirann á kostnað annarra atvinnugreina. - kóþ Úttekt í breska Guardian: Geir ber ábyrgð á heimskreppu Í það minnsta þrjár skoðanir eru uppi innan Samfylkingar- innar um hvernig ráðstafa skuli embætti formanns bankastjórn- ar Seðlabankans eftir að krafa flokksins um brotthvarf Davíðs Oddssonar hefur verið uppfyllt. Nokkur eftirspurn er eftir Má Guðmundssyni, starfsmanni Alþjóðagreiðslubankans, en hann var áður aðalhagfræðing- ur Seðlabankans og þar áður efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í fjármálaráðherra- tíð hans. Talsverður vilji er til að aug- lýsa embættið laust til umsóknar með stífum hæfiskröfum og loks er sú skoðun uppi að leita beri til erlends sérfræðings um að taka embættið að sér. - bþs Embætti seðlabankastjóra: Samfylkingin nefnir þrjá kosti

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.