Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 10

Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 10
10 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Ný ríkisstjórn í mótun Átt þú möguleika á ÓKEYPIS starfsnámi? NTV veitir nú 25% afslátt til allra skjólstæðinga vinnumálastofnunnar NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN - VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI - HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : WWW.NTV.IS 25% afsláttur NTV 49.750 Námsstyrkur Vinnumálastofnunnar 70.000 Styrkur frá stéttarfélagi 89.250 Hver og einn þarf að kanna rétt sinn til styrks. Allt að 50% þó að hámarki 70.000 Dæmi: Nám sem kostar 199.000 - Fjöldi námsleiða í boði UPPLÝSINGAR Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS KOSSINN Á ÞINGVÖLLUM Formenn stjórnarflokkanna innsigluðu stjórnarsamstarfið með kossi á Þingvöllum í maí 2007. Tæpum tveimur árum síðar kysstust þau aftur, en í þetta sinn í kveðjuskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ■ 22. maí: Ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar mynduð á Þingvöllum eftir nokkurra daga umræður. Þingmeirihlutinn er ógnar- sterkur. Ríkisstjórnin gerir veigamiklar breytingar á skipun og verkefnum ráðuneyta. ■ 6. júlí: Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, tilkynnir að þorskkvóti verði skorinn niður um 63 þúsund tonn í samræmi við tillögur Hafró. Ríkis- stjórnin boðar mótvægisaðgerðir, sem mörgum finnst duga skammt. ■ 11. sept: Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra lýsir yfir að Ísland sé ekki lengur á lista „hinna staðföstu þjóða“ sem studdu innrás- ina í Írak. ■ 14. des: Málþófsréttur afnuminn og ræðutími þingmanna styttur með frumvarpi um þingsköp Alþingis, sem samþykkt er af öllum þingmönnum nema vinstri grænum. ■ 21. des: Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipar Þorstein Davíðsson í embætti dómara. Skip- anin er harðlega gagnrýnd. Umboðs- maður Alþingis kemst síðar að þeirri niðurstöðu að skipanin hafi verið á svig við góða stjórnsýsluhætti. ■ 13. mars: Kjör aldraðra og öryrkja eru bætt þegar frumvarp um almannatryggingar og málefni aldr- aðra verður að lögum. ■ 17. mars: Krónan fellur um sjö prósent. Upphaf fjármálakreppunnar sem ríður bönkunum að lokum að fullu. ■ 19. mars: Björn Bjarnason dómsmálaráðherra boðar skipu- lagsbreytingar á löggæslustörfum á Suðurnesjum. Jóhann Benediktsson lögreglustjóri ásamt þremur öðrum lykilstarfsmönnum hjá embættinu óska eftir lausn frá störfum í fram- haldinu. ■ 2. apríl: Evrópunefnd forsætisráð- herra tekur til starfa. ■ 2. apríl: Geir H. Haarde forsætis- ráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra fara á leið- togafund NATO í Búkarest. Gagnrýnt er að þau fljúga utan með leiguþotu en ekki með áætlunarflugi. ■ 16. apríl: Frumvarp utanríkisráð- herra um varnarmál er samþykkt á Alþingi. Ný stofnun, Varnarmála- stofnun, er sett á laggirnar til að reka mannvirki NATO og sjá um varnar- æfingar. ■ 19. maí: Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, úthlutar fjörutíu dýra hrefnu- veiðikvóta í óþökk Samfylkingar. ■ 25. maí: Þingvallastjórnin eins árs. Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkis- stjórnina fyrir að koma litlu í verk og vera ósamstiga. Geir H. Haarde segir að um áttatíu prósent mála stjórnar- sáttmálans séu annaðhvort frá eða í vinnslu. ■ 4. sept: Ríkissjóður tekur 30 millj- arða króna lán til að efla gjaldeyris- forðann. ■ 5. sept: Árni Mathiesen fjármála- ráðherra stefnir Ljósmæðrafélagi Íslands vegna fjöldauppsagna. Sátt náðist í deilunni og var fallið frá stefnunni. ■ 10. sept: Frumvarp um sjúkra- tryggingar verður að lögum. Með þeim verða öll verk innan heilbrigðis- þjónustunnar kostnaðargreind og fjármagn mun fylgja sjúklingum milli stofnana. Frumvarpið var gagnrýnt fyrir að vera dulbúin einkavæðing. ■ 24. sept: Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir greinist með góðkynja mein í höfði. ■ 29. sept: Glitnir þjóðnýttur. Íslenska ríkið eignast 75 prósenta hlut í Glitni. ■ 6. okt: Neyðarlög sett á Alþingi um víðtækar heimildir Fjármálaeftirlitsins til inngripa í íslenskt fjármálakerfi. ■ 8. okt: Bretar beita hryðjuverkalög- um gegn Íslendingum vegna Icesave- reikninga Landsbankans í Bretlandi. ■ 17. okt: Ísland tapar kosningu um setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. ■ 24. okt: Ríkisstjórnin óskar form- lega eftir samstarfi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (AGS) um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. ■ 1. nóv: Undirbúningi nýs álvers á Bakka frestað í ljósi efnahagsað- stæðna. ■ 14. nóv: Ríkisstjórnin tilkynnir um aðgerðir fyrir heimili í vanda í tíu liðum. ■ 19. nóv: Stjórn AGS samþykkir tveggja milljarða króna lán að upp- fylltum ströngum skilyrðum. ■ 24. nóv: Vantrauststillaga borin fram á hendur ríkisstjórninni á Alþingi. Hún er felld. ■ 22. des: Ný eftirlaunalög samþykkt. Ekki nóg að gert, segja sumir. ■ 7. jan: Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra tilkynnir um 1.300 milljarða niðurskurð í heilbrigðiskerf- inu og uppstokkun. ■ 21. jan: Samfylkingarfélagið í Reykjavík ályktar að slíta skuli stjórnar- samstarfinu og boða til kosninga. ■ 23. jan: Geir H. Haarde upplýsir að hann hafi greinst með illkynja krabba- mein í vélinda. Hann hafi lagt til að boðað verði til kosninga í maí. ■ 25. janúar: Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tilkynnir afsögn sína. ■ 26. jan: Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ákveða að slíta ríkisstjórn- arsamstarfi. Þingvallastjórnin liðin undir lok Tuttugu mánaða ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lauk í gær. Stjórnin hafði óvenjumikinn þingmeirihluta en eftir að fjármálakreppan skall á og forsendur breyttust fjaraði undan samstarfinu. Fréttablaðið stiklar á stóru í sögu stjórnarinnar. 2007 2008 2009

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.