Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2009, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.01.2009, Qupperneq 14
14 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Stjórnarkreppan Bannað að mótmæla ... Fréttavefurinn AMX fjallar um orð og æði rithöfundanna Þráins Bertels- sonar og Hallgríms Helgasonar, sem umsjónarmanni vefsins þykir hafa farið offari undanfarna daga. AMX segir að Hallgrímur hafi ráðist á bíl Geirs H. Haarde og „barið hann allan afmyndaður af reiði“; Þráinn hafi hins vegar vegið ósmekklega að veikindum for- manna stjórnar- flokka á bloggi sínu. AMX þykir þessi framkoma sérstak- lega alvarleg í ljósi þess að Hallgrímur Helgason hefur þegið ritlaun frá hinu opinbera og Þráinn nýtur heiðurs- launa frá Alþingi. ... á launum hjá ríkinu Nú er sjálfsagt að gagnrýna menn ef einhverjum þykir þeir fara yfir strikið. Hitt er þó verra að AMX virðist líta á það sem svo að með því að þiggja ritlaun eða heiðurs- laun frá hinu opinbera afsali menn sér réttinum til að mótmæla stjórn- valdinu eða gagnrýna það. Það er reglulega ann- arleg hugsun. Hvar var Magnús? Tilraunir Geirs H. Haarde og Ingi- bjargar Sólrúna Gísladóttur til að halda ríkisstjórnarsamstarfi sínu áfram fóru, sem kunnugt er, út um þúfur. Athyglisvert er (og um leið nokkuð skemmtilegt) að þeim ber ekki saman um ástæður samstarfsslitanna. Í því ljósi er spurt; hvers vegna í ósköpunum leituðu þau sér ekki hjálpar? Það blasir við að ríkissáttasemjarni hefði getað hjálpað. Allavega reynt. bergsteinn@frettabladid.is Aldrei á lýðveldistímanum hefur ríkisstjórn á Íslandi glatað tiltrú almennings jafn skjótt og sú sem sat við völd á Íslandi fyrir fjórum mánuðum þegar stoðir fjármálakerfisins hrundu á skömmum tíma. Þegar farið er í saumana á atburða- rásinni kemur samt ekki á óvart að hin alþjóðlega kreppa skyldi leika Ísland óvenju grátt. Undan- farin 18 ár hefur einn stjórnmála- flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, fengið sitt fram í öllum veiga- miklum málum og mótað íslenskt fjármálakerfi í anda afskipta- leysisstefnu. Áhersla var lögð á að byggja upp áhættusæknar fjármálastofnanir sem skiluðu stórgróða en vanrækt að líta til þess að stórgróði slíkra fyrir- tækja gæti einnig haft í för með sér stórfenglega skelli og jafn- vel hrun. Meirihluti þjóðarinnar treysti þessum málflutningi og þeim foringjum sem hann hafði kosið. Þegar bankarnir hrundu sat Samfylkingin í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en þótti þó almennt bera minni ábyrgð á því hvernig komið væri. Að sumu leyti fékk Samfylkingin óvænt tækifæri í október til þess að taka á grundvallarþáttum þess kerf- is sem leiddi til hrunsins. Þessu tækifæri hefur flokkurinn sólund- að rækilega. Þegar í upphafi bitu forystumenn Samfylkingarinn- ar það í sig að ekkert kæmi til greina annað en áframhaldandi stjórnarsamstarf sömu flokka. Allar kröfur þeirra um kerfis- breytingar voru því marklaust hjal því að þeim fylgdi enginn pólitískur þrýstingur. Þess í stað lagði ríkisstjórnin út í „björgun- arleiðangur“ sem að sögn forsæt- isráðherra er „í fullum dampi“. Það sem ekki kemur fram er hverju er verið að bjarga. Ríkisstjórnin mótaði þá stefnu í upphafi að meginmarkmið efna- hagsstjórnunnar ætti að vera að koma í veg fyrir gengisfall krón- unnar – frekar en t.d. að berjast gegn verðbólgu og atvinnuleysi. Í því skyni var ákveðið að ráðast í mikla skuldsetningu ríkissjóðs og þar reyndist Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn þrautalending. Á þess- um tíma beittu stuðningsmenn stjórnarinnar miklum hræðslu- áróðri gegn öðrum valkostum til að takast á við hrun gjaldmiðilsins – og þá sérstaklega gjaldeyrishöft- um. Í ljós kom að sá áróður var marklaus því að eftir sem áður hafa verið tekin upp gjaldeyris- höft. Lánið sem samið var um til að styrkja krónuna hefur ekkert gagn gert því að gengi hennar er fyrst og fremst varið með höftum. Allar spár hagfræðinga um þróun mála næstu mánuði hafa reynst ágiskanir út í loftið og lofar það ekki góðu um framhaldið. Gjaldið fyrir aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hefur reynst dýrt. Hækkun stýrivaxta upp í 18 prósent stangast á við þær vaxtalækkanir sem hafa verið bjargræði ríkisstjórna um allan heim gegn kreppunni. Það er rétt að leggja áherslu á þetta: Engin ríkis stjórn sem ekki er í gíslingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lætur sér koma til hugar að fylgja upp- skriftum hans að efnahagsstjórn- un. Þessi vaxtahækkun hefur reynst verðbólguhvetjandi og var þó ekki á það bætandi. Jafnframt eru vaxtagreiðslurnar að sliga þá sem skulda mikið – iðulega ungt fólk sem er nýbúið að koma undir sig fótunum. Annað skil- yrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er niður skurður ríkisútgjalda sem hefur leitt til aukins atvinnuleys- is opinberra starfsmanna – á sama tíma og verið er að segja upp fólki annars staðar. Hluti atvinnuleys- isins var dulbúinn með fjölg- un háskólanema en ríkisstjórnin brást við með því að skera niður fjárveitingar til háskólastofnana. Undanfarna mánuði hafa Íslendingar setið uppi með ríkis- stjórn sem stóð vörð um íslenska fjármagnseigendur, fyrstu fórnarlömb óábyrgrar stefnu í bankamálum. Hagsmunum allra annarra hefur verið fórnað. Reiði almennings í garð stjórnvalda stafar ekki síst af því að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar kinokaði sér við að velta byrðunum á bök þeirra sem báru mesta ábyrgð á sukki góðæris- ins. Seinasta haldreipi ríkisstjórn- arinnar var samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en þeir sem verja hann hafa gert það með stóryrðum og upphrópunum frek- ar en rökum. Það er hins vegar ljóst að þessi afleiti samningur verður endurskoðaður á næst- unni. Formaður vinstri grænna vill gera það með félagslegar for- sendur að leiðarljósi en Samtök atvinnulífsins með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækjanna. Ef stjórnleysið sem núna ríkir á ekki að halda áfram þá er augljóst að hafa verður bæði sjónarmiðin til hliðsjónar. Verstu mistök stjórn- arinnar undanfarna mánuði hafa verið þau að velta byrðunum af kreppunni yfir á bök þeirra sem minnst mega sín. Þess vegna komst ríkisstjórnin í þrot. Það er til lítils að kynda með fullum dampi þegar fleyinu hefur verið siglt í strand. Dampskipi siglt í strand SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | RV U N IQ U E 02 09 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Ný og betri RV tilboð, á nýju ári - fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, sem vilja spara og hagræða! Vesturlands vegur Bæjarháls Réttarháls Há lsa br au tH öf ða ba kk i Leng ri opn unart ími í vers lun RV Opið mán . til fö s. frá 8.00 t il 19.0 0 Laug arda ga frá 10.00 til 17. 00 UMRÆÐAN Gylfi Arnbjörnsson svarar leiðara Í Fréttablaðinu 24. janúar, skrifar Þor-steinn Pálsson leiðara um stöðu mála á vettvangi stjórnmálanna. Flest af þeim sjónarmiðum sem Þorsteinn setur fram í leiðaranum get ég í sjálfu sér tekið undir. Hitt vil ég árétta, að ASÍ hefur ekki verið beitt með neinum hætti eins og skilja má af skrifum Þorsteins. Miðstjórn ASÍ sá sig ein- faldlega knúna til að leggja mat á stöðuna í tengsl- um við yfirstandandi þríhliða viðræður um endur- skoðun kjarasamninga. ASÍ hefur frá því snemma á síðasta ári reynt að fá stjórnvöld til viðræðna um víðtækar aðgerð- ir í efnahagsmálum en talað fyrir daufum eyrum. Eftir bankahrunið í byrjun október ítrekuðum við ósk okkar um samstarf um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum og um aðgerðir til bjargar heim- ilunum og atvinnulífinu. Enn fremur kröfðumst við þess að fram færi fordómalaust uppgjör á banka- hruninu, þar sem m.a. yrðu kallaðir til erlendir sérfræðingar. Í lok nóvember hvatti ASÍ til þess að gerðar yrðu umfangsmiklar breytingar innan rík- isstjórnar, Seðlabanka og Fjármálaeftir- lits til að freista þess að ná sátt við þjóðina. Ríkisstjórnin hefur lítið komið til móts við þessi sjónarmið. Þolinmæði okkar, líkt og þorra þjóðar- innar, gagnvart ríkisstjórninni er þrot- in. Það er einsýnt að ríkisstjórnin hefur hvorki þann styrk né það pólitíska umboð sem þarf til að takast á við þann mikla vanda sem við blasir. Það er staðföst skoð- un ASÍ að til þess að ná tökum á ástandinu og hefja uppbyggingu þarf nýja framtíð- arsýn sem grundvallast á jafnrétti, jöfnuði, rétt- læti og sanngirni. Þetta verður einungis gert með samhentu og öflugu átaki aðila vinnumarkaðar- ins og stjórnvalda. Nú hefur verið ákveðið að kjósa til Alþingis og í framhaldi af því verður hægt að mynda nýja ríkisstjórn sem hefur umboð til þess að koma að slíkri stefnumótun. Nú er mikilvægt að nýta næstu mánuði til þess að undirbúa slíka stefnumótun. Þar skiptir mestu að Alþingi samein- ist um að gera nauðsynlegar breytingar á stjórn- arskrá til að gera nýrri ríkisstjórn kleift af fara af krafti í viðræður um aðild að ESB án þess að þurfa að rjúfa þing aftur. Höfundur er forseti ASÍ. Þolinmæði ASÍ var á þrotum GYLFI ARNBBJÖRNSSON S tjórnarslitin í gær voru formsatriði. Í raun sleit Samfylk- ingin stjórnarsamstarfinu með samþykkt á félagsfundi í Reykjavík í síðustu viku án skírskotunar til málefna- ágreinings. Eftir það var aðeins spurning með hvaða hætti formleg endalok yrðu látin bera að. Satt best að segja voru ekki gild rök fyrir því að endurreisa stjórnina sem starfsstjórn að svo vöxnu máli. Hitt er veruleiki að fráfarandi stjórnarflokkar eru þeir einu sem eiga málefnalega möguleika til þess að mynda raunhæft sam- starf yfir miðju stjórnmálanna. Sá möguleiki gekk flokkunum úr greipum. Ef til vill eiga menn eftir að sjá það síðar að það var ólán þjóðarinnar. Raunverulegar orsakir stjórnarslitanna eru margvíslegar. Báðir flokkarnir bera þar ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn mátti vita að það yrði honum pólitískt dýrkeypt að skjóta endurreisn á trausti Seðlabankans á frest. Ljóst mátti vera að pólitísk sátt gæti tæpast orðið um það gagnvart fólkinu í landinu. Að því er Samfylkinguna varðar hefur ekki farið framhjá nein- um að vinstri vængurinn í baklandi hennar yfirgaf stjórnarsam- starfið fyrir nokkrum mánuðum og hallaði sér að Vinstri grænu. Í fjarveru flokksformannsins tóku þessi öfl í flokknum völdin. Eftir það var ekki til baka snúið. Krafan um forsætisráðherrastólinn sýnir það eitt að flokkurinn gat ekki sameinast um málefnaleg rök fyrir stjórnarslitum. Mesta athygli vekur að krafa Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu er ekki röksemd fyrir stjórnarslitunum. Ástæðan er sú að þeir sem keyrðu þau fram innan flokksins eru tilbúnir að skjóta stærsta máli flokksins, og hans einu sérstöðu, á frest til þess að ná samstarfi til vinstri. Þessi upplausn þýðir væntanlega að aðildarumsókn kemst ekki með afgerandi hætti á pólitíska dagskrá eins og sakir standa. Eigi að síður verður að reikna með að nauðsynlegar breytingar á stjórnar skrá verði gerðar fyrir þingrof í vor. En aðildarumsókn mun tefjast um óákveðinn tíma. Hann er hins vegar dýrmætur. Enginn hefur enn sem komið er sýnt fram á að unnt sé að halda krónunni eða taka upp nýja mynt einhliða án umfangsmikilla hafta til lengri tíma. Það er því mikið í húfi fyrir fólkið í landinu og atvinnulífið. Segja má að þau öfl í báðum fráfarandi stjórnarflokk- um sem sáu að þetta mál var einn af lyklunum að endurreisninni hafi látið í minni pokann. Stuðningur meðal þjóðarinnar við aðild hefur einnig dalað mjög afgerandi. Þessi framvinda Evrópuumræðunnar kann að dýpka efnahagskreppuna og gera hana lengri en þörf er á. Það eru afdrifaríkustu áhrif atburða síðustu vikna. Enginn áhugi var á þjóðstjórn eftir stjórnarslitin. Það bendir til að myndun vinstri stjórnar hafi verið lengur í bígerð en látið hefur verið í veðri vaka. Af því má einnig draga þá ályktun að flokkarnir sem að henni munu standa hugsa hana til lengri frambúðar. Hefði fráfarandi ríkisstjórn setið áfram er trúlegt að komandi kosningar hefðu að miklu leyti snúist um uppgjör við liðna atburði. Myndun nýrrar ríkisstjórnar eykur hins vegar líkur á að þær snú- ist um framtíðina. Kjósendur fá þá tækifæri til þess að taka afstöðu til nýju ríkisstjórnarinnar og aðgerðaáætlunar hennar. Það skýrir og einfaldar kostina sem fólkið á þegar þar að kemur. Evrópumálin frestast: Skýr kostur ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.