Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 20

Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 20
16 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Kvenréttindafélag Íslands eru ein elstu félaga- samtök á Íslandi sem hafa starfað óslit- ið frá stofnun þess. Félagið var stofnað árið1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðins- dóttur en hún hafði verið áberandi í málefnum kvenna hér á landi. Bríet var í samskiptum við kven- réttindafélög í Bandaríkjunum, Kaupmannahöfn og víðar og hafði meðal annars fylgst með stofnun alþjóðastofnunar kven- réttindafélaga í Berlín árið1904. Eitt af fyrstu verkefnum fé- lagsins var að vinna að kosninga- rétti og kjörgengi kvenna. Félagið bauð meðal annars fram lista til bæj- arstjórnarkosninga í Reykjavík og lagði áherslu á stjórnmálalegt jafnrétti, að konur hefðu jafnan kosningarétt á við karla og jafn- an rétt til atvinnu og í skipan embætta. Í fyrstu stjórn sátu Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sigríð- ur Hjaltadóttir Jensson, Guðrún Péturs- dóttir, Sigríður Björnsdóttir og Laufey Vilhjálmsdóttir. Félagið beitti sér fyrir málefnum kvenna og var Bríet tíður gestur á pöllum Alþingis þegar mál sem snertu stöðu kvenna voru til umfjöllunar. Kvenréttindafélag- ið hafði afskipti af líknarmálum og var á meðal þeirra félaga sem unnu að stofnun Landspítalans og byggingu hans. Félagið stofnaði jafnframt Mæðrastyrksnefnd í samvinnu við fleiri félög. Á hundrað ára afmæli fé- lagsins var minnisvarði um Bríeti reist- ur á fæðingarstað hennar í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu. ÞETTA GERÐIST: 27. JANÚAR ÁRIÐ 1907 Kvenréttindafélag Íslands stofnað Tónleikar til heiðurs Mozart verða haldnir í kvöld á Kjar- valsstöðum en tónskáldið fæddist þennan dag árið 1756. Dagskrá tals og tóna hefst klukkan 20 en þau verk sem flutt verða eru divertimento fyrir fiðlu, víólu og selló, kvart- ett fyrir flautu og strengi í C-dúr og glæný útsetning eftir Derek Smith á konsert fyrir flautu og hörpu. Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari hefur haldið utan um tónleikana undan- farin ár og mun Einar Jóhannesson klarínettuleikari spjalla um tónskáldið og verkin sem verða flutt. „Af miklu er að taka eftir þessa stuttu starfsævi Mozarts,“ segir Laufey. „Það er því langt í að við förum að endurtaka eitthvað. Þarna verður spilaður í fyrsta skipti hér á landi, flautu og hörpukonsert í nýrri útsetningu fyrir flautu og hörpu og þrjá strengi. Þetta verður eins og kammer músík en það hefur verið eitt af markmiðunum á þessum degi að koma með eitthvað skrítið ásamt því að spila sígild verk. Einar mun tala fyrir og eftir hlé og ég á von á því að hann komi með persónulegan fróðleik um tónskáldið,“ segir Laufey. „Jú, ég verð ekki mikið á fræðilegum nótum heldur miðla meira af mínum reynsluheimi en sem klarínettuleikari hef ég lifað með Mozart þar sem hann var aðdáandi hljóðfæris- ins,“ útskýrir Einar. „Ég kom að tónleikunum fyrst í fyrra og fékk þá að spila fallegt tríó fyrir víólu, klarínett og píanó. Laufeyju hefur líkað það vel því hún hringdi í mig og sagði að nú þyrfti ég ekkert að spila, bara tala,“ segir hann hlæj- andi og viðurkennir að hafa ekkert litist á að taka að sér hlutverk kynnis sem Þorsteinn Gylfason hafði sinnt undan- farin ár. „Ég reyni ekki að fara í hans föt en það er heiður að fá að reyna sig.“ Laufeyju og Einari ber saman um að tónleikarnir í kvöld verði áhugaverðir og búast ekki við að tónskáldið snúi sér við í gröfinni yfir nýrri útsetningu á verkum sínum. „Það er áhugavert að heyra verk í nýjum útsetningum og ég held að Mozart hefði ekkert haft á móti því, hann var til í allt nema meðalmennsku,“ segir Einar. Flytjendur á tónleikunum eru Laufey Sigurðardóttir, Þór- unn Ósk Marinósdóttir , Sigurður Bjarki Gunnarsson, Marti- al Nardeau, Elísabet Waage og Einar Jóhannesson kynnir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. heida@frettabladid.is MOZART: AFMÆLISDAGSKRÁ MEÐ TÓNUM OG TALI Á KJARVALSSTÖÐUM Til í allt nema meðalmennsku Á PERSÓNULEGUM NÓTUM Einar Jóhannesson klarínettuleikari mun spjalla um tónskáldið og verkin sem flutt verða á Kjarvalsstöðum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FLYTJENDUR Elísabet Waage, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Martial Nardeau og Sigurður Bjarki Gunnarsson FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MERKISATBURÐIR: 1606 Réttarhöld vegna sam- særis um að drepa Jakob I. Englandskonung og fleiri háttsetta með því að sprengja upp þingið hefj- ast. 1880 Thomas Alva Edison sækir um einkaleyfi fyrir raflampa. 1940 Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum vígður við útför Einars Benedikts- sonar. 1957 Sýning á listaverkum og bókum kvenna opnar í Þjóðminjasafni Íslands í tilefni af 50 ára af- mæli Kvenréttindafélags Íslands. 1993 Donald Feeney og James Brian Grayson handteknir eftir að hafa haft dótt- ur Graysons og systur hennar á brott af hóteli í Reykjavík. KELLY OSBOURNE ER 25 ÁRA Í DAG „Ég held að mamma mín sé sú orðljótasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann hitt.“ Kelly Osbourne er dóttir hjón- anna Sharon og Ozzy Osbourne en fjölskyldan gerði garðinn frægan í raunveruleikaþátt- um fyrir skemmstu þar sem fjölskyldumeðlimir skiptust á fúkyrðum. Úrval gripa sem fund- ust við fornleifarannsókn- ir á ýmsum af helstu sögu- stöðum þjóðarinnar á ár- unum 2001 til 2005 verður í brennidepli á sýningunni Endurfundir, sem opnuð verður í Myndasal Þjóð- minjasafns Íslands 31. janúar. Auk gripanna verður hægt að skoða myndasýningar frá uppgreftinum, boðið verður upp á fræðsluspor fjölskyld- unnar um sýninguna, hljóð- leiðsögn og ýmislegt fleira fyrir yngstu gestina. Hugmyndin að sýningu og sýningarrými bygg- ir á endurfundum við sam- evrópska menningu á Íslandi, með klaustrið sem miðstöð kristinnar íhugunar og menn- ingarstarf í brennipunkti. Rýmismyndunin á að minna á klausturgarð og krossgang í klaustrum þar sem fernings- laga garðrými er í miðju, um- lukið bogagöngum. Þess skal getið að fornleifa- rannsóknirnar voru styrktar af Kristnihátíðarsjóði, sem var meðal annars stofnað- ur til að kosta fornleifarann- sóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Sögulegir gripir í sviðsljósinu UPPGRÖFTUR Úrval gripa frá fornleifauppgröftri áranna 2001 til 2005 verður til sýnis á sýningunni Endurfundir í Þjóðminjasafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskulegur faðir okkar, Andrés Kolbeinsson, hljóðfæraleikari og ljósmyndari, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 27. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Kolbeinn Andrésson Helga Andrésdóttir Hildur Kolbrún Andrésdóttir Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hlýhug, kærleik og vináttu við andlát og útför sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, Indriða Inga Styrkárssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E og heima- hjúkrun Landspítalans fyrir frábæra umönnun, stuðning og aðlúð á meðan á veikindum hans stóð. Laila Andrésson Alfred Júlíus Styrkársson Sigurður Eiríkur Styrkársson Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir Elísabet Þórisdóttir Alexandra Inga Alfredsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.