Fréttablaðið - 27.01.2009, Side 24
20 27. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Undirbúningur fyrir Eurovision-
keppnina í Moskvu í maí er nú á
fullu. Evrópulöndin eru misfljót að
gera upp hug sinn. Nú þegar hafa
sjö lög verið valin og fjórir kepp-
endur til viðbótar, þótt enn sé á
huldu hvaða lög þeir flytja.
Í ár keppa jafnmörg lönd og í
fyrra, fjörutíu og þrjú. Slóvak-
ía snýr aftur, landið keppti síðast
árið 1998, en smáríkið San Maríno
sem keppti í fyrsta skipti í fyrra,
dregur sig úr keppni og kennir
blankheitum um. Kreppan hefur
skollið all harkalega á Lettlandi
og líkt og við fengu Lettar lán hjá
AGS. Ríkissjónvarpið þar þurfti að
skera verulega niður og á tímabili
stóð til að landið hætti þátttöku í
Eurovision. Frá því var þó horfið
á síðustu stundu.
Eflaust á framlag Ísraela eftir
að vekja mikla athygli. Lagið hefur
ekki verið valið enn þá en flytjend-
urnir verða tvær söngkonur: Ach-
inoam Nini, sem er virt ísraelsk
söngkona, og palestínska söngkon-
an Mira Awad, sem verður fyrsti
arabinn í sögunni sem syngur lag
Ísraels. Lagið verður að sjálfsögðu
um frið og sungið á ensku, hebr-
esku og arabísku til að skilaboð-
in skiljist örugglega. Öfgahópar á
báða bóga eru mjög óánægðir með
þetta val og þeir palestínsku kalla
Miru svikara fyrir að ganga óvin-
inum á hönd.
Enn á ný reyna Bretar að bæta
sig í keppninni og hafa ekki úr
háum söðli að detta því þeir urðu
í síðasta sæti síðast. Nú stendur
yfir mikil söngvarakeppni á BBC,
Your Country Needs You, og mun
sigurvegarinn syngja lag Andrews
Lloyd Webber, „My Time“.
Lögin fara að detta inn næstu
vikurnar og að vanda verða það
Svíar sem velja síðastir. Þeirra
Eurovisionlag verður valið 14.
mars. Líkt og í fyrra mun Páll
Óskar kynna lögin fyrir Íslending-
um í þáttaröðinni Alla leið. - drg
Arabi syngur lag Ísraels
SYNGUR ÍSRAELSKA EUROVISIONLAGIÐ
Mira Awad á búlgarska móður og pal-
estínskan föður og býr í Tel Avív.
Ómar Ómar og félagar ætla
sér stóra hluti með TFA á
næstunni. Félagið hyggst
standa fyrir ýmsum við-
burðum og berjast fyrir
málefnum ungs fólks.
„Enn og aftur er kominn tími
fyrir aðgerðir! Hipphoppið varð
til í kreppu í New York og nú eru
aðstæður á Íslandi sem hipphoppið
vex best í. Það gæti orðið spreng-
ing!“ segir Ómar Ómar hjá TFA
(Tími fyrir aðgerðir). Upphaflega
var þetta áhugamannafélag sem
tengdist hipphoppi og graffítí-
menningunni, en nú segist Ómar
hafa tekið TFA á „næsta plan“ og
hefur gert TFA að einkahlutafé-
lagi.
„Ég nennti ekki lengur að gera
þetta með hálfum huga og stofnaði
nýtt fyrirtæki á sama tíma og öll
hin eru að fara á hausinn,“ segir
Ómar og hlær. Hann hefur feng-
ið þá Heimi Berg og Stefán Örn í
lið með sér, en þeir hafa haft putt-
ana í dans- og rokkgeiranum. TFA
er með öðrum orðum að víkka út
starfssvið sitt. „Það hefur allt-
af verið planið að starfa í fleiri
greinum tónlistar enda hlusta ég á
margt annað en hipphopp. Tónlist-
in í dag er orðinn algjör grautur og
það er óþarfi að takmarka sig.“
Málum verður fylgt eftir af
krafti. TFA ætlar að opna skrif-
stofu miðsvæðis í Reykjavík og
gera þaðan út. Fyrirtækið ætlar að
standa fyrir viðburðum og tónleik-
um á næstu vikum, meðal annars
tónleikum teknókappans Stephans
Bodzin í samvinnu við Party Zone,
Hipphopp-kvikmyndamaraþon
og „Rapptilraunir“ í mars. Þá er
TFA með hipphoppbandið 32C og
hljómsveitina The Pet Cemetary á
sínum snærum og hyggst bæta við
á skjólstæðingaskrána.
„32C eru gríðarlegar stjörnur
í yngri flokkunum þótt fátt fólk
eldra en tvítugt þekki bandið. The
Pet Cemetary eru svo rokkarar
sem hafa verið að taka upp plötu
núna og hefur verið líkt við Kings
of Leon.“
Menningin sem TFA stendur
fyrir er mestmegnis fyrir ungt
fólk. „Það hefur tekið fjögur ár
en núna loksins er löglegt svæði
fyrir graffítí-listamenn að verða
að veruleika á Loftkastalasvæð-
inu. Við getum vonandi opnað
það á sumardaginn fyrsta,“ segir
Ómar. „Svo er ég mikill baráttu-
maður fyrir Rás 3, stöð sem myndi
fjalla um menningu yngri kynslóð-
arinnar. Fyrst krakkar niður í 16
ára eru farnir að borga nefskatt
til RÚV finnst mér eðlilegt að þeir
fái eitthvað fyrir sinn snúð. Rás 2
höfðar til 30 ára og eldri og stend-
ur sig frábærlega í því. En það
er mikill grundvöllur fyrir nýrri
útvarpsstöð.“
drgunni@frettabladid.is
Nú er tími fyrir aðgerðir
Nýja platan með Eberg kemur út
í Japan 11. febrúar hjá Rallye-
merkinu. „Þeir gáfu Voff voff plöt-
una mína út í fyrra og vildu endi-
lega vera fyrstir með þessa. Þeim
finnst það svo flott. Sjálfum finnst
mér upplagt að láta plötuna koma
fyrst út í Japan enda er ástand-
ið einna eðlilegast þar í þessum
útgáfubransa,“ segir Einar Töns-
berg, Eberg. Nýja platan, Antidote,
verður þriðja sólóplatan hans, og
sú fyrsta síðan Voff voff kom
2006. Sú plata vakti mikla athygli
á Eberg, enda mjög spræk plata
þar sem poppaðar melódíur komu
innpakkaðar í tilraunahljóð. Eberg
er við sama heygarðshornið. „Á
nýju plötunni er ég þó poppaðri en
nokkru sinni fyrr. Þetta eru ellefu
popplög á ensku, maður er að eld-
ast og svona. Ég reyni þó enn að
blanda tilraunastarfseminni hóf-
lega við.“
Barði Jóhannsson og söngkon-
urnar Diva de la Rose og Bird
leggja Eberg lið og fyrsta lagið
sem byrjar að heyrast er „One Step
at the Time“. Fólk ætti að kann-
ast við bassastefið í laginu. „Já,
það var í DV-auglýsingu. Maður
þarf alltaf að hórast aðeins líka,“
segir Eberg. Hann á von á því að
fylgja plötunni eftir með tónleika-
haldi og er þessa dagana að æfa
með ryþmapari. Ekki hefur verið
gengið frá útgáfu á Íslandi en
Einar segir að platan komi hér út
í febrúar. „Annaðhvort þarf ég að
taka upp budduna sjálfur eða ein-
hver annar verður svo vinsamleg-
ur. Það skýrist í vikunni.“ - drg
Poppaðri en nokkru sinni
ÞRIÐJA PLATAN Einar Tönsberg er Eberg.
AÐSTANDENDUR TFA Stefán Örn, Ómar Ómar og Heimir Berg ætla sér stóra hluti á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÁLFABAKKA SELFOSS
AKUREYRI
KEFLAVÍK
KRINGLUNNI
ROLE MODELS kl. 5:50 - 8 - 10:10 12
ROLE MODELS kl. 8 - 10:10 VIP
BEDTIME STORIES kl. 5:50 - 8 L
BEDTIME STORIES kl. 5:50 VIP
ROCKNROLLA kl. 10:20 16
CHANGELING kl. 5:30 - 8:30 16
YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 7
THE SPIRIT kl. 10:20 12
BOLTI 3-D m/ísl. tali kl. 5:50(3D) L
TWILIGHT kl. 8 12
ROLE MODELS kl. 6 - 8:10 - 10:20 12
BEDTIME STORIES kl. 6D L
ROCKNROLLA kl. 8:10D - 10:30D 16
YES MAN kl. 8:10 - 10:20 7
BOLT 3-D m/ísl. tali kl. 6(3D) L
BEDTIME STORIES kl. 8 L
TRANSPORTER 3 kl. 10:10 16
INKHEART kl. 8 10
THE SPIRIT kl. 10:10 7
ROLE MODELS kl. 8 - 10 12
BEDTIME STORIES kl. 8 L
ROCKNROLLA kl. 10 16
DIGTAL-3D
ADAM SANDLER
„FARÐU Á ROLE MODELS EF ÞÚ VILT HLÆJA“
-USA TODAY-
ROLE MODELS kl. 8 - 10:10 12
BEDTIME STORIES kl. 8 L
CHANGELING kl. 10 16
ÞRIÐJUDAGSBÍÓ
Í DAG - KR. 500
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG VIP
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
16
12
12
L
L
12
L
UNDERWORLD 3 kl. 8 - 10
VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 8 - 10.10
SÓLSKINSDRENGURINN kl. 6
SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ kl. 6
16
12
L
L
UNDERWORLD 3 kl. 5.50 - 8 - 10.10
VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 8 - 10.30
VILTU VINNA MILLJARÐ LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
SEVEN POUNDS kl. 10.30
SÓLSKINSDRENGURINN kl. 5.30 - 8
AUSTRALIA kl. 4.30 - 8
SKOPPA OG SKRÍTLA Í BÍÓ kl. 4
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ
KAUPIR BÍÓMIÐANN Á
L
L
L
12
L
L
REFURINN & BARNIÐ / ÍSL. TEXTI kl. 6
SKÓLABEKKURINN / ENSKUR TEXTI kl. 8 - 10.15
KRUMMASKUÐ NO.1 / ENSKUR TEXTI kl. 6
REVOLUTIONARY ROAD kl. 5.30 - 8 - 10.30
SÓLSKINSDRENGURINN kl. 5.30 - 8 - 10.30
SEVEN POUNDS kl. 8 - 10.30
5%
5%
SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000
16
16
12
10
16
12
UNDERWORLD 3 kl. 6 - 8 - 10
TAKEN kl. 8 - 10
AUSTRALIA kl. 6.30 - 10
INKHEART kl. 5.50
TRANSPORTER 3 kl. 8 - 10.15
QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30
SKÓLABEKKURINN
- S.V., MBL
- L.I.L., TOPP5.-FBL.IS
HEIMSFRUMSÝNING!
Fyrsti kafli
Underworld-myndanna.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
REFURINN & BARNIÐ KRUMMASKUÐ
3 DAG
AR EFT
IR
- S.V., MBL
- bara lúxus
Sími: 553 2075
REVOLUTIONARY ROAD kl. 5.45, 8 og 10.20 12
VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.45, 8 og 10.20 12
CHANGELING kl. 10 16
TAKEN kl. 6 og 8 16
★★★★★
- S.V., MBL
★★★★★
- L.I.L., Topp5.is/FBL
Stórbrotin og áhrifarík mynd
frá verðlaunaleikstjóranum
Sam Mendes
★★★★
V.J.V – Topp5.is/FBL
★★★1/2
- S.V. MBL
★★★1/2
- S.V. MBL