Tíminn - 21.11.1982, Síða 2
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Karlakór Reykjavíkur með
tónleika í Háskólabíói
■ Næstkomandi miðvikudag, föstudag
og laugardag (24., 26. og 27. nóvember)
heldur Karlakór Reykjavíkur tónleika
fyrir styrktarfélaga sína og gesti í
Háskólabíói og hefjast þeir kl. 19.00
miðvikudag og föstudag, en kl. 15.00 á
laugardag.
Á söngskrá kórsins eru að vanda
íslensk og erlend lög, en í nokkrum
þeirra syngja einsöng þeir Hilmar Þor-
leifsson, tenór, Hjálmar Kjartansson,
bassi, Hreiðar Pálmason, barritón og
Snorri Þórðarson, barritón, Guðrún A.
Kristinsdóttir aðstoðar með píanóleik.
Páll Pampichler Pálsson er stjórnandi,
en hann er nýkominn frá Vínarborg, þar
sem hann stjórnaði 2. áskriftartónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Tónlistamanna í
Wiener-Neustadt. Á tónleikum þessum
voru m.a. flutt tvö nútímaverk tileinkuð
Páli eftir tónskáldin Werner Schulze
(„Snúningur'") og Herbert Zagler („Ka-
leidoskop"). Auk þeirra var flutt 4.
sinfónía Brahms.
Páll fékk þar mjög góða dóma, og
segir t.d. blaðið Niederösterreichische
Landeszeitung í Wiener-Neustadt, eftir
að hafa hælt báðum nútímaverkunum,
að Páll Pampichler sé maður, sem hægt
sé að gefa hrósyrði. Túlkun hans á
þessum verkun hafi algjörlega verið í
anda tónskáldanna og hann hafi sýnt
nákvæmni og vandvirkni í hvívetna,
ekki síst í síðari hluta efnisskrárinnar,
er leikin var 4. sinfónía Brahms, sem sé
viðkvæmt verk, en þar hafi Páll þó sýnt
ákveðni og áhrifamikla túlkun.
Peter Schuster, sem gagnrýnina
skrifar, bætir við, að Páll sé viðkunnan-
legri í framkomu á sviði, en hinn mikli
skari „show-dirigenta“. Hann sé fyrst og
fremst samviskusamur stjórnandi í orðs-
ins fyllstu merkingu og vinni af ná-
kvæmni eftir verkum tónskáldanna og
formi þau með hljómsveitinni í anda
þeirra af mikilli snilld.
■ Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Páls P. Pálssonar.
■ Ein af myndum Magnúsar Ólafssonar sem er á sýningunni hjá Teppaverslun
Alafoss. Hún er lekin á Vesturgötunni um 1910.
Ljósmyndasafnið:
Sýning á gömlnm
myndum frá Kvosinni
■ Ljósmyndasafnið h.f. stendur nú
fyrir sýningu á Reykjavíkurmyndum
Magnúsar ÓJafssonar ljósmyndara.
Sýningin er í sýningarsalnum Bólvirki
hjá Teppaverslun Álafoss að Vestugötu
2.
Flestar myndanna eru af gömlum
húsum úr Miðbæjarkvosinni svo nefndu.
Magnús Ólafsson var þekktur og
mikilsvirkur ljósmyndari í upphafi aldar-
innar og fram á fjórða áratuginn. Hann
rak Ijósmyndastofu í Reykjavík um
áratuga skeið.
Reykjavíkurmyndir hans eru merk og
ómetanleg heimild um vöxt og viðgang
höfuðstaðarins í upphafi aldarinnar og
mannlíf frá þeim tíma.
Magnús Ólafsson fæddist að Hvoli í
Saurbæ í Dalasýslu 10. maí 1862 og lést
í Reykjavík 26. júlí 1937. Hann nam
ljósmyndagerð í Kaupmannahöfn
skömmu upp úr aldamótum.
Ljósmyndasafnið hf. var formlega
stofnað 2. september 1981. Pað skráset-
ur og varðveitir gamlar ljósmyndir og
hefur þegar í sinni vörslu margt merkra
safna, þar á meðal safn Magnúsar
Ólafssonar. Ljósmyndasafnið hf. er til
húsa að Flókagötu 35 í Reykjavík.
Sýningin stendur fram í desember og
er opin virka daga klukkan 9 tgil 18, en
á laugardögum klukkan 9 til 12. Mynd-
imar á sýningunni eru til sölu.
Ragnar Lindén sýnir í Norræna húsinu
■ Laugardaginn 20. nóv. verður opnuð
sýning í anddyri Norræna hússins á
verkum eftirsænskan listamann, Ragnar
Lindén.
Á sýningunni eru smámyndir (miniat-
yrer) málaðar með olíulitum og grafík-
myndir.
Ragnar Lindén er fæddur 1919 í
Norrköping í Svíþjóð. Hann stundaði
listnám við Konstfackskolan í Stokk-
hólmi 1937-1944, en þá fluttist hann til
Lindesberg, sem er lítil borg í Vest-
mannalandi. Par hefur hann starfað sem
teiknikennari, en síðustu árin hefur
hann helgað sig list sinni eingöngu.
Myndefni sitt sækir hann til borgarinnar,
málar gjarnan gömul hús og götulífið.
Ragnar Lindén hefur sýnt víða í
Svíþjóð og mörg stór söfn þar í landi
eiga verk eftir hann.
Listamaðurinn kemur hingað til lands
með sýningu stna og verður viðstaddur
opnunina á laugardag, sem verður kl.
16:00.
Sýningin verður opin daglega til 2.
des. kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga
kl. 12-19.
Úrvalið er frá
Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaróasölum um land allt Bridgestone
diagonal (ekki radial) vetrarhjólbaröar.
25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu.
Geriö samanburö á verói og gæöum.
Litla
skinnið
Merk bók
um þjóðleg
fræði
■ Nýlega er komin út bók, sem lætur
ekki mikið yfir sér, en mun þó verða
aufúsugestur þeim, sem unna þjóðlegum
fræðum.
Hér er átt við bók, sem séra Jón
Thorarensen gefur út, og hefur búið til
prentunar, Litla skinnið eða Blöndu-
kúturinn.
Séra Jón Thorarensen er löngu lands-
þekktur fyrir ritsafn um þjóðleg fræði,
Rauðskinnu, sem hann gaf út á árunum
1929-1961. Alls komu út tólf bindi af
Rauðskinnu. Hún er löngu uppseld og
ófáanleg nema endrum og eins, þegar
fornbóksalar komast yfir bókasöfn úr
dánarbúum.
í Litla skinninu eru tvær meginritgerð-
ir, sem draga upp langa mynd af
mannlífi á Suðurnesjum áður fyrr.
Önnur þeirra er eftir séra Jón og segir
frá Kotvogs- og Kirkjuvogsmönnum á
19 . öld, og í upphafi 20. aldar. Hér er
safnað saman miklum fróðleik og sagt
vel frá, eins og af séra Jóni má vænta.
Hin ritgerðin er eftir borgfirska fræða-
þulinn Kristleif Þorsteinsson á Stóra-
Kroppi og greinir frá sjávarútvegi og
vermönnum við sunnanverðan Faxaflóa
á síðari helmingi 19. aldar. Mest er
frásögnin bundin við Vatnsleysuströnd,
en þar var Kristleifur vermaður í sex
vertíðir um og eftir 1880.
Þá eru í Litla skinninu nokkrar
þjóðsögur og sagnir af óskiljanlegri
dulmögnun. Margar þeirra eru skráðar
af fræðimanninum Magnúsi F. Jónssyni.
Þá er að nefna vísur og kveðskap, sem
séra Jón Thorarensen hefur safnað.
Litla skinnið er eiguleg bók unnendum
þjóðlega fræða. Hún ber þess vitni, að
séra Jón Thorarensen ber vel aldurinn
og ellin hefur ekki unnið neitt á
fræðimennsku hans, stílleikni og vönd-
uðum vinnubrögðum. Þ.Þ.
■ Jón Thorarensen
Ragnar Lár:
Hefur selt helm-
ing myndanna
■ Sýning Ragnars Lár í Gallerí Lækj-
artorgi, sem við greindum frá í síðasta
Helgar-Tíma, hefur verið vel sótt þrátt
fyrir slæmskuveður í bænum. Tæpur
helmingur myndanna hefur þegar selst.
Sýningin verður opin frá kl. 14 til 18
á laugardag, en frá kl. 14 til 22 á
sunnudag, en þá lýkur henni.
Eins og fyrr hefur komið fram þá eru
á sýningu Ragnars 43 myndverk: olíu-
málverk, vatnslitamyndir og penna-
teikningar.