Tíminn - 21.11.1982, Page 5

Tíminn - 21.11.1982, Page 5
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 5 JM Helgar-Tíminn sem stunduðn áhættu- á stríðsárunum ■ Breskt tundurdufl. Duflin áttu að verða óvirk ef þau slitnuðu upp, en vegna botngróðurs vildi sá útbúnaður festast og virk dufl rak óraleiðir. Hleðslan var skotbómull, en stundum önnur sprengiefni, trotyl, trinol eða novit. Við festar möruðu þau 2-5 metra undir yfirborðinu. að fara yfir þetta svæði. Ekki var vitað til hvort þýskt skip fórst á þessu svæði en hitt er annað mál að þarna fórust ein sjö skip á leið frá Murmansk á sínum tíma. Við urðum varir við brakið úr þessum skipum, bæði lífbáta og fleka og alls konar dót og loks olíuna, en það var mikill olíuflekkur sem kom af þessu sem drap megnið af öllum svartfugli. Hornbjarg og Hælavíkurbjarg nær tæmdust af fugli og ég held að bjargsig þarna hafi lagst að miklu leyti niður árin á eftir. Þetta var mörg ár að ná sér aftur. Olíuflekkirnir vóru á flakki undan straumi og vindum úti af Vestfjörðunum mjög lengi. Þá vóru þarná lík á reki se.m þessu. Stundum slitnaði og þá var haldið í næsta ból. Svo var það einu sinni um morgun- tíma, þegar við vorum að draga h'nuna einar 20 mílur úti af Straumnesi. Það var þokkalegasta veður og það sé ég út undan mér að það var eitthvað við bakborðssíðuna sem maraði þar í kafi. Þetta var þá tundurdufl sem var að koma upp, því línan hafði fest á því. Þetta var mjög nálægt bátnum og ég.kallaði á strákinn .sem var á rúllunni og sagði honum að skera á iínuna undir eins, meðan ég reyndi að bakka hátnum frá þcssu. Maður hélt niðri í sér.andanum hcitinn. En það sem hefur annars svona málum þá.“ bjargað því að ekki urðu fleiri slys var ,£g héll niðri í mér andanum, meðan við vorum að þokast frá þessn’ Rætl við Magnús Grímsson skipstjóra ■ „Þegar þessar lokanir komu til og tundurduflunum var lagt var ég með Draupni heitinn, en hann fórst árið eftir með fimm mönnum úr Súðavík. Þá var ég tekinn við mótorbátnum Guðrúnu,“ segir Magnús Grimsson skipstjóri, en hann var skipstjóri á einum bátanna sem reru út þessar varhugaverðu slóðir, þá aðeins 22ja ára. „Við fengum tilkynn- ingu um það, bréflega að mig minnir, frá herstjórninni á Isafírði, að bannað væri að róa út á svæði sem var meira en ijórar mflur frá annesjum og ég held að þau hafi fyrst verið réttvísandi vestur frá Kóp og réttvisandi norður frá Hom- bjargi. Okkur var hótað öUu iUu ef við færam út á þessu svæði og sagt að við gerðum það á eigin ábyrgð, látið að því Uggja að við yrðum skotnir niður, ef bátarnir færu út á þessi svæði. Bretar höfðu þá faUbyssuhreiður uppi á Ritnum. Þetta var auðvitað ákaflega erfitt yfir haustmánuðina og skammdegið, því þama höfðu verið okkar aðal fiskimið á þeim tíma. Fiskur var þá helst úti af Ritnum, í Álnum, sem kallaður var og svo á vestur grynningunni. Við á bátunum frá Súðavík reram yfirleitt meir á austursvæðið, úti af Ritnum og Straumnesi. Það var ákaflega erfitt á svona litlum bátum að sækja austur fyrir Hom. Það var líka sjaldnast þannig tíðarfar að hægt væri að sækja svo langt. Við rerum dálítið út á Djúpið þegar veður var verra, en oft mátti segja að það væri ördeyða hjá okkur.“ Á hættuslóðum „Mig minnir að það hafi verið veturinn 1941-1942, þegar ég var enn með Draupni að Dagstjarnan frá ísafirði fór að koma með ágætan afla að landi. Skipstjóri á Dagstjörnunni var Hrólfur Þórarinsson. Ekki vissum við hvert hann reri, en hann kom að seint á nóttunni og með fullan bát en við hinir með fremur lítið. Þannig gekk það eina tvo eða þrjá túra. Hrólfur kom alltaf síðastur af sjónum og fór ekki aftur fyrr en seint á nóttunni, þar sem hann varð að losa fiskinn og lóðiraar og taka nýjar um borð aftur. Tókum við það nú til bragðs á Draupni að við biðum utan til í Djúpinu til þess að sjá hvert Hrólfur færi. Um morguninn sá ég hvar hann kom út. Við biðum þarna Ijóslausir svo hann sæi okkur ekki og ég held að það hafi verið þama fleiri bátar líka, sem biðu hans ljóslausir einnig. Meðal þeirra var mikill dugnaðarmaður, Rósi Stein dórsson á Pólstjómunni.og mig minnir að annar hafi verið Pálmi á Sædísinni, mikill dugnaðarmaður líka og aflamað- ur. Hrólfur keyrði út með aðeins litla Ijóstýru og við sáum að hann hélt út undir Ritinn á bannsvæðið. Þetta varð til þess að farið var að róa út á tundurduflasvæðið, bæði út af Ritnum og eins norðaustur af Straum- nesi og þaraa vítt og breitt. Ég held að þessu hafi ekki verið hætt að fullu eftir það, en ég man að við fengum hótunar- bréf, þar sem við vorum hvattir til að hætta þessu og eitthvert lát varð á róðrunum við það. Var okkur tilkynnt að ef við héldum uppteknum hætti væri það á okkar eigin ábyrgð og mikið ef bátarnir áttu ekki að teljast óvátryggðir ef eitthvað henti okkur. Hafísinn „Sjálfsagt hefur það bjargað miklu að eitt árið eftir að duflin voru lögð rak ís inn á ísafjarðardjúp og sjálfsagt hefur hann slitið upp og sprengt mikið af þeim. Það hefur líka átt sinn þátt í því að mikið af duflunum fór á rek og daglega sáum við þau eitt eða fleiri fljótandi á sjónum. Nokkuð af þeim rak á land og var mikið um sprengingar á fjörum þarna og á Ströndum. Já, líka kom fyrir að við lentum með línuna í duflunum. Smám saman upp- götvaðist hvar þau lágu og var það helst á tveimur stöðum. Annað beltið var í N-NA frá Ritnum og sjálfsagt 20-25 mílur út en hitt var út af Barða. Það urðum við minna varir við og mikið ef við vissum um það fullkomlega fyrr en eftir stríð. Duflin áttu auðvitað að klekkja á þessum stóru herskipum Þjóðverja sem komu út úr norsku fjörðunum og fóru svo með ísröndinni nærri Jan Mayen og þar vestur og loks um sundið milli íslands og Grænlands. ísröndin lá oft um og yfir Halann og þá hefðu skipin orðið Hefðum við vitað... „Þótt þetta bann ylli okkur miklum erfiðleikum þá hefðum við samt aldrei farið að róa út á þessi svæði, hefðum víð vitað hvað var að gerast. Við höfðum bara ekki næga nasasjón af hvað þetta var hættulegt, þótt við vissum að stríð geisaði allt í kring um okkur. Það er sagt að breskir hermenn hafi fullyrt að það þýddi ekki að ota byssu að íslend- ingi, því hann vissi ekki hvað byssa væri. Svipað hefur verið með okkur. Ef við hefðum hugsað um hve alvarlegur hlutur tundurduflið er hefðum við haldið okkur frá þeim. Smám saman rann það þó upp fyrir manni, þegar við heyrðum þetta springa á fjörum, því sprengingarnar voru svo ægilegar að þær heyrðust inn til afskekktustu bæja. En það var til nokkurs að vinna, fannst okkur þá. Þetta voru það litlir bátar, 14-16 tonna. Engum dytti í hug nú að sækja á jafn langt út á þeim og við gerðum á þeim tíma. Á bannsvæðin var mikið styttri sigling. Dauðinn í djúpinu „Já, við urðum oft fyrir því að festa í duflunum. Það kom oft upp á línunni einhverskonar feiti, sem duflin og streng- imir sem þau voru fest við höfðu verið smurð með. Línan var oft útötuð í þessu. Þá voru taumar oft slitnir af línunni, þegar hún var að dragast upp af hve bátarnir voru litlir og flutu yfir duflin og líka það að þetta voru trébátar, því eitthvað var þarna um segulmögnuð dufl. En eins og ég sagði áður held ég að við höfum líka átt ísnum mikið að þakka að ekki urðu slys. Sum duflin lögðust á botninn og togarar voru að fá þetta í vörpuna. Til dæmis fékk Þorfinn- ur dufl sem sprakk á síðunni og stórskemmdi skipið og Fylkir sökk á þessum slóðum, eftir að hafa fengið dufl í trollið. Þar var þá skipstjóri Auðunn Auðunsson. En togararnir komust ekki á Halann þessi ár og á þessum árum var þarna geysimikið fiskirí og hvergi meira en í kring um duflin, hvort sem fiskurinn hefur verið að frýnast í þetta eða hvað annað það hefur verið sem olIi.“ Magnús Grímsson fluttist frá Vest- fjörðum árið 1946, eins og Pálmi Sveinsson og hefur hann búið í Reykja- vík síðan. hann hefur verið farsæll löngum skipstjórnarferli, lengst af á togbátum. Hann hætti skipsstjóm að mestu fyrir tveimur árum, en fer þó öðru hverju út enn með bæði báta og togara í afleysingum. Hann ætlaði raunar að vera hættur sjómennsku fyrir all löngu en sjórinn hefur alltaf kallað á ný. Þegar Þórður Kakali valdi sér lið á skip sín í Flóabardaga voru þar eintómir Vestfirðingar um borð, enda hreppti Kakali sigur. Vestfirskir sjómenn hafa dugað vel í margri orrustu á sjó eftir það og þar á meðal þeir Pálmi Sveinsson og Magnús Grímsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.